Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 12
12 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað fyrir bankagróðann n Bankarnir hagnast um 216 milljarða frá hruni n Mætti reisa tvo nýja Landspítala L andsbanki, Íslandsbanki og Arion banki birtu á dögunum ársuppgjör sín fyrir árið 2012 líkt og greint hefur verið frá. Samanlagður hagnaður bank­ anna þriggja eftir skatta nam 66 milljörðum króna. Á fjórum heilum rekstrarárum sínum frá hruni nemur samanlagður hagnaður bankanna 216 milljörðum króna. Íslendingar eru margir orðnir ónæmir fyrir öllu tali um milljarða, hvort heldur sem þeir skipti tugum eða hundruðum, og ákvað DV því að að setja hagn­ aðartölur bankanna í samhengi. Til dæmis við útgjöld ríkisins vegna valdra stofnana eins og þau birtast í fjárlögum ársins 2013. Ríkið á sem kunnugt er rúm­ lega 81 prósents hlut í Landsbank­ anum en fyrir hagnað bankans, bara í fyrra, mætti reka Háskóla Íslands, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæsluna, Alþingi og Hrafnistu í Reykjavík í heilt ár auk þess að standa straum af framlög­ um íslenska ríkisins til þróunarsam­ vinnu. Samt mikill afgangur Einn stærsti liðurinn í fjárlögum hvers árs er rekstur Landspítalans en vegna hans er áætlað að greiddir verði úr ríkissjóði, að öllu frátöldu, samtals 38,2 milljarðar króna. Fyrir 216 milljarða, sem er samanlagður hagnaður bankanna þriggja frá hruni, mætti reka Landspítalann í rúmlega fimm og hálft ár miðað við fjárlög. Áætlanir gera ráð fyrir að kostn­ aður við byggingu nýs Landspítala verði 85 milljarðar króna með öllu. Byggja mætti tvo slíka fyrir saman­ lagðan heildarhagnað bankanna frá hruni og eiga þar að auki 46 milljarða í afgang. Mætti reka HÍ í áratugi Fyrir 216 milljarða mætti reka Há­ skóla Íslands í rétt tæplega 21 ár, lög­ regluna á höfuðborgarsvæðinu í 65 ár og byggja sjö nýjar Hörpur sé miðað við heildarkostnað við byggingu tón­ listarhússins þegar allt er tekið með. Samþykkt var í upphafi árs að selja höfuðstöðvar Orkuveitunnar á 5,1 milljarð. 42 slíkar höfuðstöðvar mætti kaupa fyrir 216 milljarða króna. n 2012 2011 2010 2009 Landsbanki 25,5 16,9 27,2 14,3 Íslandsbanki 23,4 1,9** 29,4 23,9 Arion banki 17,1 11,1 12,5 12,8 Hagnaður eftir skatta í milljörðum króna **Vegna væntra áhrifa gengislánadóms og niðurfærslu á viðskiptavild vegna sameiningar við Byr. Svona hafa þeir hagnastSigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is *Greitt úr ríkissjóði samkvæmt fjárlögum 2013 Þetta mætti gera 216 milljarðar 53,583,9 78,6 Bygging nýs Landspítala 85 milljarðar Samanlagður hagnaður bankanna frá hruni Landspítalinn 38,2 milljarðar * Framlög Íslands til þróunarsamvinnu í ár 4 milljarðar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 3,5 milljarðar * Landhelgisgæslan 3,3 milljarðar * Alþingi 2,6 milljarðar * Hrafnista, Rvk. 1,7 milljarðar * Háskóli Íslands 10,4 milljarðar * Heildarkostnaður við byggingu Hörpu 27,7 milljarðar Stefán Einar stefnir DV n Krefst miskabóta vegna umfjöllunar um ráðningu S tefán Einar Stefánsson, fráfar­ andi formaður VR, og unnusta hans, Sara Lind Guðbergs­ dóttir, hafa stefnt DV fyrir meiðyrði og krefjast miskabóta vegna umfjöllunar blaðsins um ráðningu Söru Lindar í yfirmannsstarf hjá VR. Í stefnunni segir að bæði sé gef­ ið í skyn og fullyrt af hálfu DV að for­ maður VR [Stefán Einar] hafi séð til þess að Sara Lind Guðbergsdóttir yrði ráðin til VR og sérstakt ráðn­ ingarferli verið sýndarleikur á kostn­ að félagsmanna. Gefið hafi verið í skyn að stefnandi hafi misbeitt valdi sínu og ráðið Söru Lind vegna ástar­ sambands en ekki verðleika. DV fjallaði ítarlega um málið fyrr í vetur en það vakti bæði athygli og óánægju meðal félagsmanna jafnt sem umsækjenda um það starf sem Sara Lind fékk að sambýliskona for­ mannsins skyldi vera ráðin í eina af æðstu stöðum félagsins. Stefán Einar hafnar því alfarið að hann hafi „pukrast“ með samband sitt við Söru Lind og segir faglega hafa verið staðið að ráðningu Söru Lindar. Hún hafi einfaldlega þótt vera hæfust þeirra sem um stöðu hópstjóra sóttu. Bæði gera þau kröfu um eina milljón króna í miskabætur auk rúm­ lega sex hundruð þúsunda hvort um sig til að greiða fyrir birtingu á dómn­ um í útbreiddum fjölmiðli. n Ósáttur Stefán Einar segir að Sara Lind hafi þótt hæfust í starfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.