Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 74

Fréttatíminn - 20.11.2015, Page 74
FORDRYKKUR – freyðivín FORRÉTTIR SÍLD egg jarauðukrem, sýrðir laukar, stökkt rúgbrauð DILL GRAFLAX heimagert brioche brauð, dillmæjó og ást HUMAR rósmarín og jólatré SVÍNASÍÐA eplasulta og hnetur TVÍREYKT HANGIKJÖTS TARTAR jarðskokkauppstúfur og kartöflur KRÓNHJARTAR „TATAKI“ bláber og gráðaostur AÐALRÉTTIR SALTFISKUR „CACHI“ með volgu epla- og kartöflusalati GRILLUÐ NAUTALUND bakaðar rauðrófur, piparrótarkrem, sveppir og rauðrófugljái EFTIRRÉTTUR JÓLAKÚLA fyllt með kirsuberjageli og hvítsúkkulaði- kirsuberjamús. Borin fram með pan d´epice ís og piparköku “crumble” 9.500 kr. JÓLIN Á APOTEKINU Jólaseðill 9 rétta jólaveisla FRÁ KL. 17 BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 0011 Aðeins framreitt fyrir allt borðið. Austurstræti 16 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR  TónlisT KammermúsíKKlúbburinn í Hörpu Flytja verk Beethoven, Brahms og Rebeccu Clark K ammermúsíkklúbburinn heldur þriðju tónleika sína á þessu starfsári á sunnu- daginn í Norðurljósasal Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og á efnisskránni eru verk eftir tvo af risum tónlistarsögunnar, þá Ludwig van Beethoven og Jo- hannes Brahms, en einnig áhuga- vert verk eftir enska tónskáldið Rebeccu Clarke (1886-1979), en tónlist hennar vekur æ meiri athygli. Flytjendur eru Einar Jóhannes- son klarínettuleikari og steng- jakvartett sem skipaður er fiðlu- leikurunum Nicola Lolli og Mark Reedman, víóluleikaranum Ásdísi Valdimarsdóttur og Sigurgeir Agnarssyni sem leikur á selló. Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið frá árinu 1957 og heldur tónleika fimm sinnum á vetri. Fjölmargir greiða árgjald til klúbbsins en einnig er hægt að kaupa staka miða á tónleika klúbbs- ins í miðasölu Hörpu og kosta þeir 3.900 kr. Kammermúsíkklúbburinn á æfingu fyrir tónleika í Hörpu. Í fremri röð, talið frá vinstri: Einar Jóhannesson og Ásdís Valdimarsdóttir. Aftari röð: Nicola Lolli, Mark Reedman og Sigurgeir Agnarsson. É g skuldaði yngstu dóttur minni eina plötu svo ég neyddist til þess að gera þetta,“ segir Bragi Valdimar spurður út í tildrög barnabókaplöt- unnar. „Þetta er orðinn þríleikur. Eitthvað af þessu efni var til eftir að við gerðum Diskóeyjuna og annað var nú bara gert svona með vorverkunum. Eins og svo oft áður þá var það Kiddi sem var nýkom- inn af einhverjum túr og vantaði eitthvað að gera, sem varð til þess að við réðumst í gerð þessarar plötu,“ segir Bragi og talar þar um Guðmund Kristinn Jónsson, Kidda Hjálm, sem hefur verið hans helsti samstarfsmaður í gegnum tíðina. Bæði með Baggalúti og öðrum verkefnum. „Það er enginn rauður þráður í gegnum þessa plötu eins og á Diskóeyjunni,“ segir hann. „Þetta er meira í ætt við Gilligill. Hinar ýmsu stemningar en það eru nokk- ur kvikindi af Diskóeyjunni sem skjóta upp kollinum, en annars er þetta bara samsull,“ segir Bragi. „Aðallega bara fjör.“ Á plötunni eru söngvarar sem hafa verið áður á plötum Braga, eins og Magga Stína, Sigríður Thorlacius, Sigtryggur Baldurs- son og Sigurður Guðmundsson. Eitt nafn á meðal flytjenda vekur aðeins meiri athygli en annarra og er það Jón Gnarr. „Jóni rann blóðið til skyldunnar þar sem eitt lagið heitir Mannanafnanefnd,“ segir Bragi. „Að gera tónlist fyrir börn er einhverskonar blæti hjá mér. Mað- ur hlustaði mikið á Eniga Meniga og Halla og Ladda og slíkt efni þegar maður var yngri og á þeim tíma var mikil gósentíð í barnaplöt- um,“ segir hann. „Maður skoðaði umslögin og slíkt. Pælingin hjá mér var sú að í stað þess að hafa bara plötu, að hafa líka bók sem hægt væri að lesa á meðan hlustað er á plötuna. Þetta eru mjög stuttar sögur og henta vel til lesturs og til- litssamar í garð foreldranna sem þurfa oft að lesa þær. Ég hef reynt að láta þessar sögur höfða til míns sjálfs,“ segir hann. „Maður getur leyft sér meira í barnaefni, sem er þó um leið svolítil þversögn. Börn eru svo fordómalaus og maður get- ur leyft sér að fara fram af grens- unni og látið allt flakka. Þetta er þó bara um raunveruleikann sem fólk þekkir,“ segir Bragi Valdimar Skúlason texta- og lagahöfundur. Útgáfuhóf Karnivalíu verður á KEX hostel á sunnudaginn þar sem margir af flytjendunum koma fram og syngja lögin af plötunni og Bragi les upp úr bókinni. Út- gáfusprellið hefst klukkan 13 og er opið öllum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  úTgáfa Karnivalía er ný barnabóKaplaTa braga valdirmars Skuldaði yngstu dótturinni eina plötu Bragi Valdimar Skúlason, sem gjarnan er kenndur við Baggalút, gaf út á dögunum barnabóka- plötu sem heitir Karnivalía. Bragi hefur áður samið fyrir börn á plötunum Gilligill og Diskóeyjan sem báðar nutu mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni, og foreldrum hennar. Í þetta sinn er ekki bara diskur með lögum Braga heldur er líka bók sem er nokkurskonar söngskreytt ljóðabók, eða myndasögubók með fylgitónlist, eins og segir á bakhlið bókarinnar. „Að gera tónlist fyrir börn er einhverskonar blæti hjá mér. Maður hlustaði mikið á Eniga Meniga og Halla og Ladda og slíkt efni þegar maður var yngri og á þeim tíma var mikil gósentíð í barnaplötum.“ Ljósmynd/Hari 74 menning Helgin 20.-22. nóvember 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.