Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2012, Page 53
Fólk 53Helgarblað 16.–18. nóvember 2012
K
ári Þorleifsson, umsjónar-
maður íþróttamannvirkja
hjá ÍBV, verður fimmtugur
á laugardag. Það sem verð-
ur fyrst og fremst á döfinni hjá
Kára verður afmælisfögnuður um
kvöldið. „Við ætlum að gleðjast
með vinum og fjölskyldu á laugar-
dagskvöldið,“ segir hann. Á meðal
áhugamála Kára er samvera með
fjölskyldunni.
É
g ætla bara að vera í
vinnunni, ég ætla ekkert að
halda upp á það sérstaklega,
segir Páll Sigurður Björns-
son, sem starfar sem framleiðslu-
starfsmaður í skautsmiðju hjá
Alcoa Fjarðaráli, og á stórafmæli
í dag, föstudag.
„Ég er búinn að halda upp á
afmælið. Hélt upp á það í sumar
með konunni sem varð fertug í
sumar,“ segir Páll enn fremur. „Ég
tek reyndar á móti góðu fólki í
kaffi á laugardaginn.“
Gleðskapur á
laugardagskvöldið
Ætlar að vinna á
afmælisdaginn
Kári Þorleifsson – fimmtugur á laugardaginn
Páll Sigurður Björnsson – fertugur á föstudaginn
É
g ætla að fara út að borða,“
segir Ragnheiður Ólafsdóttir,
vaktstjóri í Salalaug, sem á fer-
tugsafmæli á laugardaginn.
Ragnheiður slasaðist fyrir nokkrum
vikum og getur því ekki haldið sér-
staklega upp á stórafmælið um
sinn. Eitt áhugamála Ragnheiðar er
gler- og silfursmíði. „Ég vinn voða
mikið úr gleri og silfri – skartgripi,
skálar, diska og kertastjaka, og ann-
að slíkt,“ segir hún. „Ég tek reyndar
á móti góðu fólki í kaffi á laugar-
daginn.“
Ragnheiður Ólafsdóttir – fertug á laugardaginn
Slasaðist en
fer út að borða
Ætlar í sleik við íslenska tungu
n Bragi Valdimar tekur dag íslenskrar tungu alvarlega
B
ragi Valdimar Skúlason er
með þáttinn Tungubrjót í
Ríkisútvarpinu þar sem hann
fræðir aðra um íslenska
tungu. Lýsing á þáttunum gefur
til kynna að ástríða Braga Valdi-
mars fyrir íslensku sé nokkuð mikil.
Föstudagurinn 16. nóvember er
dagur íslenskrar tungu og honum
segist Bragi Valdimar ætla að fagna
hátíðlega. „Ég ætla að vera í sleik
við íslenska tungu allan daginn,“
segir hann. „Og svo ætla ég að æfa
mig í núþálegum beygingum, bæt-
ir hann við og segir það taka meira
á en erfið æfing í ræktinni.
Dagur íslenskrar tungu
Tekur æfingu í núþálegum
beygingum og fer í sleik við
íslenska tungu.
V
erk eftir tvo ljósmyndara og
málverk eftir Daða Guðbjörns-
son prýða umbúðir Nóa-
konfektsins í ár.
Fyrirtækið bauð til veglegrar
konfektveislu á veitingastaðnum
Nauthóli þar sem nýju umbúðirnar
voru afhjúpaðar. Ljósmyndir á nýju
konfektkössunum tóku þau Helga
Kvam og Skarphéðinn Þráinsson.
Boðið var afar fjölmennt enda gafst
tækifæri til að taka forskot á jólin og
gæða sér á súkkulaði og jólaöli. Gest-
ir voru leystir út með konfektkassa
og veglegri bók um súkkulaði. Með-
al gesta voru Ragnhildur Gísladótt-
ir og Birkir Kristinsson sem ljómuðu
af gleði. Mikið var af fjölmiðlafólki;
Erla Hlynsdóttir mætti með ungri
dóttur sinni, Sigrún Ósk og Ragnhild-
ur Steinunn, Margrét Gústavs dóttir,
ritstjóri á Pjattrófum, Björk Eiðsdóttir
hjá Séð og Heyrt og fleiri.
Ljósmyndari DV var í boðinu og
smellti nokkrum myndum af gestum.
Ragga Gísla og
Birkir ljómuðu
n Fjölmenni í veglegu konfektboði
Fræknar fjölmiðlakonur Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk.
Fallegar mæðgur og vinkona Erla Hlynsdóttir fjölmiðla-
kona með dóttur sinni Lovísu og vinkonu, Mary Nekesa Mulamba.
Ljómuðu
Ragga og
Birkir ljóm-
uðu í boðinu.
Konfekt Gestir
voru leystir út með
konfektkassa og
veglegri bók um
súkkulaði.
Listaverk og ljósmyndir á
konfektkössum Verk eftir
tvo ljósmyndara og málverk
eftir Daða Guðbjörnsson prýða
umbúðir Nóakonfektsins í ár.