Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 38
Nýjar áherslur 38 Lífsstíll 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Gervihúð sem grær og nemur snertingu n „Þetta er nú eiginlega tímamótaskref“ V ísindamönnum við Stanford- háskóla hefur nú tekist að búa til gervihúð – efni sem nemur snertingu og getur gróið aftur, verði það fyrir skaða. „Þetta er nú eiginlega tímamótaskref,“ segir efna- fræðingurinn John Boland, sem var ekki hluti af teyminu sem hannaði gervihúðina, við miðilinn Live Sci- ence. „Þetta er í fyrsta sinn sem ein- hverjum tekst að skapa efni sem get- ur gert við sig bæði með rafmagni sem og á vélrænan máta.“ Gervihúðin var búin til með fjölliðu, plastkenndu efni sem inni- heldur nikkelatóm. Fjölliðan – eða gerviefnið – samanstendur af móle- kúlum sem geta tengst aftur eftir að samband þeirra hefur rofnað. Þetta veldur því að efnið getur tengst aftur, ef það er skorið í sundur. Nikkel veld- ur því að efnið nemur snertingu, því það leiðir rafmagn. Sé snúið upp á gervihúðina, eða hún kreist, breikkar bilið á milli nikkelatómanna og flæði rafmagnsins í gegnum það breytist. Það nemur því snertingu. Í tilkynningu um efnið á vef Stan- ford-háskóla er greint frá því að hægt sé að skera efnið í tvennt ítrekað og það mun ætíð sameinast aftur ásamt því að endurheimta fyrri styrk og sveigjanleika. Flæði rafmagns í gegn- um það verður aftur samt. Það tekur um fimmtán sekúndur að gróa, sé það skorið í tvennt og skornu endun- um otað saman aftur. n simon@dv.is Reynir Traustason Baráttan við holdið M argir hafa spurt mig hvern- ig þeir eigi að fara að því að hefja heilsuátak. Svarið er ekki einfalt. Í vikunni hitti ég tæplega sextugan leigu- bílstjóra sem árum saman hefur horft á fjallið sitt, Helgafell í Hafnarfirði, en aldrei haft sig í að ganga. „En nú ætla ég að fara í næstu viku,“ sagði hann með alvöruþunga og hét því að hverfa úr draumheimi fjallgöngu- mannsins yfir í raunveruleik- ann. Ég hef ekki hugmynd um hvort leigubílstjórinn fer í næstu viku. En ég vona það svo sannarlega. Kveikjan að því að ég fór að ganga á fjöll var samstarfsmaður minn sem hafði verið feitur en tók á því með fjallgöngu. Hann messaði um nauðsyn þess að miðaldra fólk borð- aði hollan mat og gengi á fjöll. Sjálfur hafði hann náð frá- bærum árangri í klifri sínu. Framtak hans hafði enda vakið þjóðarathygli. Ég fylgdist með honum af aðdá- un, auðmýkt og dálítilli öfund. Sjálfur var ég í þá daga alltof feitur og reykti í ofanálag. Ég var lifandi uppskrift að hjartaáfalli. Árangur hans varð mér hvatning til að hætta að horfa á fjöll og taka fyrsta skrefið. Reynsla mín af heilsurækt var þónokkur. Varla var til sá vestræni megrunarkúr sem ég hafði ekki reynt á eigin skinni og maga. Ég hafði enda verið eins og flóð og fjara og sveiflaðist í þyngd um 20 til 40 kíló. Ég þurfti að eiga þrefald- an lager af föt- um. Buxnastærð- irnar sem ég átti voru á bilinu 34 til 44. Ég var í víta- hring en sá þó alltaf ljósið með reglubundnu millibili. Eitt sinn var ég í heilsuræktarátaki með Guðna Ágústssyni í Sporthúsinu. Þá náði ég að léttast um 30 kíló í nokkurra mánaða átaki. Það fór í hundana einn sunnudaginn þegar ég ætlaði í ræktina en snéri við á bílastæðinu og fór heim í sófann. Síðan hef ég ekki komið í heilsuræktarstöð. Það eru komin tæp tvö ár frá því hvatning samstarfsmannsins varð til þess að ég fór á fjöll. Að baki eru yfir 600 fjallgöngur. Stundum hef ég ætlað að hætta við göngu en beitt sjálfan mig hörku og haldið áfram. Þökk sé samstarfsmanninum. Í dag er staðan reyndar sú að fyrirmyndin mín er ekki á fjöll- um. Í upphafi ársins gaf hún fyrir- heit um 100 fjall- göngur. En það fór fremur illa og efndir urðu litlar. Fyrir- myndin heldur sig á jafnsléttu þessa dagana. Sjálfur veit ég af áhættunni. Ef einbeitingin hverfur og viljinn dvín er víst að jafnsléttan verður hlutskipti mitt. Og þá er stutt í að flóðið taki við af fjörunni. Inni í mér bærist offitusjúklingur sem þráir að brjótast út. En ég leyfi það ekki fyrr en í fulla hnefana. Í næstu viku mun ég spyrjast fyrir um leigubílstjórann sem horfði á fjallið. Vonandi náði hann að leggja bílnum og reima á sig fjallaskóna. Leigubílstjóri horfir á fjall n Royal Extreme selt í Topshop n Vinnur að nýrri línu fyrir Andersen og Lauth R oyal Extreme er nú fáanlegt í verslunum Topshop og E Label á Laugavegi. Una Hlín Kristjánsdóttir fata- hönnuður sagði frá þessu nýverið. Um er að ræða leðurjakka og leðurbuxur, sokka og sokkabux- ur, silkikjóla og silkisamfestinga og fatnað úr jersey-efni. „Þetta eru vin- sælustu vörur línunnar,“ segir hún í stuttu spjalli við blaðamann DV. Nýjar áherslur Una Hlín hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Hún tók við sem yf- irhönnuður hjá Andersen og Lauth fyrir nokkrum mánuðum og hefur unnið hörðum höndum að nýrri línu. Hún segist vilja bera virðingu fyrir sögu merkisins en á sama tíma vilji hún gera áherslubreytingar í sínum anda. Fyrstu ljósmyndir af nýrri línu birti hún á Facebook-síðu sinni og segir ekki langt þangað til hún geti að fullu tjáð sig um nýjar áherslur. „Ég verð með áherslu- breytingar en ber virðingu fyrir sögu merkisins,“ segir hún og lofar að aðdáendur merkisins verði ekki sviknir og að auki voni hún að hún geti aflað nýrra með nýjum áhersl- um en Una Hlín er til dæmis þekkt fyrir notkun sína á silki, leðri og kögri auk þess sem hún er óhrædd við að nota liti og mynstur. n kristjana@dv.is Silki Í Top Shop munu fást flíkur frá merki Unu Hlínar, Royal Extreme. Þar á meðal kjólar í þessum anda. Leður og litir Una Hlín notast mikið við leður og er óhrædd við að nota liti. Yfirhönnuður Andersen & Lauth Una Hlín hefur tekið við hönnun á línu Andersen og Lauth og nýverið birti hún þessa mynd af afrakstri síðustu vikna. Gervihúð Efnið sameinast aftur sé það skorið í sundur, en það er úr plastkenndri fjölliðu. Mynd:Stanford-háskóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.