Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 17
Fréttir 17Helgarblað 16.–18. nóvember 2012 finnst gott, þær liggja bara þarna. Síðan fara stelpur inn í kynlífið án þess að hafa skoðun á neinu og halda að það sé ekki þeirra völlur á meðan strákarnir halda að þeir séu sönn karl- menni ef þeir „pounda“ hana geð- veikt fast. Af því að það lærðu þeir. Þetta tvennt fer svo illa saman. Af því að það er svo ómannlegt hvernig þau koma fram við hvert annað, hún er bara að leyfa honum að taka sig, koma fram sínum vilja. Það eru meðal annars þessi áhrif sem klámið hefur, þau halda að þetta sé það sem kynlíf snýst um.“ Hjalti: „Þess vegna lendir ungt fólk í kynferðislegri misnotkun en kveikir ekki á perunni, fattar ekki að þessar aðstæður eru alveg eins og nauðgun nema hvað það segir enginn að það sé nauðgun.“ Hinir í hópnum taka allir undir það, þannig að við spyrjum hvort þau viti um slík dæmi í sínum hóp. Þau svara játandi, „algjörlega“. Meyjarhaft og druslustimpill Vigdís Perla: „Annars man ég eft- ir umræðum um kynlíf sem komu upp þegar ég var í alþjóðlegum sumarbúðum þar sem stelpurnar frá Suður- Ameríku sögðu að ef þær myndu segja hvað þeim þætti gott yrðu þær álitnar hórur.“ Ester: „Það er það sama. Það er þetta með að það sé ekki viðurkennt að stelpur stundi kynlíf. Þess vegna eiga þær að vera skoðanalausar, til að sýna að þær séu óreyndar.“ Vigdís Perla: „Þegar ég var í grunnskóla og vinkona mín var að stunda kynlíf þá var bara tekið mark á því ef þau voru að ríða, innsetn- ingin þýddi að hún var ekki lengur hrein mey.“ Steinarr: „Meyjarhaftið er svo hræðilegt hugtak. Það á ekki að skipta máli. Kynlíf er alltaf kynlíf. Þú þarft ekki meyjarhaft til þess að vera metin út frá hreinleika.“ Vigdís Perla: „Það er allt öðru- vísi litið á stelpur sem hafa sofið hjá tíu gaurum en stráka sem hafa sofið hjá tíu stelpum. Strákurinn er bara nettur á meðan stelpan er hóra.“ Salvör: Já, það er fáránlegt. Maður verður að passa sig á því að dæma ekki svona sjálfur. Það er svo auðvelt að detta inn í það sem allir eru að gera.“ Ester: „Ég hef lent oft í þessari umræðu þar sem einhver strákur segir að ef hann sé með lykil sem gengur að öllum skrám þá sé það geðveikt góður lykill en skrá sem margir lyklar ganga að sé léleg skrá. Þeim finnst geðveikt að hugsa til þess að þeir séu með svona góðan lykil, þetta er bara þeirra gullna regla.“ Steinarr: „Þetta snýst líka um það að kynlíf sé bara innsetning.“ Ester: „Mér finnst alltaf skrýtið að heyra af yngri stelpum sem vilja ekki vera byrjaðar að sofa hjá en leyfa strákunum að taka sig í rass af því að þeim finnst það ekki vera það sama. Þær séu þá enn hreinar meyjar, því þótt það sé búið að taka þær í rass þá sé ekki búið að sofa hjá þeim. Það er mjög skrýtin pæling að þú sért ekki að stunda kynlíf þegar það er verið að sofa hjá þér, þótt það sé í rassinn. Það er verið að skapa einhverja fjar- lægð frá því sem er að gerast þarna.“ Salvör: „Það er verið að aðskilja kynlíf frá sálarlífinu og líkamanum, sem er skrýtið. Ef þú ert að stunda kynlíf og ert búin að sjá klám þá snýst allt um þessa innsetningu, klámið aðskilur kynlífið algjörlega frá til- finningunum.“ Halda að þeir eigi að vilja þetta Steinarr: „Annað sem kemur úr kláminu og það eru þessar hug- myndir um það hvernig stelpur strákar eiga að vera. Helst eiga þær að vera ljóshærðar með sítt hár og stór brjóst. Það er stöðluð mynd af stelpum í klámmyndum. Þær eru all- ar eins. Svo áttu helst að vilja vera með tveimur stelpum í einu.“ Salvör: „Það er eins og það sé verið að búa til hugmyndir um karl- mennsku.“ Vigdís Perla: „Sem karlmað- ur áttu að vilja vera með tvær í tak- inu, alltaf að vera til í kynlíf og geta haldið „bóner“ í fimm klukkutíma. Þú átt líka að öskra einhver ógeðs- orð í eyrun á stelpum sem þú ert að sofa hjá. Æ, ég veit það ekki – það eru mjög skrýtnar væntingar gerðar til þess hvernig þú átt að haga þér sem alvöru karlmaður. Svo eru allir með rakaðar píkur og rosalega stór typpi. Krakki sem horfir á þetta hugsar með sér að hann eigi líka að vera þannig.“ Ester: „Núna eru margir geðveikt æstir í „girl on girl action“. Síðan það varð trend í klámmyndum hafa lesb- íur verið ógeðslega heitar. Það kemur beint úr kláminu, ég veit ekki hvaðan það ætti að koma því það á sér enga hliðstæðu í heimi samkynhneigðra og það er mikill munur á því hvernig litið er á homma og lessur. Það snýst allt um „girl on girl action“, hvað það sé heitt þegar tvær stelpur kyssast og allar stelpur ættu að hafa farið í sleik við aðra stelpu, því það sé svo geð- veikt heitt.“ Steinarr: „Af því að klám er gert fyrir karlmenn þá er engin stemning fyrir „guy on guy action“. Þetta hefur smitast inn í hugarheim fólks.“ Vigdís Perla tekur undir það og segir: „Í mínum vinkonuhóp er það alveg þekkt að strákar spyrja stelpurn- ar hvort þeir megi taka þær í rass, ég þekki það. Stundum vita stelpurnar ekkert hvað þær eiga að segja og sam- þykkja þetta bara. En mér finnst besta svarið bara felast í því að spyrja á móti hvort við megum þá fara út í búð, kaupa „strap-on“ og taka þá í rass. Því ef þeim þætti það í lagi væri kannski skiljanlegt að þeir spyrji að þessu.“ Salvör: „Ég held að það sé líka af því að það er það sem þeir halda að þeir eigi að vilja þótt þeir séu kannski ekkert svo æstir í það sjálfir, þeir halda bara að það sé eðlilegt.“ Ester: „Já, einmitt. Svo erum við stelpurnar líka að lenda í því að strák- ar vilji fá það framan í okkur.“ Steinarr: „Já, einmitt. Ég heyrði af einni sem gat ekki mætt í skólann því kærastinn hafði fengið það framan í hana og það hafði lekið í augað og hún fengið sýkingu og hún skamm- aðist sín svo mikið. En þegar maður gagnrýnir klám þá fer fólk beint í rétt- lætingarnar. Að það horfi ekki á svona klám.“ Stimpluð öfgafemínistar Hjalti: „Það fer strax í að berja niður rökin þín. Ef maður nefnir það við vin sinn hvernig farið er með kon- ur í klámi og að samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi séu farin að skilgreina klám sem kynferðisofbeldi og þegar hann horfi á það sé hann að auka eftirspurnina eftir klámi og segja framleiðendum að gera meira af því, það sé orsökin fyrir því að verið sé að beita konur grófu kynferðislegu of- beldi, þá byrja þeir strax að réttlæta sig og afneita þessu. Þeir segjast ekki horfa á svona klám. Það er engin við- leitni til þess að hlusta á það sem mað- ur segir eða reyna að skilja það. En ég held að það sé verra að vera strákur að tala um þetta. Ef þú ert stelpa sem ert á móti þessu þá segir enginn bara nei, hætt‘essu. En þegar ég tala um þetta við vini mína þá hefur það engin sér- stök áhrif. En mér finnst samt mikil- vægt að tala um þetta. Fyrir vikið er ég kallaður öfgafemínisti.“ Salvör: „Þú ert alltaf stimplaður sem öfga-eitthvað ef þú reynir að vera gagnrýninn. Fólki þykir það rosalegt væl því það þykir ekki flott að hafa skoðanir og hugsa þetta lengra. En öfgafemínisti er orð sem þýðir í raun- inni ekki neitt.“ Hjalti: „Ég er ekki sammála öllu sem allir femínistar gera en mér er sama. Það er búið að „re-branda“ femínisma og fólk þarf að fara að þora að gangast við því.“ Salvör: „Ég held að það sé bara spurning um að kynna sér málin. Einu sinni fannst mér allt í lagi með klám.“ Vigdís Perla: „En ef maður veit eitthvað um þennan bransa þá held ég að maður geti ekki annað en verið á móti þessu. Mér finnst fáránlegt að taka aðra afstöðu.“ Reiddist eftir nauðgun Ester: „Ég fann það líka bara að þetta höfðaði ekki til mín. Ég get ekki fengið neitt út úr því sem er svona niðrandi fyrir alla sem taka þátt í því. Eftir að ég varð aðeins eldri og fór að tala um þetta við eldri systur mína og mömmu þá styrktist þessi skoðun mín því þær eru mjög mikið á móti þessu.“ Hjalti: „Já, það skiptir máli. Mamma talaði um klám við mig þegar ég var lítill og aðgreindi það frá kynlífi. Í dag er ég mjög þakklátur mömmu minni fyrir að hafa gert það. En eft- ir að vinkonu minni var nauðgað og hvernig tekið var á því fór ég að tala meira gegn þessu. Því það bar svo mikil merki um afleiðingar klámvæð- ingarinnar og viðbrögðin sem hún fékk gerðu mig brjálaðan.“ Salvör: „Af því að það var eins og hún hlyti að hafa borið ábyrgð á þessu eða vera að ljúga. En það er ekkert einsdæmi, það er ótrúlega algengt.“ Steinarr: „Einmitt. Ég man að einu sinni var verið að verja einhvern sem hafði brotið á stelpu með þeim orðum að hún hefði samþykkt þetta en hann hefði gengið of langt og það væri ekki það sama. En það er alveg sama, ef þú gengur of langt í kynlífi, niðurlægir einhvern eða beitir hann ofbeldi til þess að koma vilja þínum fram þá er það nauðgun, sama hvað var samþykkt í upphafi.“ Ester: „Tölfræðin sýnir líka hve fáar konur þora að koma fram með nauðgun. Þær vita að fólk á eftir að dæma þær. Ef svo vill til að málið fer í fjölmiðla þá fylgir því hrikalegt áreiti og margir sem vita ekkert um málið dæma þær.“ Salvör: „Þið sjáið bara að þegar fórnarlömb nauðgana stíga fram og kæra. Í þeim málum sem rata í fjöl- miðla þá fá þau ekki beint stuðning. Auðvitað fá þau líka stuðning en skít- kastið sem fylgir er ekki beint hvetj- andi fyrir hrædda litla stelpu sem langar að kæra mann sem nauðgaði henni.“ Hjalti: „Þetta síast líka inn í hugar- farið og fórnarlömb nauðgana eru alltaf að kljást við sjálfsásakanir og þessar hugmyndir um að þau hafi gert eitthvað rangt.“ Í sjokki eftir klámið Vigdís Perla: „Ég man að í grunn- skóla var talað við okkur um það að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðr- um. En það var aldrei rætt í líffræði eða kynfræðslu. Það var svo mik- ið tabú. Við horfðum bara á danska teiknimynd sem var bara fáránleg, einhver gaur að ríða gellu sem fékk það allt of snemma og svo var sagt að það gæti gerst. Það var aldrei talað um tilfinningar, ekki svo ég muni eftir.“ Ester: „Kynfræðslan var geðveikt köld. Hér er píka, þetta er snípur og þetta eru leggöng.“ Hjalti: „Já, fyrir utan líffræðina þá gekk hún aðallega út á að nota getnaðarvarnir, eða eiginlega það að maður ætti ekki að stunda kynlíf því þá gæti maður fengið kynsjúkdóma. Þetta var svona hræðsluáróður.“ Ég spyr hvort það hafi eitthvað verið rætt um klám í kynfræðslu þegar þau voru krakkar og þau svara ein- róma neitandi. Þau höfðu hins vegar öll séð klám. Salvör segir að hún hafi fyrst séð það fyrir slysni. Salvör: „Ég fékk sjokk. Mér leið mjög illa eftir að hafa séð þetta. Af því að ég var bara barn, um fjórtán ára. Ég held að það sé sjaldan jákvæð reynsla að sjá klám í fyrsta sinn.“ Vigdís Perla: „Ég man líka eftir því að mér voru sýnd einhver mynd- bönd og þegar ég horfði á þau var ég bara „ónei, hvað er að gerast“. Það var hræðilegt. Enda var ég ekki mjög gömul þegar ég sá klám í fyrsta sinn, ellefu ára. Ég var með vinkonu minni heima hjá vini okkar og eftir þetta þá fórum við bara. Við vissum ekkert hvernig við áttum að vera, hvernig við áttum að haga okkur eða hvað við áttum að segja. Við gátum ekki talað um þetta við neinn en töluðum mikið saman um það sem við höfðum séð.“ Ester: „Ég hefði aldrei sagt foreldr- um mínum frá því að ég hefði séð eitt- hvað svona. Ég man eftir myndbönd- um sem allir urðu að hafa séð, sem var vanalega eitthvað sem mér of- bauð á svo mörgum stigum. Eins og „2 girls, 1 cup“ og „triple penetration“. Ég hvarf bara inn í mig, með ógeðs- tilfinningu.“ Hjalti: „Af hverju sáum við þetta?“ Vigdís Perla: „Það var einhver sem sagði að ég yrði að sjá þetta. n Menntaskólanemar ræða klám og klámvæðingu n Tengja neikvæða reynslu af kynlífi við klámið n „Þetta er bara kúltúrinn“ „Það væri óskandi að klám væri ekki eitthvað sem þú verður að hafa séð því það eru allir að horfa á klám. Það á ekki að vera normið. a u g lý Si n g f R á E ll E M a cp H ER S o n in ti M a tE S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.