Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 32
32 28.–30. september 2012 Helgarblað
Fjöldamorð í
Queen Street
ára Bradley Stewart Wagner, fyrrverandi yfirmaður í lögreglunni í Kaliforníu, var dæmdur fyrir að nýta
sér aðstöðu sína gagnvart ólöglegum kvenkyns innflytjendum. Ein þeirra lét yfirvöld vita að Wagner hefði
neytt hana til kynlífs og í kjölfarið stigu fleiri konur fram með sömu sögu. Hann hótaði þeim að þær yrðu
sendar úr landi annars. Wagner játaði og var lengd refsingar því stytt úr 11 í 4 ár en árið 2010 reyndi hann að
fá dómnum hnekkt á grundvelli þess að hann hefði verið undir áhrifum eiturlyfja þegar hann játaði. 62
n Gekk berserksgang á skrifstofu ástralska póstsins í Melbourne
„Það er kom-
inn tími til að
deyja. Það er engin
önnur leið fær.
Q
ueen Street-fjöldamorðið átti
sér stað 8. desember 1987 á
skrifstofum ástralska pósts-
ins við Queen Street í Mel-
bourne í Ástralíu. Níu manns
lágu í valnum, þar á meðal ódæðis-
maðurinn, og fimm særðust.
Tuttugu mínútur yfir fjög-
ur síðdegis gekk Frank Vitkovic
inn í bygginguna. Í fórum sín-
um hafði hann M1 – hálfsjálfvirk-
an hríðskotariffil – í brúnum bréf-
boka. Frank fór upp á fimmtu hæð
byggingarinnar þar sem vinur hans,
Con Margelis, vann. Con var kallaður
fram í afgreiðslu þar sem hann spjall-
aði lítillega við Frank. Skyndilega dró
Frank fram riffilinn, Con fleygði sér í
var á bak við afgreiðsluborðið, Frank
hóf skothríð og fyrsta fórnarlambið,
Judith Morris, féll í valinn.
Í kjölfarið tókst einhverjum að
kveikja á viðvörunarkerfinu og Con
tókst að fela sig inni á kvennasalerni á
hæðinni. Frank tók lyftuna upp á tólftu
hæð þar sem hann skaut og særði
einn karlmann og eina konu. Síð-
an beindi hann byssunni að ónefndri
konu sem sat þar við skrifborð sitt,
en hún slapp með skrekkinn því ein-
hverra hluta vegna miðaði hann af
ásetningi vinstra megin við hana og
skaut til bana Julie McBean og Nancy
Avignone. Á þessari hæð skaut Frank
einnig til bana Warren Spencer.
Fleiri fórnarlömb
Frank Vitkovic fór niður á elleftu
hæð og skaut af handahófi. Mich-
ael McGuire var skotinn til bana af
dauðafæri og síðan tókst Frank að
króa af nokkra starfsmenn sem voru
við skrifborð sín, sumir voru í felum
undir borðunum.
Þar banaði Frank Marianne Van
Ewyk, Catherine Dowling og Rod ney
Brown og þrír starfsmenn að auki
særðust. Þá gripu tveir starfsmenn,
Donald McElroy og Tony Gioia, til
sinna ráða en þá þegar hafði Don-
ald verið skotinn einu sinni. Þeir réð-
ust gegn Frank og meðan þeir héldu
honum tókst Frank Carmody, sem
hafði fengið mörg skot í sig, að snúa
riffilinn úr höndum hans.
Frank Vitkovic fór út um op-
inn glugga, sennilega í von um
að geta gengið eftir syllum utan á
byggingunni, en Tony Gioia náði taki
á ökkla hans og reyndi að hefta flótt-
ann. Frank tókst að sparka sig lausan
en tókst ekki betur til en svo að hann
hrapaði til bana niður á gangstéttina.
Síðar fengu Tony og Frank
næstæðstu viðurkenningu Ástralíu
fyrir hugrekki – Hugrekkisstjörnuna.
Fékk byssuleyfi skömmu fyrir
morðin
Við leit í herbergi Franks fann
lögreglan úrklippur um ann-
að fjöldamorð – Clifton Hill-
fjöldamorðið – og hafði undirstrik-
að ýmislegt í úrklippunum. Frank
hafði skilið eftir orðsendingu í her-
berginu og taldi lögreglan að ætlun
hans hefði ávallt verið að skjóta fólk
á skrifstofum ástralska póstsins.
Frank hafði fengið byssuleyfi
nokkrum vikum áður en hann
gekk berserksgang og hafði nánast
breytt M1-rifflinum í skamm byssu.
Í orðsendingu sem hann skrifaði til
foreldra sinna sagði: „Í dag er dagur-
inn. Reiðin í höfði mér er orðin mér
ofviða. Ég verð að losa mig við of-
beldið sem þar býr. Það er kominn
tími til að deyja. Það er engin önnur
leið fær.“ Foreldrar hans höfðu ekki
fundið orðsendinguna þegar Frank
lét til skarar skríða við Queen Street.
Vitnaði í Rambo
Í dagbók Franks Vitkovic voru skila-
boð þar sem hann bað fjölskyldu
sína að fyrirgefa sér vegna þess sem
hann hugðist gera og sjálfsmorðs-
orðsending. Til systur sinnar skrifaði
Frank meðal annars: „Það er kominn
tími til fyrir mig að deyja. Lífið er ekki
þess virði að lifa því.“
Í eldri dagbókarfærslum reifaði
Frank kynlífsvandamál sín sem hann
rakti til atviks úr bernsku þegar hann
átta ára var neyddur til að afklæð-
ast í búningsherbergi skóla og vinir
hans gerðu gys að óumskornu typpi
hans: „Þaðan í frá varð nekt óhreint
orð í huga mínum. […] Frá tólf ára
aldri vissi ég að eðlilegt kynlíf yrði
ekki mögulegt fyrir mig og ég forð-
aðist stúlkur með öllu þar til ég varð
19 ára.“
Í annarri færslu sagði hann: „Ég
er öðruvísi, á því leikur enginn vafi.“
Og innan við mánuði áður en hann
fór yfir um skrifaði hann: „Eins og
Rambo sagði í [kvikmyndinni] First
Blood, þegar þú hefur viðurkennt
vandamálið, þá hverfur það.“ n
Gekk berserksgang Myrti átta manns og hrapaði til bana er hann reyndi að flýja vettvang.
Frank Vitkovic
Hóf öllum að óvörum
skothríð á skrifstofum
ástralska póstsins.