Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 46

Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 46
É g byrjaði að hjóla í maí í fyrra þegar Rikka, samstarfskona mín, fékk mig til að taka þátt í WOW Cyclothoninu. En ég byrj- aði ekki að hjóla af alvöru fyrr en að því loknu,“ segir Kolla. „Ég var rosa fín að peppa í bílnum. Það voru mun sterkari hjólreiðamenn í liðinu og það hvatti mig til að fara á fullt í hjólreiðunum.“ Hún tók svo aftur þátt í ár með liði Kríu en það er lið sem hún setti saman af tíu konum. „Markmiðið með liðinu var að hjóla hratt en fyrst og fremst að njóta þess að hjóla saman hringinn. Það tókst svo sannarlega, við komum skælbrosandi í mark og enduðum í 2. sæti í kvennaflokki.“ Hjólreiðar eru karllæg íþrótt Líf Kollu einkennist nú meira og minna af hjólreiðum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvernig það gerð- ist,“ segir hún og hlær. Hún starfar í hjólabúðinni Kríu ásamt því að fara fyrir hópi kvenna sem hittist reglu- 20% HEIMILISVÖRUR AFSLÁTTUR · Helgartilboð · Gildir 19.-22. nóvember 1. hæð | Kringlan | 588 2300 Líður best í góðum hópi hjólakvenna Kolbrún Björnsdóttir tók þátt í WOW Cyclothon í fyrra og í ár. Fyrir rúmu ári hafi hún varla stigi fæti á hjól síðan hún var lítil stelpa. Hún smitaðist hins vegar af hjólabakteríunni eftir keppnina og nú eru hjólreiðar bæði atvinna og áhugamál Kollu, sem starfar í hjólreiðaversluninni Kríu. Kolla óskar sér ekki hjóls í jólagjöf, þar sem hún er vel sett með þrjú, en það er þó margt hjólatengt að finna á óskalistanum. Á Facebook síðunni Kría wmn ride má finna allar upplýsingar um hjólahópinn. Hópurinn hittist annarn hvern laugardag og saman- stendur af fjölbreyttum hópi kvenna, byrjendum sem keppniskonum. Ljósmynd/Kol- brún Björnsdóttir Hjólaskór Sérstakir vetrarskór ætlaðir til hjólreiða. Þeir sem eignast þá sjá eftir því að hafa ekki eignast slíka löngu fyrr.“ Kolla tók þátt í WOW Cyclothon í annað skipti í sumar og hjólaði mun meira (og hraðar) en í keppninni í fyrra. Liðið samanstóð af 10 konum og lentu þær í 2. sæti í kvennaflokki. Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir Jólagjöf hjólreiðamannsins Góð ljós Það sem skiptir miklu máli að sé í lagi eru ljósin, sérstaklega þegar dagarnir eru stuttir eins og núna. Hlýr fatnaður „Það skiptir máli að halda á sér hita og þá eru höfuð, hend- ur og tær erfiðastar. Góðir hanskar eru því málið og hlýjar húfur. Og svo er alltaf gaman að eiga hjólafatnað til skiptanna, rétt eins og föt í ræktina.“ lega og hjólar saman. „Ég var svo mikið niðri í Kríu að ég gat alveg eins farið á launaskrá þar. Strák- arnir í Kríu voru að leita að konu í vinnu, sem ég reyndar vissi ekki. En mig langaði að breyta til og þetta passaði því svona vel.“ Aðspurð um kynjahlutföllin segir Kolla hjólreið- arnar karllægar eins og svo margar aðrar íþróttir. „Það eru til dæmis til miklu fleiri tegundir af hjólum fyrir karla en konur, en konum fer ört fjölgandi og framleiðendur eru bún- ir að átta sig á því og eru að reyna að bæta sig. Það hefur orðið ástríða mín í gegnum tíðina að hvetja konur áfram með einum eða öðrum hætti og nú geri ég það á þessum vett- vangi.“ Fyrir ári setti hún af stað kvennahóp sem hittist annan hvern laugardag og hjólar saman um borg- ina. „Við borðum svo saman að ferð- inni lokinni og það myndast alveg ótrúlega góð stemning. Við höfum mest verið um 70 talsins, en þátttak- an fer aðeins eftir árstíma og veðri. En þetta hefur verið virkilega góður kjarni sem mætir og ég er búin að kynnast ótrúlega flottum konum í gegnum þennan hóp. Ég hvet konur til að koma með okkur, það eru allar velkomnar á hvernig hjóli sem er og það er engin skilin eftir.“ Skemmtilegt og fróðlegt að hjóla í hópi Kolla nýtur sín best þegar hún hjólar í hópi. „Eins og það getur verið gott að fara ein út að hjóla og hreinsa hugann þá er alveg ótrú- lega gaman að hjóla með öðrum. Þetta er skemmtilegur félags- skapur og maður lærir líka eitt- hvað nýtt. Maður veit heldur ekki alltaf allt og þegar maður hjólar með öðrum er gott að fá ráðlegg- ingar, til dæmis um hvernig á að beita sér á hjólinu, hvernig hnakk- urinn er stilltur, í hversu þungum gír maður á að hjóla og svo fram- vegis.“ Í ferðunum er hins vegar ekki eingöngu talað um hjólreiðar. „Við spjöllum við líka um eitthvað allt annað.“ Sport fyrir græjufíkla „Hjólreiðar eru klárlega sport fyrir græjufíkla, en það er samt alveg nóg að eiga bara hjól og hjálm, það þarf ekkert að flækja hlutina,“ seg- ir Kolla. En það er þó lítið mál að fara alla leið í græjunum og er Kolla ein af þeim. „Ég sé alveg fyrir mér hvernig ég mun græja hjólin mín næsta eina og hálfa árið. Ég var að fá mér æðisleg ný ljós og get ekki beðið eftir að nota þau í skammdeg- inu.“ Hún óskar þó ekki eftir nýju hjóli í jólagjöf. „Ég er vel sett, en það er alltaf hægt að bæta við sig fylgi- hlutum.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is 46 jólaagjafir Helgin 20.-22. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.