Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 12

Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 12
H öfuðpaur hryðjuverkanna í París, hinn 28 ára gamli Abdel Hamid Abu Oud, lést í áhlaupi lögregl- unnar á íbúð hans í St.Denis hverfi Parísar síðastliðinn miðvikudag. Franska lög- reglan bar kennsl á líkið í gær. Tveir létust í árásinni, Abu Oud, og frænka hans sem sprengdi sjálfa sig í loft upp við upphaf áhlaupsins. Belgi af marokkóskum uppruna Abu Oud var Belgi af marokkóskum upp- runa sem ólst upp í úthverfi Brussel, Molenbeek. Hann er talinn hafa gengið til liðs við Ríki íslams þegar hann fór til Sýr- lands fyrir tveimur árum og er talinn hafa verið einn aðalmanna belgískra liðsmanna hryðjuverkasamtakanna síðan þá. Faðir Abu Oud sagði í viðtali við fréttaveituna AFP að sonur sinn hafi orðið öfgamaður eftir að hann fór til Sýrlands og að hann hafi velt því fyrir sér af hverju hvern ein- asta dag síðan. Sonur hans hafi ekki verið erfitt barn og hann hafi aldrei sýnt trú- málum neinn áhuga. Abu Oud komst fyrst í kast við lögin fyrir fimm árum þegar hann var saksóttur fyrir aðild að þjófnuðum og öðrum glæpum en í janúar á þessu ári komst hann á lista belgísku lögreglunnar yfir eftirlýsta öfgamenn, grunaður um að hafa skipulagt og fjármagnað hóp íslamskra öfgamanna í Belgíu. Hann var dæmdur í 20 ára fangelsi í júlí síðastliðnum en stærði sig af því í við- tali stuttu síðar við Dabiq, tímarit íslamska ríkisins, að hafa auðveldlega komist undan belgísku lögreglunni. Vesturlönd í viðbragðsstöðu Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, lofaði störf frönsku lögreglunnar í gærdag þegar í ljós kom að heilinn á bak við árásirnar væri fallinn. Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakk- lands, sagði við tækifærið að af sex mis- heppnuðum hryðjuverkatilraunum frá því í vor hefði Abu Oud átt þátt í fjórum. Hann hvatti evrópska stjórnmálamenn til að herða allt landamæraeftirlit og skiplagða vopnaleit og óskaði eftir neyðarfundi inn- anríkisráðherra sambandsins ekki síðar en í dag, föstudag. Vestræn ríki eru í viðbragðsstöðu vegna hryðjuverkanna, þeirra mannskæðustu síðan í annarri heimsstyrjöldinni en fyrr í vikunni varaði Manuel Valls við því að Frakkland gæti mögulega orðið fyrir efna- eða sýklavopnaárás. Franska þingið sam- þykkti í gær að framlengja neyðarástand í landinu fram í febrúar. Belgíski forsætis- ráðherrann, Charles Michel, hefur boðað aukin fjárframlög, 400 milljónir evra, í baráttunni gegn hryðjuverkum. Lögreglan í New York sagðist á miðvikudag vera í við- bragðsstöðu vegna myndbands þar sem Ríki íslams talar um borgina sem mögu- legt skotmark hryðjuverkasamtakanna en borgarstjórinn, Bill de Blasio, hefur nú sagt að borgarbúar séu ekki í meiri hættu en venjulega, engin ástæða sé til að óttast. Forsetar funda um framhaldið Forseti Frakklands, François Hollande, vill að lönd heimsins sameinist í að útrýma hryðjuverkasamtökunum og hafa Frakkar gert þrjár stórar skotárásir á Raqqa, höfuð- vígi Ríkis íslams, frá því að árásirnar áttu sér stað í París. Rússar hafa líka látið sprengjum rigna á Raqqa eftir að hryðju- verkasamtökin lýstu yfir ábyrgð sinni á því að hafa sprengt rússnesku farþegaþotuna yfir Sínaí skaganum í síðasta mánuði, með þeim afleiðingum að 224 létust. Hollande og forseti Rússlands, Vladimir Pútín, munu hittast í Moskvu þann 26. nóvember næstkomandi til að fara yfir þær aðgerðir sem gerðar verða í framhaldinu, tveimur dögum eftir áætlaðan fund Hollande og forseta Bandaríkjanna, Barak Obama. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Hryðjuverkin í París Höfuðpaur hryðju- verkanna fallinn Abdel Hamid Abu Oud, heilinn á bak við hryðjuverkin í París, lést í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St. Denis-hverfinu síðastliðinn miðvikudag. Þetta staðfesti franska lögreglan í gær. Abu Oud er talinn hafa gengið til liðs við Ríki íslams eftir heimsókn til Sýrlands fyrir tveimur árum. Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, hvatti í gær evrópska stjórnmálamenn til að herða allt landamæraeftirlit og óskaði eftir neyðarfundi innanríkisráðherra sambandsins ekki síðar en í dag, föstudag. Abdel Hamid Abu Oud lést í áhlaupi frönsku lögreglunnar á íbúð í St.Denis hverfinu í París síðastliðinn miðvikudag. Hann er sagður vera heilinn á bak við hryðjuverkin. Samverkamaður hans, Salah Abdeslam, er enn á flótta. 129 manns létust í hryðju- verkunum í París síðastliðinn föstudag og yfir 350 slösuðust. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Abu Oud ... var dæmdur í 20 ára fangelsi í júlí síðast- liðnum en stærði sig af því í viðtali stuttu síðar við Dabiq, tímarit ísl- amska ríkis- ins, að hafa auðveldlega komist und- an belgísku lögreglunni. 12 fréttaskýring Helgin 20.-22. nóvember 2015 Audi A4 1.8T 163Hö 2.150.0002008 137 VW Polo 1.2 TDI Trendline BMW 520D Skoda Citigo Active 1.0 Toyota Aygo 2.250.000 3.490.000 1.680.000 890.000 2014 2008 2014 2007 23 60 142 9 Audi Q7 3.0 TDI 240Hö 4.890.0002008 VW Golf A7 Highline 1.4 Hyundai IX35 GLS Skoda Octavia Ambiente 1.6 TDI Mazda 2 3.790.000 2.390.000 3.340.000 1.580.000 2015 2011 2014 2012 65 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 149 40 4 160 Stálslegnir morgunhanar Heimavanir Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.