Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Side 36
Hjólaðu allan ársins hring
n Ekkert sem kemur í veg fyrir vetrarhjólreiðar
L
jós og nagladekk eru mikilvæg-
asta öryggisatriðið þegar kem-
ur að hjólreiðum yfir veturinn.
Á síðunni hjoladu.wordpress.
com er fjallað um hjólreiðar og veitt
ráð um vetrarhjólareiðar. Þeir sem
hafa hug á að nota hjólið sem farar-
skjóta eru hvattir til að skoða síð-
una og hvernig skuli undirbúa sig.
Þar segir meðal annars að munur-
inn á því að hjóla á sumrin og að
vetri sé fyrst og fremst myrkrið,
bleytan, hálkan og færðin. Þetta
geri hjólreiðar þó ekki ómögulegar
og eftirfarandi ráð gefin:
Myrkrið
Mikilvægt er að hafa ljós, endurskin
og skæra liti til að bílstjórar sjái okk-
ur. Framljós þarf að stilla þannig að
minnsta kosti hluti ljóskeilunnar
sé láréttur og lýsi í augu bílstjór-
anna. Endurskin þarf að vera á
öllum hliðum og helst á hlutum
sem hreyfast, svo sem teinum,
pedölum og fótum. Þar sem lík-
ami hjólareiðamannsins er stærsti
sýnilegi flöturinn er best að klæð-
ast skærum litum og má þar nefna
neon gul vesti eða jakka.
Bleytan
Það er hægt að komast af án bretta
en mun betra að hafa þau. Best er
að hafa afturbretti að framan því
frambrettin eru sjaldan nógu löng.
Drullusokkur á frambretti er einnig
sniðugur en hann heldur fótunum
þurrum og keðjum og tannhjólum
hreinum. Vatnsheld föt eru mikil-
væg en góð bretti minnka þó þörf-
ina fyrir þau.
Hálka
Það er eitt ráð við hálkunni og það
eru nagladekk. Þá er mikilvægt að
kynna sér hvað dekk eru í boði.
Ætla má að nagladekkjafæri sé um
það bil 50 til 80 vinnudaga á ári.
Ófærð
Það eru fáir dagar á ári sem ófærðin
truflar för hjólreiðamanna en þegar
hjólað er í snjó er gott að hafa gott
bil á milli dekks og brettis, meira
eftir því sem dekkið er grófara. Í
vissum aðstæðum festist snjór á
dekkinu og getur hlaðist upp milli
dekks og brettis ef bilið er of lítið.
Þegar hjólað er í svo miklum snjó
að dekkin ná ekki lengur að skera
sig í gegnum snjóinn og ná gripi,
getur virkað að hleypa vel úr. Þá er
hægt að láta hjólið fljóta svolítið.
Svifryk
Á kyrrum vetrardögum get-
ur svifryksmengun orðið mikil í
höfuð borginni. Við þessar aðstæð-
ur er best að nota góða rykgrímu
og velja leiðir sem krækja hjá verstu
svifryksmenguninni. n
Hjól í snjó Ljós og nagladekk eru það
mikilvægasta í myrkri og snjó.
Ugla
Egilsdóttir
Ugluvæl
A
llir sómakærir landsmenn
eru vonandi farnir að huga að
jólagjafainnkaupum. Það eru
ekki nema rúmar fimm vikur
til jóla og ef guð lofar eru fáir svo illa
haldnir af sjálfsblekkingu að halda
að þeir komist upp með að ljúka
þessu af á styttri tíma.
Þ
að ríkir mikill
misskilningur
um orðtakið
„Það er hug-
urinn sem gildir“.
Það er engin afsök-
un fyrir því að gefa
fólki sem maður elskar drasl í jóla-
gjöf bara af því að það fer ekki á
milli mála að manni þykir vænt um
það. Þessu orðtaki er ekki ætlað að
einfalda manni lífið.
Þ
vert á móti mætti líkja
jólagjafahefðinni við próf í
því hversu vel maður þekkir
ástvini sína og hvort maður
hefur verið að fylgjast með þróun
áhugasviðs þeirra undanfarið ár.
Fátt er eins móðgandi og að fá eitt-
hvað í jólagjöf sem mann langar
ekki í. Ef maður er gæddur þokka-
legu ímyndunarafli lítur maður á
hverja gjöf sem smækk-
aða mynd af
manni sjálfum í
túlkun gefand-
ans. Stytta þýð-
ir til dæmis að
maður virðist
ekki hafa nein
áhugamál.
E
nn verri eru ábendingar um
að breyta um lífsstíl í gjafa-
formi. Stundum verð ég svo
taugaveikluð þegar ég kaupi
jólagjafir að ég fer þveröfuga leið og
gef fólki í gríni eitthvað sem er aug-
ljóslega móðgandi, eins og baðvog,
svo ég móðgi fólk ekki óvart, en af-
leiðingar óviljandi svívirðinga eru
langtum skaðlegri.
E
f maður fell-
ur á prófinu
má greina
afleiðingar
þess á komandi
ári, alveg þangað
til á næstu gjafa-
samkomu; afmælinu,
sem er eins konar endurtektarpróf.
Þá er bara að vona að svo heppi-
lega vilji til að viðkomandi eigi af-
mæli snemma á árinu, annars gætu
„frústrasjónirnar“ hafa fengið að
grassera í svo langan tíma að skað-
inn gæti verið óbætanlegur. Nú
hætta sjálfsagt allir við að gefa mér
jólagjafir, en það er fórn sem ég er
tilbúin til að færa til þess að fylla
lesendur DV af óbærilegum jóla-
kvíða.
Hættulegar
jólagjafir
n Signý Kolbeinsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir og Mánasöngvarinn
Í
slenska hönnunar- og hug-
myndafyrirtækið Tulipop
selur vörur sínar í sjö verslun-
um í Svíþjóð og tveimur í New
York, nokkrum í Þýskalandi
og Noregi. Fyrirtækið selur ríku-
lega myndskreyttar minnisbækur,
veggspjöld og gjafakort. Signý Kol-
beinsdóttir hönnuður og Helga
Árnadóttir stofnuðu Tulipop í jan-
úar 2010 og hafa meðal annars
gert sparibaukinn Mosa sem hefur
slegið í gegn síðustu misseri.
Nú verða heimi Tulipop gerð
skil í fallegri og veglegri ævintýra-
bók. Bjartur gefur út fyrir jólin bók-
ina Mánasöngvarann eftir Signýju
og Margréti Örnólfsdóttur um
sveppasystkinin Búa og Gló.
Samstarfið eins og í sögu
„Við höfðum samband við Bjart
og spurðum þá hvort þeir hefðu
áhuga á að gera með okkur bók.
Við vildum endilega fá með okk-
ur góðan rithöfund og Bjartur
stakk upp á Margréti Örnólfs-
dóttur,“ segir Signý um bókina
og segir að vinnan með Margréti
hafi gengið eins og í sögu. „Við
Margrét settumst niður saman,
ég sagði henni frá fígúrunum og
Margrét tók það inn og bjó til sög-
ur. Í eitt skipti kom það upp að ég
hafði skissað mynd og án þess að
við hefðum talað um það, þá hafði
hún skrifað texta sem passaði
einmitt fyrir þessa mynd.“
Blámáninn hverfur
Hvað söguþráðinn varðar segir
Signý: „Þetta er í fyrsta sinn sem
heiminum er gerð fyllilega skil.
Áður var heimur veranna óljós,
nú er hann skýr. Tulipop er eyja
sem allar fígúrurnar búa á. Þetta
er draumaeyja þar sem allt getur
gerst. Í þessari sögu fara þau Búi
og Gló á stjá að leita eins af þrem-
ur mánum eyjunnar, Blámánanum
sem einn daginn er horfinn af
himninum. Þau koma víða við á
eyjunni að leita skýringa. Blámán-
inn stjórnar hafinu í kringum eyj-
una og það er blóm í garðinum
hjá Búa sem er dularfull skugga-
jurt. Búi hefur þann hæfileika að
geta talað við jurtir og blóm. En
þetta tiltekna blóm vill ekki tala við
hann.“
Innblástur frá fólki
Signý fær ævintýralegar hug-
myndir úr hversdeginum og inn-
blástur frá fólki í kringum sig. Hún
segir margar fígúrurnar líkjast vin-
um og vandamönnum að einhverju
leyti. „Ég fæ innblástur frá fólki
í kringum mig, en auðvitað líka
frá ýmsu öðru svo sem bygging-
um, umhverfi og náttúru. Ég var
ekki meðvituð um það og fattaði
það eiginlega eftir á, hvað margar
fígúrurnar líktust mér nákomnum.
Tvær söguhetjanna, sem reyndar
koma ekki fyrir í bókinni, líkjast til
dæmis svolítið afa og ömmu, það
eru þau Bubbi og Maddý. Þau hafa
svolítið af þeim. Ekkert alveg eins
sko,“ segir hún og hlær.
Krefjandi draumastarf
Áhugann fær hún frá móður sinni.
Signý er alin upp í myndlist. „Ég hef
alltaf teiknað mikið og er alin upp
í myndlist. Mamma er myndlistar-
maður og ég hef alltaf verið viðloð-
andi þennan heim. Ég hef örugg-
lega fengið mikinn innblástur frá
henni og hennar verkum.“
Hugmyndaheimurinn og vinn-
an í kringum hann getur verið krefj-
andi en Signý segist vera í drauma-
starfinu. „Það er alltaf krefjandi að
stofna fyrirtæki og vinna í sínu. Það
er ekki endalaust létt og gaman. En
þetta er draumastarfið mitt. Það eru
þrjú ár síðan við byrjuðum og þetta
er það sem mig hefur alltaf dreymt
um að gera.“ n kristjana@dv.is
hugmyndir úr
hversdeginum
Ævintýraeyjan Tulipop
Signý teiknar fígúrur eyjunnar
Tulipop, þar sem allt getur
gerst. Bjartur gefur út veglega
bók fyrir jólin sem hún og
Margrét Örnólfsdóttir unnu í
sameiningu, Mánasöngvarann.
36 Lífsstíll 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
Góð næring fyr-
ir hjólandi fólk
Hjólreiðafólk þarf að passa að
nærast vel og borða staðgóðar
máltíðir sem veita orku. Hér
að neðan er má sjá hversu
mikla næringu má fá úr ein-
földum morgunverði fyrir
hjólatúrinn. Þeir sem hjóla
lengri leið geta bætt við soðnu
eggi og tvöfaldað orkuna.
Fyrir hjólreiðar:
n ¾ bolli af trefjaríku morgunkorni
n 1 bolli af fitusnauðri mjólk
n ½ bolli af berjum
Úr þessu fást: 275 hitaeiningar,
50 grömm kolvetni, 14 grömm af
próteinum, 2 grömm af fitu og 150
milligrömm af natríum.