Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 4
S lökkviliðið á höfuðborgar­ svæðinu greiddi niður 618 milljóna króna lán hjá lánasjóði sveitarfélaga í lok árs 2012. Fjármunirnir komu frá eigendum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, þeim sveitarfélögum sem reka slökkvi­ liðið en það eru Reykjavík, Kópa­ vogur, Hafnarfjörður, Garða­ bær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes. Þetta segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri að­ spurður um skuldastöðu félagsins. Skuldir slökkviliðsins námu rúmum milljarði króna í árs­ lok 2011 og voru eignir félagsins þá metnar á rúmlega 1.320 millj­ ónir króna. Eiginfjárhlutfall fé­ lagsins var þá 22 prósent en til samanburðar má nefna að eigin­ fjárhlutfall Orkuveitu Reykjavíkur var 21 prósent á sama tíma. Ástæðan fyrir þessari skuldastöðu slökkviliðsins er að fasteignafélag þess, SHS­fasteignir, er skuldsett vegna framkvæmdalána sem tekin voru á árunum fyrir hrun hjá Lána­ sjóði sveitarfélaga og Glitni, nú Ís­ landsbanka. Lánin voru tekin til að fjármagna byggingu á slökkvistöð að Skútahrauni 6 og vegna við­ byggingar við slökkvistöðina í Skógarhlíð Lán í erlendum myntum Jón Viðar segir að bæði lánið hjá Lánasjóði sveitarfélaga og Glitnis­ lánið hafi verið í erlendum mynt­ um og að það skýri meðal annars hækkun þeirra. Þá segir hann skil­ málar lánsins við lánasjóðinn hafi breyst til hins verra fyrir slökkvi­ liðið. Þegar Jón er spurður að því hvort æskilegt sé að eiginfjárstaða slökkviliðsins sé svona lág segir hann að svo sé ekki. „Nei, við vor­ um með lán frá Lánasjóði sveitar­ félaga. Síðan breytast skilmálarn­ ir á því láni og vaxtaálagið hækkar. Þá er ákveðið að fara þá leið að leita til eigenda félagsins eftir fjár­ magni til að greiða niður það lán. […] Menn velja þá leið að greiða lánið til að bæta eiginfjárstöðu fé­ lagsins í leiðinni.“ Jón Viðar seg­ ir að einnig hafi komið til tals að stofna til skulda til að greiða niður lánið en að hin leiðin hafi orðið ofan á. Þetta var gert í lok árs í fyrra og er slökkviliðið skuldlaust við Lánasjóð sveitarfélaga í kjölfarið. Eftir standa hins vegar lán við Ís­ landsbanka sem einnig eru í er­ lendum myntum. Jón Viðar seg­ ir að verið sé skoða hvort þessi lán slökkviliðsins séu lögleg eða ólögleg. Lána­ og eiginfjárstaða slökkviliðsins hefur því batnað töluvert frá því í lok árs 2011 þar sem skuldir félagsins hafa lækk­ að um meira en helming og eign­ irnar eru ennþá þær sömu. „Þetta inngrip eigenda gerir það að verk­ um að fasteignafélagið er komið á réttan kjöl.“ Stóðu við skuldbindingar sínar Jón Viðar segir að þessi staða fast­ eignafélagsins hafi hins vegar aldrei gert það að verkum að til­ vist þess hafi verið í hættu. Hann segir að slökkviliðið hafi staðið við allar skuldbindingar sínar áður en uppgreiðslan á láninu átti sér stað. „Við stóðum við allar okkar skuld­ bindingar og höfum alltaf gert en það sem gerði stöðuna tvísýna var þessi vaxtahækkun sem við stóðum frammi fyrir,“ segir Jón Viðar. Eiginfjárstaða slökkviliðsins ætti því að vera komin upp í meira 50 prósent, miðað við uppgreiðsl­ una á láninu hjá lánasjóðnum. n 4 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað Skattbyrði hér í meðallagi n Skattar lægstir á Íslandi af Norðurlöndunum Í sland er í 16. sæti í samanburði á skattbyrði meðal 30 ESB­ og EFTA­þjóða samkvæmt nýju yfir­ liti Eurostat, tölfræðistofnun­ ar Evrópusambandsins. Í saman­ burðinum er tekið mið af tekjuskatti, virðisaukaskatti og launatengdum gjöldum og litið til þess hve hátt hlut­ fall vergrar landsframleiðslu ríkið tekur til sín í formi skatta í hverju landi. Ísland er einnig í 16 sæti ef EFTA­ þjóðirnar, Noregur, Ísland og Sviss eru tekin með. Íslenska ríkið tekur til sín 35,9 prósent landsframleiðslunn­ ar í formi skatta, en það er álíka mikið og gert er í Portúgal og á Kýpur. Þetta er í góðu samræmi við tölulegar sam­ anburðarupplýsingar sem Norður­ landaráð birti nýverið. Þar kemur fram að skattbyrði á Norðurlöndum hafi verið minnst á Íslandi árið 2011. Hin Norðurlöndin eru ofar á list­ anum en Ísland. Auk landanna tíu eru líka ofar á blaði Lúxemborg, Bretland, Slóvenía, Ungverjaland og Portúgal. Danir hafa vermt efsta sætið mörg undanfarin ár og hefur skattbyrði sem hlutfall af vergri lands­ framleiðslu farið þar yfir 50 prósent. Að jafnaði er skattheimtan sem hlut­ fall af landsframleiðslu um 40 pró­ sent í löndunum 30 og er Ísland því talsvert undir meðaltalinu. Að jafnaði eru skattar sem hlutfall af landsfram­ leiðslu lægstir í austanverðri Evrópu eins og taflan gefur til kynna. n Tveir teknir með kíló af kókaíni Karlmaður um fertugt situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan handtók hann á Keflavíkurflugvelli þann 30. desember. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn og reyndist hann vera með 600 grömm af kókaíni innvortis. Maðurinn, sem er frá Senegal, var úrskurðaður í gæsluvarðhald en sá úrskurður rennur úr gildi í dag, föstudag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ekki hafi fleiri verið handteknir vegna málsins sem er enn í rannsókn. Þá sætir rúmlega fertugur Rússi nú farbanni. Hann var stöðvað­ ur við hefðbundið eftirlit tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkni­ efni í fórum sínum. Við leit á hon­ um fundust 300 grömm af kókaíni. Maðurinn var að koma frá París þegar hann var handtekinn. Lög­ reglan á Suðurnesjum hefur haft málið til rannsóknar og hafa nokkrir aðilar hafa verið yfirheyrðir, en enginn handtekinn vegna hugsan­ legrar aðildar. Lögreglan minnir á fíkniefna­ símann 800­5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni­ efnamál. Stálu peningum af ferðamanni Erlendur ferðamaður óskaði eftir aðstoð lögreglu skömmu eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Maðurinn sagði að tveir menn hefðu komið að honum og stolið af honum peningum og greiðslu­ korti fyrr um daginn. Í tilkynn­ ingu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi ákveðið að þiggja gistingu í fangageymslu lögreglu þar sem hann hafði ekki efni á annarri gistingu – enda peninga­ laus með öllu. Þá stöðvaði lögregla ræktun fíkniefna á tveimur stöðum í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld og var einn maður handtekinn. Málið telst upplýst. Í 16. sæti Ríkið tekur til sín 35,9 pró- sent landsframleiðslunnar á Íslandi. n Eiginfjárstaðan var komin niður í 22 prósent í lok árs 2011 Staðan batnar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með eiginfjárstöðu upp á 22 prósent í lok árs 2011 en með uppgreiðslu á 618 milljóna króna láni hefur staðan batnað umtalsvert. Slökkviliðsmenn sjást hér við skyldustörf í Reykjavík um sumarið 2011. Slökkviliðið greiddi 618 milljóna lán Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Eiginfjárstaða félaga í eigu Reykjavíkurborgar í lok árs 2011: Aflvaki hf Malbikunarstöðin Höfði hf Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins Faxaflóahafnir sf Bílastæðasjóður Reykjavíkur Sorpa bs Strætó bs Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs Orkuveita Reykjavíkur Íþrótta- og sýningahöllin hf Jörundur ehf Félagsbúðstaðir hf n Eiginfjárstaðan var komin niður í 22 prósent í lok árs 2011 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.