Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2013, Blaðsíða 50
50 Fólk 12.–14. apríl 2013 Helgarblað Mæður á fimmtugsaldri nStjörnur sem eiga það sameiginlegt að hafa átt börn, komnar yfir fertugt n Allt er fertugum fært Halle Berry 46 ára Leikkonan eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var 41 árs. Nýlega staðfesti hún að hún ætti von á öðru barni sínu. Hún viðurkenndi að þetta væri það óvæntasta í lífi sínu og hún hefði ekki búist við að eignast annað barn komin á þennan aldur, en hún er 46 ára. Kelly Preston 47 ára Kelly Preston, eiginkona John Travolta, var 47 ára þegar hún varð ólétt að þriðja barni sínu. Nicole Kidman 40 ára Kidman ól sitt fyrsta barn, Sunday Rose, í júlí 2008. Þá var hún fertug. Fyrir átti hún tvö ættleidd börn með Tom Cruise. Nicole hefur sagt frá því í viðtölum að hún myndi gjarnan vilja eignast fleiri börn. Jane Seymour 44 ára Leikkonan breska eignaðist tvíburana Johnny og Kris árið 1995. Þá var hún 44 ára. L indsay Lohan var dæmd í þriggja mánaða meðferð fyrir skömmu. Hún mætti í viðtal hjá David Letterman á dögunum. David sagði við Lindsay að það hefði komið hon- um á óvart að hún mætti í viðtalið í ljósi alls sem gengið hefur á hjá henni í einkalífinu upp á síðkastið og við það brotnaði hún saman og grét. Hún segist vera að stefna á nýja braut, en Lindsay á að hefja meðferðina þann 2. maí næst- komandi. n Lindsay hefur ekki verið algjör engill Grét hjá Letterman Grét Lindsay sagði Letterman allt af létta. E ftir margra mánaða vanga- veltur hefur leikarinn Tom Crusie nú viðurkennt að krafa Katie Holmes um skilnað hafi komið aftan að honum. Í viðtali við þýsku sjónvarps- stöðina ProSieben sagði Cruise að hann hafi ekki grunað að eigin- kona hans til fimm ára vildi skiln- að. Hann hafi nú haft nægan tíma til að hugsa málið og hefur sætt sig við ákvörðun Holmes. Eins og kunnugt er þá voru þau stödd hér á landi í fyrra þegar Holmes bað um skilnað. „Lífið er alltaf áskorun,“ sagði hann og viðurkenndi að skilnað- urinn hefði eyðilagt veisluhöldin sem hann hafði skipulagt í kringum fimmtugsafmæli sitt. „Það að vera fimmtugur og finnast þú hafa stjórn á öllu og að fá síðan svona skell, það er bara lífið. Lífið er blanda af sorg og gleði.“ Síðan hjónin skildu hefur Cruise hellt sér í vinnu og dvalið utan Bandaríkjanna þar sem hann leikur til dæmis í myndinni All You Need Is Kill. Holmes býr í New York með sjö ára dóttur þeirra, Suri. Cruise kom af fjöllum n Hafði ekki hugmynd um að Katie vildi skilja Á meðan allt lék í lyndi Holmes fór fram á skilnað á meðan þau voru stödd á Íslandi í fyrra. Dívur í darraðardansi n Carey og Minaj sitja ekki á sárs höfði D ómurunum í Americ- an Idol-þáttunum, Nicki Minaj og Mariah Carey, semur ekki sem skyldi og nýlega viðurknndi Nicki að samband dívanna hefði ekki skánað þó í það væri látið skína á skjánum. Ósætti drottningann var gert opinbert þegar upptöku sem sýndi hörkurifrildi þeirra í millum var lekið í fjölmiðla í fyrra. Nicki vildi í viðtali við MTV ekki fara nánar út í málið, en staðfesti þó að hnútukasti þeirra væri ekki lokið. „Sjáðu, ég veit að ég sýni mikla sjálfsstjórn á dómarabekkn- um – mikla sjálfsstjórn. Það er það eina sem ég vil segja. Ég einbeiti mér að keppendunum.“ Þegar þrýst var á Nicki og hún spurð hvort ekki væru teikn á lofti um betra samkomulag á milli þeirra stallsystra, svaraði hún stutt og laggott: „Nei.“ Ólíklegt verður því að telj- ast að þær beri klæði á vopn- in, enda spurning hvort slíkur gjörningur eyðilegði ekki það sem nú til dags er nefnt „gott sjónvarp“. n Semur illa Þær Carey og Minaj þola ekki hvor aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.