Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Side 35
Menning 35 Helgarblað 11.–13. janúar 2013
„Sósíalistinn sem
varð sendiherra“
„Hvítar lygar
og svartar“
Hreint út sagt
Svavar Gestsson
Hvítfeld – Fjölskyldusaga
Kristín Einarsdóttir
„Áræðið verk
frá Hjaltalín“
Enter-4
Hjaltalín
Reynir Traustason
rt@dv.is
Bækur
Ég gefst aldrei upp
Útgefandi: Salka.
253 blaðsíður.
Stjörnulögmaður sendi sms
B
orghildur Guðmundsdóttir
hefur undanfarin ár gengið í
gegnum harða forræðisdeilu
þar sem hún hefur barist
fyrir tveimur sonum sínum.
Barátta Borghildar hefur staðið bæði
á Íslandi og í Bandaríkjunum. Í bók
inni, sem hún skrifar sjálf, lýsir hún
sambúð sinni og bandaríska her
mannsins Colby. Framan af var sam
bandið ástríkt en þróaðist síðan út í
martröð, samkvæmt lýsingu Borg
hildar. Það gerðist eftir að Colby
snéri heim úr Íraksstríðinu, gjör
breyttur maður.
Borghildur segir sögu sína af
lipurð og ágætri stílfimi. Söguþráður
inn er þétt ofinn og lesand
anum er haldið við efnið.
Æsilegur flótti með synina
frá Bandaríkjunum og til
Íslands er þannig að mað
ur lifir sig inn í atburða
rásina. En Ísland varð
henni ekki það skjól sem
hún hélt. Colby reyndi að
ná drengjunum af henni
með fulltingi foreldra
sinna. Borghildur varð
að fá lögmann til að gæta
hagsmuna sinna. Hún fagnaði því
mjög þegar frægur lögmaður tók að
sér mál hennar. Þetta var svokallaður
stjörnulögmaður sem hún af óskilj
anlegum ástæðum kallar Önund í
stað þess að réttnefna Sveinka. Og
það var sem óheppnin elti hana á
röndum. Lögmaðurinn sinnti mál
inu illa, ef marka má frásögnina, og
setti sig ekki inn í málin. Þá er hann
grunaður um að hafa sofnað á fundi
með móðurinni. Það fer enda svo
að hún tapar forræðismálinu fyr
ir héraðs dómi og síðar Hæstarétti.
„Önundur“ lögmaður hafði ekki fyrir
því að hringja eða hitta hana til að
segja frá niðurstöðunni
heldur sendi henni sms
af þeirri tillitssemi sem
einkennt hafði sam
skipti þeirra.
Borghildur hrakt
ist til Bandaríkjanna
með syni sína eftir að
stjörnulögmaðurinn
hafði tapaði málinu. Þar
hélt slagurinn við Colby
áfram. Væntanlegir
lesendur geta lesið um
lyktir málsins.
Ég gefst aldrei upp er ágætlega
skrifuð bók sem rís vel undir því að
vera lífsreynslusaga. Þetta er litrík
frásögn og enginn svikinn af lestrin
um. Helsti galli bókarinnar er útlits
legur. Kápa bókarinnar, daufleg, lit
laus og illa gerð og ekki til þess fallin
að selja. Þeir sem til þekkja vita að
til þess að bók nái í gegn á mark
aði þurfa að fara saman gæði í texta
og útliti. Þetta er stærsti galli bók
arinnar og í rauninni synd þar sem
frumraun Borgarhildar er að mörgu
leyti vel heppnuð. Ég gefst aldrei upp
fær þrjár stjörnur. n
Óþarfa áhætta
einnig sú að lokasenan hafi átt að
koma þeirri túlkun út í salinn að
Lenny hafi þekkt örlög sín. Þessi
uppstilling er hins vegar allt önnur
en í bókinni þar sem George lætur
Lenny krjúpa og stillir sér svo upp
fyrir aftan hann og skýtur hann í
hnakkann af stuttu færi, líkt og
um væri að ræða slátrun á særðu
dýri eða aftöku. Lenny lítur ekki
á George í bókinni, enda er hann
fyrir aftan hann, og ekkert bend
ir til að Lenny hafi vitað að hann
væri að fara að deyja. Enda væri
það útilokað fyrir Lenny að gruna
George um að hann ætli að drepa
hann; Lenny hefur einfaldlega
ekki andlega burði til þess og
hann lítur á George sem verndara
sinn.
Þá er nándin á milli þeirra
miklu meiri vegna þess að George
stendur alveg upp við Lenny
og hlaup byssunnar nær snert
ir hnakkann. Sú tilfinning að um
miskunnardráp, eiginlega líknar
dráp, hafi verið að ræða kemst
því miklu betur til skila í bók
inni enda drepur George vin
sinn af því honum þykir vænt um
hann, kennir í brjósti um hann
og vill ekki að hann komist lif
andi í hendurnar á Curley. Loka
senan er því ekki eins hjartnæm í
leikritinu og í bókinni því George
skýtur Lenny á færi.
Fyrir vikið gætu einhverjir
áhorfendur haldið að George hafi
ekki drepið Lenny á þessum „líkn
andi“ forsendum heldur öðrum
verri og að grimmd en ekki óeigin
gjarnar ástæður hafi legið að baki
hjá George þegar hann skaut
hann. Þessi breyting á verkinu
gerir það að verkum að lokaatriðið
er ekki nærri því eins persónulegt
og áhrifaríkt og skilur áhorfand
ann eftir með aðra tilfinningu fyr
ir verkinu en bókin gerir. Tilfinn
ing mín fyrir endinum í bókinni er
að dráp George á Lenny hafi verið
fallegt og miskunnsamt en þessi
tilfinning kemur ekki eins sterkt
fram í leikritinu. Áleitna spurn
ingin sem Steinbeck skildi eftir:
„Getur manndráp verið réttlætan
legt og í reynd fallegt á ákveðnum
forsendum?“, kemur því ekki eins
sterkt upp í hugann í Borgarleik
húsinu.
Er „áhættan“ þess virði?
Ég er því ekki viss um að „ áhættan“
sem Jón Páll vísar til við uppsetn
ingu verksins hafi verið þess virði.
Þetta er saga sem ég held að sé
best að segja, í öllum aðalatriðum,
eins og hún er í bók Steinbecks,
sérstaklega þegar kemur að lykil
atriðum eins og lokasenunni og
þeim tilfinningum og hughrif
um sem höfundurinn vildi skila
til lesandans. Annars er búið að
breyta eðli sögunnar.
Gott er að vera frumlegur og
nýjungagjarn, líkt og Jón Páll seg
ist hafa viljað vera og sem komið
hefur vel fram í öðrum sýningum
sem hann tengist eins og til dæm
is með Mindgrouphópnum, en
það er kannski ekki við hæfi að
breyta eðli klassískra verka á þeim
forsendum að breytingar séu góð
ar í eðli sínu, eða eitthvað slíkt. Ég
fæ ekki séð að breytingarnar sem
gerðar eru á verkinu í Borgarleik
húsinu bæti einhverju við verkið
en hins vegar er ljóst að þessar
breytingar skapa þau vandamál
sem gera það að verkum að leik
ritið fær ekki allt það lof frá mér
sem það annars ætti skilið. n
Lenny Ólafs Darra Ólafur Darri
ber sýninguna uppi í hlutverki Lennys.
Hann sést hér ásamt Hilmari Guðjóns-
syni sem leikur George.
A
ðstæður listmálara sem sel
ur vel sem veldur því að
hann er ekki hátt skrifaður
af kollegum og menningar
páfum er undirlag skáld
sögunnar Málarans, nýjasta verks hins
reynda rithöfundar, Ólafs Gunnars
sonar. Vinsældirnar grafa þannig und
an gildi listmálarans sem listamanns,
á óréttlátan hátt að eigin mati; hann
vill viðurkenningu listheimsins, með
al annars í formi boðs um að sýna
á Kjarvalsstöðum, en ekki einungis
viðurkenningu pöpulsins í formi pen
inga. Og fjölmiðlarnir eru á sama báti
og fagmennirnir; blöðin fjalla ekki
lengur um sýningarnar hans, sjón
varpsstöðvarnar sýna í allra mesta
lagi örstutta frétt. Og honum finnst
hann niðurlægður í sjónvarpsviðtali
snemma í sögunni þegar fréttakona
spyr listamanninn, Davíð að nafni, út
í það álit sumra að landslagsmyndir
hans séu hálfgerðar ljósmyndir og lík
ist helst stórum konfektkassalokum.
Davíð er vel stæður, á eiginkonu
sem er skarpgreind, gullfalleg og
stendur grjóthörð með manni sínum í
mótlætinu, átti það jafnvel til að heim
sækja krítíkera til að hella sér yfir þá
þegar Davíð fékk slæma dóma (olía
á eld myndi kannski einhver segja).
Unglingsdóttirin Sandra elskar föður
sinn skilyrðislaust, en ör er á hjóna
bandinu vegna andláts sonar Dav
íðs og eiginkonunnar Kolbrúnar, sem
drukknaði í drullupolli þegar hann var
í umsjá föður síns, fyrir margt löngu.
Tengdafaðir Davíðs hefur aldrei fyrir
gefið honum slysið og hæðist að „list“
hans, hinum endalausu myndum af
uppáhaldsmótífinu, Keili. Þegar val
nefnd Kjarvalsstaða ákveður að setja
ekki upp sýningu á verkum hans er
eins og eitthvað bresti í sálarlífi Dav
íðs, hann ákveður að ná sér niðri á
nefndinni, falsar í þeim tilgangi Kjar
valsverk og hefur tiltekinn gjörning í
huga í framhaldinu. En auðvitað fer
ekki allt eins og ráðgert var, ekki síst
vegna aðkomu forríks stórkaupmanns
og sonar hans, sem einnig er listmál
ari en ólíkt Davíð á upp á pallborð
kanónunnar.
Saga Ólafs gerist um miðjan
níunda áratuginn og fléttar hann eitt
stærsta þjóðfélagsmál þess tíma, Haf
skipsmálið, inn í atburðarásina. Ferst
honum það ansi vel úr hendi, sama
og sagt verður um fléttu sögunn
ar í heild. Nokkur reyfarabragur er
á sögunni (glæpir af ýmsum toga
– morð, ofbeldi, falsanir, innbrot –
löggur og lögfræðingar, fangelsi og
geðdeild, svik og flótti) og má segja
að hún dansi á mörkum fagurbók
mennta og spennusögu. Sem er
einmitt vel til fundið í ljósi umfjöll
unarefnisins, vangaveltan um hvað
geri list að list, hvar séu mörkin á milli
listaverks sem hefur eitthvað gildi og
verks sem er stimplað sem söluvara
eða einnota. Davíð segir á fleiri en
einum stað að hann hafi látið af sín
um eigin listrænu kröfum og hrein
lega málað viljandi undir getu til að
selja verkin sín, til að framfleyta fjöl
skyldunni. Höfundurinn setur þannig
einnig fram spurningar á borð við
hvort þannig sé málum háttað hjá
einhverjum listamönnum, hvort vilj
andi sé unnið „undir getu“ til að eiga
fyrir salti í grautinn.
Talandi um hina fljótandi fæðu,
graut, þá er vætu víða að finna á síð
unum. Það rignir mikið, stundum
verður vatnið fastara í formi snjó
korna, sjávarútvegurinn er viðloð
andi, blóð og málning flæðir og slett
ist, augu margra verða vot (ýmist af
harmi, gleði eða vegna veðurs) og
þeir sem ekki búa við sjóinn hafa mýri
í heimilisfangi sínu. Afdrifarík setn
ing inniheldur svo hráka og hland.
Og það sem Davíð gerir til að skapa
sér og sínum fast land undir fótum
verður honum að fótakefli. Málverkin
sem hann málar í gríð og erg af upp
áhaldsmótífinu, fjalli og storknuðu
hrauni, eru andstæða við hans fljót
andi veröld og sjálfsmynd í raun
heimum. Ólafur stefnir þannig á flott
an hátt saman hinu stöðuga og hinu
fljótandi í lífi Davíðs, þegar allt fer á
flot upplifir listmálarinn jafnvel enga
stoð í þeim sem áður voru hans stoð
og stytta. Listin verður hans eina litla
sker í lífsins ólgusjó, því lífið er ekki
eins og konfektkassi. n
Kristján Hrafn
Guðmundsson
Bækur
Málarinn
Höfundur: Ólafur Gunnarsson
Útgefandi: JPV
325 blaðsíður.
Reyndur rithöfundur
Í bók sinni stefnir Ólafur saman
hinu stöðuga og hinu fljótandi í
lífi aðal sögupersónunnar.