Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 38

Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 38
Í sland fyrir stríð er önnur veröld, tilheyrir öðrum heimi,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson. Í vikunni kom út vegleg bók hans, Stríðsárin 1938-1945. Í bókinni fjallar Páll um allar hliðar þessa merka tímabils en sérstaka athygli vekur umfjöllun hans um hlut kvenna á þessum árum. „Þegar styrjöldinni lýkur hefur samfélagið hér nyrðra tekið risavaxin skref til nútímans, til þeirra lífshátta sem við þekkjum: skóflan víkur fyrir skurðgröfunni, ryksuga tekur við af vinnukonunni. Stríðsárin eru mestu byltingarár íslenskrar sögu, aldrei hafa orðið önnur eins umskipti á þjóðfélagsháttum og þá.“ Samfélag stöðnunar Páll segir að á stríðsár- unum hafi fjöldi kvenna enn verið bundnar við þjónustustörf hjá öðrum. „Kaupakonur í sveitum eru að vísu flestar yfir sumartímann meðan mest vinnuafl þarf um allt landið, en heimili til sjávar og sveita eru mannfrek þegar engin tæki létta heimilis- störfin. Hús eru hituð með mó eða kolum, sumstaðar þarf að bera vatn í hús. Umskiptin sem verða á högum kvenna eru gífurleg. Í svokölluðum undirstöðuatvinnu- vegum eru konur íhlaupavinnuafl: vinna árstíðabundið í landbúnaði og sjávarútvegi sem hálfdrættingar karla í launum.“ Konur í vítahring fátæktar og óreglu „Þær sem höfðu fasta vinnu á sjúkrahúsunum unnu tíu tíma á dag sex daga vikunnar. Stúlkur sem voru í húsi, það er vinnukonur höfðu helmingi lægri laun en þjónustur á veit- ingastöðum eða í versl- unum. Verka- konur voru með tæp- an helming þess sem karlmaður fékk í árslaun,“ segir Páll Baldvin. Hann segir að ein stærsta bylting sem hersetan hafði í för með sér var sú að konur komust betur af, eftirspurn eftir kröftum þeirra jókst. „Fyrir þann tíma bjuggu margar konur við mikla félags- lega eymd. Sterkar líkur benda til að konur hafi stundað vændi í stærri bæjum. Sökum atvinnuleysis bjuggu margar þeirra í vítahring fátæktar og óreglu, heimilisofbeld- is og ófriðar.“ Hörð kjör Staða barna og unglinga var ekki góð á þessum árum. „Í þorpunum og bæjum fóru börn og unglingar að vinna um leið og þau gátu. Stórir skarar af ungum stúlkum voru við barnagæslu og heimilisaðstoð því leikvallakerfið var ekki komið á svo börnin voru á götunum. Sá fjöldi barna sem deyr við leik í höfnum landsins er mikill. Þegar umferð eykst að mun þegar erlent herlið er komið til landsins taka umferðar- slysin við. Þá er farið að líta á sam- búð barna og herliðs í þéttbýli sem óæskilegt ástand og börn eru flutt burt til sveita í hundraða tali, ekki bara frá Reykjavík, heldur Hafnar- firði, Akureyri, jafnvel Siglufirði, bæði af ótta við loftárásir og líka vegna þess að breska setuliðið sest að í þéttbýli til að spara flutnings-  Leik- og söngkonan Sigrún Magnúsdóttir frá Ísafirði flaug upp á stjörnuhimin Reykjavíkur veturinn 1938 í revíunni Fornum dyggðum sem leikin var í tvo vetur, hún fór með stórhlutverk í söngleikjunum Nitouche og Brosandi landi og lék Mjall- hvít í sviðsetningu breskra hermanna fyrir átta hundruð gesti í fiskvinnsluhúsi við Skerjafjörð. Á myndinni er hún í útvarpssal ásamt breskum leikurum úr sýningunni um Mjallhvíti. Ljósmyndari ókunnur.  Stórleikkonan Anna Borg kom til landsins 1939 og lék ásamt manni sínum, Poul Reumert, í tveimur verkum í Iðnó, en hún var virtur listamaður í Danmörku. Þau hjón voru um tíma í Svíþjóð meðan á hernámi Danmerkur stóð og höfðu hægt um sig. Anna lék í tveimur kvikmyndum 1945 en sneri sér þá aftur að sviðsleik. Ljósmyndari ókunnur.  Elsa Sigfúss hélt nokkra tónleika á Íslandi fyrir upphaf stríðsins en var vinsæl af hljóðritunum sínum. Hún lokaðist inni í Danmörku stríðsárin en þá jukust vinsældir hennar á Íslandi með frekari dreifingu útvarps og aukinni gramma- fónaeign. Hún kom aftur til Íslands strax sumarið 1945 og hélt tónleika, en margar hljóðritanir hennar frá tímabilinu eru sígildar. Ljósmyndari ókunnur.  Vinsælasti skemmtikraftur Íslands á þessum árum var Hallbjörg Bjarnadóttir frá Akranesi. Hún snéri heim frá námi og söng í Höfn 1938 og næstu ár var hún mikilvirk í tónleikahaldi um allt land, einkum þó í Reykjavík. Hún kom fram á sólótónleikum með stórum og smáum hljóm- sveitum og undir handarjaðri hennar hóf Steinunn yngri systir hennar feril sinn sem lauk með hinu kunna lagi Stuðmanna: Strax í dag. Hallbjörg gerði sér vonir um að komast til Bretlands til að syngja inn á plötur og til Banda- ríkjanna en af því varð ekki. Stríðsárin voru blómatími hennar sem listamanns. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson  Lóló Ólafs var fyrsta fegurðardrottning Íslands, kosin af lesendum Vikunnar sem efndi til keppninnar. Lóló var komin af auðugu fólki í útgerð og var sigld, hafði ferðast um meginlandið. Í viðtölum vegna keppninnar kvaðst hún hafa mestan áhuga á ferðalögum og lestri góðra bóka. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.  Ellen Kid var frá Dresden og kynntist þar Jóhann Briem listmálara og fluttist með honum til Íslands. Hún var menntuð í listdansi, hafði komið fram í vinsælum dansmyndum í Þýskalandi og unnið í stórsýningum söngleikjahúsanna. Hingað komin stofnaði hún listdansskóla og kom fram á skemmt- unum með frumsamda dansa. Hún stóð nokkrum sinnum fyrir danssýningum sem þóttu nýstárlegar enda tilheyrði hún hreyfingu nútímadansara þess tíma. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.  Önnur ung danskona sem hóf feril sinn á þessum árum var Elly Þorláksson. Elly stóð líka fyrir danskennslu en dansmenntun var vinsælt tómstundagaman, bæði ungum og gömlum áhuga- mönnum. Um þessar mundir var farið að auglýsa gömlu dansana en á gólfum danssalanna voru suðuramerískir dansar teknir að sjást og skammt var í að með bandarískum hermönnum kæmu hingað djæf og jitterbug. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. Frægar konur á stríðsárunum Konur voru áberandi í skemmtanalífi þess tíma sem fjallað er um í bókinni. Kvenþjóð fyrir stríð Stríðsárin 1938-1945 eftir Pál Baldvin Baldvinsson verður fyrirferðarmikil á boðstólum bóksalanna í ár, ekki bara vegna stærðar og þyngdar, nær 1100 síður með um 3000 myndum og á annað þúsund greinum. Þar er rakin í tímaröð eftir íslenskum og erlendum heimildum saga ís- lensks samfélags, karla og kvenna, ungra og aldinna. Páll Baldvin Bald- vinsson hefur ritað sögu stríðsáranna á Íslandi á 1.100 síðum. Ljósmynd/ Hari 38 viðtal Helgin 20.-22. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.