Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 6
6 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
Leki á hjúkr-
unarheimili
Slökkviliðið á Akureyri var kallað
út klukkan fimm á fimmtudags
morgun vegna mikils vatnsleka í
hjúkrunarheimilinu Lögmanns
hlíð. Á vef Slökkviliðs Akureyrar
kemur fram að vatnslögn að
brunaslöngu hefði farið í sundur
og vatn flætt um eina af fimm
álmum hjúkrunarheimilisins sem
er um 800 fermetrar að stærð.
Slökkviliðsmenn á vakt voru kall
aðir út ásamt aukamannskap og
var ákveðið að loka fyrir vatnsinn
tak hússins. Í kjölfarið var hafist
handa við að hreinsa upp vatnið.
Umrætt húsnæði er nýtt og á einni
hæð og gólf dúklögð. Íbúar voru
sofandi þegar lekinn varð og var
þeim bent á að halda kyrru fyrir
í rúmum sínum á meðan mesta
vatnið var hreinsað upp. Síðan var
hafist handa við að flytja íbúa í
annan hluta húsnæðisins.
Veruleg fjölgun
gistinótta
Gistinætur á hótelum í nóvem
ber síðastliðnum voru 115.200
samanborið við 77.600 í nóv
ember 2011. Þetta kemur fram
í tölum sem Hagstofa Íslands
birti í vikunni. Gistinætur er
lendra gesta voru um 75 pró
sent af heildarfjölda gistinátta
í nóvember en gistinóttum
þeirra fjölgaði um 54 prósent
samanborið við nóvem
ber 2011. Á sama tíma voru
gistinætur Íslendinga 33 pró
sentum fleiri en árið áður.
Gistinóttum á hótelum fjölg
aði í öllum landshlutum nema
á Austurlandi. Á höfuðborgar
svæðinu voru gistinætur 91.300
eða um 52 prósentum fleiri en í
nóvember 2011. Á Norðurlandi
fjölgaði gistinóttum um 120
prósent, voru 7.300 samanborið
við 3.300 í nóvember 2011. Á
samanlögðu svæði Vesturlands
og Vestfjarða fjölgaði gisti
nóttum um 43 prósent en þar
var fjöldi gistinátta í nóvember
2.100. Á Suðurlandi voru 7.700
gistinætur á hótelum í nóvem
ber sem er um 17 prósenta
aukning samanborið við fyrra
ár. Gistinóttum á Suðurnesjum
fjölgaði á milli ára um 16 pró
sent, voru 4.900 samanborið
við 4.200 í nóvember 2011.
Gistinætur á Austurlandi voru
1.900 í nóvember og fækkaði
um fjögur prósent á milli ára.
Björn Benti
á Baug 2004
Útrásarvíkingar stefna DV
n Telja skrif fréttastjóra DV hafa falla undir hatursáróður
B
akkavararbræðurnir Ágúst og
Lýður Guðmundssynir hafa
stefnt fréttastjóra DV, Inga
Frey Vilhjálmssyni, vegna
meintra ærumeiðandi ummæla um
þá sem birtust í leiðara Inga Freys.
Það er Sigurður G. Guðjónsson
lögmaður sem sækir málið fyr
ir Bakkavararbræðurna en leiðari
Inga Freys birtist í DV 24. október í
fyrra og nefnist „Réttlæti er ekki til“.
Eftirfarandi ummæli í
leiðaranum telja bræðurnir vera
ærumeiðandi:
„Þetta voru peningar sem þeir
höfðu tekið í arð út úr íslenskum
hlutafélögum sínum á árunum fyr
ir hrunið.“
„Bakkabræður halda hins vegar
arðgreiðslum upp á milljarða sem
þeir tóku út úr eignarhaldsfélaginu
sem þarf að afskrifa 22 milljarða hjá.“
„Arðgreiðslurnar byggðu því á
blekkingum.“
„Þau uppkaup kunna að vera fjár
mögnuð með arðgreiðslunum sem
þeir tóku út úr íslenska hagkerfinu á
árunum fyrir hrunið.“
Bakkavararbræður fara fram á að
Ingi Freyr og DV ehf., verði dæmt til
að greiða þeim 800 þúsund krónur
til að kosta birtingu dóms í málinu
auk málskostnaðar.
Í stefnunni er að finna vísi að
prófmáli fyrir íslenska fjölmiðla því
Bakkavararbræður halda því fram
að skrif Inga Freys séu ætluð til að
„kynda undir andúð í garð þeirra
vegna þátttöku í atvinnurekstri og
atvinnuuppbyggingu hér á landi
einkum eftir einkavæðingu ríkis
bankanna tveggja, Landsbanka Ís
lands hf. og Búnaðarbanka Íslands
hf.“ líkt og segir í stefnunni og vísað
í lög um fjölmiðla þar sem segir að
hatursáróður sé bannaður í fjöl
miðlum. n
Ósáttir Bakkavararbræður krefjast þess
að Ingi Freyr og DV ehf. verði dæmt til að
greiða 800 þúsund krónur til að kosta
birtingu dómsins.
n Starfsmaður FME sagði Baug hafa fengið of há lán 2004 en FME gerði ekkert
Þ
áverandi starfsmaður Fjár
málaeftirlitsins, Björn Jó
hannesson, komst að þeirri
niðurstöðu árið 2004 að
Kaupþing hefði lánað Baugi
og tengdum félögum 67,5 prósent
af eiginfjárgrunni bankans. Heim
ilar lánveitingar til einstaka félaga
hópa út úr íslensku bönkunum fyrir
hrun námu 25 prósentum af eiginfjár
grunni. Baugur, og tengd félög, voru
því strax árið 2004 búinn að fá lán
að sem nam þrefalt hærri upphæð
hjá Kaupþingi en félagið mátti lögum
samkvæmt. Björn vann sams kon
ar greiningu um Landsbankann og
komst að því að Baugur hefði feng
ið lánað sem nam 44,4 prósentum af
eiginfjárgrunni bankans.
Þetta kemur fram í skýrslu rann
sóknarnefndar Alþingis en Björn, sem
í dag starfar sem framkvæmdastjóri
verðbréfafyrirtækisins Arev, er ekki
nafngreindur í henni. DV hefur hins
vegar heimildir fyrir því að Björn sé
umræddur starfsmaður.
Í skýrslu Björns kom fram að
ástæðan fyrir því að þessi niðurstaða
um of miklar áhættuskuldbindingar
Baugs hjá þessum félögum hafi ekki
legið fyrir hafi verið sú að Kaupþing
og Landsbankinn hafi ekki „tengt
stórar áhættuskuldbindingar saman
á réttan hátt,“ meðal annars Baug og
tengd félög.
DV hafði samband við Björn og
hann staðfesti að hann væri umrædd
ur starfsmaður. Að öðru leyti vildi
hann ekki tjá sig um málið.
FME gerði ekki neitt
Þrátt fyrir þessar niðurstöður
Björns gerði Fjármálaeftirlitið ekki
neitt gagnvart bönkunum í kjölfar
þeirra, líkt og segir í skýrslu rann
sóknarnefndarinnar: „Áðurgreindum
málum var hvorki fylgt eftir gagnvart
Kaupþingi banka né Landsbankan
um af hálfu Fjármálaeftirlitsins með
viðeigandi valdheimildum.“ Strax
árið 2004 vissi Fjármálaeftirlitið því
að Baugur og tengd félög voru búin
að fá allt of há lán í þessum tveimur
bönkum en gerði ekkert í því; með
kaupum FL Group á Glitni á vor
mánuðum 2007 jukust svo verulega
skuldbindingar Baugs og tengdra að
ila hjá þeim banka.
Starfsmaðurinn hætti
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar
kemur fram að Björn hafi hætt hjá
Fjármálaeftirlitinu skömmu eftir að
hann vann þessu greiningu á stór
um áhættuskuldbindingum Baugs
og tengdra félaga. Árið 2005 söðl
aði Björn um og var ráðinn til verð
bréfafyrirtækisins Arev þar sem hann
gegnir starfi framkvæmdastjóra um
þessar mundir.
Í skýrslunni segir að eftir að Björn
hætti hafi enginn starfsmaður Fjár
málaeftirlitsins haft eftirlit með stór
um áhættuskuldbindingum einstakra
skuldara í bönkunum þar til árið 2007.
„Samkvæmt þeim gögnum sem rann
sóknarnefnd Alþingis hefur undir
höndum virðist þessi vinna hafa fallið
niður eftir að þessi starfsmaður hætti
hjá Fjármálaeftirlitinu og var hún ekki
tekin upp aftur fyrr en síðla árs 2007,
um tveimur árum eftir að Jónas Fr.
Jónsson tekur við stöðu forstjóra Fjár
málaeftirlitsins.“
Fjármálaeftirlitið missti því öfl
ugan starfsmann yfir til fjármálafyrir
tækis; starfsmann sem hafði strax árið
2004 komist að þeirri niðurstöðu að
Baugur væri búinn að fá allt of há lán í
tveimur bönkum. Í rannsóknarskýrsl
unni er rakið hvernig þetta var einmitt
stórt vandamál hjá Fjármálaeftirlitinu
fyrir hrunið 2008. Mikil starfsmanna
velta var hjá Fjármálaeftirlitinu og
missti hún margra starfsmenn yfir til
einkaaðila, sérstaklega fjármálafyrir
tækja.
DV hefur einnig traustar heimildir
fyrir því að fjárfestingarfélaginu Mile
stone hafi berið bent á Björn sem afar
hæfan starfsmann árið 2005, þegar fé
lagið var á höttunum eftir nýju starfs
fólki, en á endanum var það Arev sem
réð hann.
Vinnan dróst á langinn
Í skýrslu sinni hjá rannsóknarnefnd
Alþingis sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrr
verandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
að hann hefði strax og hann tók við
starfi sínu árið 2005 sett í gang vinnu
við að fylgjast með of stórum áhættu
skuldbindingum í bönkunum. Hins
vegar hafi dregist að þessi vinna yrði
„effektív“: „Ég verð var við þessa hluti
um stórar áhættuskuldbindingar,
þetta sé atriði sem skipti máli, at
riði sem þurfi að taka á á markaðn
um, og ég byrja strax að ræða það, ég
byrja strax að setja vinnu í gang en því
miður, þá kannski verður hún ekki
effektív fyrr en við förum í þessa út
lánaskoðun 2007.“
Niðurstaða rannsóknarnefndar
Alþingis um viðbrögð Fjármála
eftirlitsins við greiningu Björns er sú
að stofnunin hefði átt að bregðast
við og nýta valdheimildir sínar til að
knýja á um að áhættuskuldbindingar
Baugs og tengdra aðila yrðu minnk
aðar í Kaupþingi og Landsbankanum.
„Rannsóknarnefndin lítur svo á að
þær athugasemdir sem ofangreindur
starfsmaður kom fram með árið 2004
hafi verið mjög mikilvægar og gefið
Fjármálaeftirlitinu tilefni til að rann
saka fjárhagsleg tengsl ofangreindra
aðila til hlítar og eftir atvikum grípa til
viðeigandi valdheimilda.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Áðurgreindum
málum var hvorki
fylgt eftir gagnvart Kaup-
þingi banka né Lands-
bankanum af hálfu Fjár-
málaeftirlitsins með
viðeigandi valdheimildum.
Baugur var 67,5 prósent af eiginfjárgrunninum Strax árið 2004 benti starfsmaður
Fjármálaeftirlitsins, Björn Jóhannesson, á að Baugur og tengd félög hefðu fengið of há lán hjá
Kaupþingi og Landsbankanum. Jón Ásgeir sést hér við þingfestingu Aurum-málsins í vikunni.