Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 14
14 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Hundruð mála brunnu inni
n Ekki tókst að afgreiða 287 þingmál n Þingmannamál biðu afgangs
E
kki tókst að afgreiða 287
þingmál á þinginu sem lauk
nýverið. Um er að ræða 146
lagafrumvörp sem ýmist
bíða fyrstu umræðu, sitja
í nefnd eða bíða annarrar um
ræðu og 141 þingsályktunartillaga
sem ýmist bíður fyrstu eða síðari
umræðu eða er í nefnd. Langflest
málanna biðu fyrstu umræðu, eða
72 lagafrumvörp og 103 þings
ályktunartillögur. Á sama tíma
voru 97 lagafrumvörp samþykkt
og 27 þingsályktunartillögur.
Meðal þess sem ekki náði
fram að ganga var heildarendur
skoðun á stjórnarskránni á
grunni vinnu stjórnlagaráðs,
heildarlög um stjórn fiskveiða
og Happdrættis stofu að ótöldum
fjölmörgum þingmannafrum
vörpum og sextán lagafrumvörp
um sem koma til vegna EES
reglna. Öll frumvörpin sem ekki
fengu afgreiðslu þarf að leggja
fram að nýju, sé vilji nýs þing
meirihluta að þau nái fram að
ganga. Ekkert af frumvörpunum
skilar sér sjálfkrafa inn á borð
næsta þings sem kjörið verður
27. apríl næstkomandi.
Á sama tíma og fimm þing
mannafrumvörp voru samþykkt
voru 75 lagafrumvörp frá ráð
herrum afgreidd og samþykkt. Þá
voru sex þingsályktunartillögur
frá þingmönnum samþykktar en
21 frá ráðherrum. Af þeim laga
frumvörpum sem ekki fengu af
greiðslu voru 89 frá þingmönn
um en aðeins 54 frá ráðherrum.
Þá voru 18 nefndarfrumvörp
samþykkt af 21 sem lagt var fram.
n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Bíða 1. umræðu
6 Almannatryggingar og málefni aldraðra (hækkun frítekjumarks aldraðra o.fl.)
Ólöf Nordal
6 Almenn hegningarlög (vernd gegn mismunun vegna kynvitundar)
Eygló Harðardóttir
6 Almenn hegningarlög (kynferðisbrot)Atli Gíslason
6 Áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (skip-
stjórnarnám)
Árni Johnsen
6 Barnalög (talsmaður barns)Unnur Brá Konráðsdóttir
6 Breyting á kosningalögum (meðferð upplýsinga og gagna í kjörfundarstofu)
Eygló Harðardóttir
6 Brottfall laga um opinberar eftirlits-reglur
forsætisráðherra
6 Búfjárbeit (beit innan girðingar)Mörður Árnason
6 Dómstólar (skipan í dómnefnd um dómarastöður)
Árni Þór Sigurðsson
6 Dómstólar (bann við myndatöku í dómshúsum)
Siv Friðleifsdóttir
6 Eignarréttur og afnotaréttur fasteigna (hert skilyrði undanþágu-
heimilda)
innanríkisráðherra
6 Fjármál stjórnmálasamtaka og fram-bjóðenda og upplýsingaskylda þeirra
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
6 Fjármálafyrirtæki (aðskilnaður fjár-festingabanka og viðskiptabanka)
Jón Bjarnason
6 Framhaldsskólar (vinnustaðanám, gjaldtökuheimild o.fl.)
mennta- og
menningarmálaráðherra
6 Framkvæmd þjóðaratkvæða-greiðslna (framhald aðildarviðræðna
við Evrópusambandið)
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
6 Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum (afurðir svína)
Jón Bjarnason
6 Fæðingar- og foreldraorlof (orlofs-laun)
Magnús M. Norðdahl
6 Greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar
Árni Johnsen
6 Hafnalög (Helguvíkurhöfn)Árni Johnsen
6 Hafnir (heildarlög)Árni Johnsen
6 Hlutafélög og einkahlutafélög (lán til starfsmanna)
Pétur H. Blöndal
6 Innflutningur dýraHelgi Hjörvar
6 Íslenskur ríkisborgararéttur (ríkis-fangsveitingar)
Vigdís Hauksdóttir
6 Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (auknar heimildir til upplýsinga-
öflunar)
Atli Gíslason
6 Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla (vörukaup, þjónusta o.fl., EES-
reglur)
velferðarráðherra
6 Kosningar til Alþingis (skipting þing-sæta milli kjördæma)
Þór Saari
6 Lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýs-inga og leitargrunnar)
velferðarráðherra
6 Lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (EES-
reglur)
innanríkisráðherra
6 Lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar
velferðarráðherra
6 Mannvirki og brunavarnirHöskuldur Þórhallsson
6 Matvæli (eftirlit og gjaldtökuheimild, EES-reglur)
atvinnuvega- og
nýsköpunarráðherra
6 Meðhöndlun úrgangs (EES-reglur, meðferð úrgangs og úrvinnslugjald)
umhverfis- og auðlindaráðherra
6 Nauðungarsala o.fl. (ógilding, endur-upptaka)
Magnús M. Norðdahl
6 Olíugjald og kílómetragjald (farmflytj-endur og endurgreiðsla olíugjalds)
Höskuldur Þórhallsson
6 Opinber skjalasöfn (heildarlög)mennta- og
menningarmálaráðherra
6 Orlof (álagsgreiðsla á ótekið orlof)Magnús M. Norðdahl
6 Orlof húsmæðra (afnám laganna)Guðrún Erlingsdóttir
6 Rannsóknarnefnd á heilbrigðissviði (heildarlög, rannsóknir óvæntra
atvika)
Álfheiður Ingadóttir
6 Ráðherraábyrgð (refsinæmi, rangar upplýsingar veittar á Alþingi)
Eygló Harðardóttir
6 Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (veiting starfs)
Sigríður Á. Andersen
6 Réttur verkafólks til uppsagnar-frests frá störfum og til launa vegna
sjúkdóms og slysaforfalla (rökstuðningur,
miskabætur)
Atli Gíslason
6 Skattaívilnanir í þágu tilgreindra félagasamtaka (skattfrádráttur
vegna gjafa)
Eygló Harðardóttir
6 Skipulags- og mannvirkjamál á alþingissvæðinu (yfirstjórn og fram-
kvæmd)
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
6 Skipulagslög (réttur til bóta vegna skipulagsbreytinga)
Mörður Árnason
6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (atkvæðis-
réttur sjóðfélaga)
Eygló Harðardóttir
6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (eignarhald og
aukið lýðræði)
Pétur H. Blöndal
6 Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (sér-
eignarsparnaður, húsnæðislán)
Guðlaugur Þór Þórðarson
6 Stimpilgjald (afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði)
Eygló Harðardóttir
6 Stjórn fiskveiða (þjóðareign á nytjastofnum og nýtingarréttur)
Pétur H. Blöndal
6 Stjórnarskipunarlög (þingseta ráðherra)
Siv Friðleifsdóttir
6 Stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)Árni Þór Sigurðsson
6 Stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl. (þrengri
fjárfestingaheimildir)
Guðlaugur Þór Þórðarson
6 Tekjuskattur (skuldaeftirgjafir)Eygló Harðardóttir
6 TekjuskatturEygló Harðardóttir
6 Tekjuskattur (skilyrði sjómannaaf-sláttar)
Árni Johnsen
6 Tekjustofnar sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars)
Erla Ósk Ásgeirsdóttir
6 Tímabundnar endurgreiðslur vegna tónlistarupptöku á Íslandi (heildar-
lög)
Eygló Harðardóttir
6 Tryggingagjald (starfsmenn sendi-ráða)
Mörður Árnason
6 Umferðarlög (hægri beygja á móti rauðu ljósi)
Árni Johnsen
6 Útlendingarallsherjar- og
menntamálanefnd
Lagafrumvörp sem náðu ekki
fram að ganga á þinginu
Stjórnarfrumvörp Hærra hlutfall lagafrumvarpa sem ráðherrar lögðu fyrir
þingið fékk afgreiðslu en frumvörp einstaka þingmanna. Mynd Sigtryggur Ari
Bann við myndatöku
í dómshúsum
n Mál Sivjar Frið-
leifsdóttir, þingkonu
Framsóknar-
flokksins, um bann
við myndatöku í
dómshúsum kom ekki
til umræðu. Frumvarpið fól í sér viðbót
við núverandi lög um dómstóla þar
sem sagði að „… við meðferð sakamála
eru öðrum en dómstólum sjálfum
óheimilar myndatökur og hvers kyns
aðrar upptökur í dómshúsum“. Siv vildi
þó leyfa undantekningar á þessari
reglu með leyfi dómstjóra en þó mætti
aldrei mynda aðila máls án þeirra
samþykkis. Í frumvarpinu var einnig
kveðið á um að ekki mætti mynda að-
ila dómsmáls á leið í eða frá dómshúsi
án þeirra samþykkis.
Fjármál stjórnmála-
samtaka
n Meirihluti stjórn-
skipunar- og eftir-
litsnefndar undir
stjórn Valgerðar
Bjarnadóttur, þing-
konu Samfylkingarinn-
ar, lagði til breytingar um tengda aðila í
lögum um fjármál stjórnmálasamtaka
og frambjóðenda. Frumvarpinu var
ætlað að gefa nánari skýringu á því
hverjir teljist tengdir aðilar samkvæmt
lögunum en takmarkanir eru á hversu
háa fjárstyrki tengdir aðilar mega veita
stjórnmálasamtökum eða frambjóð-
anda. Í greinargerð með frumvarpinu
segir að meiri hluti nefndarinnar telji
nauðsynlegt að í lögum sé kveðið
skýrt á um hverjir teljist tengdir aðilar
í skilningi laga og telur því þörf á að
flytja frumvarpið. Málið kom ekki til
umræðu.