Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 20
É
g sagði að ég fyrirgæfi hon-
um ef hann kæmi aldrei svona
fram við aðra manneskju.
Hann lofaði því,“ sagði Guð-
ný Jóna Kristjánsdóttir þegar
DV náði tali af henni, skömmu eftir
að presturinn á Húsavík, séra Sig-
hvatur Karlsson, hringdi í hana á
miðvikudag og baðst afsökunar á
framgöngu sinni þegar Guðný Jóna
kærði bekkjarfélaga sinn fyrir nauð-
gun árið 2000. Vitni var að málinu
og drengurinn var dæmdur í hér-
aðsdómi og dómurinn staðfestur í
Hæstarétti.
Presturinn vill læra af þessu
Samfélagið klofnaði vegna máls-
ins, fólk tók ýmist afstöðu með eða á
móti, og stuðningsyfirlýsing við ger-
andann sem þá var búið að dæma
var birt í bæjarblaðinu undir yf-
irskriftinni Mæður eiga líka syni.
Presturinn reyndi að lægja öldurn-
ar, meðal annars með því að stöðva
birtingu stuðningsyfirlýsingarinnar
en einnig með því að ræða við Guð-
nýju Jónu sem upplifði samtalið
sem þöggunartilburði; að hann teldi
best að hún félli frá kærunni.
Séra Sighvatur sendi frá sér yfir-
lýsingu á miðvikudag þar sem hann
greindi frá afsökunarbeiðninni. Þar
sagði meðal annars: „Hugur minn
stóð aldrei til þess að fá hana til þess
að draga kæru sína til baka. Mér er
nú ljóst mikilvægi þess að tala mjög
skýrt í málum sem þessum.“
Í huga hans væri nauðgun mjög
alvarlegur glæpur og að réttur þol-
andans til þess að kæra sé skýlaus.
„Í dag hika ég ekki við að hvetja
þolendur til að leggja fram kæru í
kynferðisbrotamálum og leita þeirr-
ar aðstoðar fagaðila sem nú er í
boði. Við verðum öll að draga lær-
dóm af þessu máli. Mistök sem þessi
mega ekki endurtaka sig.“
Fjölskyldan á Húsavík
Guðný Jóna sagði sögu sína í Kast-
ljósi á mánudag. Þar sagði hún með-
al annars frá því hvernig það var að
sitja undir svívirðingum þeirra sem
sögðu „oj“ þegar þeir sáu hana eða
gengu upp að henni og sögðu „þú
ert ógeðsleg“.
Að lokum flúði hún Húsavík
og fór til Reykjavíkur þar sem
hún stundaði nám og hélt svo
utan. Hún býr nú í litlum smá-
bæ í Noregi þar sem hún starfar
sem heimilislæknir. Þar veit
enginn að hún er þessi stelpa frá
Húsavík sem hefur vakið þjóðina
til umhugsunar með því að deila
reynslu sinni með landsmönn-
um.
Foreldrar Guðnýjar Jónu
voru hins vegar áfram á Húsavík
og Guðný Jóna sagði í samtali
við Kastljósið að það hafi verið
erfitt að vita af þeim þar, „á þess-
um vígvelli,“ eins og hún orðaði
það. „Auðvitað sá ég hvað þau
voru reið og frústreruð í kring-
um þetta allt saman,“ sagði hún
en taldi foreldra sína þó hafa
hlíft henni við því versta.
Móðir hennar tjáði sig sjálf
um málið árið 2000 í viðtali við
DV og sagði þá að stuðningsyfirlýs-
ingin hefði verið eins og hnífstunga
í bakið þar sem undir hana skrif-
uðu meðal annars frændi, fyrrver-
andi vinnuveitandi, kaupmaðurinn
á horninu og vinnufélagar þeirra
hjóna. Búið væri að eyðileggja
mannorð dóttur hennar með lygum
og það hefði verið með ólíkindum
að verða vitni að þeirri mannfyrir-
litningu sem birtist í þessu litla sam-
félagi.
Dó áður en dóttirin
fékk uppreisn æru
Móðir Guðnýjar Jónu lést árið 2003,
áður en dóttir hennar hlaut upp-
reisn æru sinnar og aðspurð sagði
Guðný Jóna að hún hefði
svo gjarna viljað að móðir hennar
hefði upplifað þessa tíma.
Þær ræddu þetta oft sín á milli
og hún veit að móðir hennar var
mjög reið yfir því hvernig þetta fór.
„En ég veit ekki hvort henni tókst að
ýta því frá sér undir lokin. Ég held
að mamma og pabbi hafi ekki orðið
fyrir aðdróttunum eða illu umtali
á síðustu árum en ég veit að sumir
tóku sveig fram hjá þeim þegar þeir
mættu þeim úti á götu, kannski af
því að þeir þorðu ekki að horfast í
augu við þau vegna slæmrar sam-
visku. En ég veit að mömmu hefði
þótt vænt um að upplifa allt sem er
að gerast núna. Ég vildi að hún hefði
gert það. Ég held að hún hefði aldrei
trúað því, eða nokkurt okkar.“
Ekkert einsdæmi
Sjálf óttaðist Guðný Jóna svo að stíga
fram að það tók hana þrjá mánuði að
taka ákvörðun um að gera það. Það
var svo maðurinn hennar sem benti
henni á að hún hefði engu að tapa
en allt að vinna. Frá því að þátturinn
birtist hefur hún verið önnum kafin
við vinnu svo hún hefur ekki haft
tíma til þess að lesa allt sem um mál-
ið hefur verið skrifað eða öll bréf sem
henni hafa borist. Enda eru ófá bréf-
in sem hún hefur fengið, frá fólki sem
biðst afsökunar á framkomu sinni
DÓ ÁÐUR EN DÓTTIRIN
FÉKK UPPREISN ÆRU
20 Fréttir 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
n Guðný Jóna þakkar stuðninginn n Hefði viljað að móðir hennar upplifði þetta með sér
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Fjölskyldan Guðný Jóna er sjálf móðir í dag. Hún býr ásamt manni sínum og syni í litlum smábæ í Noregi þar sem hún er heimilislæknir.