Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Page 50
StjörnuSkilnaðir Sem komu á óvart A f einhverri ástæðu eru hjónabönd í Hollywood dæmd til að mistakast. Stjörnurnar skipta svo ört um maka svo við náum oft ekki að fylgj­ ast með. Sumir stjörnuskilnaðir koma okkur samt meira á óvart en aðrir. Stundum virðist allt vera í himnalagi þegar fréttir af skilnaði berast eins og þrumur úr heiðskíru lofti. 50 Fólk 28.–30. september 2012 Helgarblað M adonna lét dæluna ganga um pólitík á tónleikum í Washington á dögunum. Hún talaði meðal annars um borgaraleg réttindi og lofsamaði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún virtist þó ekki alveg vera með á nótunum og kall­ aði hann múslima. „Það er eins gott að þið kjósið öll Obama. Við erum með svartan múslima í Hvíta hús­ inu,“ sagði hún. „Það er ótrúlegt. Það þýðir að það er von fyrir þetta land. Og Obama berst fyrir réttindum samkynhneigðra, svo kjósið mann­ inn, andskotinn hafi það!“ madonna talar um pólítík n „Við höfum svartan múslima í Hvíta húsinu“ Pólítísk Madonna lofsamaði Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, á tónleikum í vikunni. n Sum sambönd eru dæmd til að mistakast Jennifer Lopez og Marc Anthony Söngvararnir héldu því lengi staðfastlega fram að hjóna- band þeirra væri sterkt þrátt fyrir sögusagnir um að því væri í raun lokið. Sannleikurinn kom að lokum fram. Maria Shriver og Arnold Schwarzenegger Hjónin voru gift í 25 ár. Upp úr slitnaði þegar í ljós kom að Schwarzenegger hefði eignast barn með heimilishjálpinni. Tony Parker og Eva Longoria Tony og Eva höfðu verið gift í þrjú ár þegar leikkonan komst að því að Tony hafði verið að senda eiginkonu liðsfélaga síns smáskilaboð. Johnny Depp og Vanessa Fallega parið sem hafði verið saman í 14 ár en gengu aldrei í það heilaga. Johnny Depp og Vanessa eiga tvö börn saman. Skilnaður þeirra var staðfestur í sumar. David Arquette og Courteney Cox Parið hafði verið gift í tíu ár þegar þau tilkynntu að þau myndu skilja. Þau eru samt ennþá bestu vinir. George og Ann Lopez Árið 2004 veiktist leikarinn illa og þurfti gjafanýra sem eiginkonan gaf honum glöð. Árið 2010, eftir sjö ára hjónaband, skildu þau. Með lystarstol og lotugræðgi n Lady Gaga bregst við fréttum af holdafari sínu L ady Gaga lét taka myndir af sér á nærfötunum og birti á vefsíðu sinni, LittleMonst­ ers. Með ljósmyndunum fylgdi yfirlýsing frá tónlist­ arkonunni: „Í dag tek ég þátt í líkams­ byltingunni til þess að hvetja til hugrekkis og samkenndar.“ Myndbirtingin kemur í kjölfar mikillar umfjöllunar um holda­ far Lady Gaga sem hefur bætt á sig nokkrum kílóum. Hún segist lítt kæra sig um þyngdaraukninguna. „Mér líður ekki illa yfir þessu, ekki í eina sekúndu,“ segir Lady Gaga sem hefur gert það opin­ bert að hún hefur glímt við átrask­ anir, lystarstol og lotugræðgi, frá fimmtán ára aldri. P amela Anderson lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera rekin fyrst heim í All­ star þætti raunveruleikaþátt­ arins Dancing with the Stars. Pamela hafði dansað tsja tsja tsja við Tristan MacManus og bað dansherra sinn margsinnis afsökunar á lélegu gengi sínu. „Henni fannst hún hafa valdið vonbrigðum. Sem mér fannst ekki. Auðvitað fannst henni leiðin­ legt að þurfa að yfirgefa þáttinn svona snemma. En einhver þarf að tapa.“ Pamela rekin heim Bless, bless! Pamela var send heim úr þættinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.