Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Blaðsíða 15
14 Fréttir
Epal | Kastanía, Höfðatorgi | Meba-Rhodium, Kringlu og Smáralind | Gilbert úrsmiður, Laugavegi | GÞ skartgripir, Bankastræti
Dýrfinna Torfa, Akranesi | Georg V. Hannah, Reykjanesbæ | Karl R. Guðmundsson, Selfossi | Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, Akureyri
Jón Bjarnason tilkynnti að hann
hygðist ekki bjóða sig fram í kom-
andi kosningum. Kom sú ákvörðun
fáum á óvart sem DV ræddi við enda
Jón orðinn 69 ára. Afar ólíklegt þykir
að hann hyggist fara í sérframboð.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir lét af
þingmennsku um síðustu áramót og
áður höfðu þau Atli Gíslason og Lilja
Mósesdóttir yfirgefið flokkinn og þá
skipti Ásmundur Einar Daðason yfir
í Framsóknarflokkinn.
Ögmundur verður því einn eftir af
þeim þingmönnum Vinstri-grænna
sem lýst hafa yfir sem mestri óá-
nægju með störf flokksins á tímabil-
inu. Vildi einn viðmælandi sem DV
ræddi við meina að Steingrímur hafi
verið að biðla til Ögmundar þegar
hann lét þau orð falla í nýárskveðju
til flokksmanna Vinstri-grænna að
óumflýjanlegt væri að endurmeta
stöðu viðræðna við Evrópusam-
bandið í ljósi breyttra forsendna.
Það kom þó ekki fram í nýárskveðju
Steingríms hverjar þessar breyttu
forsendur væru.
Á það var einnig bent af einum
viðmælanda DV að ekki megi gleyma
því hverjir hafi verið arkitektar nú-
verandi ríkisstjórnarsamstarfs. Talið
er að þeir Steingrímur J. Sigfússon,
Ögmundur Jónasson, Össur Skarp-
héðinsson og Lúðvík Bergvinsson
hafi átt fund á heimili Lúðvíks þegar
í byrjun árs 2009. Þar hafi grunnur-
inn verið lagður að núverandi sam-
starfi Samfylkingarinnar og Vinstri-
grænna sem nú hefur staðið í nærri
fjögur ár. Það var heldur ekki sjálf-
gefið að Samfylkingin og Vinstri-
grænir tækju upp samstarf eftir
kosningarnar 2009. Samfylkingin
hafi verið í mjög góðri stöðu eftir að
hafa flotið nærri 30 prósenta fylgi.
Henni hafi verið fært að mynda ríkis-
stjórn með Framsóknarflokknum og
Borgarahreyfingunni.
Þurfa að ná til yngri kjósenda
Þá var einnig bent á það að
flokksmönnum Vinstri-grænna
væri hollt að rifja upp hvað stóð
í ríkisstjórnarsáttmála Samfylk-
ingarinnar og Vinstri-grænna.
„Ákvörðun um aðild Íslands að
Evrópusambandinu verði í hönd-
um íslensku þjóðarinnar sem
mun greiða atkvæði um samning í
þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum
aðildarviðræðum. Utanríkisráð-
herra mun leggja fram á Alþingi til-
lögu um aðildarumsókn að Evrópu-
sambandinu á vorþingi,“ segir í
honum. Því er þó ekki að neita að
líklega hefði verið mun farsælla
fyrir samstarf núverandi ríkis-
stjórnar ef þjóðaratkvæðagreiðsla
hefði verið haldin um það hvort Ís-
land ætti að fara í aðildarviðræður
við Evrópusambandið. Á það benti
Margrét Tryggvadóttir, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, í áramótagrein
sinni sem birtist í Morgunblað-
inu. En líkt og Svanur Kristjánsson
bendir í viðtali við DV er það mikil-
vægasta verkefni Vinstri-grænna að
virkja yngri flokksmenn sem og að
ná yngri kjósendum á kjörstað. Ef
það tekst vel gæti flokkurinn náð
allt að 15 prósenta fylgi í komandi
kosningum. n‘
Fréttir 15 Helgarblað 11.–13. janúar 2013
var í kringum 1.000 punkta í byrjun
febrúar árið 2009 þegar Vinstri-græn-
ir hófu stjórnarsamstarf við Samfylk-
inguna og Steingrímur tók við sem
fjármálaráðherra. Samkvæmt vefsíð-
unni keldan.is er skuldatryggingar-
álag ríkissjóðs nú komið í 175 punkta
og er því nærri sex sinnum lægra nú en
þegar hann varð fjármálaráðherra.
Einnig nefnir Svanur að það verði
ekki öfundsvert hlutskipti fyrir for-
menn annarra stjórnmálaflokka að
mæta Steingrími í kappræðum í kom-
andi kosningabaráttu. „Steingrímur
J. Sigfússon er einn málsnjallasti og
sterkasti stjórnmálaforingi sem fram
hefur komið á Íslandi og hefur marga
fjöruna sopið. Hann mun því ekkert
leggjast niður fyrir komandi kosningar
og láta rúlla yfir sig í kosningabarátt-
unni – hann mun sækja fram og telur
sig hafa gert vel,“ segir hann. n
Svanur segir áframhaldandi stjórnarsamstarf vera útilokað
É
g hyggst ekki gefa kost á mér
til áframhaldandi varafor-
mennsku í okkar góða jafnaðar-
mannaflokki á komandi lands-
fundi,“ skrifar Dagur B. Eggertsson
í bréfi sem hann sendir flokksfélög-
um sínum í Samfylkingunni. Hann
segir ýmsar ástæður fyrir þessari
ákvörðun sinni. Á hinum pólitíska
vettvangi segir hann vega þyngst
að borgarmálin muni eiga hug
hans næstu árin þar sem Samfylk-
ingin myndar meirihluta með Besta
flokknum.
„Í Reykjavík bíða áfram stór verk-
efni, uppbygging og uppskera af því
tiltektarstarfi sem við höfum tekist á
hendur og að sjálfsögðu í anda jafn-
aðarstefnunnar,“ skrifar Dagur og
bætir við: „Ég ætla svo ekki að leyna
því að til viðbótar erilsömu starfi í
borginni fara verkefni varaformanns
misvel með því að eiga tíma með
börnum og fjölskyldu. Eggert og
Móeiður hafa nú bæst í hóp þeirra
Heiðu og Steinars Gauta sem við
Arna áttum fyrir þegar ég var kjörinn
varaformaður 2009 og það munar
um minna.“
Dagur segir það hafa verið
sannan heiður að fá að starfa við
hlið Jóhönnu Sigurðardóttur, for-
sætisráðherra og formanns Samfylk-
ingarinnar, síðastliðin fjögur ár.
„Þetta hafa verið einstakir tím-
ar og ótrúleg reynsla að eiga þátt í
að leiða Samfylkinguna í erfiðum
samningum og stjórnarmyndun,
stefnumótun fyrir Ísland til 2020 og
gerð fjárfestingaáætlunar sem ég er
sannfærður um að eigi eftir að hafa
mikil og jákvæð áhrif.“
Segir Dagur að hann kveðji vara-
formennskuna með bros á vör og
heitir flokkssystkinum sínum að
vera hvergi nærri horfinn úr flokks-
starfi eða pólitík.
mikael@dv.is
Dagur hættir sem varaformaður
n Setur fjölskylduna og borgarmálin í forgang
Vill sinna fjölskyldunni betur Dagur
B. Eggertsson ásamt konu sinni Örnu Dögg.