Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 20.11.2015, Blaðsíða 82
Það hefur gengið bara vel. Ég er í kór sem heitir London Contem- porary Voices og var stofnaður í kringum tón- listarkonuna Imogen Heap. Við höfum sungið þrisvar með henni og líka með öðrum stórum nöfnum eins og Basem- ent Jaxx. „Ég gróf því upp einhver gömul leðurstígvél, pússaði þau og fann svo afsökun til þess að fara og kaupa mér eitthvað nýtt og flott.“ segir Helga Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Hari  TónlisT Helga Hleypur í skarðið með skálmöld m ér líst nú bara vel á þetta. Ég hef nú farið á túra áður þó þetta verði samt öðruvísi en það sem ég hef vanist,“ segir Helga Ragnarsdóttir, söngkona og tónskáld, sem starfar meðal annars með hljóm­ sveitinni Rökkurró en hleypur í skarðið sem hljómborðsleikari Skálmaldar á Evróputúr sveitarinnar. „Þetta er töluvert ólíkt því sem ég hef verið að fást við. Á öllum sviðum. Tón­ listin er ólík, áhorfendur verða öðruvísi og félagsskapurinn líka,“ segir hún. „Ég hef heldur aldrei farið á svona túr þar sem sofið er í rútunni á milli staða. Auð­ vitað hjálpar til að ég þekki alla í Skálm­ öld og bræður mínir eru með mér, þó ég viti ekki hvort það er einhver vernd í því. Minn undirbúningur fólst mest í því að læra þessa músík,“ segir Helga. „Þetta er allt annað en ég er vön að spila og maður er bókstaflega að nota aðra vöðva í þessari spilamennsku. Ég þekkti tónlistina af fyrstu tveimur plötunum vel en var ekki búin að hlusta eins mikið á síðustu plötuna, sem mér finnst svo skemmtilegasta platan,“ segir hún. „Svo þarf maður að pakka eins litlu og maður getur, en ég er nú vön því þar sem ég hef verið ásamt Baldri bróður í Leikhópnum Lottu þar sem ferðalögin voru löng. Svo er það fatnaðurinn. Ég er ekki þekkt fyrr það að ganga mikið í svörtu,“ segir Helga. „Ég gróf því upp einhver gömul leðurstígvél, pússaði þau og fann svo afsökun til þess að fara og kaupa mér eitthvað nýtt og flott. Ég keypti því bara sett af fötum sem ég getið verið í á sviði með Skálmöld. Ég veit ekki hvursu margir mundu vera hrifnir ef ég kæmi á svið í blómakjól­ unum mínum,“ segir hún. „Það er líka bara gaman að fara í gervi og taka þetta alla leið.“ Helga er búsett í London þar sem hún vinnur að tónlist, bæði sinni eigin og einnig með öðru tónlistarfólki. „Ég flutti út og tók mastersgráðu í tónlist og hef síðan verið harkinu,“ segir hún. „Það hefur gengið bara vel. Ég er í kór sem heitir London Contemporary Voices og var stofnaður í kringum tón­ listarkonuna Imogen Heap. Við höfum sungið þrisvar með henni og líka með öðrum stórum nöfnum eins og Basem­ ent Jaxx. Þetta var alger heppni að kom­ ast í þennan kór sem er að verða stærri og stærri. Ég tók mér samt jólapásu til þess að fara með Skálmöld. Ég hef verið mjög dugleg í því að segja bara já og sjá hvert það tekur mig,“ segir Helga Ragn­ arsdóttir tónlistarkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Hljómsveitin Skálmöld lagði af stað í vikunni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Evrópu þar sem sveitin mun spila á 19 tónleikum á 22 dögum. Hljómborðsleikari sveitarinnar, Gunnar Ben, komst ekki í ferðina sökum anna í vinnu sinni hjá Listaháskólanum og mun Helga Ragnarsdóttir því fylla hans skarð á meðan ferðin stendur yfir. Helga er systir þeirra Snæbjörns og Baldurs sem eru í Skálmöld og segist vera spennt fyrir ferðalaginu. Hún segir félagsskapinn vera frábæran en þurfti þó að endurnýja aðeins í fataskápnum áður en haldið var af stað. Blómakjólar eiga ekki heima á sviði með Skálmöld  orðspil nefndu3 er HressT íslenskT fjölskylduparTíspil Þrjár sekúndur til að nefna gjöf handa tengdamömmu Borðspilið Nefndu3 kemur á markað í desem­ ber og eru það vinirnir Arnaldur Gauti Jo­ hnson og Kristinn Pálsson sem eru höfundar og framleiðendur spilsins. „Þetta er svona hresst íslenskt fjölskyldupartíspil, sem við settum saman,“ segir Arnaldur Gauti. „Maður þarf ekkert að vita svör við neinum spurn­ ingum í þessu. Það eru spurningar, en þær eru allar almenns eðlis,“ segir hann. „Nefndu þrennt sem þú tekur með þér í útilegu, eða gefur tengamömmu þinni eða tekur með þér á eyðieyju eða slíkt. Þú færð samt bara þrjár sekúndur til þess að svara spurningunni og þess vegna verða svörin oft mjög fyndin,“ segir hann. „Það sem er svo alveg nýtt í þessu er að á einum reit þarf að hringja í númer sem er gefið upp. Þar svarar símsvari sem segir hvað þú átt að gera, og hann er aldrei sá sami. Við getum breytt honum með jöfnu millibili. Við vorum eiginlega búnir að hanna spilið í nóvember á síðasta ári en þá var tíminn of naumur fyrir þau jólin, svo við ákváðum að bíða með það í eitt ár. Það er hægt að kaupa það aðeins ódýr­ ara í forsölu á Karolina Fund en það kemur í allar stærstu verslanirnar í byrjun desember. Við erum búnir að prófa það á allskonar hópum og allir sem hafa spilað eru mjög sáttir og vilja spila aftur,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, annar höfunda Nefndu3 borðspilsins. -hf Stúdíó A snýr aftur Tónlistarþættirnir Stúdíó A snúa aftur á dagskrá RÚV á næstu dögum. Þættirnir hafa verið mjög vinsælir undanfarin ár og skemmtileg innsýn inn í hvað heitustu hljómsveitir landsins eru að senda Norsk yfirtaka á Mikkeller Norska brugghúsið Lervig Aktiebryggeri frá Stavanger í Noregi tekur yfir dælurnar á Mikkeller & Friends Reykjavík í dag, föstudag frá klukkan 14 og til lokunar. Lervig Aktie- bryggeri var stofnað af hinum bandaríska Mike Murphy í Stavanger árið 2003 og er hann stórt nafn í handverks- bruggsenunni í Evrópu. Brugghúsið er virtasta handverksbrugghús Noregs og er talið eitt besta brugghús Skandi- navíu að mati heimasíðna á borð við Ratebeer og BeerAdvocate. Lervig er þekkt fyrir sína bragðgóðu bjóra og ekki síður fyrir það að brugga tvo af þekktustu bjórum Mikkeller, Beer Geek Breakfast og Beer Geek Brunch Weasel. Barði vinsæll í Kína Bang Gang hefur á undanförnum dögum ferðast um Kína og spilað á nokkrum tón- leikum. Barði er vinsæll í Asíu og eftir eina tónleikana sat hann í tvo tíma og áritaði plötur og myndir fyrir kurteisa aðdáendur sína. frá sér. Í þessari seríu munu meðal annars Agent Fresco, Axel Flóvent, Gréta Salóme, Úlfur Úlfur og Glowie koma fram. Þættirnir verða fjórir talsins. Dóri og Saga koma suður Uppistandssýningin Þetta er grín – án djóks sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Akureyri undanfarnar vikur verður sýnd í Reykjavík þann 28. nóvember. Sýningin sem er flutt og samin af þeim Dóra DNA og Sögu Garðarsdóttur verður í Hörpu. Þetta verður eina sýningin sunnan heiða. Demantshringar frá 80.000 kr. 82 dægurmál Helgin 20.-22. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.