Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 40
40 Lífsstíll 28.–30. september 2012 Helgarblað
n Hjálpar fólki að fínpússa sinn stíl
F
yrir utan þetta klassíska, eins
og sítt hár, sem er alltaf í gangi
í hári, líkt og gallabuxur og
hvít skyrta í fatnaði, verð-
ur mikið um stutt hár. Það er
alltaf stór hópur stelpna sem vilja
hafa sitt síða hár og eru alls ekkert
brjálæðislega æstar í það að breyta
til en svo koma trend sem aðrar grípa
á lofti. Og núna eru það stuttu klipp-
ingarnar,“ segir hárgreiðslumeistar-
inn Ásgeir Hjartarson þegar hann
er inntur eftir hártískunni í haust og
vetur.
Áhrif frá Hollywood
Samkvæmt Ásgeiri hafði það mik-
il áhrif þegar Hollywood-stjarnan
Miley Cyrus klippti sig stutt á dögun-
um.
„Fyrir vikið eru fleiri stelpur sem
vilja losa sig úr þessu fasta formi
og vilja gera eitthvað nýtt, algjöra
breytingu. Sumar klippa hárið stutt
og aðrar fá sér áberandi topp. Svo
er búið að vera heitt að raka aðra
hliðina og mér finnst það alveg kúl
áfram. Þannig er hægt að poppa upp
klippingarnar. Þær sem eru með sítt
geta haldið því eða litað smá bút í
öðrum lit. Þá er hægt að fela það en
nýta sér breytinguna þegar maður
kíkir eitthvert út,“ segir Ásgeir.
Hann segir að þverir og þungir
toppar og 50‘s hárgreiðslur komi
sterkt inn auk þess sem fléttur haldi
áfram að vera vinsælar. „Þær virð-
ast halda sínum velli og einnig verð-
ur mikið um greiðslur; há tögl og háa
snúða. Þar kemur Kim Kardashian
sterk inn. Það er alveg ótrúlegt að
þótt fólk segist hata þetta lið þá vefst
það ekkert fyrir því að apa hárgreiðsl-
una eftir því,“ segir Ásgeir hlæjandi.
Ekkert „extreme makeover“
Varðandi strákatískuna segir hann
mikilvægt fyrir strákana að vera vel
snyrta. „Það eru eiginlega tvö trend
í gangi hjá strákunum. Þessi rakaði
fílingur er enn við lýði. Hann verð-
ur kannski ýktari ef eitthvað, meira í
móhíkanastíl. Það er fyrir töffarana.
Svo er mikið um þessa Mad Men-
tísku. Þessi 1930 fílingur sem er til-
valinn fyrir þá sem eru með gott hár.
Þeir sem eru aðeins farnir að þynn-
ast og verða að klippa sig stutt eiga
að vera vel snyrtir. Það þýðir ekkert
að safna druslum.“
Ásgeir hefur um árabil verið einn
fremsti hárgreiðslumeistari landins
og hefur einnig unnið sem stílisti.
Hann er nú farinn að stjórna þættin-
um Rokk og rúllur á sjónvarpi mbl.
is en þar hjálpar hann ungu fólki að
finna sinn stíl.
„Ég er alls ekki að breyta þeim
eitthvað gífurlega; þetta er ekkert
„extreme makeover“. Ég vil ekki að
þau missi sinn karakter heldur reyni
að finna út hver þeirra stíll er og fín-
pússa hann. Aðallega er ég að hugsa
um hárið enda er ég fyrst og fremst
hárgreiðslumaður en þótt ég sé ekki
lærður stílisti hef ég stílíserað heilu
gámana og tek því fatnaðinn líka fyr-
ir. Það væri auðveldast í heimi að
fara bara inn í verslun eins og Karen
Millen og skella manneskjunni í
kjól og háa hæla. Það væri auðvelda
leiðin. Ég vil hins vegar finna dress
sem fólk gæti hugsað sér að kaupa og
líður vel í.“
Ásgeir hlær þegar hann er spurð-
ur hvort hann sé hinn nýi Kalli
Berndsen. „Nei, ég er ekki næsti Kalli
Berndsen og mér leiðist samanburð-
urinn. Í fyrsta lagi er ég ekki gay en
þeir fá yfirleitt meiri athygli en aðrir.
Ég er bara ég. Við Kalli erum náttúru-
lega að gera svipaða hluti þannig að
það er kannski eðlilegt að fólk spyrji.
Ég tel mig hafa öðruvísi stíl og öðru-
vísi kúnnahóp. Ég stíla meira inn á
yngra fólk og er rokkaðri og pönk-
aðri á meðan það ríkir meiri glamúr
yfir Kalla. Svo er ég með tvo stráka í
þættinum sem hann er ekki með, að
mér vitandi.“ n
indiana@dv.is
Flottur toppur Ásgeir segir áberandi
toppa vinsæla í haust og vetur.
Klassík Ásgeir segir ákveðin hóp kvenna
vilja ýta undir kvenleikann með síðu hári.
Fiftís Falleg greiðsla.
Edda er andlit
Bastyan tískuhúss
Fyrirsætan Edda Óskarsdóttur
er í herferð fyrir breska fata-
merkið Bastyan. Bastyan fram-
leiðir hágæða fatnað og er eitt
af helstu sígildu tískumerkjum
Breta.
Myndir af Eddu prýða heima-
síðu Bastyan og auglýsinga-
herferðir þeirra fyrir haust- og
vetrartískuna í ár.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Edda starfar fyrir Bastyan. Hún
hefur verið að gera það gott ytra.
Flutti til London í byrjun árs á
vegum Eskimo Models og hefur
fengið nokkur mjög góð tæki-
færi. Var til að mynda eitt and-
lita Miss Selfridge og tók þátt í
tískuvikunni í London. Hér-
lendis hefur Edda verið andlit
sumar línu Ellu.
Mosi hjálpar
börnunum
Mosi er sparibaukur, hannað-
ur af Tulipop og er nú seldur á
langflestum sölustöðum Tulipop
og í MP banka. Baukurinn kostar
5.500 krónur og allur
ágóðinn rennur til
UNICEF. Tilvalin
skírnar- eða afmæl-
isgjöf eða bara til
þess að hafa fallega
hönnun uppi á hillu.
Smashbox fæst nú á Íslandi:
Skapað, prófað
og ljósmyndað
Nú fást hér á landi snyrtirvörur
frá Smashbox. Snyrtivörurnar eru
hannaðar með það að markmiði
að þær endist vel og dugi í raun-
aðstæðum. Skapað, prófað og ljós-
myndað er meðal einkunnarorða
fyrirtækisins. Mikið af leiðbeining-
um fylgir vörum fyrirtækisins. Aftan
á augnskuggaboxum eru uppskrift-
ir að útliti og leiðbeiningar og oft
fylgja með snyrtivörum nauðsyn-
legir fylgihlutir. Með augnblýöntum
er til að mynda áfastur yddari, með
augnbrúnapenna gel og bursti og
með kinnalit fylgir lítill spegill.
1 Mattur farði Berið mattan
farða á andlitið.
Matte flush frá
Smashbox gefur
mjúka en matta
áferð.
2 Mjúkir brúnir og glitrandi litir
Berið vatnsheldan
augnlínupenna í
fíkjulit í kringum
augu rétt undir
augnhár. Mýkið línuna
með augnlínupensli.
Blandið saman tveimur litum,
Aristocrat og Obsidian og berið á
augnlokið að ytri brún
augans.
3 Ljósbleikt við brúnt
Hér er borinn á
liturinn Hotshot.
Falleg mynstur, ull og leður
n Missoni á Íslandi
M
issoni-tískuhús hefur
stutt rannsóknir á
brjóstakrabbameini í
mörg ár. Tískuhúsið er
þekkt fyrir flíkur úr vandaðri ull
og leðri og einkennandi mynstur.
Fyrirtækið sem var stofnað árið
1953 hefur haldið velli áratug-
um saman og konur innan Mis-
soni-fjölskyldunnar haldið um
valdataumana.
Í haust var kynnt samstarf
sænsku verslanakeðjunnar Lindex
og tískuhússins Missoni. 10 pró-
sent söluandvirðis línunnar
fara til baráttu Krabbameinsfé-
lags Íslands gegn brjóstakrabba-
meini. Línan sem fæst öll í verslun
Lindex hér á landi samanstend-
ur af kventískufatnaði, undir-
fatnaði, skarti og fylgihlutum auk
barnafatnaðar. Athygli vekja fal-
legar litasamsetningar prjónafatn-
aðarins og leðurbuxur og töskur í
svörtu og vínrauðu.
Einkennandi
mynstur
Peysa:
9.995 kr.
Skart
Armband:
1.995 kr.
Leður og ull
Leðurhanskar:
7.995 kr.
Hlýr,
bleikur
litur
Veski:
19.995 kr.
Styðja við rannsóknir Missoni-fjölskyldan hefur
í árafjöld stutt við rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Ekki næsti
kalli
Ásgeir Hjartarson
Hefur lengi verið viðloðandi
tískuheiminn og veit hvað hann
syngur eins og sést í þætti hans
Rokk og rúllur.
BErndsEn