Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 16
S egja má að Árni Páll Árna­ son hafi síst tekið við öfunds­ verðu hlutverki sem formað­ ur Samfylkingarinnar í byrjun febrúar. Flokkurinn náði inn 20 þingmönnum í kosningunum 2009 og hlaut flest atkvæði allra flokka eða nærri 30 prósent. Þegar Árni Páll tók við sem formaður mældist fylgi flokksins hins vegar 16 prósent. Í könnun Þjóðarpúls Capacent Gallup í byrjun apríl mældist flokkurinn síð­ an með 15 prósenta fylgi en í könnun sem Capacent gerði og kynnt var í gær mælist flokkurinn nú með 12,6 pró­ senta fylgi, sem er það minnsta frá stofnun hans árið 2000. Þannig virðast formannsskiptin ekki hafa orðið til þess að auka fylgi flokksins og sem dæmi má taka að margir höfðu á orði að ef Árni Páll yrði formaður myndi hann draga mikið af fylgi til Samfylkingarinnar frá Sjálf­ stæðisflokknum. Sú hefur ekki orðið raunin og hefur Framsóknarflokk­ urinn frekar verið að taka þaðan fylgi. Þá lýstu margir yfir óánægju með niðurstöðuna í stjórnarskrármálinu en erfitt hefur reynst fyrir Árna Pál að að verja þá leið sem var farin. Unir glaður dómi kjósenda „Það hefur litla þýðingu að lesa í skoð­ anakannanir frá einum tíma til annars og mér finnst að stjórnmálamenn eigi ekki að vera uppteknir af þeim. Það er hlutverk stjórnmálaflokka að greina frá því hver stefna þeirra er og hvernig þeir vilja koma henni í fram­ kvæmd. Fólk getur þá tekið upplýsta ákvörðun út frá því. Ég uni glaður þeim dómi sem þjóðin kveður upp,“ segir Árni Páll Árnason aðspurður hvort það fylgi sem flokkurinn mælist nú með sé viðunandi að hans mati. Þá sé einnig athyglisvert að fyrir um tveimur mánuðum hafi allir verið að spyrja hvort hann vildi mynda ríkis­ stjórn með Sjálfstæðisflokknum en nú hafi sú spurning snögglega snúist yfir á mögulegt samstarf með Fram­ sóknarflokknum. Ekkert sé í hendi í þessum málum fyrr en búið sé að telja upp úr kjörkössunum. Hann áréttar að Samfylkingin sé kjölfestuflokkur í íslenskum stjórn­ málum. Flokkurinn hafi bæði skýra stefnu um atvinnu og velferð og hafi sýnt getu til að koma þeirri stefnu í framkvæmd á erfiðum tímum. „Hann er eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu um það hvernig við komumst út úr hinum efnahagslega óstöðug­ leika,“ bætir hann við. Þegar Árni Páll er spurður hvaða mál séu efst á baugi hjá honum persónulega segir hann að mestu skipti að tryggja íslensku launa­ fólki sama rétt og fólk búi við víðast hvar annars staðar í þeim löndum sem við berum okkar saman við. Þar skipti nýr gjaldmiðill höfuðmáli. Vill skattleggja auðlindir og fjármagn Nú í vikunni benti Jón Steinsson hag­ fræðingur á það á bloggi sínu að munurinn á stjórnmálaflokkunum þegar kæmi að ríkisfjármálum snérist um hvaðan skattarnir koma. „Munur­ inn á flokkunum þegar kemur að ríkis­ fjármálum snýst nánast alfarið um það hvaðan skattarnir eiga að koma. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja skattleggja fólk. Stjórnarflokk­ arnir vilja í auknum mæli færa skatt­ lagningu af fólki og yfir á fjármagn og auðlindir. Ef Framsókn og Sjálfstæðis­ flokkurinn verða kosnir í stjórn í vor eru líkur til þess að þeir lækki verulega veiðigjaldið, skatta á fyrirtæki og fjár­ magnstekjur og hátekjuskatta,“ sagði Jón á bloggi sínu. Aðspurður segist Árni Páll sammála þessari greiningu Jóns. „Ég skil ekki það viðhorf að það sé í lagi að skattleggja almenning en það megi ekki skattleggja auðlindir. Það verður einhver að borga skatta. Við viljum fara varlega í skattlagn­ ingu og ekki hækka skatta frekar,“ segir hann. Hann tekur hins vegar undir að vissulega hafi ríkisstjórnin reynt að koma mörgum málum í gegn og það hafi verið vonbrigði að ná ekki að klára stjórnarskrármálið. „Auðvitað voru það vonbrigði fyrir marga að við skyldum ekki ná nýrri stjórnarskrá í gegn. Það er hins vegar ekki við Sam­ fylkinguna að sakast. Að frumkvæði okkar var þvingað í gegn breytingar­ ákvæði í lok þingsins. Ef það hefði ekki verið gert væri þetta ekki kosningamál núna. Þá væru allir komnir með af­ sökun fyrir því að setja stjórnarskrána aftast á forgangsröðina því það kæmi ekki til þess að ákveða neitt varðandi hana fyrr en í lok næsta kjörtímabils,“ segir hann. Telur tímaáætlun um aðild að ESB raunhæfa Alþingi samþykkti þingsályktun um að óska eftir aðildarviðræðum við Evrópusambandið sumarið 2009. Í kosningabaráttunni þá um vorið töluðu margir um að Ísland fengi að greiða atkvæði um aðildarsamning fljótlega. Aðildarviðræðurnar hafa hins vegar dregist á langinn og því gæt­ ir vissra efasemda hjá mörgum kjós­ endum og þá sérstaklega hvað varðar hvenær fyrst verði raunhæft fyrir Ís­ lendinga að taka upp evru. Árni Páll segir hins vegar ekki erfitt að setja fram raunhæfa tímaáætlun um hvenær möguleg aðild geti átt sér stað. Erf­ iðara sé hins vegar að segja nákvæm­ lega til um hvenær Íslandi uppfylli þau skilyrði sem landið þarf að gera sam­ kvæmt Maastricht­skilyrðunum til þess að fá að taka upp evru. „Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar vill klára að­ ildarviðræður við Evrópusambandið og vill fá að sjá samninginn. Ef við fáum ríkisstjórn eftir komandi kosn­ ingar sem vill klára aðildarviðræðurn­ ar og ef ekkert tefur aðildarsamninga þá eigum við að geta fengið niður­ stöðu á rétt rúmu ári. Þá er hægt að leggja samning í dóm þjóðarinnar,“ segir hann. Um leið og Íslendingar samþykktu að ganga í ESB, sem gæti orðið í árslok 2014 þá væri strax hægt að leggja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá væri hægt að komast strax í ERM­II sam­ starfið á árinu 2015. „Það veltur auð­ vitað allt á því hvernig okkur gengur að laga okkur að stöðugleika hvenær við getum tekið upp evru. Við þurfum að temja okkur agaðra viðhorf til hag­ stjórnar. Því fyrr sem við náum þessu því betra. Einnig má benda á að Dan­ mörk hefur aldrei farið lengra en inn í ERM­II. Það er athyglisvert að hafa það í huga. Óútskýrður vaxtamunur milli Íslands og annarra landa mun því fljótt byrja að minnka þegar þessi vegferð hefst,“ segir hann. Þegar Árni Páll er spurður hvar hann sjái stöðu Íslands fyrir sér eftir fjögur ár segir hann að það sé draum­ ur sinn að þá verði búið að ná tökum á verðbólgu og gengisóstöðugleika. „Þar af leiðandi fari vegur þekkingar­ fyrirtækja vaxandi. Kaupmáttur raun­ verulega að aukast á forsendum alvöru vaxtar í atvinnulífinu en ekki vegna bóluáhrifa eða skuldsetningar. Vaxtakjör fari lækkandi og fyrirtæki og heimili njóti þess í afkomu og dag­ legu lífi. Til þess að þetta gerist verð­ um við að setja efnahagslegan stöð­ ugleika í öndvegi og feta leiðina að inngöngu í Evrópusambandið og að upptöku evru. Þá værum við líka búin að ná verulegum árangri í afnámi gjaldeyris hafta,“ segir hann. Telur kosningaloforðin hófleg Samfylkingin hélt blaðamannafund á miðvikudaginn þar sem flokkurinn kynnti helstu stefnumál sín. Má þar nefna nýtt og einfaldara almanna­ tryggingakerfi, byggingu 350 nýrra hjúkrunarrýma, nýjan og betri Landspítala, öruggari leigumarkað, nýjar húsnæðisbætur, 2.000 nýjar leiguíbúðir í samstarfi við sveitarfélög og búseturéttarfélög svo nokkuð sé nefnt. Það tók flokkinn síðan einungis einn dag að uppfylla fyrsta loforðið en í gær var tilkynnt um undirritun samnings á milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga fyrir börn. Síðasti samningur á milli þessara aðila rann út fyrir 15 árum, árið 1998. Árni Páll telur að kosningaloforð Samfylkingarinnar séu nokkuð hóf­ leg. Hins vegar má nefna að nýr Land­ spítali er talinn geta kostað allt að 85 milljarða króna. Þá vill flokkurinn einnig gera meira varðandi lækkun íbúðaskulda hjá fólki. „Það voru hópar RAUNHÆF ÁÆTLUN UM AÐILD AÐ ESB n Árni Páll segist una dómi kjósenda n Fylgi Samfylkingar aldrei minna n Aðild að ESB árið 2015 Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Ég skil ekki það viðhorf að það sé í lagi að skattleggja almenning en að það megi ekki skattleggja auð- lindir Í ESB 2015 Árni Páll segir kann- anir sýna að meirihluti þjóðar- innar vilji klára aðildar viðræður og raunhæft sé að ganga þar inn 2015. Mynd: Eyþór ÁrnaSon 16 Viðtal 12.–14. apríl 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.