Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Page 12
VANTREYSTU BJÖRT 12 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað n Stjórnarmeðlimir Geðhjálpar segist hafa verið beittir blekkingum af fyrrverandi formanni félagsins V antrauststillaga var sam- þykkt á hendur fyrrver- andi formanni Geðhjálpar, Björt Ólafsdóttur, áður en hún sagði af sér for- mennsku í félaginu um miðjan des- ember. Ástæðurnar, að sögn núver- andi formanns og meðstjórnanda, eru starfshættir formannsins fyrr- verandi, meint smölun í félagið fyrir kosningar til stjórnar árið 2011 og falsanir á kjörgögnum 2012. Þau segja einnig að stjórn og umsækj- endur hafi verið blekkt í tengslum við ráðningu framkvæmdastjóra fé- lagsins. Í ósk um úttekt á málefnum félagsins sem lögð var fram 28. nóv- ember síðastliðinn af Svandísi Nínu Jónsdóttur, er gerð krafa um svör við ýmsum álitamálum, meðal annars hvernig farið sé með fé Geðhjálpar og hversu stór hluti þess nýtist not- endum, um gagnsæi í ákvarðana- töku og hvernig stjórnir Geðhjálpar séu myndaðar. Björt vísar þessum ásökunum á bug. Gjaldkeri sem mætti ekki Forsögu málsins má rekja allt til þess þegar Björt var kosin formaður félagsins, í apríl 2011. Þá hafði hún nýlega skráð sig í félagið en það gerði hún 22. febrúar sama ár. „Frá og með síðasta hausti fór að bera á vissum misklíðum innan núver- andi stjórnar, en taka ber fram að átök innan stjórnar voru í raun við- varandi frá upphafi formannstíðar Bjartar. Upphaflegu athugasemd- irnar sem ég hafði við þetta að gera voru í raun stjórnarhættir formanns sem mér fannst einhvern veginn al- veg út úr öllu korti,“ segir Jón Birgir Einarsson, núverandi formaður félagsins, sem var kosinn í stjórn í marsmánuði síðastliðnum. „Þetta er fyrsta stjórnin sem ég sit í þannig ég vissi ekki almennilega hverju ég átti að búast við. Það atvik sem þó sannfærði mig um að eitthvað mik- ið væri að var skeytingarleysi fráfar- andi formanns um ábyrgð og skyld- ur stjórnarmanna. Í ágúst kaus stjórnin gjaldkera en félagið þiggur um það bil 25 milljónir í opinbera styrki og veltir í heildina um 50 milljónum á ári. Þessi gjaldkeri mætir svo á einn fund á tæplega þriggja mánaða tímabili og hafði á þeim tíma ekkert sett sig inn í bókhald félagsins. Ég bar þá upp fyrirspurn hvort þetta væri ásættanlegt og, að tilstuðlan annars meðstjórnanda, var stungið upp á að annar gjaldkeri, sem hefði tíma til að sinna þessu embætti, yrði kosinn. Þessi gagnrýni þótti afskaplega ósmekkleg og var talin fyrir neðan virðingu stjórnar. Síð- an var gengið til atkvæða um mál- ið án stuðnings formanns sem tók ekki afstöðu til þess hvort ætti að fá nýjan gjaldkera, sem myndi sinna starfinu, eða hvort það ætti áfram að vera gjaldkeri sem hugsanlega, mögulega myndi kíkja á bókhaldið. Björt tók það sérstaklega fram að hún gerði engar sérstakar kröfur til stjórnarmanna, þeir ættu bara að gera sitt besta og fannst þessi kosn- ing ekki eiga neinn rétt á sér,“ segir Jón Birgir og segist hafa furðað sig á þessum stjórnarháttum Bjartar. „Því fylgir ábyrgð að vera í stjórn félaga og er það eitt af hennar hlutverkum að sjá til þess að bókhald félagsins sé í lagi. Þetta var upphafið að ferl- inu; þarna fer að myndast töluvert vantraust og í kjölfarið urðu sam- skiptin frekar furðuleg,“ segir hann og tekur fram að önnur tilvik og sem þau telji ekki síður ámælisverð hafi orðið til þess þau, ásamt fleirum innan stjórnarinnar, hafi farið að efast um hæfni og heilindi Bjartar sem formanns félagsins. Segja smölun hafa átt sér stað Jón Birgir segir að í kjölfarið hafi þau farið að skoða bakland formannsins innan félagsins en sögusagnir höfðu verið á kreiki þess efnis að nýjum félagsmönnum hefði ver- ið smalað í félagið fyrir kosningu til stjórnar 2011, þegar Björt kom ný inn. Einkennilegt hefði þótt að einstaklingur sem ekki væri kunn- ugur málefnum félagsins hefði ver- ið kosinn til að stýra því. „Okkur lék forvitni á að vita hvert hennar bakland væri, ég hafði heyrt ýmis- legt skrýtið varðandi kosningarnar 2011. Ég fór í félagatalið og athugaði nýskráningar á heimasíðu félagsins í aðdraganda kosninganna. Björt kannaðist ekki við neitt óeðlilegt þegar hún var spurð út í þetta. Frá- farandi ritari sagði að auki að þetta hefði verið athugað og ekkert óeðli- legt komið í ljós. Það sem kom síð- an á daginn, þegar ég kíkti á þessar nýskráningar 2011, að mjög greini- leg smölun hafði átti sér stað þegar tæpur mánuður var í aðalfund. Samkvæmt lögum Geðhjálpar þá þurfa félagsmenn að hafa verið í fé- laginu í að minnsta kosti mánuð til þess að vera kjörgengir og atkvæða- bærir. Þessi smölun tengdist öll Björt sjálfri og vinkonu Bjartar sem var þá starfsmaður á skrifstofu Geð- hjálpar. Þegar ég fór að skoða þetta kom í ljós að á þriðja tug aðila, sem tengjast starfsmanninum og fráfar- andi formanni beint, skráðu sig í fé- lagið á þessum tæpa mánuði fyrir aðalfund og þar til nokkrum dög- um fyrir hann. Það er einkennilegt í ljósi þess að það blasir við að þetta fólk hefði að öllu jöfnu ekki orðið atkvæðabært fyrir aðalfundinn,“ segir Jón Birgir. Að hans sögn, er um að ræða fjölskyldumeðlimi, vini og fyrrverandi samstarfsfólk starfs- mannsins og fráfarandi formanns. „Allt er þetta fólk sem tengist þeim beint en málstaðnum mjög svo óljóst. Baklandið kemur allt utan frá,“ segir hann. Utanaðkomandi yfirtaka á félaginu Aðalfundur félagsins átti að vera 19. mars 2011 en var seinkað vegna þess að fundarboð var sent út degi of seint. „Það uppgötvaðist að gleymst hafði að senda út fundarboð í tæka tíð, en engu að síður var það sent út, þó menn vissu að það væri of seint,“ segir hann og bætir við að þegar nálgaðist aðalfund, hafi Björt sent þáverandi framkvæmdastjóra tölvupóst þar sem hún krafðist þess að boðað yrði til fundarins að nýju. „Aðalfundi var síðan seink- að um heilan mánuð og því urðu allir nýir félagsmenn sem tengd- ust framboði Bjartar kjörgengir á einu bretti. Þetta lítur skringilega út, enda hefði verið langauðveldast að seinka fundinum um viku þegar þetta komst upp, og forða sér frá þessum tvíverknaði og aukakostn- aði,“ segir hann. „Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá var þessi gleymska mjög heppileg fyrir Björt. Allir hennar stuðningsmenn urðu atkvæðabærir án þess að hætta væri á smölun úr annarri átt, hefðu aðr- ir viljað beita sömu aðferðum,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir. „Þarna var í raun bara um utanaðkomandi yfir- töku á félaginu að ræða. Björt hlaut um 30 atkvæði á móti öðrum sem hafði áður setið í stjórn sem fékk líka 30 atkvæði en þriðji frambjóð- andinn fékk einungis tvö atkvæði.“ Aðalfundurinn var sá fjölmennasti frá upphafi að sögn viðstaddra. Þar sem atkvæðin skiptust jafnt milli tveggja var kastað hlutkesti sem leiddi þess að Björt vann. Skráningin fölsuð Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar varð Björt formaður og segja þau marga hafa furðað sig á því þar sem hún hafði ekki tengst félaginu á nokkurn hátt áður. Árið 2012 var aftur kosið til stjórnar félagsins og fyrir þær kosningar var hringt í Svandísi sem hafði ekki tengst félaginu áður og hún beðin um að bjóða sig fram í stjórn þess. „Það var hringt í mig viku fyrir aðalfund, ég vissi mjög lítið um þetta félag. Ég hafði skrif- að pistil um geðsýki. Fyrst hringdi þessi starfsmaður í mig og svo for- maður og vildu endilega að ég byði mig fram í stjórn. Ég var mjög hik- andi, ég taldi mig ekki hafa tíma og svo framvegis. Þær hvöttu mig til þess og sögðu að það skipti ekki máli þó ég hefði ekki tíma, það væri fullt af fólki sem hefði lítinn tíma en gæti samt verið í stjórn. Ég lét til leiðast. Viku fyrir aðalfund skráði ég mig og sendi þetta framboð. Síðan ákvað ég að mæta ekki einu sinni á aðalfundinn því ég hugsaði að það myndi enginn kjósa mig því það þekkti mig enginn þarna,“ segir Svandís. Þrátt fyrir það hlaut hún 23 at- kvæði af 32 gildum. „Þarna voru þær að reyna taka til í stjórninni og fá út fólk sem var ekki hliðhollt sér,“ segir Svandís. Hún segist fyrst um sinn ekki hafa haft neitt við stjórn- ina að athuga enda þekkti hún ekki til mála innan félagsins. „Síð- an þegar ég fór að lesa lög félagsins brá mér eðlilega í brún þegar ég tók eftir því að ég sæti ólöglega í stjórn þar sem ég hafði verið skráð í fé- lagið viku fyrir aðalfund og því ekki kjörgeng,“ segir hún. Þegar hún fór að kanna málið betur segir hún það hafa komið betur í ljós að eitthvað væri bogið við félagatal Geðhjálpar. „Ég fékk að sjá hjá bókara skrán- inguna og í skjalinu stendur að ég hafi verið skráð í félagið 22. febrú- ar, fimm vikum fyrir aðalfund, sem fæst ekki staðist. Þær vissu ekki að ég væri til fyrr en eftir 16. mars út af þessum pistli. Þarna fóru að renna á mig tvær grímur og gott betur en það því að skráning mín hafði aug- ljóslega verið fölsuð,“ segir Svandís. Hún segist hafa reynt að tala um málið á stjórnarfundi og hafi búist við viðbrögðum vegna þess. „Það Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Ég tók leigubíl fram og til baka á kostnað Geðhjálpar og mitt atkvæði gulltryggði hennar ráðningu. Kurr í fyrri stjórn Nokkrir fyrrverandi stjórn- armeðlima lýstu yfir vantrausti á fyrrverandi formann félagsins, Björt Ólafsdóttur. Skömmu seinna sagði hún af sér formennsku og fór í Hús Geðhjálpar Núverandi formaður og annar stjórnarmeð- limur segja fyrrum formann hafa beitt blekkingum við ráðningu á framkvæmdastjóra félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.