Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Síða 29
Viðtal 29Helgarblað 16.–18. nóvember 2012 myndaðist ákveðið samband á milli okkar. Ekkert mjög persónulegt, enda ég orðinn fullorðinn og til­ finningarnar öðruvísi. Hann er bara félagi,“ útskýrir Jón Gerald. Endur­ fundir þeirra feðga voru góðir, en hann hafði þó fyrst uppi á afa sínum sem bjó í Lancaster í Pennsylvaníu. „Þetta var dálítið athyglisvert því ég var búinn að leita mikið og það gekk ekkert. Síðan komst ég í sam­ band við konu í New York sem þekkti til föðurfjölskyldunnar og það var eiginlega hún sem fann afa minn.“ Þegar Jón Gerald var kominn með upplýsingarnar í hendurnar ákvað hann að hringja í afa sinn og heim­ sækja í kjölfarið. „Ég flaug þangað upp eftir til Pittsburgh og tók svo bílaleigubíl inn til Lancaster. Það tók smá tíma að keyra þangað og það var komið myrkur. Þetta var svo skrýtið, því ég hafði aldrei komið þangað, en ég bara keyrði heim til hans eins og ég hefði keyrt þangað þúsund sinn­ um. Þetta var mjög sérstök tilfinn­ ing.“ Þegar Jón Gerald hitti afa sinn í fyrsta skipti fór það ekkert á milli mála að þeir væru skyldir, enda mjög líkir í útliti. Þeir eyddu helgi saman og skoðuðu meðal annars gamlar myndir. Jón Gerald sá mikið af sjálf­ um sér í þessum ókunnuga en ná­ skylda manni, en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem þeir hittust. „Næst þegar ég fór upp eftir þá bar ég kistuna hans. Hann hafði glímt við krabbamein í þrettán ár og það var talað um að þetta hefði verið eitt af því sem hann þurfti að klára að gera upp,“ segir Jón Gerald og á þá við að kynni þeirra tveggja. „Hann gat farið sáttur. Þetta voru mjög sérstök kynni og endalok.“ Sullenberger­ættin er stór á þessu svæði, Lancaster í Pennsylvaníu, eða um 300 manns, heldur Jón Gerald. „Þar á meðal kapteinninn sem vann hetjudáð þegar hann lenti á Hudson­ fljótinu,“ segir hann og á þar við flug­ manninn Chesley B. Sullenberger sem með ótrúlegum hætti tókst að lenda farþegaflugvél með 155 far­ þega innanborðs á Hudson­fljóti þann 15. janúar árið 2009, eftir að hreyflar vélarinnar höfðu stöðvast. Engan sakaði og var talað um Chesley sem kraftaverkamann í öll­ um helstu fjölmiðlum heims. „Hann er frændi okkar, kannski ekki ná­ skyldur, en þetta er allt undan sama fólkinu,“ segir Jón Gerald brosandi. „Ég fékk ekkert upp í hendurnar“ Áður en Jón Gerald hélt til Banda­ ríkjanna í nám í hótelrekstrarfræð­ um fór hann í Hótel­ og veitingaskól­ ann og lærði matreiðslu. Samhliða náminu vann hann í Víði og kynntist þar verslunarrekstri. Skömmu áður en Jón Gerald hóf námið úti kynntist hann konunni sinni, Jóhönnu Guð­ mundsdóttur, í London og hún elti hann vestur um haf og hefur verið þar síðan. „Við ílengdumst í Banda­ ríkjunum. Ég opnaði fyrirtæki og fór í útflutning, fór að flytja vörur hingað heim.“ Jón Gerald fór til Bandaríkjanna með tvær hendur tómar en vann sig hratt upp, að eigin sögn. „Bara gott dæmi, þegar ég flutti út árið 1986 þá var innkoma mín 500 dollarar á mánuði. Húsaleigan var 240 dollarar, 60 dollarar fóru í sím­ reikning, 20 dollarar í rafmagn og sjónvarp, þannig að ég átti eftir 150 til 200 dollara fyrir mat í hverjum mánuði. Það var kannski ein máltíð á dag.“ Hann segir lífið í Bandaríkj­ unum því alls ekki hafa verið auðvelt. „Maður þarf alls staðar að hafa fyrir lífinu. Það er alveg sama hvar þú ert, þú þarft að vinna og koma þér áfram. Vinna, útsjónarsemi og að vissu leyti kannski ákveðin heppni. En þetta allt saman þarf að spila saman til að maður komist áfram. Ég fékk ekkert upp í hendurnar, ég varð að vinna fyrir því.“ Kynntist Jóni Ásgeiri í fjölskylduboði Jón Gerald segist uppskera eins og hann sáir og hefur síðustu árin reynt að njóta þess. „Ég gat keypt bát með félögunum og siglt og farið á skíði. Ég gat notið þess, það er engin spurning. Enda vann ég líka fyrir því. Það var enginn sem borg­ aði mína reikninga fyrir mig. Ég vann gríðarlega mikið til að byggja upp þetta fyrirtæki og ekkert af þessu gerðist af sjálfu sér. Það rétti mér enginn pening,“ segir hann að­ spurður hvort hann hafi lifað ljúfa lífinu eins og útrásarvíkingarnir fyr­ ir hrun. Báturinn sem hann á við er skemmtibátur, eða snekkja, sem hét Thee Viking og átti Jón Gerald hann með þeim Bónusfeðgum, Jóni Ás­ geiri Jóhannessyni og föður hans Jó­ hannesi Jónssyni. Thee Viking varð frægur á Íslandi árið 2002 þegar tímaritið Séð og heyrt greindi frá því á forsíðunni að hann væri í eigu feðganna. Þeir vildu ekki kannast við að eiga bátinn og var tímaritið tekið úr sölu úr verslunum Bón­ uss á sínum tíma. Thee Viking varð svo aftur að forsíðu frétt Séð og heyrt árið 2006 þar sem greint var frá því að Jón Gerald hefði selt bátinn. Leiðir þeirra nafna og fyrrverandi viðskiptafélaga, Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs, lágu fyrst saman í fjölskyldu­ boðum þar sem þeir tengdust í gegn­ um eiginkonur sínar. Jón Gerald seg­ ir þá hafa verið góða félaga, bæði í leik og starfi. „Í fyrstu skiptin sem hann kom til Ameríku, þá kom hann til okkar í frí með fjölskyldunni, og ég kynnti hann fyrir Walmart og því sem þeir voru að gera á þeim bæ. Ég sá tækifæri þarna. Ég aðstoðaði Bónusfeðga á sínum tíma með innflutning frá Bandaríkj­ unum, og sá um hann allan. En svo vita náttúrulega allir hvernig þessi ósköp öll fóru.“ „Þetta var bara galið” Jón Gerald viðurkennir að ýmis­ legt hafi gerst um borð í skemmti­ bátnum Thee Viking, en þar komu gjarnan saman helstu útrásarvík­ ingar Íslands, réðu ráðum sínum og skemmtu sér. „Það var mikið um partí,“ segir hann sposkur á svip, en tekur þó skýrt fram að það hafi ekki einungis verið útrásarvíkingarnir sem sigldu um á Víkingnum því Jón Gerald eyddi þar drjúgum tíma með fjölskyldu sinni. „Ég var mjög duglegur að sigla við Bahamaeyjarnar sem er gríðarlega fallegt svæði og fjölskyldan átti mikið af góðum stundum saman í þessum siglingum,“ segir hann en snýr sér svo aftur að víkingunum sem ætluðu að sigra heiminn. „Jón Ásgeir var duglegur að bjóða þessum alls konar viðskiptasnilling­ um, sem síðan enduðu með því að setja þessa þjóð á hliðina, í partí, og þar var verið að plotta. Hvað væri besti díllinn og hvar væri hægt að ná í peninga til að gera dílana? Þjóðin veit hvernig þetta endaði allt saman með ósköpum. Ég reyndi að koma hérna heim og vara fólk við en fékk skít fyrir.“ Jón Gerald fullyrðir að hann hafi fundað með mörgum af helstu ráða­ mönnum þjóðarinnar og reynt að gera þeim grein fyrir því að eitt­ hvað skelfilegt myndi gerast ef þess­ ir menn yrðu ekki stöðvaðir. „Ég hélt að þeir sem bæru hag þjóðarinnar fyrir brjósti myndu gera eitthvað í málunum. Ég sagði að ef þessir menn yrðu ekki stoppaðir þá færi hér allt á hliðina, en það hlustaði enginn. Menn tóku bara þátt í partíinu.“ Flúði ofbeldið á fósturheimilinu„Það var enginn kær- leikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.