Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 72

Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 72
72 bækur Helgin 20.-22. nóvember 2015  RitdómuR YfiR faRinn veg með BoBBY fischeR metsölulisti eYmundsson  BækuR vilja viRkja fRamtíðaRhöfunda íslands Þ etta er námskeið sem við Kjartan höfum lengi verið að pæla í, eiginlega bara frá því við byrjuðum að skrifa,“ segir Snæbjörn Brynjarsson spurður um Furðusmiðju sem hann og meðhöfundur hans, Kjartan Yngvi Björnsson, munu halda í janúar. „Okkur fannst bókmenntaflóran á Íslandi dálítið einhæf og okkur langaði til að hvetja fólk til að skrifa fleiri tegundir af skáldskap og kynna það um leið fyrir mis- munandi lesefni. Þegar við fórum að hugsa þetta lengra fannst okkur einfaldast að fara bara til framtíðarhöfunda Íslands, unglinga eða krakka, kynntum hugmyndina og fengum styrk frá Barnamenningarsjóði og ákváðum að drífa bara í þessu.“ Þótt þeir Snæbjörn og Kjartan hafi hugsað námskeiðið fyrir unglinga hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna frá eldra fólki sem hefur áhuga á að mæta og Snæbjörn segir það að sjálfsögðu velkomið á nám- skeiðið. „Annars hafa viðbrögðin verið svo góð að við erum að hugsa um að bæta við aukanámskeiði fyrir þá sem eru komnir af unglingsaldri, en hvort af því verður kemur í ljós síðar.“ Sé rýnt í stefnuyfirlýsingu Furðusmiðj- unnar vekur athygli að meðal þeirra bók- menntagreina sem talað er um að fjalla um á námskeiðinu eru ástarsögur, telja þeir félagar ástina til furða? „Nei, ég myndi nú ekki segja það, en ástarsagnageirinn er van- metinn og full ástæða til að beina athygli að honum,“ segir Snæbjörn. Auk þeirra félaganna verða þau Hildur Knútsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson gestakennarar á námskeiðinu. Snæbjörn telur að þau muni styrkja námskeiðið mikið. „Þau eru öll að skrifa fyrir unglinga, en mjög ólíkar bækur og aðkoma þeirra eykur fjölbreytnina í því sem við getum fjallað um,“ segir hann. „Ég vil þó leggja áherslu á að okkur langar að fjalla um bækur sem eru ekkert endilega flokkaðar sem fagurbókmenntir, en eiga samt rosalega stóran lesendahóp. Oft þykja slíkar bækur formúlukenndar en þá er gaman að skoða hver formúlan er, hver er uppbyggingin, hvaða trikk eru notuð og svo framvegis.“ Snæbjörn og Kjartan hafa sagt að ástæða þess að þeir hófu að skrifa Þriggja heima sögu hafi verið sú að þeim hafi þótt of lítið af furðusögum á íslenskum markaði, nú hefur það dæmi snúist við og flestar unglingabækur eru fantasíur eða furðu- sögur í einhverjum skilningi. „Við erum í rauninni bara rétt að byrja hér,“ segir Snæ- björn. „Þetta eru stærstu bókaflokkarnir í heiminum í dag og það eru svo miklu fleiri möguleikar í þessum geira en við höfum séð hingað til. Sumum raunsæishöfundum finnst meira að segja að sér vegið, hafa þungar áhyggjur af þessari þróun og ég viðurkenni alveg að við Kjartan erum í smá trúboði fyrir furðusöguna. Að því sögðu er rétt að undirstrika að við höfum mikinn áhuga á að komast að því hvernig bækur unglinga í dag langar til að skrifa og hvað þeir eru að lesa. Þegar við vorum ungir var það sem okkur langaði að lesa ekki til og kannski gildir það sama um unglinga í dag. Kannski finnst þeim furðusagan orðin gam- aldags og hafa áhuga á að gera eitthvað allt annað, ég vona það eiginlega þá halda bók- menntirnar áfram að þróast út í það óendan- lega. Ég er viss um að bestu bókmenntir íslenskrar tungu eru enn óskrifaðar.“ Námskeiðin verða haldin í bókasafni Kópavogs og Gerðubergi og skráning fer fram á heimasíðunni furdusmidjan.com. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Bestu bókmenntirnar óskrifaðar Hin árvissa Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í fimmta sinn um helgina. Messan verður sem fyrr í Ráð- húsi Reykjavíkur þar sem út- gefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Í boði verða upplestrar, sögustundir, spjall um bækur, leikir, getraunir og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft. Húsið er opið frá klukkan 12 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir. Bókamessa í Ráðhúsinu Mikil gróska er í útgáfu ljóðabóka þetta haustið og á þar hver kanónan á fætur annarri stórleik. Lesendur hafa tekið vel í þessa útgáfu og fleiri en ein og fleiri en tvær ljóðabækur hafa selst upp og ýmist eru á leið í endurprentun eða nýtt upplag komið á markað. Fyrstan skal frægan telja Bubba Morthens, en bók hans Öskraðu gat á myrkrið var sú fyrsta sem var endurprentuð í haust. Í kjölfar hans hafa siglt Dóri DNA, Kristín Svava og Þórdís Gísladóttir. Síðastnefndu höfundarnir þrír eru allir gefnir út hjá Bjarti og forleggjarinn, Guðrún Vilmundardóttir, er að vonum sæl með sitt fólk. „Þetta hefur verið sérlega stórt og mikið ljóðahaust en fólk virðist svo sannarlega kunna að meta það. Við hjá Bjarti, a.m.k, höfum engar áhyggjur af stöðu ljóðsins,“ segir hún. „Engar.“ Ljóðið ratar til sinna Allir Íslendingar sem komnir eru á ákveðinn aldur hafa sína hugmynd um hvernig maður skáksnillingurinn Bobby Fischer hafi verið, við teljum okkur vita allt um manninn. Annað kemur þó á daginn við lestur bókar Garðars Sverr- issonar, Yfir farinn veg með Bobby Fischer, sem komin er út hjá Skruddu. Hér lýsir Garðar kynnum sínum af Fischer sem hófust er sá síðarnefndi sat í varðhaldi í Japan og uxu og döfnuðu yfir í fagra vináttu eftir að Fischer var veitt hæli hér á landi. Myndin sem Garðar dregur upp er af ljúfum manni, sér- vitrum vissulega en hann er langt því frá að vera klikkaður eða vænisjúkur einfari sem hataði fólk, eins og oft hefur verið haldið fram. Sá Fischer sem Garðar lýsir er viðkunnanleg manneskja, fjölfróð og bráðskörp með áhuga og þekkingu á hinum aðskiljanlegustu málum. Lýsingarnar á vináttu þeirra og samskipt- um eru skrifaðar af hlýju og nærfærni og stíllinn er fádæma flottur, áreynslulaus og áferðarfallegur og sýnir vel færni Garðars sem rithöfundar. Lesandinn hrífst með og heillast af þessum dálítið sérlunda mönnum og það er sjaldgæft en velkomið að fá svo djúpa innsýn í vináttu tveggja fullorðinna karlmanna. Helsti galli bókarinnar er að höfundur gengur út frá því að lesandinn þekki sögu Fischers í þaula, eyðir ekki tíma í að útskýra stöðuna sem hann er í og endalaus upptalning á meisturum skáklistar- innar, einvígjum, töpum og sigrum þeirra gerir af- skaplega lítið fyrir lesanda sem þekkir hvorki haus né sporð á skákheiminum. Google frændi er auðvi- tað fús til að upplýsa allt það sem lesandann fýsir að vita um þann heim, en það slítur í sundur lesturinn og skemmir upplifunina að þurfa sífellt að þurfa að leita á náðir hans. Hefði verið kærkomið að fá bókarauka sem veitti dálitla innsýn í forsöguna og skákheiminn fyrir fáfróða lesendur. Þrátt fyrir gloppurnar í þekkingu lesandans á bak- grunni atburðanna sem bókin greinir frá er hún yndislest- ur, skemmtileg og áhugaverð og manni hlýnar dálítið um hjartarætur við að kynnast þessum körlum sem á köflum umgangast hvor annan eins og gömul hjón, tuða og kýta en sættast alltaf fljótt enda getur hvorugur hugsað sér að missa hinn úr lífi sínu. Missirinn kemur þó óhjákvæmilega og lýsingar Garðars á klúðri og vandræðaganginum í kringum greftrun stórmeistarans eru í senn grátbroslegar og sjokk- erandi. Það sem eftir situr að lestri loknum er þó fyrst og fremst aðdáun á frásagnargáfu höfundarins og þakklæti fyrir að fá að gægjast inn í lokaðan heim vináttunnar. Svei mér ef lesturinn gerir mann ekki að dálítið betri manneskju – að minnsta kosti um sinn. -fb Yndislestur um vináttu karla  Yfir farinn veg með Bobby fisc- her Garðar Sverrisson Skrudda 2015 Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í ráðhúsinu um helgina. Meðal ljóðabóka sem búið er að endurprenta er bók Kristínar Svövu, Stormvið- vörun. Yrsa veltir Arnaldi Ný spennusaga Yrsu Sigurðardóttur rýkur beint á topp metsölulista Ey- mundsson þessa vikuna og er toppurinn því orðinn ansi kunnuglegur. 1 Sogið Yrsa Sigurðardóttir 2 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 3 Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir 4 Víga-Anders og vinir – kilja Jonas Jonasson 5 Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson 6 Dagbók Kidda klaufa 7 Jeff Kinney 7 Lárus eignast systkini Edda Lára Lúðvíksdóttir 8 Nautið Stefán Máni 9 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 10 Vikkala Sól Kristín Margrét Kristmannsdóttir Listinn er byggður á sölu í verslunum Pennans- Eymundsson dagana 11.-17. nóvember. Snæbjörn og Kjartan eru höfundar þriggja bóka í Þriggja heima sögu og sú fjórða er á leiðinni. Ljósmynd/Hari Furðusagnahöfundarnir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson gangast fyrir nám- skeiði í furðusagnagerð eftir áramótin. Þá langar til að ná til rithöfunda framtíðarinnar og komast að því hvernig bækur þá langar að skrifa. Sumum raunsæis- höfundum finnst meira að segja að sér vegið, hafa þungar áhyggjur af þessari þróun og ég viðurkenni alveg að við Kjartan erum í smá trúboði fyrir furðu- söguna. Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun Jóla- náttfötin komin! Frábært úrval!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.