Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Qupperneq 34
34 28.–30. september 2012 Helgarblað
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
„Falleg lesning
og rík af húmor.“
Reglur Hússins
Jodie Picoult
„Eins og bland í poka.
Nema bara bestu molarnir.“
Hljómskálinn
Ýmsir flytjendur
Þ
egar maður fer af stað með
verkefni vonast maður til
þess að þau heppnist vel; að
þau verði að einhverju sem
maður getur verið stoltur af.
Djúpið er gott dæmi um það hvað
getur gerst þegar flinkir aðilar koma
saman og sagan er góð,“ segir Ólafur
Darri Ólafsson leikari.
Feiminn en með athyglissýki
Ólafur Darri útskrifaðist frá Leiklist
arskóla Íslands árið 1998. Lítið fór fyr
ir honum eftir útskrift en í dag þekkja
flestir þennan stóra, mikla, dimm
raddaða mann sem venjulega geng
ur undir nafninu Darri. Sjálfur seg
ist hann ekki sækjast í athyglina sem
fylgt geti bransanum; honum þyki
jafnvel óþægilegt að vera þekktur.
„Í hjarta mínu er ég einfari. Mér
finnst í rauninni erfitt að vera innan
um fólk og vil alls ekki vera miðja al
heimsins. Samt sem áður sæki ég í
það. Þetta er ekki óalgengt með leik
ara. Við erum oft feimið fólk með
athyglissýki.
Mér finnst til dæmis erfitt að
halda ræður og svoleiðis. Alveg
hrikalega erfitt. Mér finnst erfitt að
vera ég opinberlega. En ekkert mál
að vera í karakter.“
Svaf í sófanum í MR
Ólafur Darri fæddist í Bandaríkjun
um. Faðir hans, Ólafur Steingríms
son læknir, var þá í sérnámi en fjöl
skyldan bjó í Connecticut. Móðir
hans, Björk Finnbogadóttir, er komin
á eftirlaun en hún starfaði áður sem
hjúkrunarfræðingur. Ólafur Darri er
næstyngstur í hópi fjögurra systkina.
Hann man lítið eftir dvölinni ytra
enda flutti fjölskyldan heim þegar
hann var þriggja að verða fjögurra
ára. „Ég hef bara heyrt sögurnar frá
mömmu og pabba. Við erum samt
alltaf í ágætis tengslum við Ameríku.
Tvíburasystir mömmu býr í Los Ang
eles og systir mín hefur búið í Flórída
í rúm tíu ár,“ segir Ólafur Darri sem
er með bandarískan ríkisborgararétt
þar sem hann fæddist í landinu.
Föðurbróðir hans er leikarinn
Bjarni Steingrímsson en aðrir í ætt
inni hafa ekki lagt leiklistina fyrir
sig. Leiklistaráhugi Ólafs Darra fór
að láta á sér kræla í MR. „Bekkjar
systur mínar drógu mig á samlestur
hjá Herranótt. Það vantaði fleiri
stráka. Ég lét slag standa og fannst
þetta svona rosalega skemmtilegt.
Við vinirnir í Ölduselsskóla fluttum
Urð og grjót eftir Tómas Guðmunds
son, þegar við vorum líklega átta ára,
svo leiklistin blundaði alltaf í mér en
að verða leikari var eitthvað sem ég
hugsaði aldrei um.
Ég var hins vegar mikið í félags
málum. Var formaður nemendaráðs
í Ölduselsskóla og svo mikið í félags
lífinu í MR. Kannski tók það full mik
inn tíma frá náminu. Það voru margir
góðir morgnar sem maður svaf í sóf
anum í Casa Nova í MR. Góður svefn
er samt góður svefn og ég reyni að sjá
aldrei eftir svoleiðis.“
Langstærstur á fermingardaginn
Hann segir fjölskylduna nána og að
hann spili til að mynda reglulega
bridds við foreldra sína. „Ég er ein
hverskonar miðjubarn, sem skýr
ir kannski þessa athyglissýki. Mér
þykir afskaplega vænt um öll syst
kini mín og er í góðu systkinasam
bandi við þau. Við hittumst bara ekki
eins oft og ég myndi vilja enda er
eitt þeirra í Hollandi, annað í Amer
íku og það þriðja í Þorlákshöfn,“ seg
ir hann og bætir aðspurður við að
hann hafi ekki verið erfiður ungling
ur. „Ég varð fljótlega mjög hávaxinn
og var langstærstur allra á fermingar
daginn. Ég var dæmigerður ungling
ur með unglingaveiki, óöruggur og
vissi ekki hvernig ég átti að klippa
mig eða vera. Þarna voru strípur og
Duran Duran „inni“ þannig að þetta
gat alveg verið erfiður tími. Ég var
samt aldrei í neinu veseni.
Ég var líka með svo yndislegu fólki
í skóla. Oft lít ég til baka og finnst
þessi tími hafa verið fullur af dásam
legu sakleysi. Ég get ímyndað mér
að það sé svo miklu erfiðara að vera
unglingur í dag, tæknin auðveldar
okkur lífið og flækir það í senn.“
Spurning um dagsform
Hann segir feimnina hafa sett strik
í reikninginn þegar hann hugðist
sækja um í Leiklistarskólann. Vin
ur bað hann að koma með sér og
sem betur fer lét hann að lokum slag
standa eftir smá fortölur frá góðum
vinum. „Ég var dreginn þarna inn af
vini mínum og eins dæmigert og það
nú er þá komst ég inn en ekki hann.
Það var erfitt og hefur örugglega ver
ið áfall fyrir hann þótt það hái hon
um engan veginn í dag enda búinn
að „brillera“ í lífinu.
Að komast inn í leiklistarskóla og
að komast áfram í leiklistinni hef
ur mikið með dagsform að gera. Þú
Ólafur Darri Ólafsson er án efa einn vinsælasti
leikari landsins í dag. Sjálfur segir hann hlutverk Loð-
fílsins í Fangavaktinni hafa gert hann frægan á einni
nóttu. Samt sem áður sækist hann ekki í athyglina;
segist feiminn einfari sem líði illa innan um margt
fólk. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Ólaf
Darra um ferilinn, frægðina, freistingar Hollywood og
ástina sem hann fann í Ostabúðinni.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„Þetta breyttist á
einni nóttu. Allt
í einu var ég frægur
Ólafur Darri
fílar ekki
frægðina