Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Vinkonan beitti kynferðisofbeldi n Voru bara börn þegar þetta gerðist n „Það var ekkert saklaust við þennan leik“ É g bjó í blokk og hún bjó á næstu hæð fyrir neðan mig. Ég átti ekki marga vini svo okkur var ýtt saman. Við fífluðumst og lékum okkur. Hún var prakkari og ég fylgdi með, enda tveimur árum yngri. Einu sinni, þegar við vorum úti á leikskólavellinum, gerðist eitthvað sem ég á enn þann dag í dag erfitt með að skilja. Ég man lítið eftir aðdragandanum, ég man bara að ég var allt í einu kom­ in úr að neðan og lá á bakinu inni í litlu viðarhúsi í björtum litum í ein­ hvers konar læknisleik. En það var ekkert saklaust við þennan leik. Hún talaði við mig en ég meðtók ekkert sem hún sagði. Ég man bara að ég lá og horfði upp í rjáfrið, skelf­ ingu lostin á meðan hún tróð stein­ um inn í leggöngin á mér. Það var vont en sársaukinn í líkamanum var miklu minni en sársaukinn í hjart­ anu. Ég hafði aldrei lent í neinu þessu líku og ég vissi ekkert hvað var að gerast, eða hvernig ég ætti að bregð­ ast við, ég fraus og sagði engum frá því hvað gerst hafði.“ Þannig lýsir kona á þrítugsaldri því þegar hún varð fyrir kynferðis­ legu ofbeldi af hálfu vinkonu sinnar þegar hún var átta ára. Hún vill ekki láta nafns síns getið. „Hún var alltaf þarna“ Konan hefur unnið úr reynslu sinni og segir tímabært að opna um­ ræðuna á að konur séu einnig ger­ endur í kynferðisbrotamálum. „Mér finnst alveg kominn tími til að tala um konur sem gerendur. Það er alltaf verið að tala um karla í tengsl­ um við kynferðisofbeldi en það er aldrei tekið með í reikninginn að konur geta einnig framið kynferðis­ brot. Þegar ég segi fólki frá því sem ég lenti í þá vill það ekki trúa því, þar sem stelpur eiga ekki að geta nauðgað. Fólk nær þessu ekki og spyr nánast undantekningar­ laust, hvernig fór hún að því? En auðvitað eru alls konar aðferðir sem konur geta notað til þess að beita kynferðisofbeldi. Stelpan sem meiddi mig notaði steina, en hún hefði alveg eins getað notað hendurnar eða tunguna.“ Eftir að þetta gerðist þá breyttu­ st samskipti stúlknanna. „Hún hélt áfram að vera til staðar í mínu lífi. Ég reyndi að forðast hana en gat það ekki. Okkur var sagt að leika okkur saman og henni var alltaf boðið í afmælið mitt. Hún var alltaf þarna og hún varð mjög skrýtin eftir þetta. Ég var mjög hrædd við hana og fylltist alltaf ótta þegar ég þurfti að fara fram hjá íbúðinni hennar til þess að komast heim til mín og ég man að ég pissaði einu sinni á mig vegna þess. Hún misnotaði mig aldrei aftur en hún stjórnaði mér alveg. Hún sagði mér að gera eitthvað, ég neit­ aði en hún ítrekaði skipunina og ég gerði það. Ég var mjög meðvirk hvað hana varðaði. Alltaf leið mér eins og ég væri meiri hálfvitinn í kring­ um hana, eins og það væri eitthvað að mér. Ég hætti ekki að umgangast hana fyrr en ég flutti burt úr blokk­ inni.“ Lenti aftur í ofbeldi Seinna varð þessi kona ítrekað fyrir kynferðisofbeldi af hálfu mismun­ andi manna. Hún var enn á barns­ aldri þegar leiðbeinandi í ævintýra­ námskeiði sem hún sótti gekk yfir mörkin hennar, hún var þvinguð til munnmaka á unglingsárunum, fyrsti kærastinn nauðgaði henni og annar gerði það líka, en sá notaði tækifærið á meðan hún svaf. „Ég man að ég grét,“ segir hún. „Ég leyfði fólki al­ gjörlega að valta yfir mig. Ég þekkti ekkert annað og var ekki tilbúin til þess að horfast í augu við ljótleikann. Þetta var bara svona.“ Hún segist aldrei hafa staðið sterk fyrir. „Mamma og pabbi elskuðu mig út af lífinu en þau voru alltaf að vinna svo við vorum rosalega mikið ein heima. Ég lenti líka í miklu ein­ elti og í mörg ár leið mér eins og ég væri ekki tengd sjálfri mér. Mér leið þannig í meira en tíu ár. Þegar ég var sextán ára sagði ég fyrst frá því sem hafði komið fyrir mig og skömmu síðar byrjaði ég að mæta í viðtöl hjá Stígamótum og seinna tók ég þátt í hópastarfinu þar. Núna er ég hjá Drekaslóð og það hefur hjálpað mér mjög mikið.“ Sársaukinn varð dýpri Af öllu sem hún hefur lent í þá var þetta atvik sem átti sér stað í litla lit­ ríka viðarkofanum verst. „Af því að ég þekkti hana svo rosalega vel. Við vorum búnar að vera vinkonur og hún var stelpa. Það er allt annað að vera misnotaður af karlmanni og kvenmanni, það er einhvern veginn meira traust brotið og sársaukinn var mun dýpri þegar vinkona mín gerði þetta. Þetta var alveg ömurlegt.“ n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is 171 karlmaður n Í rannsókn sem Svala Ísfeld Ólafsdóttir gerði á gerendum í kynferðisbrotamálum kemur fram að frá stofnun Hæstaréttar árið 1920 hefur 171 karlmaður verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot en engin kona. 27 konur gerendur n Í ársskýrslu Stígamóta kemur fram að í þeim málum sem þar voru til umfjöllunar árið 2012 voru gerendur kvenkyns í 5,6 prósentum tilfella. Það þýðir að um 27 konur hafi beitt kynferðisofbeldi árið 2012. 129 frændur n Ef aðeins er litið til sifjaspellsmála kemur í ljós að: n Feður eða stjúpfeður voru gerendur í 23,8 prósentum tilvika en mæður eða stjúp- mæður voru gerendur í fjórum prósentum tilvika. n Bræður eða stjúpbræður voru gerendur í 13,5 prósentum tilvika en systur eða stjúp- systur voru gerendur í 1,6 prósentum tilvika. n Afar voru gerendur í 7,9 prósentum tilvika en engin dæmi voru um að amma væri gerandi. n Frá árinu 2008 hafa samtals 129 frændur beitt fjölskyldumeðlim kynferðisofbeldi í sifjaspellsmálum en tíu frænkur. Þar af voru frændurnir fimmtán á síðasta ári og frænkan ein. 4 gerendur í 5,3% tilvika n Í ársskýrslu Stígamóta kemur einnig fram að í mörgum tilvikum höfðu þolendur orðið fyrir ofbeldi af fleirum en einum geranda, eða í 39,4 prósentum tilvika. n Í 19,3 prósentum tilvika voru ofbeldismennirnir tveir, í 8,7 prósentum tilvika voru gerendurnir þrír og í 5,3 prósentum tilvika voru þeir fjórir. n Í sjö tilvikum voru ofbeldismennirnir sjö eða fleiri. Einn sagðist hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu tíu mismunandi manna. n Stundum voru tveir eða fleiri að beita ofbeldi á sama tíma en stundum var um aðskil- in atvik eða tímabil að ræða. 22 lyfjanauðganir n Alls voru 182 nauðgunarmál til umfjöllunar á Stígamótum árið 2012. Þar af voru 22 lyfjanauðganir og 24 hópnauðganir. n Í ellefu hópnauðgunum voru gerendur tveir, í sjö tilfellum voru þeir þrír og í tveimur tilfellum voru þeir fjórir. Í fjórum tilfellum vantaði upplýsingar um fjölda gerenda. n Enginn karl sagðist hafa orðið fyrir lyfjanauðgun en einum karli var hópnauðgað. „Það var vont en sársaukinn í líkamanum var miklu minni en sársaukinn í hjartanu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.