Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 31
Viðtal 31Helgarblað 12.–14. apríl 2013 þurfti að skila henni aftur til fóstur- foreldranna á hverjum sunnudegi. Það var þeim mæðgum þungbært og kostaði mörg tárin. „Þá var ver- ið að fylgjast með mér, hvort ég væri að hugsa nógu vel um hana,“ útskýrir Erla. Hún segist hins vegar hafa verið mjög heppin með þá konu sem fóstr- aði dóttur hennar. En konan sá strax hvað ástin og umhyggjan var mikil og reyndist hún Erlu mjög vel. „Það var eiginlega henni að þakka að ég fékk einhvern kraft til að segja kerfinu stríð á hendur. Móðurástin er eitt- hvað sem trompar virðingu fyrir regl- um og hverju sem vera skal. Ég fór niður á skrifstofu félagsþjónustunnar einn daginn og missti stjórn á mér. Ég neitaði að fara þaðan út fyrr en ég fengi barnið í hendurnar.“ Eftir fjöl- mörg símtöl og mikið umstang fékk Erla þær upplýsingar að hún fengi dóttur sína að þremur vikum liðnum. „Ég efast um að ég hefði fengið hana aftur ef ég hefði ekki misst mig þarna,“ segir Erla. Breytti föðurnafni sínu Það vissi hver einasti Íslendingur hver Erla var og enginn atvinnu- rekandi vildi ráða hana í vinnu. Það gerði allt erfiðara því hún varð að sýna fram á að geta séð dóttur sinni farborða til að fá hana aftur. „Það vildi enginn snerta mig á þess- um tíma. Ég fór út um allt. Áður en þetta gerðist allt saman þá var ég í vel launaðri vinnu. Ég var jafn fær á ensku og íslensku og var klár stelpa. Þegar þarna var komið var nánast ekki möguleiki fyrir mig að fá vinnu, ég var einfaldlega álitin glæpahyski.“ Erla dó þó ekki ráðalaus og brá á það ráð að skrifa undir umsóknirnar með öðru föðurnafni, seinna nafni föður síns. Þá fyrst fór hún að komast í viðtöl. „Þegar ég kom í viðtölin þá áttuðu menn sig ekki strax enda voru myndirnar, sem höfðu verið birtar af mér, hræðilegar. Nokkrum sinnum ákváðu menn að ráða mig en þegar þar var komið sagði ég til mín og þá hættu menn við.“ Að lokum fékk hún starf hjá Bæjar útgerð Reykjavíkur, en sá sem réð hana þar áttaði sig ekki á því hver hún var. Ekki fyrr en daginn eftir að hún hóf störf. „Þegar leið á fyrsta daginn fór fólk að átta sig á að ég var þarna og það varð allt vitlaust. Þá treysti verkstjórinn sér hins vegar ekki til að hætta við því hann hafði þegar ráðið mig. Hann var mjög al- mennilegur en það var ein kona sem hafði unnið þarna í sautján ár sem hætti. Sagðist ekki vinna undir sama þaki og svona hyski.“ Flúði til Hawaii Þrátt fyrir að hafa loksins fengið vinnu var erfitt fyrir Erlu að vera á Íslandi á þessum tíma. Hún var litin hornauga á almannafæri og lenti meðal annars í að vera vísað af skemmtistöð- um af gestum. Hver hún var bitnaði einnig á vinum hennar. „Ég byrjaði að vera með strák skömmu eftir að ég losnaði úr gæsluvarðhaldi og við giftum okkur seinna. En við áttum í raun ekki mikla möguleika. Þetta kostaði sína erfiðleika fyrir hann og olli vandræðum víðast hvar.“ Systir Erlu bjó á Hawaii og þang- að fór hún í leit að betra lífi árið 1983. Á framandi stað þar sem hún var óþekkt. „Það var í raun flótti. Ég átti enga möguleika á að lifa hér því lífi sem ég var fær um, þar sem mannorð mitt var ónýtt. Ég gafst upp á endan- um og fór.“ Erla var þó ekki tilbúin að snúa alveg baki við Íslandi og að þremur árum liðnum kom hún aftur heim. Hún var engu að síður tvístígandi og hluta af henni langaði til að vera bara áfram á Hawaii, þar sem henni bauðst gott líf. Hún fékk vinnu hjá hreingerningarfyrirtæki, tók fljótlega við rekstri þess og bauðst eins mikil vinna og hún kærði sig um. „Ég var komin með íbúð á ströndinni á yndislegum stað og gat lifað eins og ég hefði átt að geta gert hérna heima.“ Hawaii var engu að síður hálfgerð- ur sumarleyfisstaður og Erla saknaði ýmissa hluta frá Íslandi. Fannst vanta meiri dýpt í tilveruna. „Ísland er heima, hjarta mitt er hér,“ segir hún og brosir. Þrátt fyrir allt þykir henni vænt um landið sitt og þjóðina sem útskúfaði henni. Hún ákvað því að koma heim áður en hún stofnaði til frekari skuldbindinga erlendis. Fór í biblíuskóla í Suður-Afríku Þegar heim var komið gekk Erlu jafn illa að fá vinnu og áður. „Í þrjá mánuði var ég með það á heilanum að fara bara út á Keflavíkurflugvöll, fljúga héðan burt og koma aldrei aftur.“ Erla kynntist á þessum tíma fyrr- verandi eiginmanni sínum og varð það til þess að hún ákvað að vera um kyrrt hér á landi. Árið 1993 tóku þau hjónin svo ákvörðun um að flytja til Suður- Afríku með dæturnar tvær, dóttur Erlu og Sævars sem var þá 18 ára og 3 ára dóttur sem þau höfðu þá eignast. Þrátt fyrir að Ísland væri henni kært fannst henni alltaf gott að kom- ast út úr þrengslunum og flutningar til fjarlægs lands lögðust vel í hana. Þau hjónin höfðu verið virk í kristi- legu starfi á Íslandi um tíma og hug- myndin um að fara í biblíuskóla kviknaði þegar þau voru í heimsókn hjá vinafólki sínu í Suður-Afríku. „Ég var á þeim tíma ennþá illa séð nafn, en ég hafði vaxið verulega og eignast vini. Ég var búin að eiga eitt- hvert líf en það var voðalega gott að komast í burtu. Ég hef alltaf verið dá- lítið eirðarlaus því hér er þröngt að Vill sættast við bróður sinn „Ég vona enn að við náum að tala saman því það yrði gott fyrir okkur bæði Búin að fyrirgefa Erla finnur ekki lengur fyrir reiði í garð rann- sóknarmanna í Guð- mundar- og Geirfinns- málum. Henni finnst þó rétt að embættismenn taki ábyrgð á gjörðum sínum. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.