Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Qupperneq 35
frábært að tala við sálfræðing og ekk- ert nema gott eitt um það að segja. Þegar ég var búin að vera í fimm vik- ur í þjálfun þarna þá átti ég að hitta hana aftur til að útskrást en þá byrjaði hún aftur að segja að þetta væri bara í hausnum á mér. Ég ætti að hætta hugsa um þetta og bara stíga í löpp- ina. Það væri ekkert að mér. Ég fór og kvartaði yfir henni og það endaði með því að ég var send heim þegar ég átti þrjá daga eftir þarna,“ segir Steinka. Hún segir þolið og þrekið hafa aukist á Reykjalaundi en hún hafi verið gjör- samlega búin á því eftir að hafa verið þar. Því meira sem hún æfði því verri urðu verkirnir. „Reyndu að taka mig á sálfræðinni“ Í október sama ár fór Steinka að eiga í erfiðleikum með að losa þvag. Auk þess hafði dofinn í fætinum aukist. „Ég fékk á endanum annað kast og gat ekki meir. Þá var mér skutlað upp á slysó og var svo lögð inn á tauga- deildina daginn eftir. Þá var löpp- in orðin tíu sinnum verri eftir kastið. Meðan á þessu stóð þá gat ég ekki pissað. Ég var á taugadeildinni í tvær vikur og meðan ég var þar var tappað af mér. Það var viðbjóður, maður fann blöðruna fyllast og verk upp í nýra. Þeir voru alltaf að segja mér að vera á klósettinu þannig að ég sat á kló- settinu meira eða minna í tvær vikur en ekkert gerðist. Þau sögðu að þetta væri örugglega stressblaðra og ég ætti bara að reyna að pissa. Þau reyndu að taka mig á sálfræðinni og biðu eftir að ég spryngi.“ Ekkert gekk hjá henni að losa þvag en hún ákvað svo að fara til þvagfæraskurðlæknis sem mynd- aði blöðruna. „Hann sagði við mig að það væri ekki skrýtið að ég gæti ekki pissað, blaðran væri stokkbólgin og fullt af loftbólum.“ Þegar Steina var svo útskrifuð af taugadeildinni hafði hún fengið þá greiningu að hún væri með hugbrigðaröskun. Það er tauga- fræðilegt ástand sem hefur áhrif á viljastýrða hreyfifærni eða skynvirkni sem virðist benda til þess að sjúk- lingur sé haldinn taugasjúkdómi. Að sögn Steinku lýsir sú greining sér þannig að fólk telur sig vera með sjúk- dóm þrátt fyrir að engar ástæður finn- ist því til stuðnings. Steinka segir það algengt meðal fólks sem hefur orðið fyrir áfalli, kynferðislegu ofbeldi , er með undirliggjandi geðsjúkdóma eða undir mikilli streitu meðal annars. Ekkert af þessu segir Steinka hafa passað við sig. Hún segist ekki vita af hverju hún hafi fengið þessa grein- ingu. „Örugglega af því að það sást ekkert á myndum og þeir vissu ekki hvað var að mér.“ Þarna var líkamlegt ástand Steinku orðið mjög slæmt og hún átti orðið mjög erfitt með gang og komin með ökklaspelku til þess að styðja við hægri fótinn. Greind með hugbrigðaröskun Hún segir að upp frá þessu hafi við- mótið gagnvart henni hafa orðið slæmt uppi á spítala. Hún hafi upplifað að fólk teldi hana ljúga og að hún hefði ekkert þarna að gera. „Ég var ekki vel- komin þarna.“ Steinka segist hafa rætt það við sálfræðinginn sem hún hélt áfram að vera hjá eftir Reykjalundar- dvölina hvort það gæti verið að hún ímyndaði sér þetta. Hann taldi það ekki geta staðist. „Mér var sagt að ég myndi læknast af þessari hugbrigða- röskun með því að fara til sálfræðings og í sjúkraþjálfun.“ Hún hélt því áfram en sífellt versnaði henni. „Ég fór heim og hélt mínu striki. Ég var enn í vand- ræðum með blöðruna og löppin var hundleiðinleg. Ég var líka farin að finna fyrir dofa í hendinni og andlitinu. Ég fór að finna fyrir taugakippum, var endalaust þreytt og svaf í tólf tíma á dag. Á þessum tíma var ég komin með svokallaðan „droppfót“. Ég dró hann bara alveg á eftir mér. Eftir því sem ég hjakkaði meira áfram því verri varð ég.“ Hin hliðin líka Í desember 2011 fékk hún annað stórt kast. „Þá fór hægri hliðin í fokk. Þá fékk ég meiri dofa í hendur og andlit líka. En ég böðlaðist alltaf áfram,“ segir hún. Í febrúar 2012 lamaðist hægri hliðin líka. „Þá var ég komin á Ísafjörð þar sem ég á heima og lá á spítalan- um þar. Þá fékk ég stórt kast og hægri helmingurinn fór alveg, ég gat ekki rétt úr fingrunum og var dofin alveg frá mitti og niður.“ Læknir á Ísafirði vildi að tekinn yrði mænuvökvi hjá henni á taugadeildinni. Eftir nokkurt þras, að sögn Steinku, fékk hann það í gegn. Það fannst ekkert óeðlilegt í mænu- vökvanum. Hún var útskrifuð af spítal- anum og sjúkdómsgreiningin var star- fræn röskun. Hana átti að lækna hjá geðlækni sem Steinka fór til en ekkert lagaðist. Böðlaðist áfram „Á þessum tíma var ég orðin mjög slæm og með mikla taugakippi allan daginn. Ég sofnaði þreytt og vakn- aði þreytt. Ég hjakkaði áfram því það var búið að segja að þetta myndi lag- ast,“ segir hún. Raunin varð önnur. Henni versnaði sífellt. Í september 2012 var hún komin í hjólastól. Þá fékk hún kast en taugadeildin vildi ekki taka við henni þrátt fyrir beiðn- ir læknis hennar á Ísafirði. „Að lok- um pantaði ég mér flug og mamma kom með mér á spítalann.“ Þar seg- ir hún móttökurnar ekki hafa verið góðar. „Þarna var löppin orðin svört niður,“ segir hún. Læknar tóku á móti henni á slysadeildinni og á endan- um kom læknir frá taugadeildinni. Steinka segir læknana hafa hreytt ónotum í hana. „„Hvað viltu að við gerum fyrir þig?“ spurðu læknarnir,“ segir hún. „Við getum ekki gert neitt meira fyrir þig, við verðum bara að kalla á geðlækni,“ segir hún læknana hafa sagt. Hún sagðist vera til í það enda meira en reiðubúin að fá bót sinna meina. „Ég sagði bara: frábært, ég er ekki í vinnu og á ekki börn og hef nægan tíma.“ Fundað um stöðuna Eftir þetta fór hún aftur heim á Ísa- fjörð þar sem hún bjó með systur seinni en þurfti að dveljast á sambýli þar vegna þess að íbúðin sem hún bjó í hentaði ekki fyrir hjólastóla. Á þessum tímapunkti var hún óviss um framhaldið. Hún fór til Hveragerðis á heilsuhælið og þar sem engin merki voru um bata fór fjölskylda henn- ar að huga að því að finna íbúð sem væri hjólastólavæn fyrir Steinku. Vin- kona hennar og faðir héldu fund með lækni, iðjuþjálfa og fleirum til þess að ákveða framhaldið. Eftir fundinn stakk faðir hennar upp á því að hún reyndi meðferð hjá kírópraktor sem hafði hjálpað honum sjálfum mikið. Steinka hafði engu að tapa og var til í að prófa allt. „Hann hafði sjálfur feng- ið kölkun í bakið 1999 og átti að verða óvinnufær. Hann tók það ekki í mál og fór til Egils Þorsteinssonar kíróprakt- ors sem hefur haldið honum gang- andi síðan.“ Jafn ótrúlegt og það hljómar Steinka fór í tíma til Egils. „Hann byrjaði á að spyrja mig út í sjúkra- sögu mína og myndaði svo bak- ið. Um leið og hann sá myndirn- ar sagði hann: „Steinka mín, það er ekki skrýtið að þú sért dofin í löpp- unum, andlitinu og mjöðminni. Það eru klemmur á þremur stöðum.“ Klemmurnar höfðu ekki sést á einu myndinni sem tekin var af bak- inu á mér í upphafi. Læknarnir vildu ekki mynda mig aftur þó við hefðum beðið um það,“ segir Steinka. Hún segist ekki vita um ástæður þess að taugarnar voru klemmdar en segir að Örn Jónsson í Sporthúsinu, sem hafi líka hjálpað henni töluvert, hafi sagt þær geta verið tilkomnar vegna höggs sem hún varð fyrir í æsku, en þegar hún var níu ára féll hún niður tröppur. „Eftir að ég kom til Egils þá vildi hann að ég kæmi daglega og ég gerði það. Eftir þriðja skiptið fann ég allt í einu að verkurinn í þvagblöðr- unni var farinn. Eftir tímann gat ég í fyrsta skipti í marga mánuði piss- að eðlilega, það kom bara bunan,“ segir hún og viðurkennir að vissu- lega sé þetta óvenjulegt. Framhaldið er lyginni líkast. „Eftir fjórða skipt- ið hjá honum hættu taugakippirn- ir, bláminn á löppunum hvarf og minnkandi bjúgur. Eftir fimmta skiptið gat ég spennt lærvöðvann á vinstri fæti, eftir sjöunda skiptið gat ég spennt lærvöðvann og hreyft tærnar á hægri fótlegg í fyrsta sinn í þrjú ár.“ Eftir áttunda tímann gat Steinka stigið upp úr hjólastólnum sem hafði verið henni nauðsynleg- ur síðustu mánuði, stutt sig við hækj- ur og „droppfóturinn“ ekki sýnilegur lengur. „Eftir 10. skiptið gat ég gengið með eina hækju og eftir 12. skiptið gat ég sleppt hækjunum,“ segir hún. Það er ekki að sjá á Steinku í dag að fyrir um nokkrum mánuðum hafi hún verið föst við hjólastól. Hún haltrar örlítið þegar hún gengur. „Þolið var ekki gott til að byrja með en þetta er allt að koma, í raun er þetta bara ótrúlegt,“ segir Steinka og viðurkennir að henni finnist þetta þetta jafn ótrúlegt og það hljómar. „Ég er allt önnur manneskja í dag.“ Í dag fer hún einu sinni til tvisvar í viku til Egils kírópraktors. „Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig ég verð en eins og staðan er í dag þá er ég tíu sinnum betri núna en áður en ég veiktist. Þetta er eiginlega bara krafta- verkasaga.“ Gott að eiga góða að Hún segir það vera sér efst í huga hversu góða hún á að. „Þegar svona veikindi koma upp þá er alveg ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu á bak við sig. Ég er svo lánsöm að eiga frábæra foreldra og fimm systkini og mágkonur, frábæra vini, guðdóttur og ættingja sem hafa stutt mig ómetanlega,“ segir hún. „Ég vill einnig koma sérstökum þökkum til sjúkraþjálfara á Ísafirði, starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, fjölskylduskrifstofu Ísa- fjarðarbæjar, Vesturafli á Ísafirði, starfsfólks skammtímavistun- ar á Ísafirði, Lionsklúbbs Ísafjarð- ar og allra sem hafa stutt við bak á mér í gegnum verkefnið, að Agli ógleymdum að sjálfsögðu,“ segir hún þakklát. n Viðtal 35Helgarblað 12.–14. apríl 2013 Andrea Ólafsdóttir 1. sæti Suðurdæmi Saman getum við unnið að réttlæti, sanngirni og lýðræði fyrir heimilin í landinu læknis og fór í þeim erindagjörðum á Selfoss. Þar fékk hún taugalyf og send var beiðni um myndatöku. Það var bið eftir myndatökunni en verkirnir ágerðust hjá Steinku svo hún ákvað í samráði við móður sína að fara á slysadeild í bænum. „Þar var mér sagt að ég þyrfti að fara upp á tauga- deild en það væri svo mikið að gera og þar sem að klukkan væri orðin fjögur væri búið að loka og enginn gæti tekið mynd. Ég fékk mjög sterk lyf og var sagt að fara heim og bíða eftir mynda- töku.“ Tveimur dögum síðar fór hún í myndatöku þar sem mjöðmin og bak- ið voru mynduð. Ekkert sást í þeim myndatökum. „Þá var send beiðni um að ég fengi tíma hjá taugalækni en dagarnir liðu og ekkert gerðist. Ég lá bara uppi í rúmi, át verkjatöflur og öskraði af verkjum.“ Það var ekki fyrr en einum og hálfum mánuði seinna að hún komst að hjá lækni. „Þá hafði ég fengið nóg og pabbi líka. Hann hringdi niður á spítala og mér var sagt að koma á slysó. Ég fór þangað en það var sama sagan, of mikið að gera og ég átti ekki að komast að.“ „Bara í hausnum á mér“ Á endanum kom þó taugalæknir og skoðaði Steinku. Sá vildi leggja hana inn og fá frekari rannsóknir. „Þar var ég sett í segulómun – sem betur fer kom ekkert út úr henni. Ég lá inni í 4–5 daga en þeir vissu ekkert hvað amaði að mér. Niðurstaðan varð sú að ég ætti að fara á Reykjalund og ég myndi lagast þar með góðri þjálfun. “ Steinka beið í einn og hálf- an mánuð eftir því að komast að á Reykjalundi en fór í sjúkraþjálf- un á meðan. Ástand hennar versn- aði hins vegar, verkirnir jukust og hún var orðin algjörlega óvinnufær. „Ég fór svo á Reykjalund og var þar í þjálfun. Yfirmaður taugasviðsins þar drullaði yfir mig og sagði að þetta væri bara í hausnum á mér. Ég ætti bara að lyfta löppinni. Ég sagði þá við hana að fyrst að þetta væri í hausnum á mér væri þá ekki nær að ég færi til sálfræðings?“ Sú varð síðar raunin og að sögn Steinku markaði það upphaf þess tímabils þegar læknar héldu að hún ímyndaði sér veikindin. „Það var Gat gengið á ný „Ég er svo þrjósk að ég fór ekki til læknis fyrr en verkurinn var orðinn óbærilegur. „Ég lá bara uppi í rúmi, át verkjatöflur og öskraði af verkjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.