Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Page 50
50 Fólk 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað
„Þið haldið að
Þið Þekkið hana“
n Selena Gomez hlaut heiðursverðlaun Glamour-tímaritsins n Fjöldi merkra kvenna heiðraður
G
lamour-tímaritið í Banda-
ríkjunum hefur valið konur
ársins 2012. Atburðurinn
vekur ávallt athygli og vand-
að er til valsins. Í ár voru
verðlaunaðar Selena Gomez, Annie
Leibovits ljósmyndari, Zaha Hadid
arkitekt, Lena Dunham handrits-
höfundur, Sharmeen Obaid-Chin-
oy baráttukona, gullverðlaunahafar
Ólympíuleikanna, Ethel og Rory
Kennedy, Jenna Lyons stílisti með
meiru, Erin Merryn, sem steig fram
og sagði frá grófu kynferðisofbeldi
sem hún var beitt, og Ruth Bader
Ginsborg hæstaréttadómari, sem
hefur barist alla tíð í karlaveldi.
Selena lifði á 190 krónum á dag
Mesta athygli vakti að Selena
Gomez hlaut heiðursverð-
launin. „Þið haldið að þið
þekkið hana, en það gerið þið ekki,“
sagði ritstjórinn í ræðu um verð-
launin.
Selena er yngsti sendiherra Sam-
einuðu þjóðanna og hefur helgað
sig hjálparstarfi síðustu misseri.
Hún ferðaðist til Gana á árinu með
foreldrum sínum og ræddi um
reynslu sína. „Ferðin breytti lífi
mínu um alla framtíð. Þarna léku
börn sér með plastflöskur sem þau
höfðu fest saman með gúmmí-
teygjum svo úr varð bolti. Þau
voru svo hamingjusöm í leik. Ég
held að í lífi okkar hér, þá væntum
við of mikils, það þarf svo mikið
til að hafa ofan af fyrir okkur. Og
þessi börn þrá menntun. Ég hataði
heimavinnuna, þau þrá hana. Það
er undursamlegt.“
Selena vakti einnig athygli á árinu
þegar hún tók þátt í heimsátaki um
fátækt og lifði á 190 krónum á dag.
„Það var virkilega góð lífsreynsla,“
sagði Selena sem hefur þroskast
hratt síðustu ár og vex sem fyrir-
mynd ungs fólks í Bandaríkjunum.
Merkar listakonur heiðraðar
Ljósmyndarinn Annie Leibovits
fékk verðlaun fyrir framlag sitt til
lista. „Það eru nokkur atriði sem
teljast til vegsauka í Hollywood, eitt
þeirra er að vera myndaður af Annie
Leibovitz,“ var sagt um verðlaun
hennar.
Önnur merk listakona var
í sviðsljósinu þetta kvöld, hún
er kölluð „The Z“ og Lady Gaga
arkitektúrheimsins. Hún er
Zaha Hadid, 62 ára arkitekt sem
fyrst kvenna vann til Pritzker
arkitektúr-verðlaunanna.
(Nokkurs konar nóbelsverð-
laun arkitektúrheimsins).
Það kom fáum á óvart að
Lena Dunham var á með-
al verðlaunahafa, en hún sló
í gegn á heimsvísu fyrir þætti
sína Girls hjá HBO-sjónvarps-
þáttastöðinni.
Gegn sýruárásum á konur
Sharmeen Obaid-Chinoy var
einnig valin kona ársins. Hún er 34
ára baráttukona sem hefur barist
fyrir réttindum kvenna. Sér í lagi
hefur hún vakið athygli á sýruárás-
um á konur í Mið-Austur löndum.
„Það tekur eina sekúndu að eyði-
leggja líf konu,“ segir hún. „Þú
þarft leyfi til að kaupa byssu en á
mörgum stöðum er hægt að kaupa
sýru hjá kaupmanninum á horn-
inu og skvetta því í andlit konu. Frá
þeirri stundu er hún lifandi dauð.“
Sharmeen hefur bent á þá óhugn-
anlegu staðreynd að 1.200 konur
verða fyrir sýruárásum víða um
heim á hverju ári.
Leyndi meðgöngu og barðist
Hæstaréttardómarinn Ruth Bader
Ginsborg er kona ársins að mati
Glamour. Hún var ein níu kvenna
sem útskrifuðust sem lögfræðingar
frá Harvard-háskóla fyrir um
fimmtíu árum. Henni var neitað
um starf sem lögfræðingur vegna
þess að hún var kona. Þegar hún
varð lögfræðiprófessor nokkrum
árum seinna, neyddist hún til að
leyna meðgöngu sinni fyrir vinnu-
félögunum til þess að halda velli
á vinnustaðnum. Hún barðist alla
tíð fyrir sömu launum fyrir sömu
vinnu og hefur breytt miklu fyrir
framgang kvenna í lögfræðistétt í
Bandaríkjunum.
Selena Gomez
Heiðursverðlaunahafinn
í ár var Selena Gomez.
Chelsea Clinton Chelsea var gestur
á athöfninni og mætti í þessum fallega
mynstraða kjól frá Mary Katrantzou.
Jenna Lyons Einn verðlaunahafa,
Jenna Lyons, mætti kvenleg í herralegum
fötum. Hvít skyrta og fallega sniðnar
síðbuxur og að sjálfsögðu slaufa. Fylgihlutir
eru í aðalhlutverki, gleraugun, eyrnalokkar í
yfirstærð og fallegir skór njóta sín vel.
Solange Knowles Systir
Beyoncé er mikil tískudrottning og
var svöl að vanda í kjól frá Derek Lam.
Allyson Felix Allyson Felix, sem fékk
ólympíugull fyrir sund, klæddist hafmeyju-
kjól frá Veru Wang.
Julianna Margulies Aðal-
stjarna þáttanna The Good Wife
klæddist Chado Ralph Rucci-kjól
og var einkar glæsileg.
Lena Dunham Einn verðlaunahafa,
Lena Dunham, mætti í dökkbláum kjól frá
Roksanda Ilincic og frábærum hælaskóm.
Þeir voru hins vegar svo óþægilegir að hún
fann sig knúna til að fara úr þeim þegar hún
tók á móti verðlaunum sínum.
Annie Leibovitz Það verður varla nokkur frægur án þess að hann sé myndaður af Annie. Hún var verðlaunuð fyrir framlag sitt.
Sharmeen Obaid-Chinoy Baráttukona heiðruð. Hér er hún m
eð
fórnarlambi sýruárásar. 1.200 konur verða fy
rir slíkri árás á hverju ári.
Ruth Bader Ginsborg Ruth er hæsta-réttardómari og hefur háð harða baráttu til að fá að starfa við það sem hún vildi. Sem ung kona leyndi hún meðgöngu sinni til að halda velli á meðal vinnufélaganna.
„The Z“ Önnur merk listakona var í sviðs-ljósinu þetta kvöld, hún er kölluð „The Z“ og Lady Gaga arkitektúrheimsins. Hún heitir Zaha Hadid.