Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Blaðsíða 46
46 Afþreying 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Trölli tekur tilhlaup É g var að keyra upp Hring­ brautina síðastliðinn laugardag þegar ég stóð sjálfa mig að því að vera að raula jólalagið Walking in a Winter Wonderland hástöf­ um í takt við Clay Aiken á Létt­ Bylgjunni. Mér brá svo að ég ók næstum upp á gangstétt í veg fyrir hjólreiðamann. Um stund hélt ég að mér hefði orðið að ósk minni um að slá nóvember út úr dagatalinu og leit snarlega á útvarpið mitt sem sagði mér að það væri 10.11.12. Eins og ég hélt– full snemmt fyrir jólalög þó svo að ég sé jólabarnið mesta. Ég lét þetta fara agalega í taugarnar á mér eins og Ís­ lendinga er siður. Það er þó talsvert ólíkt mér enda hef ég hingað til verið stuðnings­ kona þess að jólast allt árið. En að þessu sinni var ég ekki par hrifin. Ég fussaði og sveiaði yfir þessu og var farin að hljóma eins og Trölli að taka undir sig tilhlaup til þess að stela jólun­ um. Helvítis frekja í útvarpinu mínu að neyða mig til að hlusta á jólalög – áður en ég er sjálf tilbúin til þess. Eins og það sé ekki nóg að markaðsfræðingar séu þegar byrjaðir að jóla yfir sig í jólaauglýsingum. Þá skyndilega áttaði ég mig á töfralausn sem ég held svei mér þá að sé bráðnauðsyn­ leg fyrir andlega heilsu mína og umferðar öryggi annarra höfuð­ borgarbúa. Ég er tilbú­ in til þess að deila þessari lausn með ykkur sem bugist á jólunum í byrjun nóv­ ember. En ég vara ykkur við – ég mun sækja um einkaleyfi á henni svo ekki gleyma því hver sagði ykk­ ur þetta. Þetta er ekki flókið: Skiptið um stöð. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 16. nóvember Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Að sverta mannorðslausan mann Sturla Pétursson Sturla Pétursson var fæddur í Reykjavík þann 6. September 1915 og lést 14. apríl 1999 á 84. aldursári. Hann var sonur Péturs Zoponíassonar ætt- fræðings og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Sturla var yngstur af stórum systkinahópi sem öll fæddust á fyrsta fjórðungi síðustu aldar. Sturla lauk gagnfræðaprófi og vann við verslunar- og skrifstofustörf m.a. hjá Reykjavíkurborg, Skattstofunni og Hagstofunni. Seinni starfsár sín vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Sturla kvæntist Steinunni (Gógó) Hermannsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Sonur þeirra Pétur Rúnar er faðir Sturlu alnafna afa síns sem rekur Gúmmívinnustofuna í Skipholti. Sturla yngri hefur lengi haft áhuga á að halda á lofti nafni afa síns innan skákhreyfingarinnar og sem Grafar- vogsbúi leitaði hann til skákdeildar Fjölnis þeirra erinda. Atskákmót Íslands 2012 í minningu Sturlu Péturssonar er afrakstur þessa samstarfs og gefur Gúmmívinnustofan alla vinninga til mótsins sem eru tvöfalt hærri að upphæð en síðustu árin. Margir íslenskir skák- menn muna vel eftir Sturlu Péturssyni sem var mjög góður skákmaður, einn af stofnendum Taflfélags Reykjavíkur og formaður þess félags árin 1947–1948. Sturla tefldi með íslenska landsliðinu, var ritstjóri skákblaðs og kenndi ungum skákmönnum. Skákdeild Fjölnis er það mikill heiður að standa fyrir og skipulegja skákmót tileinkað nafni Sturlu Pétursson- ar. Skákdeild Fjölnis þakkar Gúmmívinnustofunni og Sturlu Péturssyni framkvæmdastjóra fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning við Atskák- mót Íslands 2012. Vonandi sjáum við sem flesta skrá sig af hinum grjót- hörðu skáköðlingum sem tefldu árum saman við Sturlu og nutu félags- skapar hans við skákborðið. Mótið fer fram nú um helgina og er skráning á skak.is. Tefldar verða þrjár umferðir á föstudagskvöldi (byrjar 19.30) og svo fjórar umferðir á laugardeginum. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 17.19 Snillingarnir (67:67) (Little Einsteins) 17.42 Bombubyrgið (11:26) (Blast Lab) 18.10 Táknmálsfréttir 18.20 Samfestingurinn 2012 Valin atriði úr söngkeppni Samfés, samtaka félagsmið- stöðva. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Á tali við Hemma Gunn (Edda Björgvinsdóttir) Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma. Gestur þáttarins er Edda Björgvins- dóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 20.30 Útsvar (Fjarðabyggð - Skaga- fjörður) Spurningakeppni sveitarfélaga. Að þessu sinni mætast lið Fjarðabyggðar og Skagafjarðar. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. 21.40 Dans dans dans - Keppendur kynntir Í þættinum eru kynntir þeir keppendur sem stíga á svið á laugardagskvöld. 21.55 Ást í ökuskóla 6,5 (Learners) Bev er kúguð húsmóðir sem hef- ur fallið átta sinnum á ökuprófi eftir tilsögn eiginmannsins. Hún skráir sig í ökuskóla og verður skotin í kennaranum sínum. Leikstjóri er Francesca Joseph og meðal leikenda eru Jessica Hynes, Shaun Dingwall og David Tennant. Bresk gamanmynd frá 2007. 23.20 Hjartaknúsarinn 7,2 (The Heartbreak Kid) Nýgiftur maður sem telur sig hafa náð í hina fullkomnu konu hittir aðra dís í brúðkaupsferðinni sinni. Leikstjórar eru Bobby og Peter Farrelly og meðal leikenda eru Ben Stiller, Michelle Monaghan og Malin Akerman. Bandarísk gamanmynd frá 2007. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm In the Middle (14:22) 08:30 Ellen (43:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (24:175) 10:15 Sjálfstætt fólk (27:30) 10:55 Cougar Town (22:22) 11:25 Hank (7:10) 11:50 Masterchef USA (3:20) 12:35 Nágrannar 13:00 Last Man Standing (3:24) 13:25 Flirting With Forty 15:00 Game Tíví 15:30 Tricky TV (23:23) 15:55 Sorry I’ve Got No Head Stór- skemmtilegir þættir þar sem margir af þekktustu grínurum Breta fara á kostum í hlutverk- um ýmissa kynlegra karaktera eins og Ross sem er eini nemandinn í skólanum sínum og vígalegu víkingarnir sem eru hræddir við nánast allt. 16:25 Ævintýri Tinna 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (44:170) Skemmtilegur spjallþáttur með Ellen DeGener- es sem fær til sín góða gesti og slær á létta strengi. 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (13:22) Tuttugasta og þriðja þáttaröðin í þessum langlífasta gaman- þætti bandarískrar sjónvarps- sögu. Simpson-fjölskyldan er söm við sig og hefur ef eitthvað er aldrei verið uppátektar- samari. 19:45 Týnda kynslóðin (11:24) Týnda kynslóðin er frábær skemmtiþáttur í stjórn Björns Braga Arnarssonar og félaga sem munu fá til sín landskunna gesti í skemmtileg og óhefðbundin viðtöl þar sem gestirnir taka virkan þátt í dagskrárgerðinni í formi innslaga af ýmsu tagi. 20:10 The X-Factor 5,1 (16:27) Önnur þáttaröð af bandarísku útgáfunni af þessum sívinsæla þætti en talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dómefndinni en auk þeirra Simon Cowell og L.A. Reid hafa ný bæst í hópinn engin önnur en Britney Spears auk bandarísku söng- og leikkonunnar Demi Lovato. 21:40 Paul 7,0 Geggjuð gamanmynd úr smiðju þeirra sem gerðu Hot Fuzz og Shaun of the Dead og fjallar um myndasögunörda sem fá óvæntan ferðafélaga á leið sinni um Bandaríkin þegar þeir rekast á geimveru við hið umdeilda en víðþekkta Svæði 51. Með aðalhlutverk fara þeir félagar Simon Pegg og Nick Frost. 23:20 Angel and the Bad Man Endurgerð á samnefndum vestra frá 1947 og fjallar um Quirt Evand, sannkallað illmenni, sem særist í byssu- bardaga og er hjúkrað aftur til heilsu af kvekara konu. Þegar á líður lendir hann í vandræðum með að velja á milli gamla lífsins og hins nýja. 00:50 Pretty Persuasion 02:35 Schindler’s List 05:40 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray (e) 08:45 Dr. Phil (e) 09:25 Pepsi MAX tónlist 15:20 Parenthood (13:22) (e) 16:05 My Mom Is Obsessed (5:6) (e) Fróðlegir þættir um flókin samskipti milli móður og dóttur. Rosa úðar í sig ruslfæði og spilar tölvuleiki allan daginn á meðan dóttir hennar þarf að þrífa upp eftir hana. Í síðari hlutanum er fylgst með móður sem vill stjórna öllum hliðum í lífi dóttur sinnar. 16:55 Rachael Ray 17:40 Dr. Phil 18:20 Survivor (2:15) (e) Einn vinsæl- asti þáttur SkjásEins frá upphafi snýr nú aftur. Að þessu sinni verða keppendur að þrauka á Samóa eyjum, allt þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. 19:05 An Idiot Abroad 8,4 (9:9) (e) Ricky Gervais og Stephen Merchant eru mennirnir á bakvið þennan einstaka þátt sem fjallar um vin þeirra, Karl Pilkington og ferðir hans um sjö undur veraldar. Karl er kominn heim úr heimsreis- unni reynslunni ríkari. Í þessum lokaþætti lítur hann um öxl ásamt félögum sínum, Stephen Merchant og Ricky Gervais. 19:55 America’s Funniest Home Videos (31:48) (e) Bráð- skemmtilegur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin mynd- brot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:20 America’s Funniest Home Videos (4:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:45 Minute To Win It 21:30 The Voice (10:15) Bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem leitað er hæfileikaríku tónlist- arfólki. Dómarar þáttarins eru þau: Christina Aguilera, Adam Levine, Cee Lo Green og Blake Shelton. 23:55 Excused Nýstárlegir stefnumótaþáttur um ólíka einstaklinga sem allir eru í leit að ást. 00:20 House (9:23) (e) Þetta er síðasta þáttaröðin um sérvitra snillinginn House. House og félagar hans meðhöndla mann með Alzheimer sjúkdóm sem fær köst sem einkennast af mikilli árásargirni. 01:10 CSI: New York (13:18) (e) Bandarísk sakamálasería um Mac Taylor og félaga hans í tæknideild lögreglunnar í New York. Teymið rannsakar nú tvö mannslát á íþróttafólki sem virðast tengjast en undarlegt tyggjó er eina augljósa samlík- ingin með mannslátunum. 02:00 A Gifted Man 6,6 (11:16) (e) Athyglisverður þáttur um líf skurðlæknis sem umbreytist þegar konan hans fyrverandi deyr langt fyrir aldur fram og andi hennar leitar á hann. Michael og samstarfsfélagi hans eru ósammóla um með- ferðarúrræði fyrir sjúkling með heilaæxli. 02:50 CSI (5:23) (e) Fyrsta þáttaröð um Gil Grissom og félaga hans í rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas. 07:00 Meistaradeildin í handbolta 15:00 Formúla 1 - Æfingar 16:30 The Science of Golf 17:00 Spænsku mörkin 17:30 Þýski handboltinn 19:00 Formúla 1 - Æfingar 20:30 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 21:00 Spænski boltinn - upphitun 21:30 Tvöfaldur skolli 22:30 UFC Live Event 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:00 Dóra könnuður 08:25 Búbbarnir (2:21) 08:50 Doddi litli og Eyrnastór 09:00 UKI 09:10 Stubbarnir 09:35 Strumparnir 09:55 Brunabílarnir 10:15 Mörgæsirnar frá Madagaskar 10:40 Ævintýri Tinna 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:00 Villingarnir 17:25 Xiaolin Showdown 17:50 iCarly (42:45) 18:15 Doctors (71:175) 19:00 Ellen (44:170) 19:45 Idol-Stjörnuleit 20:55 Idol-Stjörnuleit 21:15 Entourage (4:12) 21:45 The X-Factor (17:27) 22:30 Það var lagið 23:30 Idol-Stjörnuleit 00:40 Idol-Stjörnuleit 01:00 Entourage (4:12) 01:30 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 ESPN America 08:10 Tiger gegn Rory 11:40 US Open 2002 - Official Film 12:40 Golfing World 13:30 Ryder Cup 2012 (1:3) 00:00 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin, Bergþór Ólason er gestaráð- herra 21:00 Randver Randver sannar að menning er skemmtileg 21:30 Eldað með Holta Úlfar heldur áfrsm að sýna að kjúklingur er eitthvert besta hráefni sem völ er á ÍNN 10:55 Gray Matters 12:30 Sammy’s Adventures 13:55 Love and Other Disasters (Ást og aðrar hamfarir) Brittany Murphy leikur stelpu sem þrífst á að hjálpa vinum sínum að finna ástina í þessari skemmti- legu rómantísku gamanmynd. 15:25 Gray Matters 17:05 Sammy’s Adventures 18:35 Love and Other Disasters 20:05 Nanny Mcphee returns 22:00 Righteous Kill 23:45 Enid 01:10 Nanny Mcphee returns 03:00 Righteous Kill Stöð 2 Bíó 15:55 Sunnudagsmessan 17:10 Arsenal - Fulham 18:50 Everton - Sunderland 20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 21:30 Ensku mörkin - neðri deildir 22:00 Southampton - Swansea 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:10 Chelsea - Liverpool Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Hauslaus í sólbaði Ákvað að stinga honum í sandinn. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Útvarp LéttBylgjan Jólalög í byrjun nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.