Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Síða 42
S igríður Kling er þekkt fyrir litríkan persónuleika og hattarnir hennar eru skraut­ legir og vekja eftirtekt hvert sem hún fer. Sigga er met­ sölurithöfundur en bók hennar Orð eru álög náði metsölu og seinni bók­ in sem var að koma út, Töfraðu fram lífið, virðist stefna í sömu átt. „Ég ákvað mjög ung að skrifa já­ kvæðar bækur sem myndu hjálpa fólki að ná tökum á lífi sínu,“ segir Sigga. Hún heldur fyrirlestra hjá fyrir­ tækjum og stofnunum við frábærar undirtektir enda um einstaka fyrir­ lestra að ræða og mikið er hlegið á þeim. Sigga er mikill húmoristi og gerir óspart grín að sjálfri sér sem hún segir vera nauðsynlegt að geta gert. Hún kallar sig Siggu Kling í dag og segist vera búin að leggja Klingenberg nafnið niður eftir að hún komst að því að hún átti í raun annan föður en hún hélt, en fyrir stuttu komst Sigga að því að hún átti ekki bara annan föður, heldur átti hún systkini líka. Sigga lætur ekki margt koma sér úr jafnvægi og að eignast heila fjölskyldu á einum degi var ekki mikið mál fyrir hana. Hún segist vera þakklát fyrir að eiga svona stóra fjölskyldu og í raun hafi það ekki komið henni á óvart að hún ætti annan föður þar sem henni fannst hún aldrei líkjast þeim föður sem hún taldi vera sinn. Hún segir hjarta sitt vera nógu stórt til að rúma aðra fjölskyldu og allt sem henni fylgi. DV spjallaði við Siggu um heima og geima og fékk uppskriftina að eilífri hamingju. Reif niður eldhúsinnréttingu „Það er nauðsynlegt að fara reglu­ lega í fýlu. Fólk sem skiptir aldrei skapi er leiðinlegt. Ég er með ítalskt skap og get orðið foxill í smástund eins og þegar ég reif niður heila eld­ húsinnréttingu og braut niður hurð eftir rifrildi við dóttur mína. Þetta tók mig um 20 mínútur og hlógum við mæðgurnar að þessu kasti mínu og mér fannst innréttingin hvort sem er ljót og sparaði kostnað við að láta rífa hana niður í leiðinni.“ Sigga er með skap þó svo að hún láti ekki á því bera dagsdaglega og segir sjálfri sér að halda kjafti ef svo ber undir. „Ef ég vakna í fýlu segi ég við sjálfa mig: „Sigga ef þú ætlar að vera svona leiðinleg þá ferð þú ekki með mér á Laugaveginn í dag og grjóthaltu kjafti og komdu þér upp úr þessari lægð.“ Síðan tel ég upp svona „wanna be‘s“ eins og Loga Bergmann, Sveppa og Audda, svona týpískt fólk sem er bara ekki að meika það og hef­ ur aldrei komist að í fjölmiðlum eins og ég, en þá verður Sigga bara nokk­ uð glöð með sig og fer í gott skap. Mál­ ið er að þú getur sagt skilið við vini og jafnvel ættingja þína en þú situr uppi með sjálfa þig það sem eftir er og þá er best að vera dálítið skemmtilegur til að maður drepist ekki úr leiðindum,“ segir Sigga og hlær sínum smitandi hlátri sem fer ekki fram hjá neinum á kaffihúsinu þar sem viðtalið fer fram. Húmor er sexí Hvað með ástina, áttu kærasta? „Það er ekkert að frétta af ástalífinu og ég er orðin sjálfkynhneigð og ef ég er með hausverk þá segi ég bara; „nei takk Sigga mín, ekki í kvöld“ og enginn fer í fýlu. Ég er mjög hrif­ næm og get orðið ástfangin á augnabliki en það endist vart út daginn nema ég hitti bara einn aðila þann daginn. Ég átti mann í 26 ár sem ég elskaði og átti með yndis­ leg börn. Þó svo að Elizabeth Taylor sé mín fyrirmynd þá get ég ekki sagt að fjöldi eiginmanna minna verði sá sami hjá okkur stöllum. En ef ein­ hver dytti um fótleggi mína myndi ég skoða þann einstakling vel. Síðan er ég með flottustu fótleggi sem ég hef séð þó svo ég segi sjálf frá.“ Bónorð á Facebook Eina bónorðið sem Sigga hefur fengið var á Facebook. Hún var ekki að springa úr hamingju með það en gerir þó grín að því. „Ég fékk bónorð á Face­ book sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að maðurinn sem bað mín með þeim hætti hafði ekki einu sinni fyrir því að bæta fleiri myndum í myndasafnið sitt. Hann er frá Manche­ ster og er bara með eina mynd af sér á síðunni sinni og hún er ekki einu sinni góð. Ég gat ekki hugsað mér að játast svona metnaðar lausum manni. Þetta er eina bónorðið sem ég hef fengið um ævina sem er pínu sorglegt ef maður pælir í því. Á hinn bóginn eru margir sem fá ekkert bónorð um ævina svo ég hlýt að vera einstök.“ Hræðist normið „Einu sinni var ég stödd í sjónvarps­ þætti þegar þáttarstjórnandinn spyr mig hvort ég sé ekki bara skrítin, ég svaraði; „jú, pottþétt“, enda hræðist ég ekkert meira en að vera flokkuð undir normið. Einn daginn var ég á gangi niður Laugaveginn þegar ég heyrði litlar stelpur hvísla; „Lady Gaga er pottþétt að herma eftir þessari“. Mér þótti vænt um að heyra þetta og hver veit nema að Lady Gaga hafi séð mér bregða fyrir á netinu og kolfallið fyrir mér, annað eins hefur nú gerst.“ Skítsama hvað öðrum finnst En hver skyldi uppskriftin að ham­ ingju vera? „Þér verður að vera skít­ sama um hvað öðrum finnst um þig því þú getur aldrei þóknast fjöldanum og það er mikilvægara að vera sáttur við sjálfan sig því maður þarf víst að hanga með sér að eilífu. Það gengur ekki að vera með einn fót í fortíðinni og hinn í framtíðinni þá mígur þú á nútíðina. Þú þarft að hafa þá báða í nútíðinni og njóta líðandi stundar. Lífið er hér og nú.“ Ekki spá heldur sálarlestur Sigga hefur spáð fyr­ ir fólki í gegnum tíð­ ina og veigrar sér ekki við því að kalla sjálfa sig norn. En er eitt­ hvað að marka þessa spádóma og hvernig sérð þú framtíðina hjá viðkomandi einstaklingi sem leitar til þín eft­ ir spá? Sigga horfir á blaðamann og spyr hvort að hann sé að efast um hana, en skellihlær síðan þegar hún sér skömmustuna í svip blaðamanns sem hafði alls engar efasemdir um hana. „Ég er byrjuð að lesa fólk aft­ ur eftir um tveggja ára hlé. Ég vil ekki kalla þetta spá, heldur kalla ég þetta sálarlestur, svona svipað og sálfræðingar gera. Sálfræðingar lesa í sálina og hjálpa fólki við hin ýmsu mál líkt og ég geri. Ég les sálina hjá fólki og afhendi þeim skilaboð sem eru í raun frá þeim sjálfum. Það eru ekki allir með þann eiginleika að geta lesið þau skilaboð sem undir­ meðvitundin lumar á. Oftast eru þetta sterk og skýr skilaboð sem ég fæ og flestir eru á því að lesturinn hitti í mark og hjálpi viðkomandi að leysa úr sínum málum. Það er mikið að marka hvað innsæið segir manni, en það þýðir ekki að fólk eigi að gera allt sem að spákonan segir þér, það er mikilvægt að hafa gaman af þessu eins og lífinu,“ segir Sigga Kling að lokum. n 42 Lífsstíll 12.–14. apríl 2013 Helgarblað • K. Stanislavski og M. Chekhov tækni • Senuvinna og textagreining • Hugleiðsla og slökun • og margt fleira... Leiktækniskólinn er á Facebook, þar má nálgast frekari upplýsingar. Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com. Aldurtakmark 18 ára. "Frábært námskeið, ég lærði helling" - Steindi jr. Nýtt námskeið frá 16. apríl. - 21. maí. 2013. Kennsla fer fram á þriðjudögum frá kl. 19.30 - 23.00 Magnús og Þorsteinn eru meðal reyndustu leikara sinnar kynslóðar með áratuga reynslu af vinnu við leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Námskeið í hagnýtri og skapandi leiklist Bónorð á Facebook n Sigga Kling búin að skipta um nafn n „Ég er orðin sjálfkynhneigð“ Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is Ljóðræn Sigga Sigga er með þrjár Facebook-síður vegna vinafjölda sem hún á á þeim samskipta- miðli. Hún er þekkt fyrir falleg ljóð sem hún skrifar á síður sínar reglulega og hér er eitt sem vakti athygli blaðamanns. Láttu þá vita sem ást þína fanga Hversu glaður þú ert með þeim að ganga Vertu til staðar frá morgni til myrkurs Því lífið er stundum ljótur sirkus Hvíslaðu orðin fögur og hrein Ekki setja þau bara í minningargrein „Það er nauð- synlegt að fara reglulega í fýlu „Ég gat ekki hugsað mér að játast svona metnaðarlaus- um manni Skrautleg Sigga er þekkt fyrir höfuðföt sín sem þykja allt annað en látlaus. Díva Sigga spáir mikið í útlitið og segist ávallt bera hatt á höfði því hún sé með óeðlilega stórt höfuð. mynDiR SigtRygguR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.