Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 24
Sandkorn
F
ullkomin örvænting ríkir á með
al sjálfstæðismanna eftir því sem
flokkurinn sekkur dýpra í þá
eymd fylgiskreppu. Um allt land
berjast frambjóðendur flokksins
fyrir pólitísku lífi sínu. Svo er að sjá sem
sumir átti sig ekki á því að staðan nú
er sjálfskaparvíti. Leiðtoginn er trausti
rúinn og stefnan eins og hún birtist er
út og suður.
Grundvallarstefna Sjálfstæðis
flokksins byggir á frelsi einstaklings
ins til athafna. Eitt af efstu gildunum
er að samfélagið þrífist best með sem
minnstum ríkisafskiptum og að fram
tak einstaklinganna fái að blómstra.
Ríkisafskiptum skal haldið í lágmarki.
En stefna er eitt en haldin stefna annað.
Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benedikts
sonar og Davíðs Oddssonar er sekur
um að segja eitt en gera annað. Saga
undanfarinna áratuga er vörðuð spill
ingarmálum og inngripum flokksins
í dómskerfi og víðar í opinbera geir
anum. Flokkurinn stýrði Ríkisútvarp
inu í sína þágu í stað þess að minnka
báknið og rýma markaðinn svo einka
fyrirtæki fengju lífsrými. Óþarft er að
rifja upp skipanir lítt hæfra dómara og
annarra flokksgæðinga í ríkisbákninu.
Það furðulega er að frambjóðendur
og þingmenn flokksins virðast láta
sem þeir séu blindir á svik eigin flokks.
Stálheiðarlegur þingmaður á borð við
Kristján Þór Júlíusson lét hafa sig í það
á kosningafundi að halda því fram að
Bjarni formaður sætti einelti. Nefndi
hann þar sérstaklega DV. Það sætir
furðu ef það er einelti að rifja upp sót
svarta viðskiptasögu manns sem situr á
formannsstóli stærsta stjórnmálaflokks
landsins. Bjarni stýrði olíufélagi út í
botnlaust skuldafen með skuggalegum
afleiðingum fyrir lífeyrissjóði og fleiri.
Og hann var innvinklaður í vafasama
viðskiptagjörninga. Það verður að telj
ast vafasamt að frambjóðendur skuli
leyfa sér að ráðast að fjölmiðli fyrir að
lýsa slíkum ferli. En Bjarni hefur sjálfur
gefið tóninn. Hann hafði í hótunum
við eiganda DV auk þess að halda því
blákalt fram að DV sé á bandi Vinstri
grænna.
Það er útilokað að Bjarni Bene
diktsson eða aðrir stjórnmálamenn
geti keypt sér frið frá umræðunni með
hótunum eða kjassi. Það er beinlínis
skylda okkar sem störfum við fjölmiðla
að varpa ljósi á verk þeirra. Tjáningar
frelsið getur ekki endað þar sem póli
tíkusum hentar. Kristjáni Þór til varnar
er þó rétt að halda því til haga að hann
baðst seinna afsökunar á ummælum
sínum.
Vanda Sjálfstæðisflokksins hefði
mátt leysa fyrir nokkrum mánuðum
með því að skipta einfaldlega út for
manni. Ný skoðanakönnun Viðskipta
blaðsins sýnir að stór hluti þeirra sem
hafa flúið í Framsóknarflokkinn myndu
snúa aftur ef Hanna Birna Kristjáns
dóttir sæti á formannsstóli Sjálfstæðis
flokksins. Á meðan rúmlega 48 prósent
treysta henni til þess að leiða flokk
inn eru 12,3 prósent á þeirri skoðun
að Bjarni valdi hlutverki sínu. Þarna er
birtingarmynd fleinsins í holdi flokks
ins.
Sjálfstæðisflokkurinn er nú á barmi
klofnings og líklega komið of nálægt
kosningum til að hægt verði að breyta
að gagni þeirri stöðu sem komin er
upp. Niðurstaðan er sú að hægriöflin í
landinu eru lömuð og fátt í boði annað
en miðjan eða vinstrið. n
Katrín sló í gegn
n Þáttur RÚV um efnahags
mál, þar sem öll landsfram
boð mættu til að láta ljós sitt
skína, var með þeim furðu
legri. Alltof margir þátt
takendur gerðu að verkum
að málin voru meira og
minna út og suður. Á DV.is
var mæling á því hver hefði
staðið sig best. Þar var Katrín
Júlíusdóttir fjármálaráðherra
á toppnum en Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson, for
maður Framsóknar, kom
fast á hæla henni.
Drengskapur Árna
n Árni Johnsen, alþingis maður
Sjálfstæðisflokksins, hefur
verið óþreytandi við að verja
Bjarna Bene-
diktsson for
mann í ræðu
og riti. Vill
Árni meina
að Bjarni
sé fórnar
lamb ein
eltis. Þessi skjaldborg vekur
nokkra undrun þar sem Árni
segist sjálfur vera fórnarlamb
undirmála í flokknum þar
sem Ragnheiður Elín Árnadóttir
kom honum úr þingsæti.
Talið er að Bjarni formaður
hafi verið með í ráðum. Árni
sýnir því mikinn drengskap.
Bræðrabylta
n Þeir formenn sem eru
í mestum vanda í dag eru
Bjarni Benediktsson og Árni Páll
Árnason en
undir þeim
hafa flokk
arnir tveir
tapað fylgi
jafnt og þétt
síðustu vik
ur. Árni Páll
setti mælikvarða á sjálfan sig
þegar hann sagði í formanns
framboðinu að flokkur með
20 prósenta fylgi væri ekki til
neins nýtur. Hanna Birna setti
viðmiðið fyrir Bjarna með því
að segja daginn sem hún var
kjörin varaformaður að það
væri mikill ósigur ef Sjálf
stæðisflokkurinn fengi undir
36 prósentum. Báðir formenn
eru því líklegir til að hljóta
sömu örlög ef kannanir eru
réttar, og verða snarlega settir
af eftir kosningar.
Frosti arkitekt
n Fátt virðist geta komið í
veg fyrir að Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson verði næsti for
sætisráðherra. Hugmynda
smiður að baki kosningalof
orðum Framsóknar hlýtur að
koma til greina sem markaðs
maður ársins. Önnur eins
fylgisaukning hefur ekki sést
í sögu íslenskra stjórnmála.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður
lét hafa eftir sér í DV á föstu
dag að efnahagsteymi sé að
baki tillögum flokksins vegna
skuldavanda heimilanna.
Höfuð paur þess teymis er
Frosti Sigurjónsson sem virð
ist vera mesti happafengur.
Flipp sem varð
óvart vinsælt
Þessi mikla gleði er
að verða að veruleika
Doddi litli er maðurinn á bak við Love Guru. – DV Hrafn Gunnlaugsson eignast barn á sjötugsaldri – DV
Sjálfskaparvíti flokksins
„Stefna er
eitt en haldin
stefna annað
U
ppi er hávær krafa um endur
skoðun eða afnám verðtryggingar
húsnæðislána og annarra neyt
endalána. Því er vert að spyrja:
Hvort væri skárra eða hyggilegra, að
endurmeta verðtryggingu slíkra lána eða
afnema verðtrygginguna tafarlaust?
Verðtrygging fjárskuldbindinga
var í upphafi leidd í lög 1979 til að
hemja óhóflega rýrnun sparifjár vegna
langvinnrar verðbólgu. Fyrir daga verð
tryggingarinnar báru lánveitendur alla
áhættu vegna verðbólgu, og sparifé fólks
fuðraði upp í bönkum og sjóðum. Lán
takandi, sem keypti sér fjögurra her
bergja íbúð, þurfti ekki að borga nema
eitt eða tvö herbergi til baka. Við þessu
ranglæti þurfti að bregðast. Það var gert
með Ólafslögum 1979, sem kennd eru
við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra.
Gallar verðtryggingar
Í framkvæmd hefur verðtryggingin
reynzt hafa tvo megingalla:
n Þegar kaupgjald hækkaði hægar
en verðlag, t.d. 2008–2010, leiddi verð
tryggingin til þess, að skuldir heimil
anna uxu hraðar en laun og mörg heim
ili lentu í greiðsluerfiðleikum. Þeir, sem
misstu vinnuna, lentu í enn meiri vand
ræðum.
n Vegna viðmiðunar fjárskuld
bindinga við verðlag án tillits til kaup
gjalds hafa lántakendur borið mesta
áhættu vegna lánasamninga og lánveit
endur borið litla áhættu.
Við bætast efasemdir lögfræðinga
um lögmæti verðtryggingar húsnæðis
og neytendalána eins og hún hefur verið
framkvæmd. Efasemdirnar snúast m.a.
um, að bankar hafi vanrækt að kynna
lántakendum til fulls þá áhættu, sem
felst í verðtryggðum lánum á óvissum
tímum í samræmi við reglur um neyt
endavernd innan EES, sem Ísland hefur
lögleitt.
Væri verðtrygging afnumin tafar
laust, er hætt við, að ranglæti óbreyttr
ar verðtryggingar gagnvart lántakend
um á húsnæðismarkaði myndi snúast
upp í gamalkunnugt ranglæti gagn
vart lánveitendum, t.d. lífeyrisþegum.
Sporin hræða. Lífeyrissjóðir og aðrir
eigendur sparifjár eiga nú að vísu fleiri
og öruggari sparnaðarkosti en fyrir daga
verðtryggingarinnar, en kostunum hefur
fækkað eftir hrun. Gjaldeyrishöftin girða
nú fyrir gengistryggðar fjárfestingar er
lendis. Lýðræðisvaktin vill rétta hlut lán
takenda gagnvart lánveitendum.
Lýðræðisvaktin leggur til, að hús
næðislán og önnur neyzlulán verði
miðuð við nýja vísitölu, sem er ætlað að
girða fyrir áhrif misgengis kaupgjalds og
verðlags á hag heimilanna. Þetta væri
hægt með því að miða höfuðstól hús
næðislána sjálfkrafa við verðlag þau ár
sem kaupgjald hækkar hraðar en verð
lag og við kaupgjald þau ár sem kaup
gjald hækkar hægar en verðlag. Einnig
væri hægt að miða húsnæðislán við
blandaða vísitölu, sem tekur mið bæði
af verðlagi og launum. Til álita kemur
einnig að taka t.d. erlenda verðskelli og
innlendar skattaálögur út úr vísitölunni.
Tillagan gerir því ráð fyrir endurmati
frekar en afnámi verðtryggingar. Mark
miðið er jafnræði milli lánþega og lán
veitenda, svo að;
n Lántakendur skaðist ekki, þegar
kaupmáttur launa minnkar (t.d. 1989–
1990, 1992–1994 og 2008–2010 og einnig
um og eftir 1983);
n Lánveitendur haldi sínu, þegar
kaupmáttur launa vex, sem er algengast;
n Veitt sé færi á, að höfuðstóll verð
tryggðra lána verði endurreiknaður á
grundvelli nýrrar vísitölu aftur í tímann,
t.d. frá og með hruninu 2008, til að rétta
hlut heimilanna;
n Betra færi skapist á umskipan
bankamála og fjármálamarkaðar fram í
tímann til að tryggja samkeppni;
n Lántakendum sé frjálst að velja
milli lána, sem miðast við nýja vísitölu,
og óverðtryggðra lána í skjóli nýrrar
lagaverndar lántakenda gegn lánveit
endum;
n Skilyrði skapist til afnáms verð
tryggingar húsnæðis og neytendalána
sem almennrar reglu til samræmis við
skipan mála í nálægum löndum.
Aðrar leiðir eru færar að sama marki,
t.d. viðmiðun húsnæðislána við verð
bólgumarkmið Seðlabankans frekar
en við núgildandi verðvísitölu. Þak á
vísitöluhækkun lána kæmi einnig til
álita og einnig lán með tekjuskilyrtri
endurgreiðslu, þannig að höfuðstóll
væri að fullu verðtryggður, en endur
greiðsla ávallt fast hlutfall af tekjum.
Kosti og galla ólíkra leiða og kostnað
inn, sem af þeim leiðir, þarf að vega og
meta. Tryggja þarf virka samkeppni á
lánamarkaði vegna húsnæðiskaupa, svo
að vextir og gjaldtaka lánastofnana geti
orðið með svipuðum hætti og í nálægum
löndum og lántakendur geti auðveld
lega endurfjármagnað lán sín, bjóðist
betri kjör. Til að auka samkeppni þarf
að lækka kostnað við að flytja viðskipti á
milli banka, m.a. með afnámi stimpil
gjalda. Með lögum þarf að knýja bank
ana til að taka sér tak, banna kaupauka
bankastjórnenda (bankarnir eru aftur
komnir í gamla gírinn!) og girða fyrir
getu banka til að braska með innstæður.
Ábyrgð beggja
Miklar skuldir eru ekki aðeins á ábyrgð
lántakandans, heldur einnig lánveitand
ans. Engum verður gert að bera þyngri
skuldabyrði en hann getur borið. Rétt
lát skuldajöfnun felst í, að skuldunautar
semja við lánardrottna á réttum grunni,
þar sem báðir aðilar sitja við sama borð.
Það vill Lýðræðisvaktin: að allir sitji við
sama borð.
Verðtrygging: Endurmat eða afnám?
Kjallari
Þorvaldur
Gylfason
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
24 12.–14. apríl 2013 Helgarblað
Leiðari
Reynir Traustason
rt@dv.is
„Réttlát skuldajöfn-
un felst í, að skuldu-
nautar semja við lánar-
drottna á réttum grunni,
þar sem báðir aðilar sitja
við sama borð.