Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 24
Vésteinn Gauti Hauksson Sæll, Hallgrímur. Hverjar voru þessar 10 ástæður fyrir því að gaurinn hætti að drepa og fór að vaska upp?  Hallgrímur Helgason: All in the book! Lestu og þú munt komast að því. Kormákur Örn Axelsson Sæll, Hallgrímur, er von á nýju efni með Grim í framtíðinni?  Hallgrímur Helgason: Grim er í námsleyfi og hefur verið í nokkur ár, eða síðan 2005. Vonandi snýr hann aftur bráðum. Sakna hans. Fundarstjóri Ætlarðu að gefa út bók fyrir jólin?  Hallgrímur Helgason: Ekki með bók í ár. Var alveg búinn eftir síðustu bók og þarf gott tilhlaup í næstu. Aðalsteinn Kjartansson Hvaða bók/bækur ertu að lesa þessa dagana?  Hallgrímur Helgason: Var að klára Strindberg – ævisögu – eftir Sue Prideaux – stórkostleg – líka að lesa nýjustu Junot Díaz, „dick lit“, alveg að gefast upp á henni, annars er ég með grein í nýjasta hefti Stínu um þrjár nýlegar skáld- sögur sem ég las í sumar. Atli Fanndal Íhugaðir þú aldrei að bjóða fram til stjórnlagaþings? Ef ekki, hvers vegna?  Hallgrímur Helgason: Ekki svo góður í tæknilegum smáatriðum, betri í öðru. Er líka með fundafó- bíu. Fyrir utan tímann. Þá hefði Konan við 1000 ekki komið út í fyrra. Ingi Vilhjálmsson Þegar þú skrifaðir Rokland, varstu þá með einhvern tiltekinn einstakling í huga sem fyrirmynd að Bödda Steingríms eða var það samkrull, soðið úr mönnum sem þú þekkir til?  Hallgrímur Helgason: Með nokkra í huga, sem og sjálfan mig. Atli Fanndal Í Roklandi má finna lýsingu á samtölum fjölskyldu sem ræðir gos líkt og um hágæða vín sé að ræða. Hvaðan kemur fyrirmyndin að þessu fjölskylduboði og samtali?  Hallgrímur Helgason: Þetta er stolið frá vini mínum, myndlist- armanninum Húberti Nóa, sem drekkur ekki vín en var að gantast með gos í partíi fyrir 100 árum, talaði um það eins og vínsmakkari. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Þjáistu aldrei af ritstíflu?  Hallgrímur Helgason: Nei. Sjö, níu, þrettán (og bank í borð hér á DV), en stundum er ég smá stopp og nota þá aðferðina að leggja mig í tíu mínútur. Svín- virkar yfirleitt. Níels Ársælsson Sæll, hr. Hallgrímur. Ein létt spurning: Skammast þú þín einhvern tímann fyrir að hafa lamið á bílnum hans Geirs Haarde?  Hallgrímur Helgason: Nei. Had to be done. Ef ekki ég þá einhver annar. Maðurinn ætlaði að sitja áfram verandi búinn að setja þjóðina á hausinn. Absúrd staða sem kallaði á absúrd aðgerðir. Guðgeir Kristmundsson Hefurðu í hyggju að gerast aktífur fyrir eitthvert stjórnmálaafl fyrir næstu kosningar?  Hallgrímur Helgason: Nei. Er samt alltaf semiaktífur fyrir vinstristjórn og Samfylkingu. Er og verð krati. Fallegasta hugsjónin. Lifði af fall kommúnismans. Og lifir af fall kapítalismans. Klassík! Atli Jóhannsson Hvað græðir rithöfundur á einni bók? Til dæmis eins og Höfundi Íslands?  Hallgrímur Helgason: Það er sú bók eftir mig sem seldist best, vegna þess að HHG markaðssetti hana fyrir Sjálfstæðisflokkinn og heill markaðsakur opnaðist. 8.000 eintök seld gefa um það bil 4 milljónir. En tók 3 ár að skrifa. Heiða Heiðars Getur þú gert upp á milli bókanna þinna? Ef svo, hver er uppáhalds?  Hallgrímur Helgason: Hr. Alheimur – vegna þess að enginn annar virðist elska hana – þannig að þá verð ég allavega að gera það. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Hæ, Hallgrímur. Geturðu sagt mér í örstuttu máli hvernig þér finnst þú hafa þróast sem femínisti?  Hallgrímur Helgason: Maður skánar með hverjum degi, enda í sambúð með góðri konu. Fimm- tugur hvítur kall þarf samt að hafa sig allan við. En þetta er mikilvægt og skemmtilegasti samfélags- debattinn! Vésteinn Gauti Hauksson Hefðir þú getað skáldað svipaða vitleysu og virðist vera í gangi með Skýrr og bræðurna þrjá sem vilja ekki láta sannleikann koma upp á yfirborðið?  Hallgrímur Helgason: Held ekki. Innst inni hélt maður að stýrikerfi landsins og stálgráir embættis- menn væru traustsins verðir. Þess vegna, enn og aftur sjokk að sjá þessar fréttir. Þurfum allsherjar RÍKIS-ENDUR-SKOÐUN. Steinar Júlíusson Ertu með ákveðnar aðferðir til að sækja þér innblástur?  Hallgrímur Helgason: Ís- lendingar eru alltaf æðislegir. Fara á barinn og tala við fólk, fylgjast með þeim í fjarlægð, hlusta á sögur, þetta land er gjöfult fyrir rithöfunda. Og alltaf eitthvað að skrifa um. (Syngur) We‘re living in Writer‘s Paradise. Davíð Martinsson Hver verða þín fyrstu viðbrögð ef „bláa höndin“ nær aftur völdum næsta vor?  Hallgrímur Helgason: Neita að trúa því að það gerist. XD sýnir ekki auðmýkt, biðst ekki afsökunar, hugsar ekki nýja stefnu og þorir ekki að gera upp við gömlu leið- togana. Eiga ekki skilið að komast að. Eins og alki á leið út á lífið og vill fá þjóðina með. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Geturðu nefnt þann Íslending sem hefði verið erfiðast að búa til sem skáldsagnapersónu?  Hallgrímur Helgason: Hildi Lilli- endahl Viggósdóttur. Hefði aldrei komið hún til hugar, þess vegna fylgist ég grannt með öllu sem hún gerir. Eyjólfur Bragason Hvað er saga mikið mótuð í höfði þínu áður en þú byrjar að skrifa?  Hallgrímur Helgason: Reyni að hugsa hana eins vel og ég get en get þó ekki séð fyrir allt. Þetta er eins og að plana ferð inn í óbyggð- ir. Maður getur hugað að öllum græjum og GPS-um en svo gerist alltaf eitthvað óvænt. Og VERÐUR að gerast. Atli Fanndal Hvernig skrifarðu? Þá á ég við notarðu post-it miða, stílabók, Word eða einhvern sérútbúinn hugbúnað fyrir rithöfunda? Skrifarðu einn eða ertu með góðan hóp sem þú ráðfærir þig við? Hvernig er ferlið?  Hallgrímur Helgason: Keypti mér tússtöflu fyrir nokkrum árum. Geri kort yfir söguna, kaflana, etc. Sé hana þannig betur fyrir mér. Les líka bækur til að koma mér í gang. Langt tilhlaup er gott en má ekki vera of langt. Hástökkvari þarf t.d. ekki tveggja kílómetra atrennu. Maður getur lesið yfir sig í heimildavinnu. Í Kóreu hitti ég bandarískan höfund sem var með þrjá starfsmenn í heimildavinnu sem hafði tekið 2 ár. Bergsteinn Sigurðsson Konan við 1000° kom út í Þýskalandi áður en hún kom út hér og þú skrifaðir 10 ráð jöfnum höndum á ensku. Ætlarðu að gera það aftur? Skrifarðu frekar með alþjóðlegan lesendahóp í huga en íslenskan?  Hallgrímur Helgason: Bæði og. Nei, held ég leggi ekki aftur í ensk- una. Var orðinn geðveikur í restina eftir tvö ár á öðru tungumáli. Svo glaður að komast aftur heim. Sú gleði sést held ég í Konunni við 1000°. Björn Teitsson Hvað finnst þér um senu ungra rithöfunda á Íslandi í dag? Geturðu nefnt einhverja sem þú telur sérstaklega efnilega? Og að lokum: Hvað finnst þér um námsleiðina „Ritlist“ í HÍ?  Hallgrímur Helgason: Held að hún sé af hinu góða, þótt hún hefði líklega ekki hentað mér. Senan er nokkuð öflug. Las Korter eftir Sólveigu Jónsdóttur í vor. Now, there‘s a talent! Kristín Jónsdóttir Sá þig um daginn minnast í hálfkæringi á að fólk yrði bilað af því að búa í París. Saknarðu einhvers héðan frá París?  Hallgrímur Helgason: Já og nei. París var mér erfið. Bara fæðið þar lét mig vera með niðurgang í þrjú ár. Og franska mentalítetið er dálítið fjarlægt mér. En borgin æðisleg og falleg og allt það. Sakna mest LOUVRE! Helgi Eyjólfsson Íslenskukennarinn minn í menntaskóla líkti Mikael Torfasyni við Laxness einu sinni í tíma. Ertu sammála því mati?  Hallgrímur Helgason: Neee, held þeir séu nú ansi ólíkir. En mér finnst að hann ætti að skrifa meira. Laxness hefði aldrei verið ritstjóri Fréttatímans t.d. Viktoría Hermannsdóttir Hvað tekur það þig langan tíma að skrifa bók?  Hallgrímur Helgason: Konan tók mig tvö ár upp á dag, 8 tíma á dag, alla daga ársins, en þó frí um helgar, jól og páska. Snærós Sindradóttir Hvernig finnst þér að lesa um sjálfan þig í skáldskap annarra, sbr. í Áhyggjudúkkum Steinars Braga?  Hallgrímur Helgason: Það var skrýtið. En hressandi fyrir hvern mann að lenda í. Regína Eiríksdóttir Finnst þér spennandi að heyra hvernig fólk túlkar textann þinn eftir að þú sleppir honum?  Hallgrímur Helgason: Já. Þegar ég var ungur hætti mér til að ofskrifa þannig að engar túlkanir leyfðust nema sú sem ég vildi. En með aldrinum lærir maður að hafa textann meira opinn. Eitt af því fáa sem maður LÆRIR. Ásta Sigrún Magnúsdóttir Er einhver sögupersóna þinna í sérstöku uppáhaldi hjá þér?  Hallgrímur Helgason: Kannski þessar stóru miðlægu aðalpersón- ur, Ragga Birna, Hlynur Björn, Einar J. Grímsson, Böddi Stein- gríms, Toxic og Herbjörg María. Ingi Vilhjálmsson Sástu einhvern tímann eftir því að hafa skrifað Konuna við 1000° eftir að ættingjar Brynhildar Georgíu Björnsson lýstu yfir óánægju sinni með að aðalsöguhetja bókarinnar væri byggð á henni?  Hallgrímur Helgason: Nei. Ekki hægt að banna höfundi að fjalla um raunverulegt fólk, og alls ekki ef það sama fólk hefur gefið út sín- ar eigin ævisögur. Og enn síður ef þær hafa gert svo í marga ættliði. Guðbjörg Gísladóttir Hvenær eigum við von á bók næst frá þér?  Hallgrímur Helgason: Held það verði ekki fyrr en um jólin 2014. Teitur Atlason Hvað myndir þú halda að ævisaga Halldórs Ásgrímssonar ætti að heita?  Hallgrímur Helgason: Áfram spilling, ekkert stopp. Guðmundur Erlingsson Af hverju er fólki svona í nöp við Hellu? Sjálfum finnst mér hún ekki óglúrin.  Hallgrímur Helgason: Sveins- stykkið mitt. Ja, hún er ágæt, en ég fann mína rödd í næstu bók á eftir. Og hef haldið mig við hana síðan. Ísak Hinriksson Hver er stærsti óvinur rithöfundarins?  Hallgrímur Helgason: Hans eigið egó. Júlía Guðrún Ingólfsdóttir Þegar þú spinnur söguþráð, hefurðu aldrei áhyggjur af því að vera ekki orginal - verða jafnvel talinn hafa stolið þræðinum frá öðrum rithöfundum?  Hallgrímur Helgason: Nei, aldrei. Strangely enough. Fundarstjóri Hefurðu einhvern tímann tekið ritdóm nærri þér?  Hallgrímur Helgason: Já, tek vonda ritdóma mjög nærri mér, í svona korter allavega. Svo jafnar maður sig. Sigrún Jónsdóttir Höfundur Íslands er í algjöru uppáhaldi hjá mér og að mínu mati ein besta bók sem skrifuð hefur verið. Ólík hinum þínum flottu sögum. Eru líkur á að þú kíkir meira í þann ritstíl aftur?  Hallgrímur Helgason: Mér fannst Konan við 1000° soldið í þeim anda, það myndast eitthvert póetískt frelsi þegar maður fer svona aftur í tímann, kannski verður næsta bók í þessa áttina. Gunnar Hjálmarsson Mér þótti mjög fyndið þetta rant Bödda í Roklandi um The Fall. Þolir þú þetta eðalband ekki heldur?  Hallgrímur Helgason: Djöfull sem þeir eru leiðinlegir. Ekta Ólapallamúsík sem er alltof mikið af á Rás 2. Svo mikið strákarúnk í þessu rokki, eins og stelpuleysið í Popppunkti vitnar um. Salvar Sigurðarson Jón Gnarr gerði kröfu um að samstarfsmenn horfðu á The Wire. Ef þú fengir að ráða, hvaða bók ættu allir í stjórnkerfinu að lesa?  Hallgrímur Helgason: Dýrin í Hálsaskógi. Sigríður Sigurðardóttir Hvernig leist þér á 100 bóka listann frá Amtmanns- bókasafninu á Akureyri? Hvaða titla vantar á þann lista?  Hallgrímur Helgason: Vá, ég hugsaði hvað ég ætti enn langt í land með að komast inn í megin- strauminn. Still an outsider after all those years! Halló, Akureyri! Júlía Guðrún Ingólfsdóttir Þú nefndir Everest. Þegar þú skrifar bækur, myndirðu líta á það sem fjallgöngu eða miðbæjarrölt – eða eitthvað þar á milli?  Hallgrímur Helgason: Fjall- ganga. Erfitt upp og enn erfiðara niður. Og alveg búinn á eftir. Valdimar Valdimarsson Má ég stökkva á þig á bílnum/ reiðhjólinu líkt og þú gerðir við Geir, ef ég sé ástæðu til?  Hallgrímur Helgason: Gerðu það endilega þegar ég er búinn að setja Ísland á hliðina með athafna- og dugleysi! Sjáumst í byltingunni! Jón Magnússon Hvernig finnst þér rafbækur?  Hallgrímur Helgason: Þekki þær ekki sem neytandi, ekki enn. En 10 ráð kom út hjá Amazon og gekk mjög vel á Kindle. Í gegn- um Twitter gat maður fylgst með fólki lesa hana og fékk viðbrögð frá Suður-Afríku, Oman og Texas. Þetta var nýr veruleiki sem opnað- ist manni, og mjög skemmtilegur. Er samt hugsi yfir ofríki Amazon og niðurgangi bókabúða. EN Stephen Fry hefur hughreyst okkur öll: Rafbækur gera venjulegar bækur ekki óþarfar frekar en lyfturnar gerðu stigana óþarfa. „Þú ert ekki bara falleg Snjólaug, heldur ertu ótrúlega hugrökk. Áfram þú!“ Bryndís Pétursdóttir við frétt DV um Snjólaugu Ósk Björnsdóttur, sem steig fram og talaði opinskátt um einelti sem hún hefur mátt sæta. „Já, börn í dag vita nákvæmlega sinn rétt í skóla en því miður vita þau lítið um sínar skyldur.“ Elfa Matt hitti ef til vill naglann á höfuðið við frétt þar sem greint var frá árás nemanda á kennara í Borgarholtsskóla. „Hvaðan skyldu villurnar, rangfær- slurnar og misskiln- ingurinn koma? Já, og allar tilraunirnar til að fela málið og viðhalda leyndinni sem er tilraun til að hylma yfir vanrækslu og spillingu ráðamanna og opinberra stofnanna? Áfram heldur af- hjúpunin og það er sennilega heilmikið eftir.“ Hörður Torfason tónlistarmað- ur við frétt þar sem fram kom að Ríkisendurskoðun teldi plaggið sem Kastljós fjallaði um í vikunni hafa verið fengið með ólöglegum hætti. „Maður sem aldrei hefur á æfinni tekið eina sjáfstæða ákvörðun segir ekki bara af sér si svona. hann er gjör- samlega blindur á afglöp sín í starfi og hreinlegast væri að reka hann á stundinni því hann kemur ekki til með að segja af sér af sjálfsdáðum. Ég skora á stjórnvöld að reka hann á studninni áður en hann nær að valda meiri skaða en orðin er.“ Jack Hrafnkell Danielsson við frétt þar sem Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann ætlaði að víkja úr starfi. Lesendur voru ómyrkir í máli. „Þetta er dótti[r] mín, þetta er veruleikinn minn, þetta er veruleiki dóttur minnar. Það er ekkert leyndarmál að þetta eru mín skrif.“ Friðgeir Sveinsson skrifaði þetta við bloggfærslu Heiðu B. Heiðarsdóttur sem skrifaði umtalaða færslu um feður sem fá ekki að hitta börnin sín. Hún tók nafnlaust dæmi um stúlku, sem reyndist dóttir Friðgeirs. „Mér finnst fyndið að lesa þessa frétt. Við erum að tala um verkefni sem fer ca. 2500% fram úr upphaflegri fjárhæð. Sorry átti Ríkisendurskoðun ekki að setja nógu mörg spurningamerki við það eitt og sér og fara í þetta mál hraðar og láta vita af þessu fyrir svona 4 árum síðan....at least. Í alvöru.“ Ásta Hafberg um eina fréttina sem birtist um Ríkisendurskoðun í vikunni. 24 Umræða 28.–30. september 2012 Helgarblað Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 65 10 29 Nafn: Hallgrímur Helgason Aldur: 53 ára Starf: Rithöfundur og mynd- listarmaður Menntun: Nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979–1980 og Listaakademí- una í München 1981–1982 M y N D IR E y þ ó R Á R N A S o N „Er og verð krati“ 47 31 99 Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason var á Beinni línu á DV.is á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.