Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Qupperneq 30
30 Úttekt 11.–13. janúar 2013 Helgarblað
Atli Þór Albertsson leikari
Anna Gunndís Guðmundsdóttir
leikkona
Atli plötusnúður
Ásgeir Hjartarson
hárgreiðslumeistari
Árni Ingi Árnason snjóbrettakappi
Einar Aðalsteinsson leikari
Elísabet Jónsdóttir vörumerkjastjóri
Jóhann G. Jóhannsson leikari
Margeir Steinar Ingólfsson
plötusnúður
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
blaðamaður
Védís Vantída Guðmundsdóttir
tónlistarkona
Georg Erlingsson Merritt skipu-
leggjandi Draggkeppni Íslands
Magni Ásgeirsson tónlistarmaður
Magnús Halldórsson fréttamaður
Halldóra Anna Hagalín ritstjóri
Pétur Örn Guðmundsson
tónlistarmaður
Rakel Garðarsdóttir Vesturporti
Svala Kali tónlistarkona
Selma Ragnarsdóttir klæðskeri
Tobba Marinós fjölmiðlakona
Óli Hjörtur Ólafsson nemi
Valgeir Örn Ragnarsson
fréttamaður
Álitsgjafar
„Lítill staður
með mikla sál“
DV leitaði til rúmlega 20 skemmtanaglaðra Íslendinga í leitinni að besta skemmtistað Íslands. Margir gamlir og góðir komust á blað en
það var Kaffibarinn sem stóð uppi sem sigurvegari og hlýtur hér með viðurkenninguna Besti skemmtistaður landsins.
1. sæti
Kaffibarinn
„Fullur í 20 ár!“
„Þú getur alltaf dottið í skemmtilegt
rugl þar … dansað af þér rassgatið
við góða tónlist og hitt skemmtilegt
fólk. Þar detta margir í skemmti-
staðasleik.“
„Skapast oft geggjuð stemming
þarna inni. Plötusnúðar staðarins
leika stóra rullu í því af hverju ég
nenni að hanga inni á troðfullum
staðnum og fá yfir spariskóna mína
og fötin nokkra lítra af bjór. Lítill
staður með mikla sál. Engar fansí
innréttingar, né snobbað lið með
kíló af brúnkukremi lafandi af
smettinu eða FM 957-garg öskrandi
úr hátölurunum.“
„Staður sem ég kem á klukkan
02.00. Þá er allt orðið troðfullt. Ég
bíð þolinmóður í röðinni í 30 mín-
útur og kemst svo inn og skemmti
mér eins og kóngur með skemmti-
legu fólki, heitum dömum og með
vín hússins í glasi! Ekki hægt að
klúðra svona kvöldi.“
„Kaffibarinn á sínum bestu árum
– svona fram að 2002. Þá var falleg
stemming og réttur gleðiandi sem
réð þar ríkjum.“
„Gamli Kaffibarinn var bestur.“
„Bara getur ekki klikkað ef þig
langar að dansa við góða músík.“
„Alltaf stemming, alltaf röð og alltaf
stuð!! Margt skáldið, kvikmynda-
gerðarmaðurinn, leikarinn og
„wannabe-ið“ sullaði yfir sig bjór
þegar stuðið var sem mest. Hann
hefur líka dugað og dugað.“
2. sæti
Boston
„Snilld til að dansa
á en er með fúlt
starfsfólk!“
„Þar er vel hægt að dilla sér.“
„Alveg málið.“
„Skemmtileg tónlist, dans og
stemming.“
„Traustur staður. Góð tónlist og
alveg afbragðs pallur þegar veðrið
er gott.“
3.–4. sæti
Gaukur á Stöng
„Mekka tónlistar rétt
fyrir aldamótin. Félags-
heimili poppara.“
„Frá 1990–2005 var þetta staður-
inn sem margir kölluðu sitt annað
heimili. Lifandi tónlist nær öll
kvöld. Alltaf hægt að hitta vin eða
vinkonu og eiga góðar stundir.“
„Uppeldisstaður margra popp- og
rokktónlistarmanna. Lifandi tónlist
á hverju kvöldi, allt frá „no name-
um“ í stórstjörnur. Yfirleitt alltaf
troðið, sveitt og soðið. Má ekki
gleyma að Gaukurinn var einna
fyrstur með bjórlíkið.“
3.–4. sæti
Ölstofan
„Staður eins og Staupa-
steinn. „Where everybody knows
your name.“ Þú getur verið viss um
að hitta einhvern þar í verra ástandi
en þú ert í sjálfur.“
„Næs til að fá sér einn kaldan og
ræða allt milli himins og jarðar.
Hrikalega skemmtilegt og gott
starfsfólk.“
„Fjölbreytt mannflóra.“
„Stendur alltaf fyrir sínu. Klassísk
ölkrá í anda Staupasteins.“
5. sæti
Götubarinn
Akureyri
„Frábær bar, flottur
og oft rífandi stemming í kringum
píanóið á staðnum. Þó það sé
reykvél á Pósthúsbarnum, sem er
virðingarvert, þá er Götubarinn
betri.“
„Þar er flygill og hægt að syngja
úr sér raddböndin með mjög gott
rauðvínsglas í hönd. Engin önn-
ur tónlist spiluð sem gerir stemm-
inguna framan af mjög rólega og
þægilega.“
„Eini alvöru píanóbarinn á landinu.
Þegar rétta fólkið sest niður við flyg-
ilinn á miðju risagólfinu taka allir
undir í söng, sama hvaða lag er
spilað.“
6.–11. sæti
Vegamót
„Stendur alltaf fyrir sínu. Frábært
að fara út að borða í seinna lagi og
panta sér kokteil, svo standa upp
og dilla sér við „old school R&B“ og
„lounge house“-tónlist þegar plötu-
snúðurinn er mættur á svæðið.“
„Góður staður til að byrja tjúttið á,
þar fær maður ótrúlega góðan mat
á góðu verði og svo þegar maður
er orðin saddur þá er ekki langt í
bar til að fá sér öl eða
partídrykk og dansa
síðan fram á nótt.
„Perfect“!!!“
6.–11. sæti
Rósenbergkjallarinn
„Fyrsti staðurinn á Íslandi þar sem
spiluð var danstónlist af jaðrinum.
Það mynduðust einhverjir sérstakir
töfrar þarna inni – samspil tíðarand-
ans, tísku og auðvitað nýrrar tónlist-
arstefnu sem hreif heila kynslóð með
þannig að enn sjást þess merki 20
árum síðar.“
„Mest „legendery underground“-
klúbbur Reykjavíkurborgar fyrr og
síðar.“
6.–11. sæti
Prikið
„Alltaf klassískur til að koma að fá
sér bjór í miðri viku og eiga góðar
stundir.“
„Bestur þegar Raggi var
með það. Góður í dag
líka. Vegna tónlistar
og stemmingar sem
myndast á litlum
stað.“
6.–11. sæti
Sirkus
„Andrúmsloftið! Stemmingin!
Smæðin!“
„Þessi staður lifir í minningunni
sem einn besti skemmtistaður fyrr
og síðar. Næturnar á
Sirkus gátu tekið
mjög undarlega
stefnu bæði fyrir þá
sem voru með og án
meðvitundar.“
6.–11. sæti
Uno
„„Happy hour“ á Uno er líka vel
falinn gimsteinn með besta „flan-
ini“ á Íslandi!“
„Best geymda leyndarmálið.
Huggulegt umhverfi, „happy hour“
og góðir smáréttir.“
6.–11. sæti
Tunglið
„Er og verður langbesti og best-
heppnaði skemmtistaður/klúbb-
ur sem Reykjavík hefur alið. Stærðin
var fullkomin, geggjuð tónlist, alltaf
eitthvað að gerast, þemakvöld, tísku-
sýningar og alls konar „show“. Dj-ar
gerðu Tunglið ódauðlegt. Ég er ekki
frá því að það hafi sést tár á hvarmi
þegar ég frétti að staðurinn hafi fuðr-
að upp. Alltaf biðröð, það var að eins
og að vinna í lottói að komast inn.“
„Magnaður staður. Það þyrfti að
semja lag um Tunglið eins og
Glaumbæ.“
ÞESSIR VORU LÍKA NEFNDIR
Micro bar
„Frábært að geta sest þar niður og notið
úrvalsins af góðum íslenskum bjór. Mæli
með staðnum fyrir bjóráhugamenn.
Gæðingur Pale ale slær alltaf í gegn.“
Píanóbarinn
„Ég elskaði að fara þangað og dansa
við tónlistina. Fannst líka nett gaman
að meira en helmingurinn þar var
útlendingar og því næstum því eins og
maður væri kominn út fyrir landstein-
ana!“
Casablanca
„Elskaði þennan stað. Ég fékk vinnu
þarna allt of ungur. Einu skilyrðin voru
að fara í Kókó í Kringlunni og kaupa
þröngar svartar leðurbuxur og kunna að
blanda Brjáluðu Bínu! Þar heyrði maður
í fyrsta skipti lög eins og Ain´t nobody
með Chaca Chan og fleira með Kidda
Bigfoot á bak við spilarana! „Good
times!““
22
„Besta gleðitónlistin öll fimmtudags-
kvöld.“
Spotlight
„Fríkuð þemakvöld, eins og klámkvöld.“
Faktorý
„Fyrir fjölbreytt tónleikahald.“
NASA
„Fullkominn tónleikastaður fyrir
viðburði af stærri gerðinni. Verður sárt
saknað.“
Gamli Bakkus
„Það sem kórónaði stemminguna á
þessum stað var náttúrulega fússball-
borðið sem búið var að hella svo miklu
magni af áfengi á að það var eiginlega
ekki hægt að nota það.“
Gamli Hressó
„Menntaskólaárapöbbinn. Þar reyndi
maður oftast að smeygja sér inn áður en
maður náði tvítugsaldri. Oft skemmtileg
lifandi tónlist í garðinum á sumrin og
alltaf hægt að gera sér glaðan dag eða
glatt kvöld.“
Cafe au lait
„Staður með rétta sál og hjarta sem
sló réttan takt, frábærum eiganda og
geggjuðu starfsfólki … Því miður er sá
staður hættur.“
Eldhúsborðið á Nýlendugötu 6
„Skemmtilegasta tónlistin í bænum,
fallegustu og skemmtilegustu gestirnir,
frábær staður til að skemmta sér á. Eld-
húsborðið veit meira en nokkurn grunar.“
English Pub
„Vegna „live“ tónlistar og hressleika
fram eftir.“
Slippbarinn
„Hefur verið mjög vinsæll síðan hann var
Ingólfscafé
„Staður þar sem listamenn og djamm-
drottningar mættust og enginn var að
spá neitt sérstaklega í hver var hipp og
kúl. Ef þú varst á staðnum þá varðstu
sjálfvirkt hipp og kúl.“þar! Staður með
allt.“
Hverfisbarinn
„Á tímabilinu 2001– 2004.“
Astró
„Á tímabilinu 1998–2000.“