Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Page 32
32 Viðtal 12.–14. apríl 2013 Helgarblað vera. Ég er varla búin að vera nema í klukkutíma á einhverjum stað þegar allir eru búnir að átta sig á að ég er þar.“ Þau komu sér fyrir í nýju landi og ættleiddu litla stúlku sem bættist við fjölskylduna. Eftir að náminu í biblíu skólanum lauk gengu þau svo til liðs við kristniboðssamtök og dvölin í Suður-Afríku varð að fimm árum. „Bæði þegar ég var á Hawaii og í Suður-Afríku þá fann ég muninn á því að vera Erla sem enginn þekkir og Erla úr Guðmundar- og Geirfinns- málunum. Það stóðu mér allar dyr opnar. Fólk vissi ekkert um mína for- tíð og ég eignaðist þarna mjög góða vini sem ég á enn í dag.“ Eftir því sem tíminn leið sagði Erla þó sínum nán- ustu vinum sögu sína, en þeir áttu í fyrstu erfitt með að trúa henni. Vernduð af Zulu-fólki Dvölin í Suður-Afríku var mikil og framandi upplifun fyrir fjölskylduna. Þau bjuggu til að mynda úti þegar Nelson Mandela var kosinn forseti og blökkumenn fengu kosninga- rétt. „Sterkasta upplifunin fyrir mig var að ég fann mig alltaf sem eina af blökkufólkinu. En það var líka svo- lítið óþægilegt því vinir mínir voru hvítt fólk sem hafði alist upp við hugarfar sem leiddi af aðskilnaðar- stefnunni milli svartra og hvítra. Ég lagði gríðarlega vinnu í að fá blökku- fólk til að treysta mér og náði því yfir- leitt ekki fyrr en ég sagði þeim sögu mína.“ Erla og fjölskylda hennar leigðu ódýrt hús í skógarjaðri á hættulegu svæði í Jóhannesarborg. „Þetta var svæði sem Zulu-ættbálkurinn hafði lagt undir sig. Fólkið bjó í skóginum, strengdi plast á milli trjánna á rign- ingartímum og svaf á dýnum undir því. Ég rölti þarna um skóginn þrátt fyrir að mér væri sagt að það væri hættulegt. Ég skynjaði það þó ekki þannig og ákvað að semja frið við fólk sem þarna bjó, frekar en að vera hrædd við það.“ Það voru að mestu karlmenn sem bjuggu í skóginum og Erla byrjaði á því að setjast niður með nokkrum þeirra. Fljótlega fjölgaði í hópnum og hún sagði þeim sögu sína. Þeir áttu þó bágt með að trúa henni í fyrstu. „Þú ert bara rík hvít kona og býrð í stóru húsi sögðu þeir, en ég sagði þeim að ég ætti nú ekkert meiri pen- ing en þeir,“ segir Erla og brosir þegar hún rifjar þetta upp. „En fjölskyldan var örugg á þessum stað því við urð- um vinir. Þeir tóku það upp hjá sér að vernda þessa fjölskyldu og ég upp- lifði algjört öryggi í þessum skógi.“ Glímdi við brotna sjálfsmynd Skömmu eftir að fjölskyldan flutti aftur heim frá Suður-Afríku árið 1998 skildu Erla og maðurinn hennar eftir 13 ára hjónaband. Á þeim tíma gekk Erlu ennþá illa á fá vinnu og það eina sem henni bauðst voru verkamannastörf. Slíkt fullnægði henni ekki og hún leið fyrir fá ekki að nýta hæfileika sína. Eftir skilnaðinn tók Erla því ákvörðun um að skrá sig í skóla. Hún lauk námi í heimspeki, tók svo kennsluréttindi og er nú á loka- sprettinum í meistaranámi í fjöl- menningarfræði. „Ég hef þurft að glíma við brotna sjálfsmynd alla tíð. Með þessi stöðugu skilaboð um að ég sé lélegur karakter. Ég var meira að segja búin að telja mér trú um að ég gæti aldrei lært neitt. Svo fékk ég bara háar einkunnir í náminu.“ Síðustu árin hefur Erla unnið á vettvangi fjölmenningar, aðallega innan um útlendinga og kann því vel. „Þeir vita ekkert hver ég er,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég áttaði mig ekki á því lengi vel, en minn félagsskapur hefur gjarnan verið útlendingar.“ Hrækt á hana á förnum vegi Hún segir það alla tíð hafa valdið sér óþægindum að vera þekkt andlit, meira að segja eftir að mynd Sigur- steins Másonar, Aðför að lögum, var sýnd árið 1997 og fólk var farið að átta sig á því að ekki var allt sem sýndist. Enn þann dag í dag finnst henni því fylgja ákveðið myrkur að fólk þekki hana á förnum vegi. „Ég man að ég var að labba einu sinni niður Skólavörðustíginn og það var kona hinum megin við götuna sem kom á móti mér og hrækti í andlitið á mér. Ég man ekki hvað hún sagði, ég varð fyrir svo miklu áfalli. Fólk sem hagaði sér svona var oftast fólk sem ég þekkti ekki neitt og hafði aldrei séð áður.“ Þetta atvik átti sér stað í kringum 1980. Í dag er hún að upplifa þetta allt á hinn veg- inn. Fólk sem þekkir hana ekki neitt leggur jafnvel lykkju á leið sína til að sýna henni hlýju. „Tilfinningar mín- ar eru oft blendnar gagnvart þessu. Ég minnist þess ekki að nokkur hafi komið til mín á sínum tíma og sagst ekki trúa þessu. Ég vissi ekki að það væri einhver þarna úti sem trúði þessu ekki, en nú segja mér margir að þeir hafi aldrei trúað þessu.“ Þegar Erla heyrir slíkt hugsar hún: „Hvar varstu þá?“ Hún segist þó ekki vera sár út í einn eða neinn. „Ég hef hitt fólk sem segist skammast sín fyrir að hafa trúað þessu öllu og það finnst mér miklu auðveldara. Þá er verið að viðurkenna það sem við gengum í gegnum, að það trúðu þessu flestir.“ Sjálfri finnst Erlu ekki skrýtið að fólk hafi trúað því að þau væru sek. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að ég hefði trúað þessu líka,“ segir hún hreinskilin. Upplifir sig stundum ómerkilega Í fyrstu þorði Erla ekki að segja fólki að hún væri saklaus. „Ég vissi ekki hvað fólk gerði mér ef ég segðist vera saklaus. Ég meira að segja lýsti því yfir í blaðaviðtali hvað ég væri hræði- leg.“ Þegar sá tími leið hjá tók reiðin við. „Ég hataði ekki bara rann- sóknarlögregluna, ég hataði íslenskt fólk, sem ekki þekkti mig neitt, fyrir framkomuna við mig.“ Erla leit svo á að þessu fólki hlyti að líða mjög illa og fengi útrás fyrir vanlíðan sína á henni. „Það eina sem rak mig áfram til að lifa var að ég átti barn. En það kom fyrir að mig langaði að losna undan þessu lífi. Svo komst ég á þann stað að gera upp líf mitt og gerði það að miklu leyti meðan ég var erlendis. Ég hafði fram að því misskilið fyrirgefn- inguna. Mér fannst alltaf að ef ég fyrir gæfi þá væri ég að segja að það sem hefði verið gert á hlut minn væri allt í lagi. Ég lærði að svo var ekki. Með fyrirgefningunni er ég að taka þá ákvörðun að dómfella ekki lengur fólk innra með mér en snúa mér al- farið að því að rækta mig sjálfa. Í því liggur mikið frelsi.“ Erla sveiflaðist lengi á milli þess að hata rannsóknaraðila, vorkenna þeim og finnast þetta vera sér að kenna. Enn í dag koma augnablik þar sem hún upplifir þær tilfinningar að þetta hafi verið henni að kenna og henni finnst hún vera ómerkileg. „Mér finnst svolítið ógnvekj- andi að hafa aldrei komist alveg yfir myrkrið. Það kemur enn fyrir að ég ef ég vakna á nóttunni og fer fram þá er ég þakklát fyrir að þurfa ekki að ýta á gúmmítakka til að fá að fara á klósettið,“ segir Erla sem finnur ekki lengur fyrir reiði í garð þeirra lög- reglumanna og rannsakenda sem komu að Guðmundar- og Geirfinns- málunum á sínum tíma. Átti sér ekki vandræðasögu Erla telur að margir haldi enn í dag að þau hafi öll verið vandræðafólk sem eitthvað hafi farið úr böndunum hjá, þótt það hafi kannski ekki verið jafn alvarlegt og lögreglan vildi meina. „En þetta var ekkert þannig. Það var enginn Guðmundur Einarsson þar sem við vorum og því síður einhver Geirfinnur Einarsson úr Keflavík. Við vorum ekkert öll eitthvað vandræðafólk á dópi. Ég var til dæmis nýbúin að eignast barn og neytti engra vímugjafa á meðan ég gekk með það barn.“ Erla átti sér enga sérstaka vandræðasögu. Hún var orðin 16 ára þegar hún smakkaði áfengi í fyrsta skipti og prófaði hass skömmu síðar. „Það var verið að reykja hass í partí- um og fikta með LSD sem var auð- vitað stórhættulegt. Við sem krakk- ar vissum ekkert hvað við vorum með í rauninni. Þetta var einfaldlega ákveðið tímabil í lífi mínu.“ Þegar Erla kynntist Sævari var hann ekki í fíkniefnaneyslu og því varð úr að hún hætti þessu fikti. Hann smyglaði hins vegar hassi og seldi það. „Hassreykingar voru ekki eitthvað sem mér fannst æðislegt að stunda en þetta var spennandi því þetta var bannað,“ viðurkennir Erla. „Svo urðum við bara ungir foreldrar,“ bætir hún við. Dóttirin vildi ekki fara á Litla-Hraun Erla hélt ekki sambandi við aðra sak- borninga í málinu eftir að þau voru látin laus nema Sævar, barnsföður sinn. En samskipti þeirra voru þó ekki einfalt mál. „Þetta mál lagði allt í rúst. Við gátum ekki fundið út úr þessari vinnu við að vera sameigin- legir foreldrar barns. Þegar hann losnaði þá hafði hann til að mynda ekki séð barnið í mörg ár.“ Hún reyndi að fara með dóttur þeirra í heimsókn til föður síns á Litla-Hraun, en eftir eina heimsókn vildi litla stúlkan ekki fara aftur. Erla vildi vissulega að dóttir þeirra kynntist föður sínum en hafði það ekki í sér að þvinga hana til að fara þangað í heimsóknir. „Henni fannst þetta mjög óþægilegt enda voru engar aðstæður þar til heimsókna fyrir börn,“ útskýrir Erla. „Svo átti hún að sitja þarna, fimm ára gam- alt barn, og þetta átti að vera pabbi hennar. Hann sagði elskan mín en hún þekkti hann ekkert. Við vorum ráðvillt ungmenni með þunga byrði.“ Henni fannst skrýtið að vera aldrei í sambandi við hina sak- borningana, en það var ekki inni í myndinni á þeim tíma. Hún viður- kennir þó að hafa haft vissa þörf fyrir það, að hitta eina fólkið sem skildi hana fullkomlega. En það var frekar eins og þau forðuðust hvert annað, frekar en hitt. Í dag hefur hún hins vegar haft samband við þá alla og þau hafa að- gang að hvert öðru þrátt fyrir að vera ekki í miklum samskiptum dagsdag- lega. „Þetta er eina fólkið í heimin- um sem veit fyrir víst hvað gerðist.“ „Við eigum sama óvininn“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin lögðu ekki bara samband Erlu og Sævars í rúst, heldur einnig sam- band Erlu við bróður sinn, Einar Bollason. Hann flæktist inn í Geirfinns- málið fyrir tilstilli hennar þegar yfir- heyrslur fóru að snúast um smygl. Hún sagði rannsakendum frá því að Einar hefði einhvern tíma gef- ið föður þeirra smyglaðan bjór, en það vatt upp á sig og lögreglan hneppti hann í gæsluvarðhald, þar sem hann var í 105 daga. Þau systk- inin hafa ekki umgengist hvort ann- að síðan en sú hugmynd hefur kom- ið upp að þau hittist og sættist. Að sögn Erlu hafa þó ýmsir utanað- komandi þættir hindrað það hingað til. „Ég vona enn að við náum að tala saman því það yrði gott fyrir okkur bæði. Það er töluvert af fólki sem að okkur stendur sem líður fyrir þetta líka og það er eitt af því sem hvað sárast er í þessu í dag. Við eigum sama óvininn, sem er aflið að baki þessari rannsókn.“ Vill tíma án Guðmundar- og Geirfinnsmála Það eina sem Erla vill er að fá sann- leikann upp á borðið. „Ég er farin að finna til þreytu gagnvart þessu máli. Því þarf að ljúka svo það geti tekið við tími án þess. Hver sæmi- lega hugsandi maður hefur áttað sig á hversu útilokað er að þetta hafi átt sér stað. Nú þarf að koma því á réttan stað í kerfinu og sögunni. Mig langar bara að vera amma barnabarnanna minna og þurfa ekki alltaf að útskýra fyrir þeim af hverju amma sé í sjón- varpinu eða af hverju þau heyra allt í einu nafnið mitt í útvarpinu.“ Í sömu mund og Erla minnist á barnabörnin gægist lítil hnáta fram úr einu her- berginu. Hún var að vakna eftir góð- an lúr og vill nú fá smá athygli frá ömmu sinni og nöfnu. Saman rifja þær upp skemmtilegt atvik þegar sú yngri sá ömmu sína í sjónvarp- inu um daginn og reyndi að tala við hana. „Svo svaraði amma bara ekkert,“ segir Erla við þá stuttu sem virðist ennþá vera að velta fyrir sér af hverju. Þarna ákveður blaðamaður að láta staðar numið og kveður. Leyfir þeim nöfnunum að eyða því sem eftir lifir dags saman í friði frá flókn- um sakamálum. n „Ég hef þurft að glíma við brotna sjálfsmynd alla tíð. Með þessi stöðugu skilaboð um að ég sé svo lélegur karakter. „Það kemur enn fyrir að ég ef ég vakna á nóttunni og fer fram þá er ég þakklát fyr- ir að þurfa ekki að ýta á gúmmítakka til að fá að fara á klósettið. Vill bara vera Erla Erla þráir ekkert heitar en að lifa tímabil laus við Guðmundar- og Geir- finnsmál. Hún vill bara fá að vera mamma barnanna sinna og amma barnabarnanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.