Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 27
Viðtal 27Helgarblað 28.–30. september 2012
þegar systurnar voru orðnar stálpað
ar og kom lífi sínu á réttan kjöl. Hann
er nú nýlátinn.
„Mamma og pabbi voru bara
gott og skynsamt venjulegt fólk. Þó
að pabbi hafi verið í óreglu um tíma
hætti hann að drekka 1976. Í kring
um mig er bara venjulegt fólk. Einu
sinni þegar stelpurnar mína voru
litlar þá sagðist sú eldri ætla að
verða annaðhvort barnalæknir eða
tannlæknir. Við vorum mjög stolt af
því hvað hún væri metnaðarfull en
þegar við spurðum þá yngri þá sagð
ist hún bara ætla að verða venjuleg
kona eins og mamma. Við fengum
áfall yfir metnaðarleysinu í barninu
og héldum að uppeldið hefði mis
tekist. En síðan hef ég oft hugsað
til þess og þótt vænt um þetta því
ég er bara venjuleg kona og það er
ekkert svo slæmt. Í pólitíkinni er ég
venjuleg kona að vinna fyrir venju
legt fólk.“
Fór til útlanda í miðri
prófkjörsbaráttu
Áður en Oddný gekk í Samfylking
una gegndi hún stöðu bæjarstjóra í
heimabæ sínum, Garðinum, í þrjú
ár. Hún var á þverpólitískum lista
sem bar sigur úr býtum í sveitar
stjórnarkosningunum árið 2006.
„Síðan kom hrunið og menn fóru
að leita að nýjum kandídötum til að
bjóða sig fram og þá var mikið þrýst
á mig. Fyrst sagði ég bara: Nei, nei,
það kemur ekki til greina, en eftir því
sem fleiri hringdu og komu í heim
sókn þá fór mér að líka betur við þá
hugmynd.“
Hún er alin upp af jafnaðar
mönnum og segir jafnaðarmennsk
una sér í blóð borna. Það hafi því
aldrei komið til greina að ganga í
annan flokk.
Hún tók prófkjörsbaráttunni
þó frekar létt enda áttu þau hjónin
pantaða utanlandsferð á þeim tíma
sem hún stóð sem hæst. „Ég skrif
aði bara greinar frá útlöndum og fór
á nokkra fundi þegar ég kom heim.
Ég hugsaði einfaldlega að ef ég næði
ekki kjöri þá næði ég bara ekki kjöri.
En ég endaði í 2. sæti,“ segir hún
brosandi og er augljóslega þakklát
fyrir það traust sem henni var sýnt.
Ekki meiri læti í
nýjum þingmönnum
Töluverð endurnýjun varð í röðum
þingmanna í flestum flokkum eft
ir hrun og þykir Oddnýju það leitt
hvað nýir þingmenn hafa fengið á
sig miklar ákúrur. „Menn segja að
þeir kunni ekki að haga sér í þingsal
og eldri þingmenn hafa sagt: Já,
þessi endurnýjun sem ykkur fannst
svona mikilvæg, sjáiði hvernig
hún hefur nú tekist. Ekkert nema
leiðindi í þingsal og aldrei sést ann
að eins,“ segir Oddný í hæðnistón
til að leggja áherslu mál sitt. „Mér
hefur fundist þessi umræða svo
ósanngjörn því ef þú horfir á þá
sem eru með mestu lætin þá eru
það í grunninn þeir sem hafa þing
reynslu. Ég kem hér inn, kona með
ágætis bakgrunn og reynslu, bæði
úr skóla lífsins og öðrum skólum, á
sextugsaldri og það er talað um mig
eins og ég sé með öllu reynslulaus.“
Hún viðurkennir að vissulega
hafi nýir þingmenn ekki mikla
reynslu af starfinu sem fer fram í
þingsalnum eða í þingnefndum en
þeir komi hins vegar flestir inn í
þingið með mikla reynslu sem nýt
ist þar. „Það eru einstaka nýir þing
menn sem hafa verið háværir í
þingsal og stóryrtir en það eru líka
margir eldri þingmenn sem gera
slíkt hið sama.“ Oddnýju finnst þar
af leiðandi ósanngjarnt að setja alla
nýja þingmenn undir sama hatt.
Trúir að fólk muni velja
Samfylkinguna
Þegar Oddný er spurð út í hvort það
ríki einhver óróleiki innan þing
flokks Samfylkingarinnar verður
hún sposk á svip. „Við skiptumst á
skoðunum og menn hækka róm
inn á fundum en við höfum hingað
til borið gæfu til þess að ganga sam
hent út. Umræðan er alltaf af hinu
góða en svo höfum við getað kom
ið okkur saman um niðurstöðu sem
við höfum farið eftir. Við höfum haft
það fram yfir samstarfsflokkinn þar
sem hafa verið meiri deilur út á við.
Ég vona að við höldum þessu út
kjörtímabilið.“
Oddný hefur fulla trú á flokkn
um sínum og þeirri hugmynda
fræði sem hann stendur fyrir, en
samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup
myndi tæplega 21 prósent kjósa
Samfylkinguna yrði gengið til kosn
inga nú. Þá hefur stuðningur við
ríkisstjórnina verið að aukast síð
ustu mánuði. Hún hefur engar
áhyggjur af því að flokkurinn fái
skell í kosningunum í vor. „Ég bara
trúi því ekki. Við höfum auðvitað
þurft að gera ýmsa óvinsæla hluti,
en fólk sér árangur erfiðisins. Kjör
allra skertust við hrunið en við höf
um varið kjör þeirra sem hafa haft
minnst umleikis og þeir sem hafa
getað borið byrðarnar hafa fengið
meira á sig. En allir hafa orðið fyrir
kjaraskerðingu og það var óumflýj
anlegt. Í niðurskurðaraðgerðum
höfum við varið velferðarkerfið,
menntakerfið og lögregluna um
fram annað og í tekjuöflunarleið
um hugað að almannhagsmunum
frekar en sérhagsmunum. Þegar
fólk lítur til baka og horfir á þenn
an árangur þá trúi ég ekki öðru en
að við fáum að njóta þess í kosn
ingunum.“
Hún bendir á að Sjálfstæðis
flokkurinn lofi skattalækkunum og
meiri niðurskurði ef hann komist
til valda og hún trúir ekki að þjóð
in muni kjósa það yfir sig. „Ég ef
ast ekki um að fólk velur frekar þá
blönduðu leið og þær áherslur sem
jafnaðarmenn hafa lagt upp með
undanfarin fjögur ár. Ég trúi því ekki
að fólk fari að velja ójöfnuð, niður
skurð og skattalækkanir,“ segir Odd
ný sem talar af mikilli sannfæringu.
„Okkur var treyst fyrir tiltektinni
og ég hef trú á því að okkur verði
treyst til að halda áfram að byggja
hér upp réttlátt samfélag í anda
jafnaðarmanna. Ég á ekki von á
öðru.“ n
„Ef ég
hefði
mátt ráða
hefði ég
látið ráð-
herraskiptin
fara fram
um áramótin
„Ég hugsaði með
mér að þegar ég
yrði amma þá ætlaði ég
að verða besta amma í
heimi. Mig vantaði svo
mömmu.
Fer sátt Oddný Harðardóttir segist
ekki upplifa höfnunartilfinningu þrátt
fyrir að þurfa að afhenda Katrínu
Júlíusdóttur lyklana að fjármálaráðu-
neytinu 1. október næstkomandi. mynd jg