Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 16
16 Fréttir 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
Þ
etta er rosalegur léttir. Ég
vissi fyrst ekkert hvernig
mér leið og langaði bara að
fara út í horn og gráta. Þetta
var yfirþyrmandi, segir Erna
Agnarsdóttir um fyrstu viðbrögð sín
við umfjöllun Kastljóss um barna-
níðinginn Karl Vigni Þorsteinsson
síðastliðinn mánudag. Erna sýndi
ótrúlegt hugrekki þegar hún fór til
fundar við hann, ásamt Maríu Har-
aldsdóttur, fyrst með hljóðupptöku-
tæki og síðar falda myndavél. En um-
fjöllun Kastljóss var að mestu leyti
byggð á upptökunum.
Báðar voru þær Erna og María
vistaðar á Kumbaravogi um tíu ára
skeið og allt frá árinu 2007 hafa þær
barist fyrir viðurkenningu á því að
börnin á vistheimilinu hafi verið
beitt kynferðislegu ofbeldi af hálfu
Karls Vignis. Þær hafa nú svo sannar-
lega fengið uppreisn æru og vakið
þjóðina til umhugsunar um þöggun
og meðvirkni með barnaníðingum.
Fengu ekki að fara aftur til
mömmu
Erna var níu ára þegar hún var send
ásamt fimm ára bróður sínum, Einari
Þór, til vistunar á Kumbaravogi árið
1975. „Barnaverndarnefnd rændi
okkur úti á götu. Þetta var reglulega
ljótt mál og sýndi hvernig vinnu-
brögð barnaverndar voru. Mamma
var alkóhólisti en hætti að drekka.
Hún var hætt að drekka í mörg ár en
fékk okkur aldrei aftur,“ segir Erna.
Móðir þeirra barðist fyrir að fá
börnin sín heim aftur eftir að hún
hætti að drekka, án árangurs. Á þeim
tíu árum sem systkinin voru vistuð
á Kumbaravogi fengu þau aðeins að
hitta móður sína í heimsóknartím-
um, einu sinni í mánuði. „Við vorum
rænd barnæskunni. Þetta er eitthvað
sem ég held ég geti aldrei nokkurn
tíma fyrirgefið. Þetta var svo ljótt
gagnvart mömmu og okkur Einari
auðvitað,“ segir Erna sem verður
alltaf reið þegar hún heyrir af barna-
verndarmálum þar sem börn eru
tekin af foreldrum sínum með valdi.
Það ýfir upp hjá henni gömul sár.
Náði að fóta sig vel í lífinu
Eftir að Erna losnaði af Kumbaravogi
árið 1975 náði hún að rækta upp gott
og traust samband við móður sína.
„Mamma hafði alltaf reynst okkur
ofsalega vel, hún var svo hlý og góð
kona.“ Erna segist ekki geta hafa verið
reið við móður sína, en mörg fóstur-
systkini hennar af Kumbaravogi þró-
uðu með sér reiði út í foreldrana
vegna vistarinnar þar. „Mamma gaf
svo gott frá sér.“
Þrátt fyrir erfiða barnæsku,
snauða af ást og hlýju, náði Erna
að fóta sig vel í lífinu. Hún mennt-
aði sig sem sjúkraliði, kynntist góð-
um manni og þau eignuðust saman
dóttur. „Ég hef lifað nokkuð eðli-
legu lífi. Ég og maðurinn minn skild-
um reyndar en við erum góðir vinir.
Hann er yndislegur maður maður,
býr í Noregi og á góða konu.“ Dóttir
Ernu er einnig nýflutt til Noregs með
börnin sín, en hún er á leið þangað í
heimsókn á næstu dögum.
Bróðir Ernu var ekki jafn hepp-
inn, en hann var einn þeirra drengja
sem Karl Vignir beitti kynferðislegu
ofbeldi. Einar leiddist út í óreglu
og fíkniefnaneyslu fljótlega eftir að
hann slapp af Kumbaravogi. Hann
lést á voveiflegan hátt í Daníelsslipp
þann 1. mars árið 1985, 25 ára að
aldri.
Vann úr hlutunum og fyrirgaf
María var send til vistunar á Kumb-
aravogi árið 1966, þá átta ára, en for-
eldrar hennar gátu ekki séð um hana,
móðir hennar var mikið veik og faðir
hennar lifði hálfgerðu bóhemlífi sem
hentaði ekki börnum. Áður en María
kom á Kumbaravog hafði hún flakk-
að á milli vistheimila og dvaldi með-
al annars um tíma á Silungapolli og í
Reykjahlíð. Árið 1975 tókst henni að
strjúka af Kumbaravogi eftir nokkrar
misheppnaðar tilraunir.
„Ég var á hnefanum í mörg ár og
bjargaði mér, en fór reyndar ekki í
nám fyrr en ég var orðin fullorðin,“
segir María sem er í dag viðurkennd-
ur bókari. Þá hefur hún tekið fjölda
námskeiða hjá Nýja tölvu- og við-
skiptaskólanum. „Þá má eiginlega
segja að maður sé búinn að vera alla
ævina að laga sig til. Ég var í mörg ár
að vinna úr hlutunum og fyrirgefa og
hef komist vel áfram af sjálfdáðum
frá 15 ára aldri.“
Brá minna en þær bjuggust við
Erna og María deila erfiðum
æskuminningum og hafa haldið
sambandi alla tíð. Í rúm þrjátíu ár
vissu þær ekki hve alvarlegt ástandið
hafði í raun verið á Kumbaravogi.
Það var ekki fyrr en árið 2007 að Elvar
Jakobsson, fósturbróðir þeirra af
heimilinu, ákvað að kæra Karl Vigni
fyrir kynferðisbrot að þær komust að
sannleikanum. Elvar steig fram og
sagði sögu sína í DV, en blaðið fjall-
aði í kjölfarið ítarlega um mál Karls
Vignis.
Í ljós kom að bróðir Ernu hafði
einnig orðið fyrir barðinu á honum,
ásamt fleirum. Karl Vignir játaði
brotin í yfirheyrslum hjá lögreglu
árið 2007, en þau voru fyrnd og því
ekkert hægt að aðhafast frekar í mál-
inu.
Sjálf lenti Erna í Karli Vigni, en þó
ekki eins illa og drengirnir. „Það vissu
allir að hann eltist við mig.“ Hann
reyndi að beita Ernu ofbeldi en tókst
sem betur fer aldrei ætlunarverk sitt.
Hún segir það ekki hafa skipt neinu
hvort aðrir fullorðnir sáu til. Hann
fékk að atast í henni óáreittur.
Ernu var vissulega brugðið þegar
í ljós kom hve alvarlegt ofbeldi hafði
viðgengist á Kumbaravogi. „Það
skrýtna var samt að okkur brá ekki
eins mikið og okkur hefði átt að gera,“
segir Erna sem telur að undirmeðvit-
undin hafi vitað meira en þær gerðu
sér grein fyrir.
Tóku málin í sínar hendur
Þar sem játning Karls Vignis lá fyrir
þegar Vistheimilanefnd tók út starf-
semi Kumbaravogs árið 2009, töldu
Erna og María að það yrði skýrt í
niðurstöðum skýrslunnar að börn
á heimilinu hefðu orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hans hálfu. Sú
varð þó ekki raunin, allavega ekki að
þeirra mati. Í skýrslunni segir orðrétt:
„… að meiri líkur en minni séu á því
að hluti vistmanna á Kumbaravogs-
heimilinu hafi sætt kynferðis legu of-
beldi af hálfu gestkomandi einstak-
lings.“
Ernu og Maríu fannst þetta orða-
lag ekki nógu afgerandi og gagn-
rýndu niðurstöðurnar. Eftir að hafa
talað fyrir daufum eyrum í nokkurn
tíma ákváðu þær að taka málin í sín-
ar eigin hendur. Þær fóru til fundar
við Karl Vigni með upptökutæki inn-
an klæða og í þeirri heimsókn ját-
aði hann brot gegn fleiri drengjum.
Ernu hryllir við að rifja upp fund-
ina með Karli Vigni en hún segir að
henni hafi brugðið töluvert þegar
hún hitti hann aftur, í fyrsta skipti í
tæp 40 ár. Hann þekkti þær strax tók
vel í heimsókn þeirra og bauð þeim
inn á heimili sitt.
Vildi á fund með nefndinni
Þær höfðu ekki búist við að ná svona
miklum árangri með heimsókninni.
„Við vildum fá að vita hvað hann
hefði borgað Kristjáni Friðbergssyni,
forstöðumanni á Kumbaravogi, fyrir
að fá aðgang að okkur. Við trúðum
því að hann hefði fengið borgað fyrir
þetta því Kristján gerði ekkert nema
að fá borgað. Kallinn vildi þó ekki
viðurkenna neitt svoleiðis,“ segir
Erna.
Karl Vignir tjáði þeim að hann
hefði aldrei verið boðaður á fund
með Vistheimilanefnd en sagðist
gjarnan hafa viljað hitta nefndina.
Róbert Spanó sagði í samtali við
DV á miðvikudag að nefndin hefði
ekki getað skyldað neinn nema fyrr-
verandi starfsmenn Kumbaravogs
á fund með sér. Miðað við frásögn
Ernu og Maríu hefði þó verið auðsótt
mál að fá Karl Vigni á fund.
Erna og María sendu Vistheim-
ilanefnd upptökurnar frá heimsókn-
inni til Karls Vignis og töldu víst að
þær myndu hafa einhver áhrif. Það
gerðu þær hins vegar ekki. „Þetta
var bara hvítþvottur hjá nefndinni,“
segir Erna en þær stöllur hafa alltaf
kallað Vistheimilanefndina „hvít-
þvottanefnd“.
Róbert Spanó, formaður Vist-
heimilanefndar, sagði í Kastljósi á
miðvikudag að störfum nefndarinnar
hefði verið lokið þegar upptökurnar
bárust og þær hefðu því ekki gagn-
ast. Hann viðurkenndi að hafa aldrei
hlusta á upptökurnar.
„Við verðum að berjast“
Erna segir að þær hafi í raun ekki gert
sér grein fyrir því hvað þær voru að
fara út í þegar þær ákváðu að heim-
sækja Karl Vi gni. „Okkur fannst við
þurfa að gera þetta og við bara gerð-
um þetta. Við erum vanar því að
þurfa að berjast fyrir okkur sjálfar. Við
vissum að hann gengi ennþá laus.
Við erum mæður, við erum ömmur
og við verðum að berjast ef við vitum
af svona óréttlæti.“
Þær viðurkenna að vissulega hafi
hugmyndin um falda upptökutækið
verið svolítið reyfarakennd, en þær
töldu þetta nauðsynlegt til að geta
komið sínum málum á framfæri.
„Hvað gátum við annað gert? Við
urðum að hafa þetta skjalfest.“
Upptökutækið fengu þær lánað
á Bylgjunni en Erna segir þær mjög
ánægðar með það hvernig fjölmiðlar
hafa í gegnum tíðina reynst þeim vel.
Allt í einu komnar með falda
myndavél
Aðspurðar hvað þær ætluðu sér upp-
haflega að gera við upptökurnar seg-
ir Erna þær einfaldlega hafa ætlað að
geyma þær sem heimild um baráttu
sína.
Undir lok síðasta árs höfðu svo
fréttamenn Kastljóss samband við
þær og vildu fá að hlusta á upp-
tökurnar sem þeir höfðu komist á
snoðir um. Þá fór boltinn að rúlla af
alvöru. Í kjölfarið fóru Erna og María
tvisvar að hitta Karl Vigni með falda
myndavél frá Kastljósi.
„Allt einu voru við komnar með
falda myndavél og spæjaralið með
okkur,“ segir Erna sem getur ekki
varist hlátri þrátt fyrir að umræðu-
efnið sé alvarlegt. „Ég var alveg til í
þetta strax þó ótrúlegt sé. Mér fannst
bara orðið tímabært að gera eitthvað.
Það er búinn að vera svo mikill sof-
andaháttur í gangi, ég þoli þetta ekki.“
Þær gerðu sér enga grein fyrir því
hvernig þetta kæmi út en eru mjög
ánægðar með útkomuna.
Erna segir það þó ekki hafa hvarfl-
að að þeim að þær hefðu svona mik-
il áhrif. „Hingað til hefur enginn vilj-
að hlusta á okkur um þessi mál. Við
erum búnar að reyna í mörg ár.“
Grétu yfir þættinum
Erna og María horfðu saman á Kast-
ljósþáttinn á mánudaginn ásamt
dóttur Maríu. „Við grétum allar, en
ætluðum ekki að trúa því. Við erum
manneskjur sem grátum yfirleitt
ekki,“ segir Erna sem var líka gráti
Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir sýndu ótrúlegt hugrekki og
styrk þegar þær fóru til fundar við barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson upp á
eigin spýtur árið 2009 með upptökutæki innan klæða. Hann játaði fyrir þeim kyn-
ferðisbrot gegn nokkrum drengjum sem dvöldust á vistheimilinu Kumbaravogi,
þar á meðal bróður Ernu. Þessi heimsókn þeirra vatt upp á sig og varð að lokum til
þess að Karl Vignir var settur á bak við lás og slá með yfir hálfrar aldar brotasögu
á bakinu. Hrósi og þökkum hefur rignt yfir þær stöllur síðustu daga en þær eru
hálf feimnar við alla athyglina. Finnst hún helst til mikil. Þær eru þó ánægðar með
að fá loksins endalok á mál sem þær hafa barist fyrir árum saman.
R n baRnæskunni
Fá uppreisn æru Það
hvarflaði ekki að Ernu
og Maríu að heimsókn
þeirra til Karls Vignis
árið 2009 myndi vinda
svo mikið upp á sig. Þær
eru ánægðar með að fá
loksins ákveðna lokun.
Starfshópur skipaður
Forsætisráðherra hefur í kjölfar
umfjöllunar um mál Karls Vignis skipað
starfshóp embættismanna úr innan-
ríkis- , velferðar- og forsætisráðuneyti.
Hópnum er ætlað að skila skýrslu um
ástandið og leggja fram tillögur til úr-
bóta, fara yfir ferla og kanna hvað betur
má fara til að koma í veg fyrir að svona
mál endurtaki sig.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal „Við verðum að
berjast.