Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 29
Viðtal 29 Helgarblað 11.–13. janúar 2013 hefur unnið með fjölda þekktra lista- manna, þar á meðal Backstreet Boys. Eins fæ ég regluleg „castings“ fyrir alls konar verkefni og oft hef ég ekki tíma fyrir þetta allt. Ég lék til að mynda í franskri bíómynd, í auglýsingu, tónlistarmyndbandi og í myndinni með Stiller. Lífið er skemmtilegt, þótt það geti verið erfitt. En ég kaus mér þessa stefnu í lífinu og kaus að vera ekki í vinnu og fá fasta summu í hverjum mánuði. Ég valdi mér þetta form fyrir mark- mið sem getur gefið mér þúsundfalt til baka. Mér finnst bara gaman að vakna inn í daginn, sama hvort ég á mikið af peningum eða lítið. Ég er á minni braut og það gerir mig hamingju- sama. Lífið snýst ekki bara um að þræla sér út fyrir peninga.“ Systir Rósu er tónlistarkonan Vé- dís Vantída en þær systur spiluðu saman á dögunum þegar Rósa var stödd hér á landi yfir jólin. „Védís er æðislegur lagahöfundur og tónlistar- manneskja. Við höfum unnið mikið saman og ég væri til í að geta unnið meira með henni. Íslendingar eru heppnir að hafa hana heima.“ Batinn er kraftaverk Hún segir villta lífernið hafa haft mikil áhrif á sig og að hún sé enn að vinna úr afleiðingunum. „Ég hef yfir- stigið mikinn andlegan sársauka í líf- inu og farið ofboðslega illa með mig, andlega, líkamlega og tilfinninga- lega. Þótt ég hafi verið vond við fólk hef ég komið mun verr fram við sjálfa mig. Það hefur verið algjört krafta- verk að fá að upplifa þennan bata; ég snéri lífi mínu við frá algjörri eyði- leggingu. Það er bara ótrúlegt að mér hafi tekist það.“ Hún segir það ekki skipta sig máli hvað aðrir halda um hana. „En mér þykir vænt um fólk. Líka það sem ég þekki ekki og það sem talar illa um mig. Ég tek ekki persónulega því nei- kvæða sem aðrir segja um mig því ég veit að þeir sem tala illa um fólk og af hatri líður ekki vel. Sjálf hef ég talað illa um fólk og hatað, þegar mér leið sem verst. Það var vont að ganga um reið og full af hatri gagnvart fólki sem misnotaði mig, bæði kynferðislega og tilfinningalega, í æsku og þegar ég varð eldri. Ég var uppfull af réttlátri reiði um tíma gagnvart vinum og fjöl- skyldu en hef lært að fyrirgefa, bæði sjálfri mér og fólkinu í kringum mig. Ég varð að læra að fyrirgefa því mér leið svo illa. Ég gat varla átt sam- skipti nema missa stjórn á skapinu. Ég var komin á þann punkt að ég hugsaði: annaðhvort breytist þú eða deyrð. Það var bara þannig. Reiðin er svo hættuleg fyrir fólk eins og mig. Þá langar mig að gera eitthvað eyði- leggjandi, þá kemur fíknihegðunin fram. Mér verður skítsama um allt og allir geta átt sig. Ég ætla bara að gera eitthvað sem skemmir mig. Ég má það ekki því það er það sama og að deyja. Ég er með ofnæmi fyrir hugbreyt- andi efnum, hvort sem það er áfengi eða dóp. Slíkt þýðir geðveiki, stofn- anavist eða dauði.“ Hún segist þó hafa þurft að læra á fyrirgefninguna. „Að fyrirgefa er ekki það sama og að treysta. Áður átti ég það til að fyrirgefa og hleypa fólki aftur inn og brenndi mig svo. Núna er ég búin að læra að traust er áunnið.“ Nóg af vanlíðan Líf Rósu hefur verið sannkallaður rússíbani. Hún hefur lifað hratt og prófað margt þrátt fyrir að vera rétt skriðin yfir þrítugt. Aðspurð um framtíðina segist hún varla hugsa um morgundaginn. „Að lifa í degin- um í dag er nógu mikið álag,“ seg- ir hún brosandi en bætir við að hún vilji einfaldlega verða hamingjusöm. „Hver vill það ekki? Ég bara nenni ekki að líða illa. Nenni því svo engan veginn. Er komin með nóg af vanlíð- an. Ég hef farið í gegnum svo mikinn andlegan sársauka og skammast mín ekkert fyrir það. Leynd og skömm gerjast og verður að krabba- meini. Ég á mér engin leyndarmál og er frjáls. Ég er hér og ég er sigur- vegari því ég hef sigrað geðveiki og dauða.“ Í dag hefur Rósu tekist að fanga hamingjuna. „Ég er á þeim stað í líf- inu að dagurinn í dag er besti dagur- inn. Ég vil aldrei vera í gær, dagur- inn í dag er besta gjöfin sem ég hef fengið. Ég sé engin takmörk fyr- ir því hversu mikið ég get vaxið og farið í lífinu. Ég er bara spennt og geri mitt besta í því sem mig langar að gera. Mig langar að lifa og hrær- ast í skemmtanaiðnaðinum og læt hjartað í allt sem ég geri.“ n „Ef fólk vill kalla mig lesbíu þá er mér alveg sama. Ég er ekki með kynfærum, ég er með manneskjum. Spotlight Rósa og vinir hennar á djamminu á Spotlight. Vinir Páll Óskar og Rósa bjuggu saman um tíma. Myndin birtist á sínum tíma í Séð og heyrt. Nýtt líf Rósa hefur gjörbreytt lífsstíl sínum. Hún hætti að drekka fyrir tíu árum, borðar ekki kjöt, fisk, eða dýraafurðir og einbeitir sér að andlegum málefnum. myNd Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.