Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 26
26 Viðtal 28.–30. september 2012 Helgarblað É g finn bara ekkert fyrir höfn- unartilfinningu. Ég er miklu frekar þakklát fyrir að hafa fengið að gera þetta í þenn- an tíma og geta tekið með mér þessa þekkingu sem mun nýtast mér í áframhaldandi starfi. Ég held að það sé mjög erfitt ef menn ganga út úr ráðuneytum sárir og með þá tilfinn- ingu að þeim hafi verið hafnað,“ seg- ir Oddný Harðardóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, sem yfirgefur ráð- herrastólinn þann 1. október næst- komandi, eftir níu mánaða setu. Við stólnum tekur Katrín Júlíusdóttir sem snýr til baka úr fæðingarorlofi. Oddný gerði sér grein fyrir því frá upphafi að um tímabundið verk- efni væri að ræða en hugsaði þó lítið út í það þegar henni var tilkynnt um breytingar á ráðherraskipan 30. des- ember síðastliðinn. „Ég sagði: Allt í lagi, ég tekst á við þetta verkefni svo lengi sem félagar mínir vilja að ég geri það. En eftir að hafa starfað sem ráðherra og undir- búið fjárlagafrumvarpið, þá neita ég því ekki að mig langar til að fylgja því í höfn. Ef ég hefði mátt ráða, hefði ég látið ráðherraskiptin fara fram um áramótin. En ég sætti mig vel við þessa stöðu núna. Þegar þú ert í póli- tík þá þarftu að taka við þeim verk- efnum sem þér eru falin. Síðan verð- urðu að láta þau frá þér þegar kemur að því að annar tekur við. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því. Við Katrín þurfum að gæta að því að þarna verði samfella á milli.“ Ráðherrastóllinn kom á óvart Aðspurð segir Oddný það hafa kom- ið sér töluvert á óvart þegar henni var falið embætti fjármálaráðherra um áramótin, en hún hafði fram að því sinnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Samfylkinguna á stuttum ferli sínum í pólitík. „Þetta hefur verið svolítið bratt. Ég byrjaði sem formaður mennta- málanefndar, varð svo formaður fjár- laganefndar, síðan þingflokksformað- ur og þá fjármálaráðherra. Ég kvarta ekki og get ekki sagt annað en að ég sé mjög þakklát fyrir að hafa fengið það verkefni. Ég vissi þó ekki að það ætti að gera breytingar í fjármála- ráðuneytinu. En vegna ferils míns í þinginu átti að koma vel til greina að leita til mín, eins og gert var,“ seg- ir Oddný sem kom ný inn í Samfylk- inguna í febrúar árið 2009 og því er ljóst að hún vann sér ríkt traust sam- flokksfélaga sinna á skömmum tíma. Fjármálaráðherra aldrei vinsæll Það kemur eflaust ekki nokkrum manni á óvart að síðustu níu mánuðir hafa verið mjög annasamir hjá Odd- nýju, enda verðugt verkefni að glíma við fjármál íslenska ríkisins og mikl- ir hagsmunir í húfi oft og tíðum. „Í efnahagsástandinu eins og það er þá þarf maður mjög oft að segja nei, við pólitíska samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. Fjármálaráðherra vinn- ur aldrei vinsældakeppni. Það eru mjög margir að reyna að ná árangri með því að þjarma að fjármálaráð- herranum og þá þarf hann að standa í lappirnar.“ Hún segir alltaf töluvert áreiti fylgja því að vera þingmaður en að það hafi magnast upp þegar hún tók við starfi ráðherra. Vinnudagarnir eru mjög langir og þeim sleppir ekki endi- lega þegar heim er komið. Þá þarf hún oft að lesa yfir skýrslur og undirbúa komandi dag. „Starfsfólk fjármálaráðuneytisins vinnur mjög mikið. Við erum hepp- in að hafa svona frábært fólk í ráðu- neytinu, það skiptir miklu fyrir al- menning í landinu. Af starfsfólkinu hef ég lært mjög margt og það hef- ur gætt þess að ráðherrann sé ekki að gera einhverja bölvaða vitleysu með því að miðla sinni þekkingu og reynslu.“ „Ég hef sofið mjög vel“ Oddný, sem kynnti nýtt fjárlagafrum- varp á dögunum, telur að hún skili af sér góðu búi. „Ég er mjög ánægð með stöðuna eins og hún er. Það er ekki annað hægt. Þegar við tókum við árið 2009, og ég var í fjárlaganefndinni, hugsuðum við með okkur hvernig í ósköpunum ætti að vinna með 216 milljarða króna halla. Þetta er svo gríðarlega stór hluti útgjaldanna. Við vissum að við gætum ekki skorið nið- ur fyrir þessu öllu saman heldur yrð- um við að finna tekjuöflunarleiðir. Þær aðgerðir hafa skilað sér ár frá ári og nú erum við að fara úr 216 millj- arða halla í 2,8 milljarða halla árið 2013. Við erum bara rétt við núllið árið 2013.“ Oddný bendir á að vissulega séu vandamálin ekki úti því það eigi eftir að greiða niður ýmsar skuldir og ráð- ast í skuldbindingar í framtíðinni. „Við erum nú komin á þann stað að við getum gert raunhæfar áætlanir því við vitum að ríkissjóður fer á næstu árum að skila afgangi. Við þurfum að sjá til þess að hagvöxtur verði stöðugur, að við fáum tekjur af auðlindunum okk- ar og að það verði áfram aðhald í rík- isfjármálum. Þá munum við geta náð niður skuldastaflanum, sem er algjört lykilatriði að við gerum þar sem vext- irnir eru næststærsti útgjaldaflokk- urinn á eftir velferðarmálunum,“ út- skýrir hún. Þrátt fyrir að starf fjármálaráðherra sé strembið hefur Oddnýju aldrei fundist það yfirþyrmandi eða liðið eins og það væri henni ofviða. „Ég er með gott starfsfólk og við vinnum eft- ir góðu plani og góðri pólitík. Auðvit- að tekur á þegar upp koma deilu- eða ágreiningsmál, en mér hefur alltaf fundist ég ráða við verkefnið. Ég hef sofið mjög vel og ekki átt eina and- vökunótt,“ segir hún brosandi. Greina má á fasi hennar að hún er sátt og tel- ur sig hafa unnið gott starf. „Stóra ver- kefnið var að stöðva skuldasöfnun- ina og hallareksturinn og markmiðin hafa náðst hvað það varðar.“ Vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi Oddný hyggst gefa kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi fyrir þingkosningarnar í vor. „Ég hef hugsað þetta vel og rætt málin við þá sem standa mér næst. Nú hef ég orðið fjögurra ára reynslu. Þegar ég kom inn í landsmálin þekkti ég ekki mikið til þeirra, þannig. Ég gekk í Samfylkinguna í febrúar árið 2009 en hafði að vísu verið bæjarstjóri í þrjú ár á undan á þverpólitískum lista þannig að ég hafði litla reynslu af flokkspóli- tík. En nú hef ég öðlast reynslu af þessum verkefnum og pólitíkinni og það væri synd að nýta ekki þá reynslu í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Á þeim tíma sem ég hef verið þingmað- ur hef ég jafnframt gegnt forystuhlut- verki. Ég hef áhuga og metnað til þess að sinna því hlutverki áfram,“ segir Oddný. Aðspurð hvort hún hafi jafnvel hug á að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns Samfylkingarinnar í ljósi brotthvarfs Jóhönnu Sigurðar- dóttur úr formannsstólnum á næsta landsfundi, svarar hún því neitandi. „Það hvarflar ekki að mér,“ segir hún hálfhlæjandi. „Ekki eina mínútu,“ bætir hún við til að ítreka mál sitt. „Ég læt það duga að sækjast eftir forystu- sæti í Suðurkjördæmi að sinni.“ Með framboði Oddnýjar er ljóst að barátta verður um forystuna í kjördæminu því flokksbróðir hennar Björgvin G. Sigurðsson lýsti því yfir í vikunni að hann gæfi einnig kost á sér í 1. sætið. Eftirsjá að Jóhönnu „Ég viðurkenni það bara að þegar ég las þessa tilkynningu þá fann ég fyr- ir söknuði. Ég er náttúrulega mikill stuðningsmaður Jóhönnu og er búin að vera aðdáandi lengi,“ segir Oddný sem vann náið með Jóhönnu, bæði sem þingflokksformaður og fjármála- ráðherra. Jóhanna reyndist Oddnýju alltaf vel og Oddný talar um hana sem fyrir- mynd, bæði sem pólitíkus og jafnað- armann. „Hún er vinnusöm, einbeitt og ósérhlífin, sem er mikill kostur fyrir leiðtoga,“ segir Oddný sem brá við þessar fréttir. „Það verður eftirsjá að henni, það er engin spurning. En þetta var hennar ákvörðun, hún ætlar að sinna fjölskyldunni að þessu kjör- tímabili loknu. Þangað til ætlar hún að taka góðan endasprett og ég treysti því að hún geri það með okkur. Síðan verður hennar bara minnst sem stór- kostlegs stjórnmálamanns sem leiddi þjóðina út úr kreppunni.“ Þurfti að læra hratt á þingið Oddný segir það hafa verið mjög sér- stakt að setjast á Alþingi en erfiðar aðstæður í samfélaginu lituðu vissu- lega upplifun hennar. „Ég hef alltaf borið djúpa virðingu fyrir Alþingi, þetta er æðsta stofnun Íslands. Mér fannst það mikill heiður að vera kom- in hingað. Það var fyrsta hugsunin á fyrstu dögunum. Svo þurfti maður að læra á þetta allt saman. Það var mik- il ólga og ég hafði skoðanir á hlutun- um en þurfti samt að læra á þingið og starfshætti þess. Þetta er allt saman lærdómsferli sem tekur alveg gott ár. Maður þurfti að læra mjög hratt.“ Oddný varð strax formaður menntamálanefndar ásamt því að taka sæti í fjárlaganefnd sem hafði Icesave-málið á sinni könnu. „Við unnum fram á nætur dag eftir dag og þetta var heilmikið álag. Einhvern tíma þegar við vorum búin að vera margar nætur í röð fram til hálf tvö, og alltaf mætt hálf níu daginn eftir, sagði einn félagi minn í fjárlaganefnd við mig í gríni: Bíddu, hver heldur utan um yfirvinnuna hérna?“ segir Odd- ný hlæjandi. „En við fengum náttúru- lega ekkert slíkt borgað,“ bætir hún við svo það sé skýrt að þingmenn hafi ekki verið á bullandi yfirvinnukaupi á meðan þeir lágu yfir Ice save-málinu. Þakklát fyrir átakalítið heimilislíf Hún viðurkennir að hvorki þing- manns- né ráðherrastarfið sé sérstak- lega fjölskylduvænt starf. Hún og eig- inmaður hennar eru tvö í heimili, en þau eiga tvær uppkomnar dætur, tvö barnabörn og það þriðja er á leiðinni. „Ég hef getað verið minna með þá drengina,“ segir Oddný og á þar við ömmustrákana sína. „Og minna með dætrum mínum tveimur, en þau hafa öll stutt mig. Þau styðja mig í pólitík- inni og öðru því sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Heimili Oddnýjar í Garðinum er hennar griðastaður og það þyk- ir henni mjög mikilvægt. Hún seg- ist stundum hafa leitt hugann að því hvað hún sé í raun heppin með hvað heimilislífið hjá henni sé átakalítið og ljúft. „Þegar maður er í svona miklu ati, hvernig gæti maður líka verið að glíma við vandræði heima við? Það væri erfitt. Þú getur ekki verið í ati á öllum vígstöðvum, þá lætur eitthvað undan.“ Frá því að Oddný varð fjármála- ráðherra hafa áhugamál hennar setið á hakanum, en þau hjónin eru hjól- reiðafólk og nýta tækifærin þegar þau gefast til að hjóla saman. Þá reyna þau líka að njóta lífsins heima við. „Við erum með heitan pott heima hjá okk- ur og setjumst oft í hann á kvöldin og förum yfir daginn. Það er mjög gott að slaka á þar og horfa upp í himininn.“ Missti móður sína ung Oddný er fædd og uppalinn í Garðin- um en foreldrar hennar eru báðir þaðan og forfeður langt aftur í ætt- ir. „Ég er Suðurnesjamaður í húð og hár og er stolt af því. Ég segi stundum að ég sé ekki enn farin að heiman því ég bý í húsinu sem mamma og pabbi byggðu. Móðir mín dó aðeins 49 ára gömul og við systurnar erfðum þetta hús og ég keypti þær út.“ Það fær á Oddnýju að tala um móður sína. Hún berst við tárin og tekur smá tíma til að jafna sig áður en við höldum spjall- inu áfram. Móðir hennar fékk ung krabbamein og gekk með það í mörg ár áður en hún lést. Þá var Oddný 25 ára. „Við vorum mjög nánar. Mamma og pabbi skildu þegar ég var 12 ára og hún baslaði með okkur ein. Hún var hörkutól og sá til þess að við færum allar í skóla. Á þessum tíma var ekk- ert algilt að menn færu í framhalds- nám en fyrir mig var það aldrei nein spurning.“ Oddný var sjálf ekki orðin móðir þegar móðir hennar féll frá en þegar dætur hennar komu í heiminn varð það enn tilfinnanlegra að hennar nyti ekki lengur við. „Ég hugsaði með mér að þegar ég yrði amma þá ætlaði ég að verða besta amma í heimi. Mig vant- aði svo mömmu. Ég horfði á vinkonur mínar sem áttu mömmur sem komu kannski í heimsókn og tóku börnin og sögðu: Heyrðu, farðu nú í bíó. Og svona leiðsögn, hana vantaði.“ Þrátt fyrir að hafa haft lítinn tíma undanfarið reynir hún hvað hún get- ur að taka barnabörnin reglulega til sín, bæði til að létta undir með dætr- um sínum og til að njóta tíma með þeim. „Það er alveg yndislegt að vera amma. Þegar ég hélt á fyrsta barna- barninu mínu í fanginu þá fannst mér eins og tíminn stöðvaðist. Þetta var ótrúlegt og yndislegt.“ Það færist gleði yfir andlit Oddnýjar og hún geislar öll þegar hún ræðir um barnabörnin og ömmuhlutverkið sem móðir hennar fékk ekki tækifæri til að sinna. Ólst upp hjá drykkfelldum föður Faðir Oddnýjar var lítið til staðar þegar hún var barn. „Hann var óreglumaður og samskiptin endur- spegluðust af því,“ útskýrir hún. Að- spurð hvort það hafi mótað hana á einhvern hátt segir hún það ef- laust hafa gert það, án þess að hún geri sér almennilega grein fyrir því. „Auðvitað mótar svona lagað mann, það bara getur ekki annað verið þó að maður átti sig ekki á því hvern- ig maður hefði orðið öðruvísi. En mamma var alltaf klettur og smakk- aði aldrei áfengi, allavega ekki svo ég viti. Hún var sú sem við treystum á meðan þetta gekk yfir.“ Faðir Oddnýjar hætti þó að drekka „Mig vantaði svo mö mu“ Oddný Harðardóttir yfirgefur fjármálaráðu- neytið þann 1. október eftir níu mánaða setu á ráð- herrastóli. Hún gengur út sátt og telur sig skila góðu búi. Oddný hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþing- iskosningarnar í vor. Hún ólst upp í Garðinum, faðir hennar var óreglumaður en móðir hennar klettur- inn í lífi fjölskyldunnar. Hún lést eftir baráttu við krabbamein þegar Oddný var 25 ára. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Oddnýju og ræddi fjölskylduna, móðurmissinn, pólitíkina og ráðherra- stólinn sem fljótlega heyrir sögunni til. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Mér hefur fund- ist þessi umræða svo ósanngjörn, því ef þú horfir á þá sem eru með mestu lætin þá eru það í grunninn þeir sem hafa þingreynslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.