Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 66

Fréttatíminn - 20.11.2015, Side 66
66 matur & vín Helgin 20.-22. nóvember 2015 www.odalsostar.is Cheddar kinkar kumpánlega kolli til bróður síns sem nefndur er eftir samnefndum bæ í Somerset á Englandi. Vinsældir Cheddar-osts eru slíkar að í dag er hann mest seldi ostur í heimi. Óðals Cheddar er þéttur, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur, með vott af beikon- og kryddjurtabragði og ferskri, eilítið sýrðri ávaxtasætu í lokin. Cheddar er skemmtilegur í matargerðina, sérstaklega í baksturinn og á ostabakkann með kjötmeti. CHEDDAR LAGLEGUR  Útrás FimmFöldun á Framleiðslu jólabrennivíns Selja þúsundir flaskna af jólabrennivíni til útlanda Fimm þúsund flöskur eru framleiddar af jólabrennivíni í ár, fimmfalt fleiri en í fyrra. Brennivínið hefur fengið að liggja á sérrí-tunnum og Bourbon-tunnum undir styrkri stjórn Valgeirs Valgeirs- sonar bruggmeistara. Útlendingar eru mjög spenntir fyrir þessari nýju vöru. Þ etta var tilraunarverkefni í fyrra sem lukkaðist svona ótrúlega vel,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari um sér- staka jólaútgáfu af íslensku brenni- víni sem vakið hefur mikla athygli utan landstein- anna, rétt eins og hér heima. „V ið sendum eina flösku á inn- flytjendur Brenni- víns í Bandaríkj- unum, eina til Kanada og aðra til Þýskalands, og það er skemmst frá því að segja að við fengum pantanir hratt um hæl og erum að senda jólaútgáfu þessa árs á alla þessa markaði í kjölfarið,“ segir Valgeir, sem er kannski best þekktur sem brugg- meistari hjá Borg Brugghúsi, en hann hefur einnig verið með putt- ana í þróun Brennivíns undanfarin tvö ár. Alls eru framleiddar um fimm þúsund flöskur af þessu jóla- brennivíni, fimmfalt fleiri en í fyrra, og á milli 60- 70% af þeim verða flutt- ar út. Sérstök jólaútgáfa af Íslensku brennivíni hefur verið óslitið á markaði frá árinu 2006. Lengst af var um að ræða útgáfu þar sem eplabragði hafði verið bætt í hið hefðbundna Brennivín. Í fyrra kom svo út öllu metnaðarfyllri út- gáfa af jólabrennivíninu, tunnu- þroskuð eins og gengur og gerist með ýmis eðalvín. Þá hafði Brenni- vín fengið að liggja á notuðum sérrí- tunnum annarsvegar og Bourbon- tunnum hinsvegar í sex mánuði í senn, og þessu síðan blandað sam- an í eina útgáfu. Útgáfan er mýkri og margslungnari eftir þessa með- ferð, þar sem það þéttist við öldrun og tekur í sig ýmis bragðeinkenni úr tunnunum sjálfum. Jólabrenni- vínið seldist upp hér á landi löngu fyrir jól í fyrra. „Jólabrennivínið fékk frábær- ar viðtökur í fyrra og vildum við byggja á þeim grunni í ár. Við erum því aftur með sérrí- og bourbon-tunnuþroskað Brennivín í grunninn, en bættum svo auka- lega við minniháttar magni af Brenni- víni sem við þrosk- uðum á ónotaðri amerískri eik. Viðbótin gefur örlítið heitari viðarkeim og bit sem bætir þetta ennfrek- ar að okkar mat i,“ segir Valgeir. Frekari tilraunir með íslenska brennivínið eru vænt- anlegar á næstunni. „Í tilefni af 80 ára afmæli Brennivíns á þessu ári höfum við haft dágott magn í þrosk- un á notuðum Islay Whisky-tunnum og Tequila-tunnum síðustu 12 mán- uði svo eitthvað sé nefnt. Við förum nú að koma því í flöskur hvað úr hverju líka. Svo er ýmislegt fleira í þróun sem vonandi verður eitthvað skemmtilegt.“ Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari í Borg brugghúsi, hefur verið með putt- ana í þróun Brennivíns undanfarin tvö ár. Nú er komið í verslanir tunnuþrosk- að jólabrennivín sem einnig er selt til Þýskalands, Kanada og Bandaríkjanna. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.