Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2013, Síða 56
Tóbak er banvænt, Henry! Greta Salóme Mos- fellingur ársins n Greta Salóme Stefánsdóttir var valin Mosfellingur ársins árið 2012 af bæjarblaðinu Mosfell- ingi. Greta, sem er söngkona og fiðluleikari, sigraði í forkeppni Eurovision í febrúar ásamt Jóni Jósep Snæbjörnssyni og flutti lagið svo í Aserbaídsjan þar sem þau komust í úrslit. Í viðtali við blað- ið segist Greta vera hæstánægð með viðurkenninguna. „Mér þykir afskaplega vænt um bæinn minn og hef fundið fyrir miklum stuðn- ingi frá Mosfell- ingum. Allt sem hefur verið í gangi hjá mér síðustu árin er að mörgu leyti Mosfellsbæ að þakka,“ segir hún. Vantraust á Andreu n „Í hita leiksins gleymdust ýms- ar formreglur hjá mér þar sem ég var sakaður um kvenfyrir- litningu eftir að ég hafði borið upp tillöguna,“ segir Finnbogi Vikar, varamaður í framkvæmda- ráði Dögunar, en hann reyndi að bera fram vantrauststillögu á Andreu Ólafsdóttur, kosninga- stjóra Dögunar, á fundi ráðsins. Ástæða þessa var að Finnboga þótti Andrea ekki nægilega hlut- laus til þess að vera kosninga- stjóri og með of sterk sjónarmið vegna framboðs síns til forseta í fyrra. Tillagan var hins vegar ekki skrif- leg og því var hún ekki tekin til meðferðar. Þ að er runnið á okkur gullæði,“ segir Ómar Ragnarsson í viðtali við DV um mögulegan olíufund á Drekasvæðinu. Ómar segir að rammaáætlun um fleiri jarðhitavirkj- anir sé ekkert annað en rányrkja. „Það er rányrkja að ætla að klára orkuna á mettíma. Til hvers? Eigum við að græða svona rosalega mikið? Eigum við að lokka til landsins 700 þúsund manns í viðbót til þess að vinna þessar auðlindir á mettíma?“ Áformaðar eru Eldvarpavirkjun og Svartsengisvirkjun en jarðhitahólfið sem þær munu nýta klárast á þrjátíu árum. „Við erum að leggja grunn að því að öllum náttúruauðlindum Ís- lands verði fórnað á altari orkubruðls,“ segir Ómar. „Það er talið sjálfsagt mál, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í viðtali, að við framleiðum tíu sinnum meiri orku en við þurfum. Ég sé ekki hvað er skynsamlegt við þetta – því síð- ur réttlátt.“ Hugsunin hafi ekki breyst eftir hrunið: „Við erum komin í sama farið strax aftur. Ég sé ekki að hugs- unarhátturinn hafi neitt lagast – hann hefur jafnvel versnað. Ef við tímdum nú að eyða aðeins meiru með afkomendum okkar. Okkur virðist vera fyrirmunað að gera það sem indíánarnir í Ameríku gerðu, þeir skipulögðu sína nýtingu á auðlindum – þær áttu að endast í að minnsta kosti sjö kynslóðir,“ segir Ómar og bendir á að olíu á Drekasvæðinu ætti að vinna með sama móti, hægt og bítandi eftir þörfum. Ef olía finnst innan lögsögu Ís- lendinga getur þjóðin orðið fyrirmynd í sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Við vær- um gæfusöm þjóð ef við gætum gert áform fyrir næstu 200 ár. Ísland gæti verið fyrirmynd á heimsvísu um sjálf- bæra þróun og jafnrétti kynslóðanna. Þetta er það sem ég kalla „góðyrkja“ – andstæðan við rányrkju.“ simon@dv.is Íslandi „fórnað á altari orkubruðls“ n Ómar segir gullæði runnið á Íslendinga og framtíðarhagsmunir víki fyrir skammtímagræðgi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 11.–13. JAnúAr 2013 4. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Hörður hefur áhyggjur af Henry n Henry Birgir Gunnarsson, íþrótta- blaðamaður á Fréttablaðinu, hefur sagt tóbaksfíkninni stríð á hendur á nýju ári og tekst nú á við fráhvörfin frá munntóbakinu. Á miðvikudag birti hann mynd á Twitter af síðustu tóbaksspraut- unni sem hann ætlaði að neyta og sagði erfiða daga framundan. Menn í netheimum hafa verið duglegir að gera honum átakið erfiðara með stríðni meðan aðr- ir hafa áhyggjur. Einn þeirra er kollegi hans hjá 365, Hörður Magnússon, sem kveðst hafa áhyggjur af Henry. „Þegar ég sá hann í dag langaði hann að lemja einhvern,“ skrifar Hörður á Twitter. Henry Birgir bætir um betur og seg- ir: „Drepa einhvern er nærri lagi!! Gæti þurft að skoða nýja nálgun á þetta verkefni.“ „Góðyrkja“ ekki rányrkja Ísland gæti verið fyrirmynd á heimsvísu um sjálfbæra þróun og jafnrétti kynslóðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.