Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Page 52
Daníel þorði ekki að leika 52 Fólk 16.–18. nóvember 2012 Helgarblað Hvað er að gerast? 16.–18. nóvember Föstudagur16 nóv Laugardagur17 nóv Sunnudagur18 nóv Rokk í 55 ár Á þessum aukatónleikum Rokk í 55 ár verður gamla góða rokkið heiðrað þegar 13 rokksöngvarar stíga á svið. Fram koma meðal annarra; Þorsteinn Eggertsson, Bertha Biering, Stefán Jónsson, Mjöll Hólm, Garðar Guðmundsson, Anna Vil­ hjálmsdóttir og Helena Eyjólfsdóttir. Salurinn 20.00 Jólahátíð í Viðeyjarstofu á aðventunni Það verður mikil veisla í eynni fögru fram að jólum þar sem Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar skemmta gestum og leika undir borðhaldi. Boðið verður upp á fjögurra rétta matseðil og er veislan í boði fyrir hópa og einstaklinga. Viðeyjarstofa 19.00 Skemmtikvöld í Gamla Bíó Sambandsmiðlun heldur spennandi skemmtikvöld þar sem hin sívinsælu Helga Braga og Ari Eldjárn halda uppi fjörinu með sprenghlægilegu uppistandi. Daníel Geir Moritz, sem var valinn fyndn­ asti maður Íslands árið 2011, verður kynnir kvöldsins. Auk þess verður boðið upp á ferskt sushi frá suZushii og Vífilfell sér um veigar í byrjun kvölds. Gamla Bíó 20.00 Skonrokk í Silfurbergi Flutt verður klassískt gullaldarrokk sem allir sannir rokkunnendur verða að upplifa, aftur og aftur. Bestu rokk­ söngvarar þjóðarinnar leggja fram krafta sína ásamt magnaðri hljómsveit. Magni, Eyþór Ingi, Páll Rósinkranz, Pétur Guð­ munds og Biggi Haralds flytja rjómann af bestu rokklögum allra tíma. Silfurberg í Hörpu 20.00 Wadada Leo Smith Þessi fremsti djasstrompetleikari samtímans hefur einnig getið sér gott orð sem tónskáld og hlotið fjölda viður­ kenninga á yfir fimmtíu ára ferli. Heim­ sókn Wadada Leo Smith er skipulögð í samvinnu Jazzhátíðar Reykjavíkur og sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Kaldalón í Hörpu 20.00 n Fyndnasti maður Íslands þreytir frumraun í leikhúsi M ig hafði langað í Stúdentaleik- húsið frá því ég byrjaði í Kennaraháskólanum árið 2005, en hafði aldrei þorað því,“ segir Daníel Geir Moritz, fyndn- asti maður Íslands árið 2011. Hann þreytir frumraun sína á leiksviði með Stúdentaleikhúsinu á föstudagskvöld í verkinu Nashyrningar sem verður frumsýnt í Norðurpólnum. „Leikur- um finnst oft skrýtið þegar ég segist ekki þora í leikhúsið því margir þora ekki að vera með uppistand, en ég hef verið eitthvað feiminn við þetta. Þetta listform er eitthvað svo allt öðruvísi.“ Daníel steig sín fyrstu skref í uppi- standi í keppninni um fyndnasta mann Íslands árið 2007 og gekk þá ágætlega, að eigin sögn. „Árið 2009 ákvað ég að hella mér út í þetta og er búinn að vera í þessu síðan. Ég hef til dæmis ekki þurft að vinna venjulega vinnu síðan í apríl á þessu ári.“ Sagði feimninni stríð á hendur Þegar Daníel, sem er menntaður leik- og grunnskólakennari og er á öðru ári í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands, frétti að Árni Krist- jánsson myndi leikstýra verkinu, ákvað hann að segja feimninni stríð á hendur og slá til. „Ég sé ekki eft- ir því. Þetta er snilldarhópur sem er búinn að vinna mikið að þessari sýningu. Það er mikið í lagt en þetta gæti auðvitað ekki gengið ef það væri ekki svona góður mórall í hópnum.“ Hann segir að vissulega sé það klisja, en þannig sé það bara í leikhúsinu. Mórallinn skipti miklu máli. Daníel er líka mjög ánægður með það hvernig leikstjórinn hefur virkjað leikhópinn til að koma með hugmyndir sem gætu bætt sýninguna. „Gríðarlega spenntur“ Nashyrningar er heimspekilegt absúrd leikverk eftir franska leik- skáldið Eugéne Ionesco og fjallar um lítinn bæ þar sem bæjarbúar fara skyndilega að breytast í nashyrn- inga. „Þetta verk er svo stórkostlegt og möguleikarnir endalausir. Og það er mjög opið til túlkunar hvað það þýðir að breytast í nashyrninga. Okkar nálg- un á það hefur verið þessi hjarðhegð- un og sú tilhneiging að gera eitthvað bara af því allir aðrir eru að gera það.“ Daníel leikur hlutverk rökfræðings í sýningunni sem reynir að útskýra allt út frá rökfræðilegu sjónarhorni. „Bilið á milli uppistandarans og rök- fræðingsins er ekki mikið og ég held að það hafi spilað inn í að ég hafi ver- ið valinn í þetta hlutverk,“ segir hann hlæjandi. Daníel er mjög spenntur fyr- ir frumsýningunni en generalprufa fór fram á miðvikudaginn og gekk hún mjög vel. „Ég er alveg gríðarlega spenntur að sjá hvernig þetta mun lifna allt við.“n Feiminn við leik- sviðið Daníel Geir var valinn fyndnasti maður Íslands í fyrra en hefur alltaf verið hræddur við leikhúsið. Gestir tóku litla sopa n Huldar Breiðfjörð fagnaði með gestum Ú t er komin ljóða- og athuga- semda bókin Litlir sopar, eftir Huldar Breiðfjörð. Af því til- efni tók Huldar Breiðfjörð á móti vinum og vandamönnum í Ey- mundsson í Austurstræti á fimmtu- dag og þar voru að sjálfsögðu teknir litlir sopar honum til heiðurs. Fögnuðu með vini Bjargey, Hallgrím­ ur, Sigrún og Vera fögnuðu með Huldari. Félagar Magnús Orri og félagi. Tóku litla sopa Huldar Breiðfjörð og Teitur Atlason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.