Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 80

Fréttatíminn - 20.11.2015, Síða 80
 Í takt við tÍmann EydÍs Blöndal Einhverjir gætu sagt að ég sé of mikið á netinu... og það er líklegast rétt hjá þeim Staðalbúnaður Ég hef mikinn áhuga á tísku. Eða réttara sagt þá pæli mikið í því hvað er flott og hvað það er sem gerir lúkk að flottu lúkki. Akkúrat núna er ég viss um að þægindi spili stórt hlutverk í því að líta vel út. En þægindi eru ekki einsleitt fyrir- bæri, svo þetta er kannski frekar opin skilgreining hjá mér. Þægindi geta snúið að því að líða vel á eigin skinni, það er að segja klæðast mjúkum, vönduðum fötum sem þrengja ekki of mikið að og svo framvegis, og þau geta snúið að því að líða vel í eigin skinni, sem spilar meira inn á okkar persónu- lega smekk og einnig sjálfstraust. Þetta tvennt helst náttúrulega mikið í hendur og ég held að fólk leyfi þessum þáttum oft að mæt- ast á miðri leið. Þannig að góðar og vel sniðnar joggingbuxur eru algjörar lykilflíkur í mínum fataskáp. Hugbúnaður Ég fer sjaldan langt út fyrir hverfið mitt því hér hef ég allt sem ég þarf! Ég hjóla allt þegar veður leyfir, ann- ars tek ég strætó, sem mér finnst þægilegt. En það hefur samt stóra galla að vera í sama umhverfinu alla daga. Allt fólk sem ég hitti er meira og minna með sömu skoð- anir og ég sjálf, og ef það er ekki nógu einangrandi þá er internetið líka farið að velja hvaða upplýs- ingum það matar mig á. Það getur því oft verið sjokkerandi að sjá þegar einhverjir á netinu, eða jafn- vel skyldmenni manns í jólaboðum, eru gjörsamlega ósammála manni. Ég þarf stundum að minna mig á það að fólk á rétt á því að hafa sínar skoðanir, svo lengi sem þær eru ekki skaðlegar öðrum, og að mínar skoðanir séu ekki betri en annarra. Ég er samt ekki að segja að ég ætli að sýna því skilning þegar fólk er með kvenfyrirlitningu eða rasisma. En maður mætti kannski að víkka sjóndeildarhringinn. Ferðast meira um landið og tala við fólk. „Fol- lowa“ einhverja á Twitter sem búa við annan veruleika, í öðru póst- númeri jafnvel. Vélbúnaður Ég er gjörsamlega límd við sím- ann minn eða tölvu allan daginn. Stundum bæði í einu! En það er ein- faldlega af því að þar er allt hægt að gera. Ég get sinnt öllum mínum erindum þar, talað við vini mína, svarað tölvupóstum og lesið mér til um bókstaflega allt. Einhverjir gætu alveg sagt að ég sé of mikið á netinu, og við það fólk vil ég segja: það er líklegast alveg rétt hjá ykkur. Ég er mjög virk á Twitter og hef mjög gaman af þeim miðli af því að þar kemst fólk ekki jafn auðveld- lega upp með röfl og leiðindi af því að þú hefur bara 140 stafabil! Það gerir það líka að verkum að hug- myndirnar sem fólk er að ræða á Twitter eru hnitmiðaðri og skýrari og oftar en ekki er ég að fá frétt- irnar fyrst á Twitter. Ljósmynd/Hari Eydís Blöndal er 21 árs og ólst upp í Safamýri en býr nú í miðbænum. Hún sendi frá sér ljóðabókina Tíst og bast í haust og er einn af skemmtilegri tísturum landsins. Eydís segir að vel sniðnar jogging- buxur séu lykilflíkur í fataskáp sínum. Jólamatarhátíð Búrsins haldin í Hörpu um helgina J ólamarkaður Búrsins verður haldinn í Hörpu um helgina. Á markaðnum verða um 40 aðilar víðs vegar að af landinu sem kynna framleiðslu sína; bændur, sjó- menn og smáframleiðendur. Með- al þeirra framleiðenda sem kynna vörur sínar og þjónustu eru Móðir jörð, Friðheimar, Tefélagið, Vínekr- an og Omnom. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 11-17 báða dagana. Fyrir- komulagið er með örlítið breyttu sniði frá síðustu mörkuðum. Að- gangseyrir er 1.000 krónur en gestir fá endurgreitt í hlutfalli við það sem þeir versla á markaðinum, hundrað krónur af hverjum þúsund krónum sem verslað er fyrir. Þannig er hægt að fá allt að 800 krónur end- urgreitt, auk þess sem gestir fá að- gang að örkynningum og taka þátt í happdrætti þar sem veglegar mat- aröskjur af markaði eru í verðlaun. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar fá frítt inn sem og börn undir 16 ára aldri. Á markaðnum verður að venju allskonar góðgæti og má þar nefna kálfapylsur, hangikjöt á beini, líf- rænt súrdeigs bakarí, panetone, jólasúkkulaði, hvannarsúpu, kan- ínukjöt, rjómaís, mysu, heitreykta þorsklifur, regnbogasilung, lífrænt lambakjöt, sinnep, jólakaffi, te, jóla- síld og lostalengjur, svo eitthvað sé nefnt. Súkkulaðið frá Omnon verður kynnt á jólamatarhátíð Búrsins í Hörpu um helgina. Einstök safari ferð til Tanzaniu á slóðir villtra dýra, ósnortinna náttúru og fornrar menningar. Tanzania 22. janúar – 4. febrúar Við sjáum óviðjafnanlegt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi og kynnumst menningu heimamanna m.a. Masai þjóðflokknum. Ferðin er eitt ævintýri, einstök upplifun sem lætur engan ósnortin. *Verð per mann í 2ja manna herbergi 675.900.-* 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innlendur og íslenskur fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferðalýsingu. Öll gjöld vegna aðgangs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588-8900 Transatlantic.is Innifalið: Allt flug með sköttum og gjöldum. Allur flutningur milli staða með 5–7 manna safaríbílum. Innl ndur og íslensk r fararstjóri. Gisting og matur á upptöldum (eða sambæri-legum) gististöðum eins og er í ferð lýsingu. Öll gjöld vegna aðg ngs í þjóðgarða eins og lýst er. Fararstjóri er Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, eigandi TanzaNice Farm í Tansaníu. 588 8900 – transatlantic.is 80 dægurmál Helgin 20.-22. nóvember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.