Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Qupperneq 28
Snéri aftur frá algjörri eyðileggingu 28 Viðtal 11.–13. janúar 2013 Helgarblað É g elska Ísland en hjarta mitt hef- ur alltaf verið erlendis. Ég elska þessa endalausu möguleika sem New York hefur upp á að bjóða og hef alltaf vitað að hér ætti ég eftir að eiga heima. Þetta var meira en áhugi á borginni; ég fann fyrir sérstaklegri tengingu,“ segir tón- listarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem býr og starfar í New York. Bjargað af Lionel Richie Rósa er klassískt menntaður píanó- leikari en hafði verið þekkt heima á Íslandi fyrir allt annað en tónlist. Hún var á kafi í skemmtanabrans- anum og stundaði næturlífið grimmt en snéri sér aftur að tónlistinni árið 2003. Ári síðar flutti hún til New York til að sjá um tónlistina í söngleiknum Plómur í New York sem var settur upp Off-Broadway. Eftir nokkurra ára veru í draumaborginni, þar sem allt var komið á fullt, gerði hún þau mistök að dvelja of lengi utan Banda- ríkjanna og var meinuð innkoma aftur inn í landið. „Þarna hafði ég sett upp tónleika og var komin með plötusamning. Þetta var alveg rosa- legt sjokk fyrir mig og mikil þolraun. Ég réð mér lögfræðing og fékk þekkta aðila úr tónlistarbransanum til að skrifa fyrir mig stuðningsbréf, þar á meðal tónlistarmanninn Lion- el Richie sem ég hafði kynnst í brans- anum. Ég vann málið og komst aftur út 2008. En bransinn þarna úti bíður ekkert eftir manni. Ég þurfti að byrja aftur á núllpunkti.“ Þegar út kom setti Rósa upp tveggja ára skipulag. „Ég stofnaði hljómsveit á Manhattan, Rósa and the Ultra Tight, og ákvað að setja hana í farveg næstu tvö árin. Við vor- um stelpuband sem vildum sýna að stelpur væru ekki bara væmnar og gætu líka spilað þétt rokk. Undir lok ársins 2010 ákvað ég að opna mig fyr- ir meira fyrir skemmtanaiðnaðinum. Ég hafði einblínt svo lengi á tón- listina – var komin með hálfgerða „rörasýn“. Ég hafði verið svo lengi í skemmtanaiðnaðinum heima og hafði ekkert verið að nýta mér þá reynslu hér úti.“ Vann með Ben Stiller Síðan hefur Rósa unnið jöfnum höndum að tónlist og leiklist. „Ég hef unnið við auglýsingar, tónlistar- myndbönd, kvikmyndir og við tón- listina mína. Ég vann til að mynda með Ben Stiller í fyrra. Við unnum saman að einni senu sem tók fjóra tíma í framleiðslu. Það var bara gaman, hann er mjög skemmtilegur og fyndinn. Mér finnst ofsalega gaman að leika og þótt tónlistin sé mín guðs- gjöf og eitthvað sem ég bý að hefur það komið mér á óvart hversu vel ég bý að leiklistinni. Hana kenndi mér enginn. Hún er einnig mín guðsgjöf og ástríða númer tvö.“ Rósa segir mikið hark einkenna skemmtanabransann í Bandaríkj- unum. „En harkið hentar mér. Mér finnst gaman að vinna að markmið- um mínum. Ég veit hvað ég vil. Ég vil lifa og starfa í þessum heimi og veit að ef maður haslar sér völl í Ameríku kemur allt hitt. Ég er nægjusöm manneskja og er ekki með neitt stór- mennskubrjálæði gagnvart þessu. Mig langar bara að vinna í þessum bransa.“ Fékk taugaáfall Rósa hefur gjörbreytt um lífsstíl síðan hún var á allra vörum heima á Íslandi. Hún hætti að drekka fyrir tíu árum og hefur snúið sér að andleg- um málefnum. En breytingin er ekki tilkomin af tilviljun. Árið 2001 hafði hún ofgert sér í vinnu og djammi og ekki leið á löngu þar til álagið fór að segja til sín. „Ég varð andlega lasin og gjörsamlega hrundi. Ég var svo ung og hafði verið undir allt of miklu álagi. Ég var með næturklúbbinn, stofnaði fyrstu íslensku almanna- tengslaskrifstofuna, setti upp AIDS- fjáröflunarkvöld, var með sjónvarps- þátt á Skjá Einum, var alltaf á milli tannanna á fólki og djammaði allt of mikið. Ég fékk bara taugaáfall,“ segir hún og bætir við að þegar henni hafi tekist að tjasla sér saman aftur hafi hún tekið ákvörðun um að breyta um lífsstíl. „Ég snéri bakinu við þessu nætur- lífi og fór að hugsa um sjálfa mig. Ég hafði aldrei spáð í neitt þannig og hafði ekki stundað heilbrigt líf- erni frá því ég var barn í Vestmanna- eyjum. Ruglið byrjaði þegar ég var þrettán ára, svona eins og gengur og gerist hjá mörgum á Íslandi enda er drykkja og vesen allt of samfélags- lega samþykkt þarna heima.“ Hún viðurkennir að vera kona öfga. „Líf mitt er annaðhvort í ökkla eða eyra og þegar ég geri hlutina fer ég í þá á fullu. Ég dró allt saman og ákvað að snúa mér að tónlistinni, fór út að hlaupa fimm, sex sinnum í viku og fór að huga betur að mataræðinu og prófa mig áfram sem „vegan“. Fyrst hélt ég að ég væri komin með átröskun. Ég hafði verið í tólf spora samtökum hér og þar og hélt að ég væri komin í enn einar öfgarnar en komst svo að því að svo var ekki. Ég prófaði að borða dýraafurðir en bara gat það ekki, fór einfaldlega að hágráta. Þetta kom gjörsamlega frá hjartanu. Síðan hef ég haldið áfram á þeirri braut.“ Grimmd í æsku Rósa ólst upp í Vestmannaeyjum. Pabbi hennar er af Kjörvogsættinni frá Strandasýslu en mamma hennar frá Taílandi. „Móðurafi minn rak bú í Taílandi. Hann átti þrjár kon- ur og samtals voru systkinin fimmt- án. Þetta var því stórt heimili með þjónustufólki. Föðurafi minn var hins vegar maður sem byggði bryggj- ur ef þær vantaði. Viljastyrkurinn er mér í blóð borinn en hann getur bæði verið bölvun og blessun. Það hefði verið gott að slaka stundum á og fylgja flæðinu. En maður lifir til að læra,“ segir Rósa brosandi. Hún lýsir æskunni í Vestmanna- eyjum sem súrsætri. „Ég er hætt að vera svona neikvæð. Ég nenni því ekki lengur. Það var gaman að alast þarna upp og ég átti æðislegar vin- konur. En þetta er lítið samfélag og þar varð ég fyrir alls konar áföllum. Ég var öðruvísi og var lögð í einelti. Eins hafði ég alltaf mikla samúð með hinum krökkunum sem einnig var verið að stríða. Ég þoldi það ekki. Krakkar geta verið svo grimm- ir. Mér leið oft ekki vel og var guðs- lifandi fegin þegar ég gat byrjað að nota áfengi til að flýja. Það var aldrei unnið neitt úr áföllum; aldrei talað um neitt, hvort sem það var einelti, geðsjúkdómar, misnotkun, fíknisjúk- dómar eða annað.“ Þegar hún flutti í höfuðborgina fóru hlutirnir að gerast hratt. Hún fór að misnota áfengi og eiturlyf og komst fljótt niður á botninn. „Ég er framtakssöm manneskja og sogaðist allt of langt inn í bransann. Ég gaf allt sem ég átti og var ekkert að hugsa um sjálfa mig. Auðvitað hafði ég lúmskt gaman af allri athyglinni en þetta fór úr böndunum. Mér finnst þessi tími hafa verið tíu ár en í rauninni voru þetta bara þrjú ár.“ „Out-uð“ af Séð og heyrt Ein af ástæðunum fyrir allri athygl- inni var sú staðreynd að Rósa var ekkert að fela kynhneigð sína sem þá var mun meira feimnismál en í dag. „Í Vestmannaeyjum var ég með strákum og átti óformlega kærasta en svo varð ég ofsalega hrifin af stelpu sem ég fór að sofa hjá þegar ég var 19 ára. Ég var alltaf svo græn og opin fyrir öllu og svo mikill Madonnu-að- dáandi sem unglingur sem kannski hjálpaði mér að vera svona opin kyn- ferðislega. Ég var bara ekkert að pæla í því hvort ég væri þetta eða hitt,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið að finna fyrir fordómum eftir viðtal í tímaritinu Séð og heyrt. „Séð og heyrt „out-aði“ mig. Skellti mér á forsíðu undir fyrirsögninni; Aldrei verið í skápnum. Ég hafði minnst á kærustuna í tveimur setningum en svo virtist sem viðtalið snérist um það. Eftir það fór ég að sjá ljóta for- dóma gagnvart kynhneigð fólks. Það varð til þess að ég varð ein af for- sprökkum Hinsegin hátíðarinnar. Ég og Páll Óskar vinur minn bjuggum saman á þessum tíma og við sáum að það þurfti hugarfarsbreytingu í sam- félaginu.“ Rósa segir viðtalið hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu sína sem tók frétt- unum misjafnlega. „Pabbi var ekkert mjög hress í símann en samskipti okkar höfðu ekki verið upp á marga fiska fyrir þetta síðan ég var gelgja. Ég var erfiður unglingur. En sem betur fer er þetta ekkert mál í dag. Núna nennir enginn að pæla í einhverju svona. En vissulega þurftu einhverjir að ryðja veginn.“ Ástin er kynlaus Rósa segist ekkert hafa velt fyrir sér hvort hún væri samkynhneigð eða gagnkynhneigð. „Ég var bara opin og eignaðist kærustu. Mér fannst þetta svo eðlilegt ferli og vissi snemma að fólk ætti ekki að lifa í skömm gagnvart eigin tilfinningum. Það er svo sárt að sjá þegar fólk get- ur ekki verið það sjálft af því að þannig er það ekki samþykkt af foreldrum sín- um eða vinnuveitendum. Höfnun er svo ofsalega sár og sérstaklega fyrir barn. Að upplifa að maður sé annars eða þriðja flokks, slíkt ber maður alla ævi.“ Rósa er ekki í sambandi í dag. „Ég er í sambandi við vinnuna mína í dag og hef það bara fínt. Ég hef engan áhuga á að sofa hjá ókunnugu fólki og það tek- ur tíma að bera tilfinningar fyrir fólki. Ég er samt opin fyrir ástinni og ef ég hitti einhvern karlmann sem ég verð ástfangin af labba ég ekki í burtu af því að ég sé svo upptekin af því að vera lesbía. Ég er kona og ber tilfinningar til fólks. Þar á meðal kvenna. Ég hef alveg laðast af körlum en hef ekki átt tilfinn- ingalega sögu með þeim. Ef fólk vill kalla mig lesbíu þá er mér alveg sama. Ég er ekki með kynfærum, ég er með manneskjum. Enda er ástin kynlaus og hefur alltaf verið. Mér hefur tekist að einfalda hlutina; ég er manneskja og hef hæfileika til að geta tekið á móti og gefið ást. En það tók mig tíma að læra það.“ Nóg að gera Hún segist ekki hafa flutt til New York til að forðast athyglina. „Mér finnst ég aldrei hverfa í fjöldann hvort sem er. Ég þjáist af svo mikilli einstaklings- hyggju og á tilbúna fjölskyldu hér í borginni. Það er alltaf mikið í gangi og aldrei róleg stund. Ég er á stöðug- um fundum og að vinna að mínum ferli, á milli þess sem ég huga að and- legu heilsunni. Það eru mörg spennandi ver- kefni framundan. Það getur allt gerst. Ég er alltaf að skoða og sjá hvort samhljómur annarra eigi við minn eigin. Tími minn er mér mjög dýrmætur og þetta snýst ekki um að fá bara einhvern samning. Mér hef- ur boðist fjöldi samninga bæði frá Jive Records, Sony og Motown en ég er enn að skoða þetta allt saman. Það þarf að fara vel yfir málin. Núna á eft- ir er ég á leiðinni á fund með eiganda plötufyrirtækis og framleiðanda sem Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Viðtal Rósa Guðmundsdóttir vakti mikla athygli þegar hún starfaði ung sem skemmtanastjóri Spotlight. Rósa fór á kaf í djammið sem endaði með taugaá- falli. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Rósu um erfiða æsku, tónlistina, kynhneigðina, villt lífernið, fyrirgefninguna og andlega batann sem hún segir kraftaverki líkastan. „Það var vont að ganga um reið og full af hatri gagnvart fólki sem misnotaði mig, bæði kynferðislega og tilfinningalega, í æsku og þegar ég varð eldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.