Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 14
14 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Hundruð mála brunnu inni n Ekki tókst að afgreiða 287 þingmál n Þingmannamál biðu afgangs E kki tókst að afgreiða 287 þingmál á þinginu sem lauk nýverið. Um er að ræða 146 lagafrumvörp sem ýmist bíða fyrstu umræðu, sitja í nefnd eða bíða annarrar um­ ræðu og 141 þingsályktunartillaga sem ýmist bíður fyrstu eða síðari umræðu eða er í nefnd. Langflest málanna biðu fyrstu umræðu, eða 72 lagafrumvörp og 103 þings­ ályktunartillögur. Á sama tíma voru 97 lagafrumvörp samþykkt og 27 þingsályktunartillögur. Meðal þess sem ekki náði fram að ganga var heildarendur­ skoðun á stjórnarskránni á grunni vinnu stjórnlagaráðs, heildarlög um stjórn fiskveiða og Happdrættis stofu að ótöldum fjölmörgum þingmannafrum­ vörpum og sextán lagafrumvörp­ um sem koma til vegna EES­ reglna. Öll frumvörpin sem ekki fengu afgreiðslu þarf að leggja fram að nýju, sé vilji nýs þing­ meirihluta að þau nái fram að ganga. Ekkert af frumvörpunum skilar sér sjálfkrafa inn á borð næsta þings sem kjörið verður 27. apríl næstkomandi. Á sama tíma og fimm þing­ mannafrumvörp voru samþykkt voru 75 lagafrumvörp frá ráð­ herrum afgreidd og samþykkt. Þá voru sex þingsályktunartillögur frá þingmönnum samþykktar en 21 frá ráðherrum. Af þeim laga­ frumvörpum sem ekki fengu af­ greiðslu voru 89 frá þingmönn­ um en aðeins 54 frá ráðherrum. Þá voru 18 nefndarfrumvörp samþykkt af 21 sem lagt var fram. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Bíða 1. umræðu 6 Almannatryggingar og málefni aldraðra (hækkun frítekjumarks aldraðra o.fl.) Ólöf Nordal 6 Almenn hegningarlög (vernd gegn mismunun vegna kynvitundar) Eygló Harðardóttir 6 Almenn hegningarlög (kynferðisbrot)Atli Gíslason 6 Áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (skip- stjórnarnám) Árni Johnsen 6 Barnalög (talsmaður barns)Unnur Brá Konráðsdóttir 6 Breyting á kosningalögum (meðferð upplýsinga og gagna í kjörfundarstofu) Eygló Harðardóttir 6 Brottfall laga um opinberar eftirlits-reglur forsætisráðherra 6 Búfjárbeit (beit innan girðingar)Mörður Árnason 6 Dómstólar (skipan í dómnefnd um dómarastöður) Árni Þór Sigurðsson 6 Dómstólar (bann við myndatöku í dómshúsum) Siv Friðleifsdóttir 6 Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna (hert skilyrði undanþágu- heimilda) innanríkisráðherra 6 Fjármál stjórnmálasamtaka og fram-bjóðenda og upplýsingaskylda þeirra stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 6 Fjármálafyrirtæki (aðskilnaður fjár-festingabanka og viðskiptabanka) Jón Bjarnason 6 Framhaldsskólar (vinnustaðanám, gjaldtökuheimild o.fl.) mennta- og menningarmálaráðherra 6 Framkvæmd þjóðaratkvæða-greiðslna (framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið) Þorgerður K. Gunnarsdóttir 6 Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (afurðir svína) Jón Bjarnason 6 Fæðingar- og foreldraorlof (orlofs-laun) Magnús M. Norðdahl 6 Greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar Árni Johnsen 6 Hafnalög (Helguvíkurhöfn)Árni Johnsen 6 Hafnir (heildarlög)Árni Johnsen 6 Hlutafélög og einkahlutafélög (lán til starfsmanna) Pétur H. Blöndal 6 Innflutningur dýraHelgi Hjörvar 6 Íslenskur ríkisborgararéttur (ríkis-fangsveitingar) Vigdís Hauksdóttir 6 Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (auknar heimildir til upplýsinga- öflunar) Atli Gíslason 6 Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (vörukaup, þjónusta o.fl., EES- reglur) velferðarráðherra 6 Kosningar til Alþingis (skipting þing-sæta milli kjördæma) Þór Saari 6 Lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýs-inga og leitargrunnar) velferðarráðherra 6 Lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (EES- reglur) innanríkisráðherra 6 Lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar velferðarráðherra 6 Mannvirki og brunavarnirHöskuldur Þórhallsson 6 Matvæli (eftirlit og gjaldtökuheimild, EES-reglur) atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 6 Meðhöndlun úrgangs (EES-reglur, meðferð úrgangs og úrvinnslugjald) umhverfis- og auðlindaráðherra 6 Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endur-upptaka) Magnús M. Norðdahl 6 Olíugjald og kílómetragjald (farmflytj-endur og endurgreiðsla olíugjalds) Höskuldur Þórhallsson 6 Opinber skjalasöfn (heildarlög)mennta- og menningarmálaráðherra 6 Orlof (álagsgreiðsla á ótekið orlof)Magnús M. Norðdahl 6 Orlof húsmæðra (afnám laganna)Guðrún Erlingsdóttir 6 Rannsóknarnefnd á heilbrigðissviði (heildarlög, rannsóknir óvæntra atvika) Álfheiður Ingadóttir 6 Ráðherraábyrgð (refsinæmi, rangar upplýsingar veittar á Alþingi) Eygló Harðardóttir 6 Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (veiting starfs) Sigríður Á. Andersen 6 Réttur verkafólks til uppsagnar-frests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms og slysaforfalla (rökstuðningur, miskabætur) Atli Gíslason 6 Skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur vegna gjafa) Eygló Harðardóttir 6 Skipulags- og mannvirkjamál á alþingissvæðinu (yfirstjórn og fram- kvæmd) Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 6 Skipulagslög (réttur til bóta vegna skipulagsbreytinga) Mörður Árnason 6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (atkvæðis- réttur sjóðfélaga) Eygló Harðardóttir 6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (eignarhald og aukið lýðræði) Pétur H. Blöndal 6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (sér- eignarsparnaður, húsnæðislán) Guðlaugur Þór Þórðarson 6 Stimpilgjald (afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði) Eygló Harðardóttir 6 Stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur) Pétur H. Blöndal 6 Stjórnarskipunarlög (þingseta ráðherra) Siv Friðleifsdóttir 6 Stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)Árni Þór Sigurðsson 6 Stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl. (þrengri fjárfestingaheimildir) Guðlaugur Þór Þórðarson 6 Tekjuskattur (skuldaeftirgjafir)Eygló Harðardóttir 6 TekjuskatturEygló Harðardóttir 6 Tekjuskattur (skilyrði sjómannaaf-sláttar) Árni Johnsen 6 Tekjustofnar sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars) Erla Ósk Ásgeirsdóttir 6 Tímabundnar endurgreiðslur vegna tónlistarupptöku á Íslandi (heildar- lög) Eygló Harðardóttir 6 Tryggingagjald (starfsmenn sendi-ráða) Mörður Árnason 6 Umferðarlög (hægri beygja á móti rauðu ljósi) Árni Johnsen 6 Útlendingarallsherjar- og menntamálanefnd Lagafrumvörp sem náðu ekki fram að ganga á þinginu Stjórnarfrumvörp Hærra hlutfall lagafrumvarpa sem ráðherrar lögðu fyrir þingið fékk afgreiðslu en frumvörp einstaka þingmanna. Mynd Sigtryggur Ari Bann við myndatöku í dómshúsum n Mál Sivjar Frið- leifsdóttir, þingkonu Framsóknar- flokksins, um bann við myndatöku í dómshúsum kom ekki til umræðu. Frumvarpið fól í sér viðbót við núverandi lög um dómstóla þar sem sagði að „… við meðferð sakamála eru öðrum en dómstólum sjálfum óheimilar myndatökur og hvers kyns aðrar upptökur í dómshúsum“. Siv vildi þó leyfa undantekningar á þessari reglu með leyfi dómstjóra en þó mætti aldrei mynda aðila máls án þeirra samþykkis. Í frumvarpinu var einnig kveðið á um að ekki mætti mynda að- ila dómsmáls á leið í eða frá dómshúsi án þeirra samþykkis. Fjármál stjórnmála- samtaka n Meirihluti stjórn- skipunar- og eftir- litsnefndar undir stjórn Valgerðar Bjarnadóttur, þing- konu Samfylkingarinn- ar, lagði til breytingar um tengda aðila í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Frumvarpinu var ætlað að gefa nánari skýringu á því hverjir teljist tengdir aðilar samkvæmt lögunum en takmarkanir eru á hversu háa fjárstyrki tengdir aðilar mega veita stjórnmálasamtökum eða frambjóð- anda. Í greinargerð með frumvarpinu segir að meiri hluti nefndarinnar telji nauðsynlegt að í lögum sé kveðið skýrt á um hverjir teljist tengdir aðilar í skilningi laga og telur því þörf á að flytja frumvarpið. Málið kom ekki til umræðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.