Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Síða 26
„Femínistar
eru lúxusand-
stæðingar“
26 Viðtal 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
Þ
essi stöðuga tjáningarþörf
er karaktereinkenni. Ég var
varla farin að tala þegar mér
fannst nauðsynlegt að til
kynna álit mitt öllum sem
heyra vildu. Ég kynni mig sem álits
hafa í dag,“ segir aðgerðasinninn,
samfélagsrýnirinn, bloggarinn og
skáldið Eva Hauksdóttir, stundum
kölluð Eva norn.
Eva hefur tekið virkan þátt í sam
félagsumræðunni síðustu árin og var
áberandi í búsáhaldabyltingunni.
Eftir hrunið flutti hún til Danmerkur
en býr núna í Glasgow ásamt sam
býlismanni sínum, Einari Stein
grímssyni.
Fyrirmyndarbarn
„Ég sakna fólksins míns en ekki
samfélagsmóralsins. Ég sleit stjórn
málasambandi við Ísland. Ég var of
boðslega reið og vildi ekki eiga við
skipti við glæpafyrirtækin sem áttu
allt eða taka þátt í þessu rotna kerfi.
Það er spilling í Danmörku líka en ef
einhver misbýður mér og sýnir enga
iðrun þá vil ég ekkert með hann hafa
og þetta er svona svipað.“
Eva segist hafa verið til fyrirmynd
ar í æsku. „Ég var enginn villingur en
ég hafði sterkar skoðanir og vildi fá
svör. Móðir mín var trúleysingi sem
var sjaldgæft þá og ég spurði kristni
fræðikennarana stundum óþægi
legra spurninga. Ég hafði önnur
áhugamál en félagar mínir.
Í dag eru krakkar eins og ég var
kallaðir nörd en þá kallaðist það að
vera háfleygur. Ég pældi til dæmis
mikið í trúmálum og kveðskap og
geri enn. Ég yrki undir hefðbundnum
bragarháttum og er mjög þakklát
fyrir að hafa alist upp við kveðskap.“
Alin upp við sjálfstæði
Eva segist vera alin upp við sjálfstæði.
„Móðir mín er manneskja sem tekur
af skarið þegar henni ofbýður og spyr
ekkert hvað öðrum finnst um það.
Við bjuggum á Hjalteyri í nokkur ár
og þar tók hún til dæmis frumkvæði
og hamaðist á hreppsnefndinni til
að fá sorphirðu á staðinn. Hún barð
ist líka fyrir því að láta loka kristi
legu barnaheimili. Enginn stóð með
henni í því en réttlætið skipti hana
meira máli en vinsældir.
Pabbi er rólyndismaður en hann
kenndi mér að skipta um skoðun ef
ég fengi almennileg rök,“ segir Eva
og bætir við að atvik þegar hún var
16 ára hafi haft mikil áhrif á hana.
„Samkynhneigð kom til tals og
pabba fannst ástarlíf vera einkamál
en efaðist þó um að samkynhneigðir
ættu að fá að ættleiða börn. Skömmu
síðar sáum við heimildamynd þar
sem fram kom að börnum samkyn
hneigðra vegnaði ekkert verr en
öðrum og þá sagði pabbi: „Fyrst svo
er, þá er það sjálfsagt.“ Það hafði mikil
áhrif á mig að sjá hve auðvelt honum
reyndist að skipta um skoðun í ljósi
nýrra upplýsinga.“
Eva segist ekki eiga erfitt með að
viðurkenna ef hún hefur haft rangt
fyrir sér. „Mér finnst mjög leiðin
legt þegar mér verður það á að vera
ósanngjörn við aðra en ef maður hef
ur rangt fyrir sér án þess að særa ein
hvern persónulega þá bara leiðréttir
maður það, það er ekkert mál.
Ég finn fyrir dálitlum sting ef ég
uppgötva að mér hefur skjátlast en
þegar upp er staðið er þægilegra að
viðurkenna að maður hafi gert mis
tök en að halda áfram að burðast
með eitthvað sem stenst ekki. Mér
finnst tjáningarfrelsi mikilvægt, fólk
á að mynda sér sjálfstæðar skoðanir
en ekki að láta mata sig og þar með
hefur maður líka leyfi til að skipta
um skoðun. Mér finnst nauðsynlegt
að ólíkar skoðanir fái að takast á, við
eigum ekki að þurfa að skipa okkur í
lið og „raðlæka“ allt sem samherjar
okkar gera til þess að vera viður
kennd.“
Áhrif frá syninum
Hún segir þörfina fyrir að tjá sig opin
berlega ekki tilkomna vegna uppeld
isins. „Auðvitað fær maður eitthvað í
arf en ég held að umhverfisáhrif séu
ofmetin. Systkini mín eru ekki ríf
andi kjaft á netinu þótt þau séu alin
upp á sama heimili.“
Eva á tvo syni, Hauk og Darra.
Haukur tók virkan þátt í mótmælun
um og hengdi eftirminnilega Bónus
fána á flaggstöng Alþingishússins.
Eva segist hafa orðið fyrir pólitísk
um áhrifum frá Hauki. „Við Haukur
erum náin og deilum ákveðnum
pólitískum skoðunum en erum alls
ekki alltaf sammála. Haukur fór út
í aktífisma á undan mér. Mín hug
mynd um mótmæli voru undir
skriftalistar og útifundir, beinar að
gerðir voru bara fyrir óeirðaseggi.
Haukur var sjálfstæður unglingur og
var mér ósammála. Hann kom með
rök sem urðu til þess að ég skipti um
skoðun og í dag hika ég ekki við að
brjóta lög ef þau ganga gegn mann
réttindum eða öðrum stórum rétt
lætismálum.
Ég hafði líka fordóma gagnvart
anarkisma og hélt því fram að það
væri ekki hægt að skipuleggja kaos.
Þegar ég fór að hlusta á Hauk átt
aði mig á því að mín eigin afstaða til
valdastofnana var anarkísk. Anar
kismi merkir ekki að engar reglur
gildi, heldur að komið sé í veg fyrir að
fámennur hópur nái valdi yfir fjöld
anum.“
Hún vill lítið ræða einkalíf son
anna en svarar því til að stærsta
markmiðið með uppeldinu hafi verið
að skemma þá sem minnst. „Þeir
voru ólíkir frá fyrstu tíð og ég held að
maður geti lítið mótað karakter barn
anna sinna nema þá með fasista
aðferðum. Ég er mjög ánægð með
strákana mína, þeir voru hlýðin börn
en eru óhlýðnir fullorðnir menn og
það er of algengt að það sé öfugt.
Ég eigna mér samt engan heið
ur af því. Mér tókst ekki að innræta
þeim þá venju að taka til í herbergj
unum sínum daglega svo varla hef
ég ráðið úrslitum um það sem meira
máli skiptir.“
Andstyggileg hugmyndafræði
Eva er harður gagnrýnandi þess
sem hún kallar dólgafemínisma en
sjálf segist hún vera jafnréttissinni.
„Ég hef áhuga á kynjamálum en ég
er ekki femínisti. Það sem greinir
femínista frá jafnréttissinnum er
hugmyndin um feðraveldið. Það er
í hnotskurn sú trú að karlmenn, sem
hópur, leitist við að halda konum
niðri og að konur sem ekki eru á kafi
í femínisma taki þátt í þeirri kúgun.
Femínistar skýra öll vandamál
með „kynjakerfinu“ hvort sem þau
snerta atvinnulíf, kynferðisofbeldi
eða eitthvað annað. Þetta er and
styggileg hugmyndafræði.“
Aðspurð af hverju henni finnist
mikilvægt að gagnrýna femínisma
segir hún lygi alltaf slæma. „Ef við
reynum að byggja lagakerfi, vísindi
og stjórnsýsluákvarðanir á grund
velli lyga getur útkoman ekki orðið
gæfuleg.
Femínistar eru orðnir valda
miklir í stjórnkerfinu, aðstoðar
maður innanríkisráðherra beitir
sér gegn foreldrajafnrétti, mennta
málaráðuneytið stefnir að því að
hleypa ranghugmyndum um nauð
gunarmenningu og feðraveldi inn
í skólana undir yfirskyni jafnréttis
fræðslu og þegar hafa verið gerðar
tilraunir til að innleiða lög sem snúa
við sönnunarbyrði í kynferðisbrota
málum.
Í Svíþjóð hafa femínistar geng
ið svo langt að krefjast þess að sér
stakur ofbeldisskattur verði settur á
alla karlmenn, til að standa straum
af kostnaði vegna ofbeldis gegn
konum. Viðbjóðsviðhorf af þessu
tagi þrífast í femínistasellum og það
er nauðsynlegt að einhver bendi á
það hvernig málin eru að þróast.“
Aðspurð segir Eva klám stórlega
ofmetið. „Það er óskiljanlegt að jafn
óáhugavert efni njóti svo mikilla vin
sælda en það er ekki síst áhrifavald
kláms sem er ofmetið. Mér finnst
femínistar sýna klámi fullmikla
virðingu með þessum ótta um að
piltar verði nauðgarar ef þeir horfa
á klám, sérstaklega af því að það
bendir ekkert til slíks orsakasam
bands.
Hin svokallaða klámvæðing hefur
sínar jákvæðu hliðar. Samkynhneigð
og pervertismi sem voru nánast
dauðasyndir eru nú samþykktar og
ég held að aðgengi að kynferðislega
opinskáu efni eigi þátt í því.“
Pólitískt rétt kynlíf
Hún segir femínista líta á allt kyn
ferðislegt efni sem niðurlægjandi
fyrir konur, líka það sem þær kjósa
sjálfar. „Konur mega hafa kynhvöt
en hún verður að vera á femínísk
um forsemdum. Gail Dines, sem
kom til landsins á dögunum, skrifaði
grein um þessa klámbók sem fer nú
sigur för um heiminn [Fifty Shades of
Gray]. Ég hef ekki lesið hana en mér
skilst að þar sé um að ræða samband
sem stenst ekki kröfur femínista. Gail
afgreiðir vinsældir sögunnar með því
að konur fatti ekki ógeðið því þær
taki sjálfar þátt í feðraveldinu. Hví
líkt álit á hæfileikum kvenna til sjálf
stæðrar hugsunar. Þarna er komið
kennivald sem ætlar að segja okk
ur hvaða smekk við megum hafa í
Aðgerðasinninn Eva Hauksdóttir er harður gagn-
rýnandi þess sem hún kallar dólgafemínisma. Eva
kynntist aktífisma í gegnum son sinn. Eva ræðir um
karpið á netinu, fjölskylduna og ástarsambandið
sem hún hefur þráð í áratugi og loksins fundið.
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„ Í dag eru
krakkar eins
og ég var kallaðir
nörd en þá kallað-
ist það að vera
háfleygur.
Hamingjusöm Eva og Einar kynntust á netinu og hafa verið saman í tæpt ár.