Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 8
Of lítil fyrir
eigin mynt
8 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
G
jaldeyrishöft, verðbólga og
verðtrygging eru hugtök
sem oft eru nefnd í sömu
andrá og rætt er um íslensku
krónuna. Oftast á neikvæð-
an hátt. Umræðan um þessa hluti og
hvaða leið eigi að fara í gjaldmiðla-
málum á næstu árum verður líklega
hávær fyrir komandi alþingiskosn-
ingar. Líkt og oft áður boða margir
ýmsar óraunhæfar töfralausnir sem
ætlað er að leysa flest vandamál
landsmanna í efnahags- og gjald-
miðlamálum á svipstundu.
Eftir að frjálsir fjármagnsflutn-
ingar voru heftir í kjölfar banka-
hrunsins í október 2008 hefur Ísland
ekki getað staðið við eitt af skilyrð-
um samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) sem kveður á um
frjálsa fjármagnsflutninga. Þegar
EES-samningurinn tók gildi í upp-
hafi árs 1994 urðu fjármagnsviðskipti
Íslands við útlönd í fyrsta skipti að
fullu frjáls en þá höfðu gjaldeyrishöft
verið viðloðandi í einhverri mynd allt
frá árinu 1930 eða í meira en 60 ár.
Margir efast um að íslenska krón-
an hafi burði til þess að geta staðist
umrætt skilyrði EES um frjálst flæði
fjármagns.
„Það er afar erfitt – líklega ómögu-
legt – að sjá fyrir sér óhefta fjár-
magnsflutninga samhliða sjálfstæð-
um smáum gjaldmiðli,“ sagði Árni
Páll Árnason, þingmaður Samfylk-
ingarinnar og fyrrverandi efna-
hags- og viðskiptaráðherra, í viðtali
við DV í nóvember 2012, aðspurð-
ur hvort hann sæi fyrir sér einhverja
aðra lausn en gjaldmiðlasamstarf við
Evrópusambandið svo losna mætti
við gjaldeyrishöft á Íslandi. Aðrar
leiðir væru líklega ekki í boði til þess
að Íslendingar gætu staðið við regl-
ur EES um frjálst flæði fjármagns.
„Áframhaldandi hömlur á útflæði
fjár í einhverri mynd innan ramma
EES, eða að við einfaldlega förum
úr EES og höldum slíkum hömlum,“
voru þær leiðir sem Árni Páll sá fyrir
sér.
Ekki sóst eftir sjálfstæðum
gjaldmiðli 1918
Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði og
lektor við Háskóla Íslands, ritaði grein í
áramótaútgáfu blaðsins Vísbendingar
þar sem hann velti upp þeirri spurn-
ingu hvort íslenska krónan hafi ver-
ið meginorsök haftastefnu á Íslandi í
gegnum tíðina. Sagði hann fáar vest-
rænar þjóðir hafa átt í jafn miklum
vandræðum með að reka opið mark-
aðshagkerfi og Ísland eftir að landið
fékk fullveldi árið 1918. Skandinavíska
myntbandalagið hafi verið leyst upp
eftir fyrri heimsstyrjöldina árið 1918.
Í kjölfar þess hættu Íslendingar að
nota danska krónu sem gjaldmiðil
og tóku upp sjálfstæðan gjaldmiðil.
Það hafi hins vegar aldrei verið krafa
þeirra sem sóttust eftir fullveldi að Ís-
land tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil.
„Hvorki Jón Sigurðsson né nokkur
annar af leiðtogum sjálfstæðisbarátt-
unnar leit á sjálfstæða mynt og/eða
sjálfstæða peningamálastjórnun sem
fullveldismarkmið í sjálfu sér,“ segir
Ásgeir í grein sinni. Landsmenn hafi
verið ákaflega sáttir við aðild sína að
þessu myntbandalagi og hafi ætlað sér
að vera þar áfram sem fullvalda þjóð.
„Sú spurning hlýtur að vakna hvort
Ísland sé of lítið efnahagssvæði til þess
að gefa út sína eigin mynt, og sem best
má sjá Jón forseta fyrir sér þar sem
hann tekur það mál fyrir í stíl Nýrra fé-
lagsrita og leiða til þeirrar óhrekjan-
legu niðurstöðu að alþjóðleg mynt-
samvinna henti landsmönnum mun
betur en sjálfstæð mynt,“ segir Ásgeir
jafnframt í grein sinni.
Of háleitt verðbólgumarkmið
Í viðtali við DV segir Ásgeir að Seðla-
bankinn hafi fljótlega lent í vand-
ræðum með að viðhalda efnahags-
legum stöðugleika á Íslandi eftir að
EES-samningurinn tók gildi í upphafi
árs 1994. „Við vorum með fastgeng-
isstefnu fyrir árið 2001. Einhliða fast-
gengisstefna gengur aldrei upp ef að
fjármagnsflutningar eru frjálsir. Engin
Seðlabanki ræður við að halda föstu
gengi á frjálsum gjaldeyrismarkaði til
lengdar. Fyrr eða síðar springur fast-
gengið,“ segir hann.
Á Íslandi hafi náðst stöðugleiki í
efnahagsmálum með þjóðarsáttinni
undir lok níunda áratugarins. Þá var
íslenska krónan fest við körfu gjald-
miðla árið 1989. Upp úr þessu dró
hratt úr verðbólgu. Við tók níu ára
tímabil frá 1992 til 2001 þar sem verð-
stöðugleiki var sá mesti allt frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Þegar netbólan
sprakk síðan um aldamótin 2000 fór
Seðlabankinn að lenda í verulegum
vandræðum með fastgengisstefnu
sína en þá leitaði erlent fjármagn út úr
landinu líkt og gerðist einnig þegar tók
að halla undan fæti árið 2008. Í febrúar
árið 2001 hafi Seðlabankinn verið nán-
ast búinn með gjaldeyrisforða sinn. Í
mars árið 2001 var krónan síðan sett á
flot og eftir það studdist Seðlabankinn
við það markmið að halda verðbólgu
innan 2,5 prósenta vikmarka.
Í skýrslunni Nauðsyn eða val: Verð-
trygging, vextir og verðbólga, sem gef-
in var út síðasta haust, lýstu höfund-
ar skýrslunnar þeirri skoðun sinni
að líklega hefði verið heppilegra fyr-
ir Seðlabankann að setja sér rýmra
verðbólgumarkmið í byrjun. Að skapa
peningastefnunni trúverðugleika hafi
því kerfisbundið mistekist. Þá hafi
forsendur fyrir verðstöðugleika heldur
ekki verið til staðar. „Þegar litið er yfir
sögu síðustu ára má draga mjög í efa
að fjárlög og framkvæmdir ríkisins
sem og gerðir ríkisstofnana og hags-
munasamtaka hafi tekið nægjanlega
mikið tillit til verðbólgumarkmiðsins.
Seðlabankinn hefur staðið nánast
einn og óstuddur í baráttu sinni gegn
verðbólgu,“ segir í skýrslunni. Þess
skal getið að Ásgeir var einn höfunda
skýrslunnar.
Óraunhæf umræða um
gjaldmiðlamál
Að mati Ásgeirs hefur umræð-
an um gjaldmiðlamál á Íslandi ein-
kennst af hálfgerðum veruleikaflótta
undanfarið. „Það sést á umræðu um
einhliða upptöku annars gjaldmiðils
og að Ísland geti sjálft fest gengið,“
segir hann. Nokkrir valkostir séu í
boði í gjaldmiðlamálum.
„Fyrsti möguleikinn er að láta ís-
lensku krónuna fljóta aftur. Þá verð-
um við að taka þeim sveiflum sem
fylgja því og sætta okkur við að krón-
an getur styrkst og veikst eftir atvikum
og sé töluverður óróavaldur. Ég held
að fólk á Íslandi eigi mjög erfitt með
að takast aftur á við það meðal annars
þar sem mikil tengsl eru á milli geng-
isins og verðbólgu. Það er líklegt að
mikil verðbólga verði hér með fljót-
andi gengi. Ein af þeim leiðum til þess
að sporna við þessu gæti verið sú að
setja verðbólguþak. Það gæti verið ein
forsenda þess að Ísland gæti stuðst
við fljótandi gengi,“ segir Ásgeir.
„Annar möguleiki er að taka upp
aðra mynt í gegnum myntbandalag
eða myntsamvinnu. Þá er það bara
evran sem kemur til greina. Það er
þá ákveðið ferli sem yrði gert sam-
hliða inngöngu í Evrópusambandið
og upptaka evrunnar gerð í sam-
starfi við sambandið. Við þyrftum
að uppfylla ákveðin skilyrði og þetta
yrði ákveðið ferli og fyrst byrjað
með gjaldmiðlasamstarfi í gegnum
ERM II (e. European Exchange Rate
Mechanism). Langur aðlögunartími
væri kostur því Ísland þyrfti á því að
halda til að aðlaga kerfið að nýjum
aðstæðum.
Þriðji möguleikinn er að stýra
gengi krónunnar með einhvers
konar höftum en það er það kerfi
sem við búum við í dag. Þá væri
hægt að taka höftin sem eru á
gjaldeyrismarkaði og færa þau inn
í hagkerfið – svokallað verðbólgu-
markmið-plús. Þá eru settar höml-
ur á banka og fjármagnseigendur
og hvað þeir megi gera á gjaldeyr-
ismarkaði. Það er reyndar líklegt
að mörg lönd fari að setja ákveðin
höft á skammtímafjármagnshreyf-
ingar.
Fjórði möguleikinn er að taka
upp myntráð þar sem að krónan
yrði tryggð með einhverjum gjald-
eyrisforða. Vaxtaákvörðun færi úr
höndum Seðlabankans og réð-
ist af inn- og útflæði fjármagns,“
segir Ásgeir og áréttar að engin
þessara fjögurra kosta sé auðveld-
ur í framkvæmd. Þeir krefjist all-
ir þess að á Íslandi sé rekin ábyrg
hagstjórn, afgangur sé af fjárlögum
ríkisins, launahækkanir séu ekki
meiri en í öðrum löndum og reynt
sé að viðhalda efnahags legum stöð-
ugleika. Eitthvað sem hefur reynst
Íslendingum afar erfitt allt frá því að
við fengum fullveldi árið 1918. n
n Hagfræðingur segir umræðu um gjaldmiðlamál á Íslandi einkennast af veruleikaflótta
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is „Ein af þeim leiðum
til þess að sporna
við þessu gæti verið sú
að setja verðbólguþak
100 ára sorgarsaga Ásgeir Jónsson, doktor í hagfræði og lektor við Háskóla Íslands, ritaði grein í tímaritið Vísbendingu fyrir jólin og fór
þar yfir nærri 100 ára sögu haftabúskapar og gengisfellingar íslensku krónunnar allt frá því að Ísland fékk fullveldi árið 1918.
Samstarf við ESB eini raunhæfi
kosturinn Árni Páll Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar sagði í DV í nóvember
2012 að hann sæi enga aðra lausn en gjald-
miðilssamstarf við Evrópusambandið svo
losna mætti við gjaldeyrishöft á Íslandi.