Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 45
Sport 45 Helgarblað 11.–13. janúar 2013
Líkurnar eru einn á móti fimmtán
n Veðbankar setja Ísland í 5. sætið yfir þá sem eru líklegastir til að vinna HM á Spáni
Í
sland er í fimmta sæti yfir þær þjóð
ir sem líklegastar þykja til að verða
heimsmeistarar á HM í handbolta
á Spáni. Mótið hefst í dag, föstu
dag, en fyrsti leikur Íslands er gegn
Rússum á laugardag. Þetta kemur
fram á vefsíðunni oddsportal, sem
byggir útreikninga sína á meðaltali
stuðla þriggja vefmálasíða; Bet365,
Paddypower og NordicBet.
Líkurnar á því að Íslendingar verði
heimsmeistarar í handbolta 2013 eru
metnar einn á móti 15,40. Mestar
líkur eru á því að Spánverjar verði
heimsmeistarar en þeir hafa stuð
ulinn 3,13. Það þýðir að ef sá sem veðj
ar á að þeir verði heimsmeistarar legg
ur eitt þúsund krónur undir, fær hann
3.130 krónur ef Spánverjar vinna. Sá
sem veðjar á að Ísland vinni HM fær
15.400 krónur ef hann leggur eitt þús
und krónur undir. Ólíklegast þykir að
Ástralir verði heimsmeistarar. Stuð
ullinn er einn á móti 4.900,60. Sá sem
legði þúsund kall undir fengi tæpar
fimm milljónir króna ef sú spá rættist.
Veðbankar virðast sammála um
að fjögur lið verði í sérflokki á mótinu.
Spánverjar eru með stuðulinn 3,13,
Frakkar 3,45, Króatar 4,69 og frændur
okkar Danir með 5,93.
Eins og áður segir leika Íslendingar
sinn fyrsta leik gegn Rússum. Þar þykja
Íslendingar sigurstranglegri. Stuðull
inn á íslenskan sigur er 1,64. Stuðull
inn á rússneskan sigur er 2,78. Ekki
er víst að þeir sem best til þekkja séu
sammála þessu mati en Íslendingar
leika án margra lykilmanna sinna
frá undangengnum árum á mótinu.
Á hinn bóginn hafa Rússar tekið
miklum framförum og fengið liðstyrk
frá síðasta stórmóti. n
Riðillinn okkar
Líkur liðanna í okkar riðli á að vinna HM
n Danmörk 1/5,93
n Ísland 1/15,40
n Rússland 1/40,20
n Makedónía 1/88,40
n Katar 1/1.1100,40
n Síle 1/1.700,40
Fagnað á laugardag Íslendingar þykja líklegri en Rússar en það hjálpar lítið inni á vellinum.
Þessir verða
ekki með
Eins og allir vita hafa stór skörð
verið höggvin í íslenska lands
liðshópinn fyrir mótið. Ólafur
Stefáns son er ekki með og Alex-
ander Petersson ekki heldur. Þá
verða Ingimundur Ingimundar-
son og Arnór Atlason fjarri góðu
gamni vegna meiðsla.
En Íslendingar eru ekki þeir
einu sem fara á mótið án leik
manna sem glatt hafa áhorfendur
í gegnum tíðina. Flestir missa af
keppninni vegna meiðsla. Þjóð
verjar eru með marga óreynda
leikmenn í sínum
leikmannahópi.
Þýska stór
skyttan Holger
Glandorf gefur
ekki kost á sér í
þýska landsliðið
og hornamaður
inn Uwe Gensheimer verður ekki
með frekar en stór
skytturnar Lars
Kaufmann og
Pascal Hens.
Markvörð
urinn Jose
Hombrados verður
ekki með Spánverjum
og sömu sögu er að segja um
sleggjurnar marg
reyndu Iker
Romero og
Raul Entrerri-
os. Að auki
verður horna
maðurinn knái
Cristian Ugalde,
sem leikur með Barcelona, fjarri
góðu gamni vegna meiðsla.
Ungverski markvörðurinn
Nandor Fazekas verður ekki með
á HM en hann varði einhver 15 ís
lensk skot í leiknum örlagaríka á
síðustu Ólympíuleikum. Serbinn
Petar Djordic er með slitið kross
band og er ekki með.
Fleiri má nefna. Þannig verður
Wissem Hmam, burðarásinn í liði
Túnisa, ekki með landsliði Túnis á
Spáni og franski leikstjórnandinn
Guillaume Gille, sem unnið hef
ur sex gullverðlaun á stórmótum
með Frökkum, verður ekki með.
Annars verða Frakkar með sitt
sterkasta lið.
Danir mæta kokhraustir með
frábært lið til leiks. Tveir reyndir
leikmenn eru ekki með, þeir
Thomas Mogensen og línumað
urinn sterki Michael
Knudsen.
Loks má nefna
að galdramað
urinn brögðótti
Ivano Balic verð
ur ekki með Kró
ötum. Hann er ekki
í formi. Rússar verða án horna
mannsins Ditry Kovalev, sem er
með slitið krossband.
Leikir Íslands
Stöð 2 Sport keypti sýningar
réttinn að HM. Leikirnir verða
sýndir þar en tveir leikir af
fimm verða í opinni dagskrá.
Ísland spilar sem hér segir:
Laugardagur kl. 17.00
Ísland – Rússland (opin dagskrá)
Sunnudagur kl. 14.45
Ísland – Síle
Þriðjudagur kl. 17.00
Ísland – Makedónía (opin dagskrá)
Miðvikudagur kl. 19.10
Ísland – Danmörk
Föstudagur kl 17.00
Ísland– Katar
Íslandi í 8 liða úrslit
n Fjórir leikmenn að fara á sitt fyrsta stórmót n Framtíðin björt
M
ér finnst raunhæft að ætlast
til þess að þeir fari í 8 liða úr
slitin,“ segir Einar Örn Jóns
son, íþróttafréttamaður og
fyrrverandi hornamaður í
íslenska landsliðinu í handknattleik.
Íslendingar leika á laugardag sinn
fyrsta leik á HM í handbolta sem fram
fer á Spáni. Í svipaðan streng tekur
annar fyrrverandi hornamaður lands
liðsins, Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR,
sem spáir því einnig í viðtali við DV
að liðið komist í 8 liða úrslit. Gaml
ar kempur landsliðsins verða því að
teljast nokkuð bjartsýnar á gott gengi
liðsins og hafa fulla trú á Aroni Krist
jánssyni þjálfara. „Það væri frábært
en allt umfram það væri stórkostlegt,“
segir Bjarki sem varar þó við of mikl
um væntingum. Margt þurfi að ganga
upp svo liðið komist langt í mótinu.
Aron vill auka breiddina
Hornamennirnir þekkja báðir vel
til Arons Kristjánssonar þjálfara og
spá því að hann muni dreifa álaginu
á fleiri leikmenn en forverar hans í
starfi. Einar segir mikilvægt að nýir
menn, sem eru fjórir að þessu sinni,
finni fyrir trausti og vonar að Aron
noti þá jafnt og þétt í gegnum leikina.
Erfitt geti verið að koma inn á í mikil
vægum leik þegar fimm mínútur eru
eftir. „Ég þekki Aron vel,“ segir Einar,
sem spilaði lengi undir hans stjórn
hjá Haukum. „Hann er mjög duglegur
að nota allan hópinn og hann hefur
beinlínis sagst ætla að stækka þann
hóp leikmanna sem eru til í slaginn.“
Markmiðið hjá Aroni sé því að auka
breiddina í íslenska landsliðinu.
Góður íslenskur efniviður
Einar Örn og Bjarki eru báðir sann
færðir um að framtíðin sé björt í
íslenska landsliðinu. Fjórir leikmenn
fæddir 1989 og 1990 séu nú komnir
inn á stórmót en það hafi verið mjög
góðir árgangar. „Þeir koma núna inn
með látum en ég viðurkenni að ég
hefði viljað sjá þá fleiri fá eldskírnina
fyrir tveimur eða þremur árum. Þeir
náðu auðvitað silfri á HM unglinga,“
segir Einar en um er að ræða Ólaf
Guðmundsson, Ólaf Gústafsson, Aron
Pálmarsson og Aron Rafn Eðvaldsson.
Bjarki er einnig ánægður með
endurnýjun í liðinu því mikið sé af
ungum og efnilegum leikmönnum
sem séu farnir að spila með stórliðum
erlendis. Fleiri leikmenn hér heima
banki sífellt fastar á dyrnar. Efniviður
inn á Íslandi sé afar góður um þessar
mundir.
Það er hins vegar ekki hlaupið að
því að koma sem nýliði inn í íslenska
landsliðið, þar sem væntingarn
ar eru miklar, og eiga að axla ábyrgð.
„ Maður skeit múrsteinum í nokkra
daga fyrir fyrsta mótið en svo þegar
maður kemur inn á völlinn er þetta
bara handbolti,“ segir Einar Örn í létt
um dúr, beðinn um að lýsa þeirri tilf
inningu sem fylgdi því að koma sem
nýliði á stórmóti inn á völlinn. Hann
segist hafa séð menn koma skjálf
andi á beinunum inn í landsliðið en
hefur engar áhyggjur af þeim leik
mönnum sem nú eru komnir í liðið.
Þeir hafi spilað á móti öflugum liðum
í Evrópukeppnum og séu flestir farnir
að spila með stórliðum í Þýskalandi.
„Þetta eru allt strákar sem hafa kaldan
koll,“ segir hann léttur og bendir á að
innkoma þessara stráka muni nýtast
liðinu til framtíðar. Hann bendir í því
samhengi á að Arnór Atlason og Alex
ander Petersson hafi báðir komið nýir
inn í landsliðið í Túnis 2005.
Stór skörð í sókninni
Um riðilinn segir Bjarki að íslenska
liðið þurfi á því að halda að smella
saman og að menn sýni sitt besta
andlit. Honum fannst leikirnir við
Túnis lítt marktækir því fyrirstaðan
hafi virst lítil. Hann segir að leikurinn
gegn Svíum hafi sýnt veikleika sem
þurfi að laga fyrir mót „Það kom ber
lega í ljós að Aron er að verða reynslu
mikill leikmaður en þegar hann er
klipptur út þarf að leysa þá stöðu.“
Aron Rafn Eðvaldsson sýndi, eins
og nafni hans, góða takta í æfinga
leiknum gegn Svíum. Bjarki segir tíma
til kominn að gefa honum tækifæri.
„Hann kemur klárlega til greina sem
framtíðarmarkvörður liðsins,“ segir
Bjarki.
Hann telur að leikirnir gegn
Rússlandi og Makedóníu verði
úrlistaleikir um það hvort liðið nái
flugi á mótinu. Hann bendir líka
á að Katarar stefni hátt og séu að
búa til lið fyrir næstu keppni. Ekki
megi heldur vanmeta lið Síle. „Við
eigum að taka þau lið, nema við
föllum í þá gryfju að vanmeta þau.“
Einar Örn er einnig á því að leik
irnir við Rússland og Makedóníu
geti ráðið úrslitum. Ekki sé hægt að
gera þá kröfu að Ísland vinni, en að
liðið geti vel unnið þessar þjóðir –
ef það leiki af þeim krafti sem í því
býr. n
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Bjartsýnir hornamenn Bjarki og Einar Örn segja að liðinu ættu allir vegir að vera færir.
„Maður skeit múr-
steinum í nokkra
daga fyrir fyrsta mótið.
Frábær Aron Pálmarsson er yngsti
leikmaður íslenska landsliðsins en er
engu að síður í lykilhlutverki.
Gamlar kempur spá