Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 22
U
mræðan um kjördæmaskipti
formanns Framsóknarflokks
ins, Sigmundar Davíðs Gunn
laugssonar, yfir í Norðaustur
kjördæmi hefur verið hávær í
samfélaginu síðastliðna viku. Þrátt fyrir
að Sigmundur Davíð neiti því að hann
hafi skipt um kjördæmi vegna hræðslu
um að komast ekki inn á þing sem fyrsti
maður á lista flokksins í Reykjavík er
erfitt að sjá aðra ástæðu fyrir ákvörðun
hans en sérhyggju.
Svo virðist sem ákvörðun Sigmund
ar Davíðs veki sérstaka furðu í ljósi þess
að hann tekur eiginhagsmuni sína fram
yfir heildarhagsmuni flokksins. Í stað
inn fyrir að taka slaginn um baráttusæti
í Reykjavík, líkt og sannur leiðtogi sem
tæki velferð flokksins fram yfir sína eigin
til að berja hann betur saman, flýr hann
í öryggi landsbyggðarkjördæmisins þar
sem fylgi Framsóknar er mest. Hann er
eins og skipstjóri sökkvandi skips sem
stekkur sjálfur fyrstur í einn af fáum
björgunarbátum sem eru um borð.
Sigmundur Davíð rétt komst inn á
þing í síðustu alþingiskosningum þegar
hann var eini þingmaður flokksins í
Reykjavík norður. Framsóknarflokkur
inn beið afhroð í síðustu borgarstjórnar
kosningum í Reykjavík árið 2010 þegar
flokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent at
kvæða og þar með engan frambjóðanda
kjörinn. Sú niðurstaða gæti verið vís
bending um það sem koma skal í þing
kosningunum á næsta ári.
Einungis nokkrum sinnum í
lýðveldis sögunni hafa formenn fjór
flokkanna verið utan þings og hefur það
ævin lega verið til vandræða fyrir þá:
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð
isflokksins, komst til dæmis ekki á þing í
kosningunum 1983 og missti formanns
stólinn sama ár til Þorsteins Pálssonar.
Sigmundur Davíð vill örugglega koma í
veg fyrir að lenda í sams konar stöðu og
Geir eftir aðeins fjögur ár sem formaður
Framsóknar.
En þessi ákvörðun Sigmundar
Davíðs ætti ekki að koma mikið á óvart
þegar litið er á sögu Framsóknarflokks
ins á síðustu árum. Sigmundur Davíð
hefur sjálfur ekki verið framsóknarmað
ur nema í þrjú ár, einum mánuði leng
ur en hann hefur verið formaður, eftir
að hann ákvað að ljá þeim flokki krafta
sína frekar en einhverjum öðrum. Þá
er einnig lýsandi að sá sem hefur boð
ist til að taka sæti Sigmundar í Reykja
vík, Frosti Sigurjónsson, hefur ekki áður
komið að starfi flokksins en ætlar þó að
stökkva beint í fyrsta sæti á lista hans.
Þá sendi Framsóknarflokkurinn frá sér
sérstaka fréttatilkynningu í apríl um að
Jónína Benediktsdóttir athafnakona
væri gengin í flokkinn og hygðist bjóða
sig fram fyrir hann. Jónína hefur hingað
til ekki verið þekkt fyrir áhuga og afskipti
af stjórnmálum.
Í ljósi þessa er ekki úr vegi að spyrja
hvað það er eiginlega sem Framsóknar
flokkurinn er og stendur fyrir, annað en
hentistefnu. Ég veit það ekki. Formaður
flokksins er nýsleginn framsóknar
maður og margir þeirra sem hyggjast
bjóða sig fram fyrir hann sömuleið
is. Hinir stóru flokkarnir þrír hafa allir
einhvern hugmyndafræðilegan kjarna
sem auðvelt er að átta sig á og fólk veit
nokkurn veginn fyrir hvað þessir flokkar
standa. Hvaða gullgrafari sem er getur
ekki stokkið til æðstu metorða í þess
um flokkum nánast á einni nóttu. Gildi
stéttabaráttu, samvinnu og samhyggju
sem Framsóknarflokkurinn var sagður
stofnaður á í upphafi 20. aldarinnar eiga
ekki við um flokkinn lengur. Flokkurinn
er orðinn kjarnalaus, hugmyndafræði
lega gjaldþrota með hentistefnuna eina
að vopni. Framsókn er óræð, marghöfða
kynjaskepna sem getur verið allt og ekk
ert, allt eftir því hvernig vindar blása
hverju sinni.
Framsóknarflokkurinn hefur öðrum
flokkum fremur síðustu áratugina dreg
ið að sér menn sem vilja komast hratt
og örugglega til valda og álna. Ýmis
dæmi úr sögu Framsóknarflokksins
sýna hversu ábatasamt það getur verið
að vera áhrifamaður innan hans: Gunn
laugur Sigmundsson, faðir formanns
ins, komst í verulegar álnir þegar hann
notaði pólitískt skipaða stöðu sína hjá
Þróunarstofnun Íslands til að eignast
Kögun fyrir lítið og selja svo aftur með
miklum hagnaði; Finnur Ingólfsson og
Ólafur Ólafsson komust yfir Búnaðar
bankann og hlut ríkisins í Vátrygginga
félagi Íslands vegna tengsla sinna inn í
Framsókn; fjölskyldufyrirtæki Hall
dórs Ásgrímssonar, SkinneyÞinganes,
hagnaðist um milljarða króna vegna
viðskipta með hlutabréf í VÍS; Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki
og einn valdamesti maðurinn á bak við
tjöldin í Framsókn, bjó til mikinn hagn
að fyrir fyrirtækið með viðskiptum með
hlutabréf í Búnaðarbankanum og VÍS.
Svo mætti lengi telja. Ein uppskrift að
því að verða milljónamæringur á Ís
landi á síðustu áratugum hefur verið að
komast til æðstu metorða í Framsóknar
flokknum og ná svo eignum ríkisins til
sín og sinna í skjóli flokksins.
Veit fólk þetta ekki? Ef svo er af
hverju kýs fólk þá ennþá þennan óræða
og gerspillta hentistefnuflokk þegar
ljóst er að hagsmunir almennings fara
ekki saman við hagsmuni þeirra sem
stýrt hafa flokknum? Þeir hafa síðast
liðna áratugi fyrst og fremst hugsað um
eiginhagsmuni en ekki hagsmuni al
mennings, þvert á eigin boðaða hug
myndafræði. Ég hef því spurt mig að
því á síðustu árum, og spyr mig enn: Af
hverju er Framsóknarflokkurinn enn
þá til? Rétt eins og ég tel
á huldu fyrir hvað
flokkurinn stendur
sé ég ekkert skýrt
svar við þessari
spurningu. Nýj
ustu hræringarn
ar í æðstu röðum
flokksins kalla
enn frekar eftir
svörum við þessum
spurningum.
Sandkorn
Jón Ásgeir og
Ólafur
n Jón Ásgeir Jóhannesson
athafnamaður þykir vera af
burðamaður hvað rekstur
varðar. Hann
hefur verið
með aðstöðu
hjá 365 miðl
um þar sem
hann hefur
lagt nótt við
dag í hag
ræðingarskyni til þess að
eiginkona hans, Ingibjörg
Pálmadóttir, missi ekki yfir
ráðin. Afar náið samstarf
er með Jóni Ásgeiri og Ara
Edwald forstjóra. Einnig hef
ur vakið athygli hve miklir
kærleikar eru með honum
og Ólafi Stephensen, ritstjóra
Fréttablaðsins. Hermt er að
Jón Ásgeir hafi góð tök á öllu
innandyra.
Björgvin í
fallhættu
n Björgvin G. Sigurðsson, leið
togi Samfylkingar í Suður
kjördæmi, þarf að berjast
fyrir pólitísku lífi sínu í vetur.
Hann hefur
lýst yfir vilja
sínum til að
halda leið
togasætinu
en það eru
blikur á lofti.
Sumpart
þykir Björgvin vera hold
gervingur hrunsins. Þá
bíður hans erfið glíma við
Oddnýju Harðardóttur, fyrr
verandi fjármálaráðherra,
sem sækist eftir því að leiða
lista Samfylkingar. Líkurnar
eru óneitanlega henni í hag.
Kristinn
eftirsóttur
n Hermt er að flokksmenn
Dögunar finni talsverðan
meðbyr á för sinni í frægri
rokkrútu Lýðs Árnasonar um
landið. Leitað er frambjóð
enda í hinum ýmsu kjör
dæmum. Á meðal þeirra
sem þykja sýna einkenni
áhuga er Sigurjón Þórðarson
sem var á þingi fyrir Frjáls
lynda flokkinn. Óljóst er
með áhuga annarra á fram
boði Sigurjóns. Aftur á móti
eru raddir uppi um að fá
Kristinn H. Gunnarsson til að
leiða listann.
Klókur styrkja-
maður
n Guðlaugur Þór Þórðarson
alþingismaður er á með
al klókustu og lífseigustu
stjórnmálamanna. Kapp
inn á Íslandsmet í styrkj
um en hann hefur þegið tugi
milljóna, meðal annars frá
Baugi. Upp komst um hluta
styrkjanna sem
varð til þess
að landsfund
ur Sjálfstæðis
flokkksins lýsti
vantrausti á
þingmanninn.
Hann fór þó
hvergi og sækist nú eftir öðru
sæti á lista í Reykjavík sem
þýðir oddvitasæti í Reykjavík
suður. Þarna treystir hann á
að fljóta upp á milli í slags
málum Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur og Illuga Gunnarssonar.
Þetta er alveg ótrú-
legur munnsöfnuður
Stórkost-
legt
Einar Bárðarson er hneykslaður á viðbrögðum sem The Charlies hafa fengið. - DV Illugi Gunnarsson um föðurhlutverkið. – DV
Sérhyggjuflokkurinn
E
f allt væri með felldu, stæði
Styrmir Gunnarsson, fyrrver
andi ritstjóri Morgunblaðsins,
framarlega í flokki þeirra, sem
mæla fyrir samþykkt nýrrar
stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðsl
unni 20. október. Það stafar af því, að
þrjú lykilákvæði í frumvarpi Stjórn
lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár –
ákvæðin um auðlindir í þjóðareigu,
jafnt vægi atkvæða og beint lýðræði –
eru í nánu samræmi við vel grundað
ar skoðanir Styrmis eins og hann hefur
lýst þeim á löngum blaðamannsferli.
n Frumvarp Stjórnlagaráðs kveður á um
auðlindir í þjóðareigu og fullt gjald fyrir
afnot af auðlindunum. Þetta var um langt
árabil eitt helzta baráttumál Styrmis
Gunnarssonar á Morgunblaðsárum hans.
n Frumvarp Stjórnlagaráðs kveður einnig á
um jafnt vægi atkvæða í fullu samræmi við
margar forustugreinar Morgunblaðsins um
kjördæmamál, til dæmis 27. október 1993.
n Frumvarp Stjórnlagaráðs kveður á um
beint lýðræði, það er rétt þjóðarinnar til
að skjóta málum til þjóðaratkvæðis, en
Styrmir Gunnarsson mælir nú eindregið
fyrir því sjónarmiði í opinberri umræðu.
n Ætla verður einnig, að blaðamaðurinn
og ritstjórinn hljóti að fagna ákvæðum
frumvarpsins um upplýsingafrelsi, frelsi
fjölmiðla og vernd blaðamanna, heimildar-
manna og uppljóstrara.
Með því að greiða frumvarpi Stjórn
lagaráðs atkvæði sitt 20. október myndi
Styrmir Gunnarsson slá fleiri keilur í
einu kasti en honum hefur nokkurn
tímann áður gefizt kostur á í kjörklef
anum. Atkvæði hans greitt Sjálfstæðis
flokknum í Alþingiskosningum hefur
aldrei nokkurn tímann getað gefið hon
um von um að ná öllum þrem helztu
baráttumálum sínum í gegn á einu
bretti og frelsi fjölmiðla í kaupbæti.
Genginn úr skaftinu
En nú bregður svo við, að Styrmir
Gunnarsson er genginn úr skaftinu.
Hann talar í útvarpsviðtali um „svo
kallað Stjórnlagaráð“. Hann virðir ekki
nafngiftina, sem Alþingi gaf Stjórn
lagaráði samkvæmt þingsályktun.
Hann kallar þjóðaratkvæðagreiðsluna
20. október „skoðanakönnun“. Hann
virðir ekki samþykkt Alþingis á „Þings
ályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæða
greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að
frumvarpi til stjórnarskipunarlaga“.
Ætla mætti, að fyrrverandi ritstjóra
dagblaðs þætti ástæða til að virða sam
þykktir og lög frá Alþingi.
Þjóðfundurinn lagði grunninn
Styrmir Gunnarsson sýnir því aðalat
riði málsins engan áhuga heldur eða
skilning, að grunnurinn að frumvarpi
Stjórnlagaráðs var lagður á þjóðfund
inum 2010, þar sem komu saman 950
manns af landinu öllu, frá 18 ára til
91 árs að aldri, valin af handahófi úr
þjóðskrá, og var kynjaskipting nánast
jöfn. Úrtakið var valið þannig, að tryggt
væri, að niðurstöður þjóðfundarins
spegluðu vilja þjóðarinnar. Skoðan
ir Styrmis Gunnarssonar á auðlindum
í þjóðareigu, jöfnu vægi atkvæða og
beinu lýðræði njóta víðtæks stuðnings
meðal þjóðarinnar eins og þjóðfund
urinn og einróma samþykkt Stjórn
lagaráðs vitnuðu um. Ætla má, að
Styrmir Gunnarsson hafi með ötulum
málflutningi á síðum Morgunblaðsins
árum saman átt ríkan þátt í, að þjóðin
komst að sömu niðurstöðu og hann í
þessum þremur lykilmálum.
Dauðafæri
Hvers vegna snýr Styrmir Gunnarsson
nú baki við þremur helztu baráttu
málum sínum? – nú þegar samþykkt
þeirra í stjórnarskrá lýðveldisins er í
sjónmáli. Hvers vegna vanvirðir hann
samþykktir Alþingis? – og gerir lítið
úr þeim, sem var falið af þingi og þjóð
að þoka málinu áfram í Stjórnlaga
ráði. Hann hefur ekki lagt fram nein
efnisleg rök gegn frumvarpinu, heldur
fjargviðrast hann út af ferlinu eins og
það skipti engu máli, að meiri hluti Al
þingis ákvað feril málsins. Nú fær það
annan hljóm, sem Morgunblaðið sagði
um kommúnista á kaldastríðsárunum
– að þeir myndu selja ömmu sína fyr
ir flokkinn. Hvað sem því líður geri ég
fastlega ráð fyrir, að góðir sjálfstæðis
menn muni þúsundum saman greiða
frumvarpi Stjórnlagaráðs atkvæði sitt
20. október, enda gefst þeim þá eins og
öðrum færi á að slá fleiri keilur í einu
kasti en nokkurn tímann áður í sögu
landsins. Slíkt tækifæri ættu menn ekki
að láta ganga sér úr greipum.
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
22 28.–30. september 2012 Helgarblað
„Hann kallar
þjóðaratkvæða-
greiðsluna 20. október
„skoðanakönnun“
Römm er sú taug