Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 2
B orgarráð hefur falið borgar-lögmanni að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innan- ríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykja- víkurflugvelli. Innanríkisráðherra hefur hafnað kröfu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að loka NA/SV flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, svokallaðri neyðarbraut, og á fundi borgarráðs á fimmtudagsmorgun var samþykkt að fela borgarlög- manni að höfða mál á hendur ríkinu vegna málsins. Á fundinum var lagt fram svar- bréf innanríkisráðherra, þar sem mótmælt er rökum Reykjavíkur- borgar að innanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins sé skylt að tilkynna lokun NA/SV flugbrautarinnar og gera breyting- ar á skipulagsreglum. Þá er mögu- legri bótaskyldu ríkisins vegna fyrirhugaðra byggingaráforma á Hlíðarendasvæði mótmælt. Vegna tilvísunar Reykjavíkurborgar til mögulegrar málshöfðunar á hend- ur íslenska ríkinu til viðurkenning- ar á kröfum sínum um að brautinni verði lokað og skipulagsreglum fyrir Reykjavíkurflugvöll breytt, er tekið fram að telja verði eðlilegt að Reykjavíkurborg leggi fyrir dómstóla að fá úr þeim álitamálum leyst þannig að skorið verði úr um hvort sú skylda hvíli á ríkinu að loka flugbrautinni eða skipulags- reglum breytt. Þ essi rödd er náttúrulega nátt-úruafl sem hreyfir við manni á einhvern sérstakan hátt,“ segir Sigtryggur Baldursson, tón- listarmaður og framkvæmdastjóri ÚTÓN. „Björk hefur þróast og þroskast sem tónlistarmaður og mér finnst hún alltaf verða betri og betri. Síð- ustu verk hennar hafa verið mjög áhrifamikil og þar er hún að fara inn á nýjar slóðir sem ég átti ekki von á að hún færi á. Hún kemur sí- fellt á óvart eins og margir mikil- vægir listamenn, ekki bara öðrum heldur ekki síst sjálfri sér.“ Spurður hvaða áhrif velgengni Bjarkar á heimsvísu hafi haft á út- flutning á íslenskri tónlist segir Sig- tryggur engan vafa leika á að hún sé stærsta vörumerki Íslands í tón- list fyrr og síðar á alþjóðavettvangi. „Þannig hefur hún gert meira en nokkur annar tónlistarmaður til þess að móta það jákvæða orðspor sem íslensk tónlist sem vörumerki hefur fengið á heimsvísu sem þýð- ir það að íslenskir tónlistarmenn njóta ákveðinnar forgjafar, eins og þeir segja í golfinu. Björk hefur ein og sér, með því að vera þessi lista- maður sem hún er, gert ómetanlega mikið fyrir íslenskt tónlistarlíf og íslenska tónlistarmenn sem nú eru að vaxa upp og reyna að hasla sér völl erlendis.“ Spurður hvort hækkandi aldur hafi áhrif á sköpun tónlistarmanna segir Sigtryggur svo ekki þurfa að vera. „Það er auðvitað misjafnt hvernig bransinn fer með fólk, en Björk hefur haldið sínu sambandi við listagyðjuna nokkuð heilögu og alltaf gert hluti algjörlega á sínum forsendum. Þannig að ég á von á hennar bestu verkum í náinni fram- tíð.“ Jónas Sen, tónlistarmaður og tón- listargagnrýnandi, sem hefur starf- að með Björk, tekur í sama streng og Sigtryggur. „Björk hefur nátt- úrulega þessa einstöku rödd sem er ekki lík neinni annarri, en svo er hún líka bara svo frábært tónskáld,“ segir hann. „Verk hennar eru mun metnaðarfyllri og stærri en al- gengt er í dægurtónlist, hún sver Á enn eftir að vinna sín bestu verk  TónlisT Björk GuðmundsdóTTir fimmTuG á morGun Björk Guðmundsdóttir, frægasti tónlistarmaður Íslands fyrr og síðar, verður fimmtug á morgun, 21. nóvember, og er enn að kanna nýjar lendur í tónlist sinni. Íslenskir tónlistarmenn sem eru að hefja ferilinn í dag njóta allir þeirrar forgjafar sem það gefur að vera landar hennar, segir framkvæmdastjóri ÚTÓN. Tónlistarspekúlantar eru þess fullvissir að Björk muni halda áfram að koma okkur á óvart sem tónlistarmaður þótt hún sé að ná þeim virðulega aldri að verða 50 ára. Björk hefur ein og sér, með því að vera þessi listamaður sem hún er, gert ómetan- lega mikið fyrir íslenskt tónlist- arlíf og íslenska tónlistarmenn. „Það er löngu orðið ljóst að Árni Páll Árnason og sú forysta sem hann hefur sér við hlið dugar ekki. Það má öllum vera ljóst,“ segir Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur. Fylgi Sam- fylkingarinnar er komið niður í átta prósent í skoðanakönn- unum og Illugi og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar- innar, telja að tími sé kominn til að skipta um formann. hiTamælirinn Staða Árna Páls sig meira í ætt við klassísk tónskáld eins og Rachmaninoff eða Schu- mann. Hún endurtekur sig heldur ekki, hver plata er í allt öðrum dúr en sú sem kom á undan. Hún er líka frábær „performer“ og þróar tón- list sína jafnt og þétt á meðan hún er að túra þannig að það er meira gaman að heyra hana læf en á plötu, svo ekki sé nú minnst á að sjá hana, sem er alltaf upplifun.“ Jónas segir það ekki hvarfla að sér að Björk fari að sinna tónlist- inni minna eða draga úr sköpun- inni þótt hún sé komin á þennan virðulega aldur. „Ég held hún sé bara rétt að byrja,“ segir hann. „Hún mun halda áfram að koma okkur á óvart.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Sólóplötur Bjarkar: 1993 Debut 1995 Post 1997 Homogenic 2000 Selmasongs 2001 Vespertine 2004 Medúlla 2005 Drawing Restraint 9 2007 Volta 2011 Biophilia 2015 Vulnicura Hálf milljón Íslendinga eftir hálfa öld? Íslendingar verða öðru hvoru megin við hálfa milljón árið 2065, miðað við spá Hagstofu Íslands sem hefur birt mannfjöldaspá 2015-2065 sem gerir grein fyrir áætlaðri stærð og samsetningu mann- fjölda í framtíðinni. Spáin er byggð á tölfræðilíkönum fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni. Samkvæmt miðspánni má ætla að íbúar verði 437 þúsund árið 2065 bæði vegna fólksflutninga og náttúrulegrar fjölgunar. Til samanburðar var mannfjöldinn 329 þúsund 1. janúar 2015. Í háspánni verða íbúar 513 þúsund í lok spátímabilsins en 372 þúsund samkvæmt lágspánni. Spáafbrigðin byggja á mismunandi for- sendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Geðfatlaðir studdir til sjálfstæðrar búsetu Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur gert samning við Geðsvið Landspítala um samstarf með- ferðargeðdeildar og íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk. Mark- mið verkefnisins er að auka líkur á sjálfstæðri búsetu geðfatlaðra ein- staklinga til framtíðar með eða án stuðnings frá sveitarfélaginu og geðsviði. Samstarfið er tilraunaverkefni, til tveggja ára, þar sem velferðarsvið skuldbindur sig til að útvega tvær til þrjár íbúðir í samstarfi við Félagsbústaði og þjónusta íbúa þeirra frá íbúðakjarna við Austurbrún. Þjónustan samsvarar hálfu stöðugildi stuðningsráð- gjafa. Ríkið samþykkir ekki þá kröfu borgarinnar að því sé skylt að loka neyðarbrautinni.  reykjavíkurfluGvöllur deilT um framTíð fluGBrauTar Borgin í mál við ríkið Við frostmark 2 fréttir Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.